Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 03.09.1998, Blaðsíða 15

Fréttir - Eyjafréttir - 03.09.1998, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 3. september!998 Fréttir 15 Bræðurnir sáu um Leiftur Bikarúrslitaleikur ÍBV og Leifturs fór fram á Laugardalsvelli á sunnu- daginn var. Leikið var í suðaustan golu og þétt rigning var meðan á leiknum stóð. Engu að síður lögðu margir leið sína á völlinn, og stuðningshópur ÍBV-liðsins var litríkur að vanda. Eyjamenn byrjuðu leikinn ekki nógu vel og komust Leiftursmenn í tvö ákjósanleg marktækifæri, strax í byrjun leiks en Gunnar var vel með á nótunum í markinu. Fyrstu 15 mínútur leiksins var fjölþjóðalið Leifhirs mun kraftmeira og ákveðnara, en ÍBV-liðið virkaði mjög tauga- veiklað. Þegar stundafjórðungur var liðinn af leiknum fóru Eyjamenn að komast jafnt og þétt inn í leikinn, en náðu þó aldrei að skapa sér einhver dauðafæri. Það var ekki fyrr en að um 10 mínútur voru til leikhlés að fyrsta mark leiksins kom. Eftir homspymu átti Kristinn Hafliðason skot, sem að markmaður Leiturs varði en boltinn barst til ívars Ingimarssonar, sem lét vaða á markið. Boltinn stefndi upp í þaknetið en Páll Guðmundsson, leikmaður Leifturs, varði með höndinni til að bjarga marki. Vítaspyrna var umsvifalaust dæmd á Leiftur og einnig fékk Páll að líta rauða spjaldið. Steingrímur skoraði ömgglega úr vítaspymunni og það er enginn vafi á því að þetta atriði var vendipunktur leiksins. Eyjamenn gengu því til leikhlés, með eins marks forystu og einum mannifleiri. Seinni hálfleikur var því algjörleg eign Eyja-manna, þrátt fyrir að Leiftursmenn hafi stundum verið nálægt því að komast aftur inn í leikinn. En staðan var 1-0, þar til á 69. mínútu leiksins, þegar vamarmaðurinn Hjalti Jóhann-esson, fékk boltann við miðju vallarins. Hann tók á rás að marki Leifturs, lék á tvo vamarmenn, komst síðan inní teig og lét vaða að markinu með hægri fæti. Þetta þrumuskot hafnaði síðan í markinu og var óverjandi fyrir markvörð Leifturs. Glæsilegt einstaklingsframtak og frábært mark. Eftir þetta vom úrslitin ráðin og aðeins spuming um hve stór sigurinn yrði. Eyjamenn héldu áfram að sækja en fleiri urðu mörkin ekki. ÍBV-liðið átti þó nokkuð erfitt uppdráttar í fyrri hálfleik, en í þeim síðari var virkilega skemmtilegt að sjá til liðsins. Liðsheildin var virkilega traust og áberandi var hvað leikmenn unnu vel hver fyrir annan. Leikmenn ætluðu að láta þetta takast nú í þriðju tilraun og koma bikamum heim. Gunnar var öryggið uppmálað í markinu. Hlynur og Zoran léku óaðfinnanlega, Guðni Rúnar skilaði sínu og Hjalti kórónaði leik sinn með frábæm marki. Kristinn Hafliðason var sprækastur miðju- mannanna og þá var Kristinn Lárusson virkilega ógnandi á vinstri kantinum. Steingrímur var mjög ógnandi að vanda í fremstu framlínu. Lið Leifturs á heiður skilinn fyrir sfna frammistöðu. Þetta er í fyrsta skiptið sem að liðið kemst í bikarúrslit og reyndi liðið ávallt að spila góða knattspymu. En það dugði ekki til gegn reynslumiklu liði Eyjamanna, sem sigmðu sanngjarnt og ömgglega, 2-0. Lið ÍBV: Gunnar - Hjalti(Kristján), Zoran, Hlynur, Guðni R. - Steinar, ingi, Kristinn H.(Sindri), Kristinn L. - Steingrímur(Jens) # I 11VIIII j Atti ekki von a þvi að skora Bikarleikurinn 1998 verður lengi í minnum hafður í fjölskyldu þeirra bræðra, Steingríms og Hjalta Jóhannessona sem náðu því að skora þau tvö mörk sem skiluðu Eyjamönnum bikarnum í ár. I viðtali við Fréttir segir Hjalti að leikurinn gegn Leiftri hafi lagst vel í sig. „Við komum vel stemmdir til leiks og vomm ákveðnir í að vinna,“ segir Hjalti., J>að þjappaði okku líka saman að þeir vom með yfirlýsingar um að þeir hefðu eitthvað tak á okkur og hefðu sigrað okkur 5 - 1 á útivelli. Þetta gaf okkur aukinn kraft í leiknum." Spretturinn sem Hjalti tók með boltinn upp hálfan völlinn í leit að Steingrími bróður sínum mun seint líða knattspyrnuáhugamönnum úr minn. Eins og allir vita fann hann ekki Steingrím og að áeggjan Hlyns fyrir- liða skaut hann sjálfur að marki og skoraði seinna mark IBV og gulltryggði Eyjamönnum sigurinn. Ekki vildi Hjalti viðurkenna að hann hafi átt von á að skora í leiknum. „Ég átti kannski ekki von á því en auðvitað ætlar maður alltaf að skora. Þetta var besti tíminn til þess að skora sitt fyrsta alvörumark með ÍBV.“ Hjalti segir erfitt að lýsa tilfinningunni að vera orðinn bikar- meistari. ,J>að er bara ekki hægt en nú er rnaður að reyna að ná sér niður til að glfma við seinni bikarinn. Við höfum alla burði til að vinna tvöfalt í ár.“ Hjalti segir að móttökurnar við heimkomuna hafi hreint út verið frábærar. , J>að var stórkostlegt að sjá öll blysin og mannfjöldan á bryggju- nni. Maður hefur ekki upplifað annan eins mannfjölda ogþagnaðariæti þegar við komum heim. Ég vil þakka öllum stuðningsmönnum fyrir stuðninginn og nú þurfum við bara að halda áfram og ná seinni bikamum. Það munum við gera, stuðningsmenn og leikmenn í sameiningu," sagði þessi geðþekki leikmaður IBV Steingrímur Jóhannesson: Sá hvað verða vildi Steingrímur Jóhannesson marka- hrókurinn mikli segir að stemmningin hafi verið rosalega góð bæði fyrir leikinn og í honum að ekki sé talað um eftir að ieikurinn var unninn og bikarinn í höfn. „Undirbúningur liðsins var mjög góður og menn í góðu jafnvægi vegna þess að af reynslu undanfarinna ára vissum við hvemig leikurinn ætti að spilast. Bæði liðin stóðu sig mjög vel og leikurinn hefði getað farið á hvom vegin sem var. Vendipunkturinn var þó þegar vítaspyman var dæmd, eftir það vomm við með öryggið okkar megin.“ Steingrímur segir að markmenn beggja liða hafi verið frábærir. „Það lá samt alltaf í loftinu að það yrði gert mark og eftir að ég skoraði úr vítinu var þetta ekki spuming." Aðspurður um heimkomuna og móttökumar í Eyjum segir Steingrímur að þvf sé ekki hægt að lýsa með orðum af neinu viti. „Þetta var hreint út sagt frábært. Þetta er í eitt fárra skipta sem manni hefur hlakkað til að fara með Herjólfi. Heimkoman var glæsileg og mannfjöldinn á bryggjunni yljaði manni um hjartarætur. Það er ekki á hverjum degi sem svona skeður og maður er ennþá í skýjunum. Veðrið hefði kannski mátt vera betra, en samt sem áður var stemmningin frábær. Maður veit miðað við undanfarin ár að stuðningsmenn okkar hafa staðið sig stórglæsilega og starf stuðningsfélagsins í Reykjavík var hreint ótrúlegt og er þá á engan hallað. Það þarf engin orð. Þetta lýsir sér sjálft og stuðningsmenn okkar eiga fyllilega skilið að njóta sigursins og allir Vestmannaeyingar geta verið stoltir af liðinu. Það er alltaf gaman þegar vel gengur.“ Hvað fór í gegnum hugann þegar þú tókst vítaspymuna? „Það var nú búið að ræða nokkuð um það hver ætti að taka víti ef að til þess kæmi í leiknum. Svo var tekinn ákvörðun um þetta á Hótel Örk á laugardeginum og ég var reiðubúinn til þess að taka að mér verkið. Nú þegar kom að sjálfu vítinu var bara hugsunin sú að stilla upp boltanum og rífa hann í netið og ég legg af stað með það. Ég var búin að taka þá ákvörðun að skjóta í homið sem markmaðurinn henti sér í, en á síðustu stundu sá ég hvað verða vildi og breytti stefnu boltans, með þessum ágæta árangri,“ sagði Steingrímur. Lóa 03 BÍ33Í opna sportvóruverslunia Eðalsport Ný sportvöruverslun, Eðalsport opnaði glæsilega verslun í Vest- mannaeyjum síðast liðinn fimmtu- dag. Það eru þau Birgir Sveinsson og Lóa Jóhannsdóttir sem reka verslunina, en þau munu bjóða upp á allt það nýjasta frá Adidas, Nike, Fila og Reebok í íþróttafatnaði, skóm og töskum og fleiru sem tilheyrir íþróttum og útilífi, jafnt fyrir börn sem fullorðna. Þau reka einnig verslunina Tvistinn í sama húsi og eru með umboð fyrir Brimborg hf. „Við kaupum inn vömmar fyrir Eðalsport af heildsölum í Reykjavík, hvað sem síðar kann að ske. En við erum með sama verð og verslanir í Reykjavík og eigum að vera fyllilega samkeppnisfær 1' verði.“ Þau segja að það sé engin sérhæfð sportvöruverslun í Eyjum og að þau telja að það sé grundvöllur fyrir rekstri á slíkri verslun í Vestmannaeyjum. „Tískufatnaður er orðinn mjög sportlegur og mikið lagt í hönnun og útlit þessarar vöm,“ segir Birgir. „Og miðað við þær undirtektir sem við höfum fengið er ekki annað að sjá, en það hafi verið löngu tímabært að setja á stofn svona verslun. Viðtökumar hafa verið hreint út frábærar og við lítum björtum augum fram á við.“ Þau segjast vera að fá nýjar vömr í verslunina á hverjum degi og að úrvalið aukist að sama skapi. „Við emm líka með sjónvarp sem bömin geta horft á meðan foreldramir versla og tónlist á léttu nótunum. Nú þegar erum við farin að huga að vor og sumartísku næsta árs, þannig að það er nóg að gera. Eins og við sögðum áðan er íþróttafatnaður farinn að fylgja tíksustraumum meira og meira, þannig að nú er orðið hægt að fá kjóla í þessari línu, en við munum taka inn slíkan fatnað með vor- og sumar línunni.“ Þau segja að nafnið Eðalsport sé komið frá Halldóri „Henson“ Einars- syni. „Það er sá sami Henson og veitt hefur verðlaunin fyrir bestu Þjóð- hátíðarbúningana.“ Verslunin er til húsa þar sem Skeljungsbúðin var áður og hafa verið gerðar gagngerar breytingar á innréttingunum. ,Já við lögðum tölu- vert í að gera innviði verslunarinnar skemmtilega og það hefur tekist ágætlega.“ Blaðamaður tekur undir þau orð og óskar Lóu og Bigga velfamaðar í sportvörubransanum. Verslunin er opin alla virka daga frá kl. 10:00 til 18.00, laugardaga frá 10:00 til 16:00 og sunnudaga frá 13:00 til 16:00. Skeyti og árnaóar- óskir úr mörgum áttum Bikarmeistarar ÍBV fengu mörg skeyti og kveðjur í tilefni sigursins á sunnudaginn. Komu skeytin víðs- vegar að og sum meira að segja langt utan úr heimi. Meðal þeima sem sendu skeyti voru fjölmargir styrktaðilar, Knattspymudeild KR, alþingismennirnir Isólfur Gylfi og Margrét Frímanns, Gaui í Gíslholti sem staddur er í Namibíu og Eyjamenn á Costa Del Sol, svo einhverjir séu nefndir. Stjóm Knattspyrnudeildar ÍBV vill koma á framfæri þökkum til allra þeirra sem sendu þeim lilýjar kveðjur í tilefni sigursins. Þakkir frá Bikar- meisturunum Jóhannes Ólafsson, formaður Knattspymudeildar ÍBV segir að móttökumar sem þeir fengu eftir sigurinn í Bikarkeppninni hafi verið stórkostlegar. Hann sagði að þeir væru afar ánægðir með þann mikla stuðning og þær kveðjur sem þeir fengu. Hann vildi koma á framfæri þakklæti tii allra stuðningsmanna, bæði í Eyjum og annarstaðar á landinu. Hann sagði stuðnings- mennina í einu orði sagt frábæra og þeir ættu miklar þakkir skildar. Sérstakar þakkir vildi hann færa bæjarstjóranum. bæjarstjóm og Herjólfi hf. fyrir þeirra þátt í að gera þetta að ógleymanlegum degi fyrir alla er þátt tóku í þessu. Þú þekkir þá Davíó Þegar Davíð Oddsson, forsætis- ráðherra, heilsaði upp á leikmenn fyrir leikinn kom hann iyrst að Hlyn fyrirliða og heilsaði upp á hann. Sfðan er það venjan að fyrirliðinn gangi með heiðursgestinum og kynni leikmennina fyrir honum. Hlynur var meira með hugann við leikinn en fonnsatriðin fyrir leik og náði ekki að fylgja ráðherranum eftir sem var að flýta sér í skjól undan rigningunni. Hann kveikti svo á pemnni þegar Davíð var hálfnaður að heilsa leikmönnunum og fór þá til hans og sagði. “Það þarf ekkert að kynna þá sérstaklega fyrir þér. Þú þekkir þá alla, er það ekki? Þetta eru sömu strákar og undanfarin tvö ár.” Öl hjá stúkumönnum Á bikarleiknum vakti það athygli hversu lögregla gekk vasklega fram í því að hafa gætur á stuðnings- mönnum liðanna sem voru við stemmningseflingu í stúkunni. Fylking iögregumanna mændi í stúkuna og hafði gætur á því hvort stúkumenn væru að dreypa á ölföngum. Ef einhver fráneygur lögreglumaður kom auga á slíkt var hann í talstöðvarsambsambandi við “collega” sína í stúkunni, sem umsvifalaust þefuðu upp meintan öldrykkjumann og tóku af honum ölið. Var hinn félagslegi órói í stúkunni talinn stafa af umferð lögreglumanna í ölþefi, en ekki vegna spennu og upplifunar á leiknum. Það ástæða til að benda lögreglunni á að þó að maður sitji í stúku á fótboltaleik þarf maður ekki nauðsynlega að vera stúkumaður þ.e. meðlimur í bindindisstúku.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.