Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 20.12.1998, Síða 19

Fréttir - Eyjafréttir - 20.12.1998, Síða 19
Sunnudagur 20. desember 1998 Fréttir 19 mér, því að árið 1979 missi ég son minn, 32 ára gamlan, en hann dmkknaði á mótorbátnum Ver 1. mars það ár. Það var mikil sorg. En mesta sorg mín var þegar ég missti fjögurra ára gamlan son minn árið 1943. Eg ætlaði aldrei að geta komist yfir það. Lítið bam, sem maður er alltaf með í höndunum, deyr úr lungnabólgu á tveimur dögum. Mér fannst ég vera búin að fá nóg. Eg breyttist sjálf mikið og varð mjög beisk á tímabili, því að mér fannst Guð vondur við mig. Mér fannst hann taka allt frá mér, því ég átti svo lítið. Eg varð hins vegar að sætta mig við það og í dag vil ég ekki hanga á fortíðinni, og er komin yfir þetta. Hins vegar sé ég eftir fyrri manninum mínum, enn þann dag í dag. Við vorum svo ung og ástfangin og höfðum gaman af lífinu, en þegar fólk þroskast og fer að hugsa hef ég komist að því að maður er ekki einn um þessa hluti. Það em fleiri sem eiga miklu sárara um að binda.“ Alla segir að hún hafi stundum hugsað það síðan, vegna þess að báðir þessir drengir hétu Birgir, hvort þessi áföll tengdust nafninu. „Þegar ég átti fyrri drenginn sagði ég manninum mínum að ég vildi að hann yrði skírður Birgir, en hann vildi að hann héti Þorkell eins og faðir hans. Eg sagði að mér þætti það svo ljótt og karlalegt nafn, í það minnsta vildi ég að Birgisnafnið yrði með. Hann vildi ekki heyra það nefnt. Ég fór því ein og lét skíra bamið og tók fram fyrir hendumar á honum. Svo á ég þrjár stelpur og eignast því næst annan dreng, þremur ámm eftir að sá eldri dó, og mér fannst ekki annað hægt, af því ég sá svo mikið eftir fyrri drengnum sem ég missti, að ég lét hann heita þessu sama nafni, en hann missti ég líka. Mér hefur alltaf þótt að einhver óheppni hafi elt mig með þetta nafn. Ég veit ekki hvort það hefur verið af því ég hlýddi ekki manninum mínum. Þó ég hafi látið hann heita Þorkel Birgi datt mér ekki í hug að setja Þorkelsnafnið á hinn. En Birgisnafnið fannst mér svo fallegt strákanafn og það réð nafngiftinni. Það var ein sorgin að missa hann Birgi svona, við vomm mjög náin og hann var mikill mömmustrákur." Lífíð heldur áfram Þegar sorgin bankar svona upp á, gastu þá leitað eitthvað eftir stuðningi? „Að sjálfsögðu komu ættingjar Bernódusar hingað til Eyja til jarðarfararinnar þegar hann dó, en það var ekki mikið rætt. Ég veit eiginlega ekki hvemig ég fór í gegnum þetta og á erfitt með að skilja og gera mér grein fyrir þessu í dag. Mér finnst ég ekki muna almennilega hvemig þetta var. Síðan fóru þau og báðu mig að gæta bamanna. Ég hef reynt að gera það sem ég hef getað. Það vantaði hins vegar áfallahjálp sem ég vildi óska að hefði verið til staðar þá og eins þegar Þorkell Birgir litli dó. Mér fannst ég ekki hafa til neinna að leita. Að sjálfsögðu gat ég leitað til móður minnar meðan á þessu stóð, en faðir minn var dáinn þá. Þegar þetta er afstaðið fer fólk heim til sín og hefur allt annað að gera og að öðm að huga. Lífið heldur áfram og fólk hefur öðru að sinna og annað amstur gleymist. Ég vildi samt að ég hefði getað leitað til einhverra og talað um þetta stríð mitt og sorgina. Einhvern sem hefði verið utan fjölskyldunnar. Maður gat ekki verið að tala um þessa hluti daglega við sína nánustu. Allir vissu hvað hafði skeð hjá mér, en mér fannst ég eiga afskaplega bágt. Ég reyndi að bera mig vel, en ég grét mikið og fannst það sorglegasta af öllu þegar bömin stóðu fyrir framan mig og spurðu af hverju ég væri alltaf að gráta. En mér hefur alltaf þótt strákamir vera meira háðir mér. Mér fannst stelpumar meira sjálfbjarga. Strákamir spurðu hins vegar oft að því hvers vegna pabbi kæmi ekki aftur og það gat verið erfitt að svara svona spumingum “ Þessi mvnd er tekin árið 1966 af börnunum í Borgarhól. Efri röð frá uinstri: Birna Berg, Elínborg, Þóra Birgít Aðalbjörg Jóhanna, og Birgir (dáinn) Fremrí röð: Helgi, Elín Helga, Þuríður og Jón ég það ekki heldur, jafnvel þó að ég hafi fengið þennan blóðtappa um daginn og orðið mikið veik. Ég missti meðvitund um tíma og hugsaði að ef það væri svona að deyja þá þyrfti ég ekki að hal'a neinar áhyggjur af því. Við vitum öll að við fæðumst og deyjum, en ég þakka Guði fyrir það hvað ég hef fengið að lifa lengi, af því að mér finnst gaman að lifa. Þó að ég búi núna ein er alltaf margt fólk sem kemur til mín. Ég hef náð mér eftir veikindin núna þó að ég hefði ákveðnar efasemdir um það á tíma- bili.“ Feröalög og hoklestur Það má segja þrátt fyrir allt að þú halir nú komið nokkuð víða við miðað við það sem var algengt á sínum tíma. Þú fórst til Reykjavíkur, austur á Firði og norður til Olafsfjarðar. „Það má kannski segja það. Á fyrri búskaparárum mínum liðu þó einu sinni sex ár milli þess að ég fór upp á land. En mér hefur alltaf fundist gaman að ferðast. Ég fór tvisvar til Þýskalands. Bömin mín gáfu mér fyrri ferðina þegar ég varð sextug og ég dvaldist þá hjá syni mínum. Seinni ferðina fór ég 1987 með Þuru dóttur minni og fjölskyldu hennar, var í mánuð í bæði skiptin, svo ég hef ferðast svolftið. Árið 1974 fór ég svo til Spánar og var þar í hálfan mánuð og þótti það alltof lítið, en það var mjög gaman og ég hefði ekki trúað því að óreyndu að til væru lönd þar sem væri svona heitt." Alla segist eiga mörg áhugamál, en mest finnist henni gaman að lesa góðar bækur. Þó að hún eigi erfitt með að halda á bók nú orðið, sérstaklegapf hún les í rúminu, les hún mikið. „Ég les mikið, kaupi tvö dagblöð og á fullt af bókum. Ég hef lesið nokkuð af ævisögum og ævisöguþáttum, auk þess góða rithöfunda eins og Laxness. En mér finnst hann allt öðru vísi en aðrir rithöfundar sem ég hef lesið. Ég las Kristmann Guðmundsson og Hvemig brástu við svona spum- ingum frá bömunum? „Mér fannst ég ekki geta sagt þeim frá þessu vegna þess að þau vom svo miklir óvitar. Eldri bömin vom í skóla og ein dóttir mín var að vinna og þau spurðu ekki svona. Það voru yngstu bömin sem spurðu þegar ég var með þau heima áður en ég fór að vinna. Ég gat hins vegar ekki sagt þeim að ég væri að gráta vegna þess að pabbi þeirra væri dáinn. En eins og ég segi, Uklega hef ég ekki verið nógu þroskuð þegar ég missti manninn minn frá öllum þessum hópi og ekki fær um að takast á við það. Mér fannst hann eiga svo mikið eftir að gera og við bæði saman og ég varð beisk og missti trúna á tímabili. En þegar ég fór að líta í kringum mig fór ég að sjá hvað aðrir áttu líka bágt. Það var eins og ég huggaðist við það." Samhent f jölskvlda og hakklát Guói Alla segir að Ijölskyldan hafi alla tíð verið mjög samheldin og ríkt gott samband innan hennar. „Það var aldrei neitt rifrildi. Systkinin voru mjög samhent og þau hafa á hverju ári komið saman og haldið smágleðskap í mat og drykk. Og nú á jólum borða ég hjá einni dóttur minni og svo höldum við sameiginlegt fjölskylduboð á annan í jólum og það em yfir ljörutíu manns. En nú í október fékk ég blóð- tappa og lá mikið veik á sjúkrahúsi, en bömin komu öll til mín og það var tekin mynd af hópnum við rúmið hjá mér. Eins og ég segi, þá finnst mér að það hafi verið gert svo vel við mig gangvart bömunum og hvað þau hafa verið yndisleg við mig, af því ég varð fyrir þessari stóm sorg svona ung.“ Þú sagðir að þú hafir verið mjög trúuð, en fyllst nokkrum efasemdum þegar hvað erfiðast gekk. „Mér var kennt það þegar ég var barn að lesa bænir kvölds og morgna, og átti mína bamatrú. Mamma og pabbi vom mjög kirkjurækið fólk og við systurnar vomm nokkuð trúaðar.“ En dauðinn sem slíkur, var hann eitthvað sem ekki mátti tala um? „Já, mér fannst það frekar. Ég veit ekki hvort fólk var hrætt við dauðann, en mér fannst þetta ekki geta skeð. Þetta var eitthvað fjarlægt. Og núna, þegar ég er orðin sjötíu og níu ára, geri Borgarhóll við Kirkjuveg. Myndina málaði Magnús Magnússon.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.