Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 03.09.1998, Blaðsíða 16

Fréttir - Eyjafréttir - 03.09.1998, Blaðsíða 16
H „ H SIMI 4«1 3440 FLUTNINGAR - VESTMANNAEYJUM o—.1—— i—ml. Iniarf A 1—J — InlyfV^fli ivsvii HVMI w fufKI 1001 Ori VöruofgreiMa Sldldlngav*gl 4 Slaai 481 344« Vöraafgreiðda i Reylqavílc MaMwtnlngar HéSfaMgöta 3 SinlMI 303« Fjfildi f ólks tók á mótí bikarmeisturum ÍBV á Básaskersbryggju á sunnudagskvöinió, par sem leíkmenn bökkuðu Vestmannaeyingum frábæran stuðninginn Loksíns kom flugvelin C - 17 flugvél Bandaríska l'lughersins sem flytja mun háhymingin Keikó til Eyja lenti á Vestmannaeyjaflugvelli í gær kl 14:11 að staðartíma. Lendingin tókst giftursamlega og manntjöldinn sem safnast hafði saman vegna komu vélarinnar rak upp fagnaðaróp og klappaði. Vélin kom til Eyja frá Keflavíkurflugvelli, en til hafði staðiða að hún lenti í Eyjum á mánudag og þriðjudag, en þeirri áætlun varð að fresta sökum óhagstæðra veðurskilyrða í Eyjum. Með vélinni komu blaða- og fréttamenn að máta við sig farkostinn og meta hvemig fara myndi um Keikó í vél þessari sem vegur margfalda þyngd Keikós. Áhorfendur sem mættir vom á svæðið lýstu yfir undmn sinni á hversu lítinn hluta flugbrautarinnar vélin þurfti að nota. „Vélin var kominn langt inn á brautina þegar hún snerti hana og hafði stöðvað áður en hún kom að krossinum,'' eins og einn áhorfendana varð að orði. Vélin fór aftur frá Eyjum kl 18:00 í gær, en á meðan vélin staldraði við í Eyjum gafst Vestmannaeyingum tækifæri til þess að skoða vélina og vakti hún mikla hrifningu gesta. Anægðurmeð að umsóknin náði í gegn Þórólfur Ámason forstjóri Tals hf. segist vera mjög hress með að umsókn fyrirtækisins urn aðstöðu á Hánni hafi gengið í gegn. Hann segir að Háin sé skársti kosturinn í stöðunni því þar sé hægt að koma fyrir senditækjum án þess að reisa hátt mastur. Miðað við prófanir er reiknað með að geislinn skili sér vel um alla Heimaey og að ekki verði nauðsynlegt að reisa endurvarpsstöð annars staðar. „Við vorunt búnir að kynna okkar hugmyndir fyrir ýmsum ráðamönnum í Eyjurn í maí, og höfum allan tímann viljað vinna með heimamönnum að farsælli lausn málsins. Nú er allur tækjabúnaður kominn til landsins og því ekki eftir neinu að bíða að hefja þjónustu í Vestmannaeyjum. Við höfunt haft tímann fýrir okkur í þessu máli." Þórólfur upplýsir að svo skemmti- lega vilji til að forsvarsmenn Westem Wireless í Seattle sem er einn af eigendum Tals hf. séu persónulegir vinir forsprakka Keikósamtakanna. Það hafí því verið reynt að bregðast við þeirri beiðni þessara aðila að sjá um fjarskiptaþjónustu fyrir frétta- menn og aðstandendur Keikósamtak- anna vegna mikilvægi þess fyrir ferðaþjónustu í Vestmannaeyjum að gera þessu máli góð skil. Það er því vonandi að þessi persónulegu tengsl, sem ekki eru tjárhagsleg, verði Vestmannaeyjum til góðs. Við hjá Taii hf. sjáum okkur því hag f því að geta boðið fjarskiptaaðstöðu fyrir þá fjölmiðla sem koma hingað vegna Keikó og geta komið þjónustu okkar til Vestmannaeyinga í leiðinni." Þórólfur vill líka koma því að þeir séu tilbúnir til þess að flytja mann- virkin af Hánni ef betri staður fengist. „Við erum líka tilbúnir til viðræðna um það að gera ntalargryfjuna f Hánni að meira augnayndi, en hún er nú. Við hlökkum til að koma til Eyja og að geta veitt Eyjamönnum góða og ódýra þjónustu," segir Þórólfur. C-17 vélin kemur inn til lendingar en hún stöðvaðist við bverbrautina, bannig að ekki burftir hún að nýta alla brautina

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.