Fréttir - Eyjafréttir - 20.12.1998, Blaðsíða 18
18
Fréttir
Sunnudagur 20. desember 1998
lfíst hjá góðu fólki
„Já, það var ekkert um það að tala,
ntaður varð að fara að vinna til þess að
fækka munnunum sem metta þurfti á
heimilinu og þá fór ég í vist að passa
böm. Eg fór til Reykjavíkur og var þar
í tvö ár. Ég var þar hjá mjög góðu
fólki, Bjama Sighvatssyni, sem seinna
varð bankastjóri í Eyjum, og Kristínu
Lámsdóttur frá Stakkagerði. En á
vorin, eftir að ég var orðin táningur,
fannst mér ég alltaf þurfa að komast í
burtu frá Eyjum. Það var eins og kæmi
eitthvert óyndi í mig á vorin. Þá sagði
ég mömmu að ég vildi fara og hún
leyfði mér það. Ég var tólf ára gömul
þegar ég fór fyrst að passa böm, en
vorið sem ég fermdist kom Kristín
Lárusdóttir hingað og ég fór með
henni suður til Reykjavíkur og var hjá
henni upp undir tvö ár og leið þar
afskaplega vel, ráðin upp á fæði og
húsnæði og eitthvert smávegis kaup.
Mig minnir að það hafí verið tuttugu
og fimm krónur á mánuði. Annað
sumar fór ég og var þá hjá
læknisdóttur í Reykjavík.“
Hvernig var að vera stúlka í húsi í
Reykjavík. eða skyldi maður segja
stofupía?
„Kristín tók mig eiginlega sem
barnið sitt því að mamma bað hana
fyrir mig. Én hætturnar í Reykjavík
voru ekkert líkar því sem þær eru nú.
Þá gat ntaður farið allra sinna ferða og
það var mjög gaman í Reykjavík, og
eins að fara út úr bænum á alls kyns
skemmtanir. Þess vegna fannst mér líf
mitt áður en ég fór að basla mjög
skemmtilegt og er mjög ánægð með
það og bemskuárin. Mér fannst ég
vera mjög frjáls. Það getur vel verið að
mamma hafí viljað að ég lærði
eitthvað hjá þessari góðu konu í
Reykjavík og í raun þá lærði ég það
hjá henni sem ég hef búið að alla tíð í
því hlutskipti mínu að sjá um heimili.
Þar lærði ég að elda og baka, sem ég
bætti svo við á langri ævi. Kristín lét
mig saurna í og sjá um hvers kyns
viðgerðir á fötum. Én hún þrælaði mér
ekkert úl og var mjög góð við mig.
Hún átt drengi sem voru í skóla og
hún var að lesa með þeim og spurði
mig hvort ég vildi ekki lesa dönsku
þennan vetur eins og strákamir, og ég
gerði það, en það gleymdist þó mjög
fljótt eftir að ég var komin út í
skarkala lífsins. En mér þótti mjög
gaman að þessu og var enginn
eftirbátur strákanna. Þetta var mjög
yndislegt heimili. Húsið var stórt,
Bámgata 16 og ólíkt því sem ég átti að
venjast. Það var að vísu alltaf gaman í
Eyjum á vertíðum þegar bærinn var
l'ullur af fólki, en það kom einhver
leiði ylir mig þegar allt þetta fólk var
farið að vori. Ég fór líka austur á land
og var þar hér um bil eitt ár hjá
móðurfrænda mínum. En þegar ég
kem heim til Eyja á ný kynnist ég
manninum rm'num."
Hjónaband
Alla er 18 ára þegar hún giftist fyrri
manni sínum, Bernódusi frá Sand-
prýði, og eignast fyrsta barnið. „Það
má eiginlega segja að erfiðleikarnir
hefjist þá,“ segir Alla. „Þetta var hins
vegar mjög algengt í þá daga og ólíkt
því sem nú er. Það var einhvem
veginn eins og stelpur yrðu að vera
komnar í hjónaband 18 eða 19 ára. Þá
vom ekki þessi tækifæri sem nú em og
við hefðum gjarnan viljað hafa þegar
við vorum ung. Þegar ég geng með
fyrsta bamið er ég heima hjá mömmu
um sumarið, en Bernódus var á síld.
Þá vom reyndar eldri systkini mín
farin að heiman."
Hvar kynntist þú manninum þínum?
„Það var nú bara á dansleik héma í
Eyjum. Við höfðum að vísu gengið
saman í skóla, sem krakkar, en þá var
ég nú ekkert að spá í hann. En ári eftir
er ég orðin ófrísk og þar næsta ár aftur.
Við fórunt náttúrulega að búa, við
mjög kröpp kjör á Haukfelli við
Hvítingaveginn, í mjög lélegri íbúð
sem var full af raka og sagga. Það lá
við að það læki á mann í rúminu. Þetta
gekk nú samt sæmilega fyrstu árin og
við liðum engan skort, en við áttum
ekki neitt, nema borð, nokkra stóla og
rúm að sofa í. Þama á Hvítinga-
veginum fæðist annað bamið okkar,
en þá lluttumst við niður í London við
Miðstrætið og bjuggum þar í fimm
ár.“
Ógæfandynuryfír
Bemódus var á sjó, fyrst sem vélstjóri,
en svo fór hann á stýrimannanámskeið
og var búinn að vera skipstjóri í þrjár
vertíðir þegar ósköpin dynja yfir.
„Hann var 36 ára þegar hann deyr úr
lungnakrabbameini. Hann lör að
kenna þessa sjúkdóms síðast í nóv-
ember 1956, bar sig þó vel fram yfir
jól og áramót, en fer til Reykjavíkur á
sjúkrahús í janúar og deyr 11. febrúar
1957, ljórum mánuðum síðar. Ég fór
suður undir það síðasta, eða þrentur
dögum áður en hann dó, en ég var
aldrei beðin um að koma og finnst það
skrítið eftir á, af því að ég vissi hvað
hann var orðinn veikur. Mér fannst að
ég þyrfti að fá að sjá hann eins og
hann var, en það varð aldrei og ég
kom með hann heim í kistu. Síðan
gekk þetta hefðbundna leið og ég var
ein með allan bamahópinn, eitt
tveggja ára, fjögurra, sjö, tíu, tólf,
fjórtán og sextán, og vissi ekki í hvom
fótinn ég átti að stíga.“
En í hvom fótinn steigstu svo?
„Á þessum tíma fannst mér ég vera
alein í heiminum. Ég tók skrefið áfram
og reyndi að berjast. Við vomm sem
betur fer búin að kaupa okkur gamalt
hús, Borgarhól, þar sem við höfðum
skjól. Okkur hafði gengið illa að fá
leigt því að við vomm með svo rnörg
böm.“
Var þetta viðhorf algengt til
bamafjölskyldna á þessum ámm?
„Já, þegar við þurftum að fara úr
London fór ég af stað til að leita að
húsnæði til leigu og viðkvæðið var að
börnin væm svo mörg og að þau
eyðilegðu allt og skemmdu, svo ég
varð að snúa við með nei í farteskinu.
Á endanum leigði mágur systur
minnar okkur smákjallara og það sem
mér fannst dýrðlegast af öllu var að
þar var klósett, því hafði ég ekki
kynnst fyrr. Við erum þama í
kjallaranum í tvö eða þrjú ár áður en
við keyptum Borgarhól. Hann fór svo
undir hraun í gosinu, en þar bjó ég í
tuttugu og sex ár. Það var ekki alltaf
dans á rósum í því húsi, en það var
líka oft mjög gaman með þennan stóra
systkinahóp."
Suniarið eftir að Bemódus deyr fer
Alla í burtu með yngsta drenginn því
að bróðir Bemódusar bauð henni að
koma norður í land til Olafsfjarðar.
„Það lyfti mér mjög mikið upp. Ég
öðlaðist einhvem kjark og fólk í
kringum mig sýndi mér mjög mikla
vinsemd og hluttekningu. Ég fer síðan
aftur til Eyja og er þar um veturinn
með bömin, en um vorið fer ég að
vinna og kem yngstu bömunum á
bamaheimili. Mér var nú reyndar
boðið að hafa þau endurgjaldslaust, en
ég kom ekki nema öðm þangað inn
því að hinn hékk á hálsinum á mér og
grét þar til ég fór með hann heim.
Þannig að eldri bræður hans pössuðu
hann. Krakkamir vom að sjálfsögðu í
skóla, en ég fór að vinna í Éiskiðjunni
og starfaði þar í tuttugu ár með þessu
stóra heimili."
Hvemig var svona hefðbundinn
dagur hjá þér?
Fyrstu árin okkar í Borgarhól til
dæmis var þetta þannig að ég fór á
fætur snemma á morgnana, en þá var
engin miðstöð í húsinu, svo ég þurfti
að byrja á því að kveikja upp í
ofninum. Ég var mjög líkamlega
hraust á þessum ámm og þurfti lítið
eða ekkert að sofa. Mér fannst ég geta
allt. Ég þurfti að koma bömunum í
skólann. Eftir að Bemódus dó fór ég í
vinnu eftir að þau vom farin í skólann
og kom svo aftur heim klukkan ellefu
og eldaði mat handa þeim og gaf þeim
að borða. Síðan fór ég aftur í vinnu og
var stundum fram á kvöld, en þegar á
leið fóru eldri bömin að hjálpa mér.
En einn góðan veðurdag bilaðið bakið
af sliti og þrældómi, en ég hætti ekki
að vinna fyrr en ég var orðin sjötíu og
þriggja ára."
Hvemig myndir þú lýsa sjálfri þér.
Ertu mjög glaðlynd að eðlisfari?
„Mjög svo. Ég man aldrei eftir því
að hafa verið í vondu skapi. Ég ætlaði
einu sinni að leggjast upp í sófa í
þunglyndi, vegna þess að eitthvað
gekk illa hjá mér, en ég stóð upp eftir
tíu mínútur. Ég gat ekki lagst í neitt
vol.“
Seinnahjónabandið
Alla giftist aftur árið 1963 Magnúsi
Magnússyni og átti með honum tvö
böm. „Það hjónaband stóð í nokkur
ár. en við skildum. Við áttum dreng og
stúlku, en systir mín ól upp drenginn.
Það vom miklir erfiðleikar hjá mér á
þessum tíma, og mörgu vildi ég breyta
og gera öðmvísu þegar ég horfi til
baka til þessara ára. Þegar við giftum
okkur eignumst við stúlkuna, og
hennar hefði ég ekki viljað vera án. En
ég var íjömtíu og þriggja ára þegar ég
átti hana. Mér fannst mjög erfitt að
eignast bam á þessum tíma og
læknirinn sagði að það hefði verið allt
í lagi að eignast tíu böm, en ég hefði
mátt sleppa því ellefta, því það hefði
getað farið með mig."
Hvemig gekk að koma bömunum til
mennta?
„Stelpumar fóm í Gangfræðaskólann
og giftust mjög ungar. Helgi vildi fara
í Kennaraskólann og gerði það, en
þetta var erfitt, svo að hann las drjúgan
hluta námsins utan skóla. I framhaldi
af því langaði hann í Háskólann. Jón
langaði líka að læra og hann fór í
menntaskóla, en kostaði sig alveg
sjálfur eins og Helgi. Þegar hann lýkur
stúdentsprófi fær hann vinnu í austur-
þýska sendiráðinu í Reykjavík. Það
endaði með því að hann fór til
Rostock í Austur-Þýskalandi, þar sem
ódýrt var að vera, og lærði skipa-
verkfræði. Þuríður fór í
Kennaraskólann en hætti námi í
gosinu. Þetta er afskaplega gaman
núna. Þegar ég er orðin þetta gömul og
lít yfir hópinn minn finnst mér það
alveg yndislegt, og ég sé ekki eftir
þeirri vinnu sem ég hef lagt á mig.
Bömin em svo dýrmæt gjöf og
kannski kann maður ekki að þakka
guði fyrir það. Ég er mjög trúuð
manneskja, þó að ég sæki ekki kirkju,
en mér finnst alltaf einhver vemd-
arvættur yfir mér.“
GosíHeimey
Hvemig vom aðstæður þínar í gosinu?
„Við bjuggum þá í Borgarhól, en
það hús fór undir hraun. Við urðum að
sjálfsögðu að fara eins og aðrir. En
Magnús, seinni maður minn, átti
dóttur í Reykjavík þar sem við fengum
að vera í nokkra daga. Þaðan fluttumst
við í Ölfusborgir. en mér leiddist mjög
mikið þar. Við fómm þá á stúfana til
að reyna að fá leigt í bænum. Og í
Hafnarfirði hittum við fólk sem var
mjög vinsamlegt við okkur. Þar bauðst
okkur gömul nuddstofa sem stóð auð.
Magnús standsetti hana og þar var
mjög vinalegt og skemmtilegt að búa.
Við kölluðum það Kardimommu-
bæinn.“
Hvemig var sambúðin með seinni
manni þínum?
„Hann var góður maður og mikill
listamaður í sér. Hann málar og getur
allt milli himins og jarðar. En það er
oft með listamenn að þeir tolla ekki
mjög vel í vinnu og em ekki
ráðdeildarsamir í peningamálum.
Hann var mjög góður við mig og
bömin, en svo kom að því að þetta
brast hjá okkur. Við emm hins vegar
mjög góðir vinir og eigum þrjú
bamaböm saman. Við emm mjög sátt
hvort við annað. Ég get ekki hugsað
mér að vera ill við neinn og get ekki
hugsað mér að fara í gröfina og vera ill
út í neina manneskju. Ég vil vera sátt
við alla.“
Eftir að þau flytja til Hafnarfjarðar
fer Alla að vinna í fiski í Reykjavík.
„Það gekk ágætlega hjá okkur og við
fengum seinna inni í dönsku
Viðlagasjóðshúsi og það var mjög
gaman að flytja í það. Það hafði aldrei
skeð áður að ég flytti inn í nýtt hús.
Mér fannst svo gaman að koma inn í
húsið og skoða í skápana og sjá að
enginn hafði rótað í þeim. Þetta var
eitthvað sem ég átti sjálf. Seinna
keyptum við svo kanadískt hús.
Magnús vildi svo flytja aftur til
Vestmannaeyja. Ég vildi hins vegar
vera áfram í Hafnarfirði. Hann réð
þessu hins vegar og það varð úr að við
fluttumst aftur til Éyja og keyptum þá
austurendann í London sem hann
standsetti líka þvf að Magnús er ntjög
laghentur. Þetta var 1975. Mér finnst
ég hafa haft það mjög gott síðan. enda
ólíku saman að jafna við það sem áður
var, og nú á ég allt til þess að geta lifað
ágætu Kfi, sem ég vissi ekki hvað var
þegar ég var ung. Ég var búin að eiga
átta böm áður en ég eignaðist
þvottavél. En, eins og ég sagði, þá var
ég alltaf svo hraust og bameignimar
höfðu ekkert að segja fyrr en með
yngstu bömin, þá fór þetta að verða
dálítið erfitt.“
Skilnaðurogsonamissir
Hafði þá mikið gengið á?
,Já, dálítið. Ég bara gafst upp og
við skildum 1977. En það var samt
eins og sorgin ætlaði seint að fara frá
Þessi mynfl er tekin utan við Nyborg, sem var byggð 1876. Ahenni erufrá
vinstri: Asa, faðir tíllu, Bergmundur, móðir hennar Elín Helga ogAlla. A
myndinni er einníg fóstursonurinn Bergmundur Elli.