Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 20.12.1998, Blaðsíða 21

Fréttir - Eyjafréttir - 20.12.1998, Blaðsíða 21
Sunnudagur20. desember 1998 Fréttir 21 Skötukvöld Hrekkjalóma: Að skemmta sér á eigin kostnað og annarra Hið árlega skötukvöld Hrekkja- lómafélagsins var haldið síðastliðið fóstudagskvöld að viðstöddu fjöl- mcnni. Fór skötuhátíðin vel fram og alls ekki í neinu skötulfki, heldur eins orginal og Hrekkjalómum er einum lagið. Yfirskrift skötu- kvöldsins og þema var, Fljúgandi frétt og skríðandi frétt og var heiðursgestur hrekkjalóma þetta kvöld, sá landsfrægi krati, þingmaður, ritstjóri og hvalafrið- unarbróðir Össur Skarphéðinsson. Hélt hann mikla hátíðaræðu samofna meiningum og kaldhæðni af ýmsu tagi, hrekkjalómum, vel- unnurum þeirra og gestum til ómældrar gleði og ánægju. Eftir að menn höfðu troðið í sig skötu fóru fram alls kyns krýningar og og viðurkenningar en áður höfðu Hrekkjalómar viðhaft mikla skyggnumyndasýningu, hvar myndefnið var túlkað mjög svo frjálslega og allt af sanngirni eftir því sem bestu menn sögðu. Meðal þeirra sem hvað virðu- legasta meðferð fengu hjá Hrekkjalómum, voru formaður félagsins Tóti í Geisla og Arni Johnsen. Menn brugðu sér einnig í gerfi Tóta, hvar annars vegar margt kom honum á óvart, auk þess sem fluttur var mikill bragur um for- manninn. Ami fékk hins vegar hvers kyns vegtyllur af hendi félagsins, sem að sjálfsögðu tengdust einkavini hans og sérlegum velunnara, Páli Oskari. Tengdist það að sjálfsögðu hvers kyns aftanítökum og neðanþindar- húmor. Voru Ama meðal annars afhentar harðbotna brækur til íveru, hvar á stóð -Lokað fyrir Páli-. Mönnum hefur líklega þótt Ami illa brókaður því aðrar buxur fékk hann af hvítu lérefti með áletruninni -Ámi Johnsen var hér-. Trúlega buxur úr smiðju Páls Óskars eftir því sem heimildir herma. Að sjálfsögðu var klámkóngur félagsins krýndur, en Jóhann Pét- ursson lögfræðingur hafði notið þess titils síðastliðið ár auk þess að varðveita þá fögm snót, Heimi. Þótti Heimir koma vel undan Jóhanni eftir þennan tíma. Að sjálfsögðu var arftaki Jóhanns kjörinn og var sá heppni Sigurður Sveinsson í Olís og tók hann við Heimi úr höndum fráfarandi klámkóngs, sem óskaði Sigurði velfamaðar í atlotum við Heimi. Róbert Sigurmundsson hafði nokkur afskipti af hrossum og mó- fuglum í sumar og fékk hann góðar kveðjur frá Mófuglavemdarfélagi Hrekkjalóma. Úthlutaði félagið Róbert sérstöku griðlandi á ótil- teknum stað og líkan þar af hvar mófuglasöngur ku óma um loftin og hrossafnykur víðsfjarri. Þótti Róbert góður fengur að griðlandinu sér í lagi vegna þess blíðviðris sem hékk þar utan í flaggstöng. Grímur Gíslason var útnefndur spenakóngur Hrekkjalóma. Þótti það við hæfi þar sem hann hefur sogið sig fastan á arðvænlegustu túttur, sem gáfu hvað feitastan rjóma hafa gefið fyrr og síðar. Trónir þar Mogginn efstur, en Herjólfur lengstur. Fylgdu svo fleiri næringargefandi spenar, eins og Bærinn, Huginn, D-listinn og Free Willie. Var honum heiður að þeirri upphefð allri sem fylgdi, medalía sem huldi líkamann og kóróna af gulli. Skattakóngur Hrekkjalóma var kjörinn Hörður Rögnvaldsson, hvort heldur með réttu eða röngu; góðu eða illu og yftrgaf samkomuna með dollaramerki undir hendinni og að vísir menn töldu, í augunum. Hinn árlegi skötukvöldskvenmaður sagði brandara, en eins og kunnugt er, er öllu kvenfólki meinaður aðgangur að þingum Hrekkjalóma að undan- skildum Heimi sem hýsir klám- kónginn ár hvert og kvenhúmorista- drottningunni. Bjami Jónasson útvarpstjóri fékk sérstakt viður- kenningarskjal fyrir góða frammi- stöðu í réttarsölum landsins og þar með fyrir hæstarétti og honum trúað fyrir því að sækja mál, jafnt lifendur og liðna. Kynnir kvöldsins og aðgerðafræðingur var Asmundur Friðriksson. Var sérstaklega vel gert við hann því hann fékk að sitja í hjólastól allt kvöldið, eða ganga við hækjur ella. Fórst honum allt vel úr hendi, eða úr stólnum. Sátu svo rnenn lengi nætur og skemmtu sér á kostnað annarra eins og vera ber á slíkri uppákomu sem skötukvöld Hrekkjalómafélagsins er. Þéttír á uelli og þéttir í lund, Ásmundur veislustjóri og Össur gestur kuöldsins. Salurinn uar héttsetinn og uar oft hlegið dátL Dallasbræðurnir, Guðni Hjöll og Magnús Krístínsson uoru klæddir að hætti sannraTexasbúa. Hallgrímur Tryggua og Grímur Gísla flytja brag um einn félagsmanna af étrúlegri innlifun og sannfæringu. Jéhann fráfarandi og Sigurður nýkjörínn klámkóngur með dúkkuna sem Jéhann syrgir en Sigurður fagnar. Róbert möf uglauínur og Grímur sem hefur uerið manna drýgstur uið að koma sér á hina ýmsu spena. Lok, lok og læs fyrir Páli. Siggi Gúmm afhendir Árna Johnsen búnað sem minnir á deilur Árna og Páls Oskars.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.