Fréttir - Eyjafréttir - 07.01.1999, Qupperneq 1
Himinninn logaði yfir Heimaey á'gamlárskvöld sem'aldrei fyrr en óvíða
af meiri krafti en við Illugagötuna. " Mynd Guðmundur Sigfússon
Sigmundsbúnaöur
ekkl I náðlnni hjá
samgöngurððherra
-sem segir að annar búnaður verði samþykktur á næstunni
Það vakti talsverða athygli og féll
ekki alls staðar í frjóan jarðveg
þegar tilskipun kom frá sam-
gönguráðherra í desember um
frestun á reglugerð um losunar-
búnað fyrir gúmbáta.
Þetta er í sjötta sinn sem slík frestun
á sér stað. Sigmundsbúnaðurinn, sem
framleiddur er af Vélsmiðjunni Þór í
Vestmannaeyjum, hefur viðurkenn-
ingu frá Siglingamálastofnun en sam-
gönguráðherra kréfst þess að Iðn-
tæknistofnun votti búnaðinn. Aðal-
fundur Skipstjóra og stýrimanna-
félagsins Verðandi sendi frá sér
harðorða ályktun um málið.
„Eg get upplýst að sennilega mun á
næstu dögum liggja fyrir vottun á
búnaði, sem nefnist Elding, og er
framleiddur af fyrirtækinu Varðeldi
hf. En ég þykist sjá að bæði Sig-
mundsbúnaður og Olsenbúnaður eigi
lengra í land með að fá vottun," sagði
Halldór Blöndal, samgönguráðherra,
þegar blaðið hafði samband við hann
á þriðjudag vegna þessa máls. Fréttir
hafa fyrir því heimildir að þessi nýi
búnaður hafi verið styrktur fjár-
hagslega af LÍÚ og sé nokkuð frá-
brugðinn Sigmundsbúnaðinum.
„Það er algerlega rangt að sam-
gönguráðuneytið standi í vegi fyrir
öryggismálum sjómanna. En þetta
verður að vera gert á réttan hátt. Við
viljum samvinnu við stéttarfélög sjó-
manna en skilyrðið er að rétt sé staðið
að málunum," sagði Halldór Blöndal.
Sjá nánar um þetta mál, afstöðu
ráðherra, samþykkt Verðandi og álit
Sigmunds hf. og Vélaverkstœðisins
Þórs á bls. 6 í blaðinu í dag.
íbúum fækkaði um 1,1%
Blaðinu hefur borist yfirlit frá
Hagstofunni vegna íbúafjölda á
landinu hinn 1. desember sl. Hér er
um bráðabirgðatölur að ræða en
endanlegar tölur munu væntan-
legar með vorinu.
Ibúar á landinu voru 1. desember
275.277, 137.880 karlarog 137.397
konur. Á einu ári heíúr íbúum fjölgað
um 3.208 eða 1,18%. Þetta er mun
meiri fjölgun en verið hefur
undanfarin ár en síðastliðin tíu ár
hefur fjölgunin verið um 0,9%.
Verður að fara aftur til ársins 1991 til
að finna hærri tölu.
Fólki fjölgaði á höfuðborgarsvæðinu
um 2,2%, á Suðumesjum um 0,9%, á
Vesturlandi um 0,1% og Suðurlandi
um 0,3%. Annars staðar á landinu var
um fækkun að ræða, mest á
Norðurlandi vestra um 2,2% og
Austurlandi um 2,1%. Af einstökum
stöðum á höfuðborgarsvæðinu
fjölgaði mest í Kópavogi eða um
7,8% en í Reykjavík sjálfri fjölgaði
um 1,1%.
Ibúum í Vestmannaeyjum fækkaði
úr 4.645 í 4.594, fækkun um 51 sem
er 1,1%. Á Suðurlandi íjölgaði fólki á
nokkrum fámennum þéttbýlisstöðum,
t.d. í Þorlákshöfn um 5,6%, Hvera-
gerði um 3,2% og Stokkseyri um
2,9%. En fólki fækkaði víðar en í
Vestmannaeyjum, t.d. á Hellu um
3,8% og alls staðar í strjálbýlinu
fækkar fólki.
Vilja frjálsar krókaveiðar
Laugardaginn 2. janúar sl. var haldinn fjölmennur fundur í Smá-
bátafélaginu Farsæli. Meðal mála sem rædd voru á fundinum var
samþykkt um að beina þeirri áskorun til stjórnvalda að landhelgin verði
færð út í 3 mflur umhverfis Vestmannaeyjar. Ekki verði leyfðar tog- og
dragnótaveiðar innan hennar.
Fundurinn benti á kosti þess að gefa krókaveiðar frjálsar enda er þar um
vistvænar veiðar að ræða og ódýran veiðimáta. Þá voru samþykkt mótmæli
gegn netaveiðum smábáta en gert er ráð fyrir þeim í frumvarpi um breytingar á
lögum um stjóm fiskveiða. Rökin gegn netaveiðunum eru þau að ekki sé urn
vistvænt veiðarfæri að ræða auk þess sem mikil slysahætta fylgir netadrætti á
smábátum.
Þeir Ólafur Sigmundsson, Jóel Andersen og Pétur Ámmarsson vom kosnir til
viðræðna við hafnamefnd og hafnarstjóra um hafnarmál sem tengjast
smábátum.
Bílaverkstæðið BRAGGINN s/f.
RÉWNGAR OG SPRAUTUN:
Flötum 20 - Sími 481 1535
VIÐGERÐIR OG SMURSTÖÐ:
Græðisbraut 1 - sími 481
Vetraráœtlun Herjólfs
Mán - lau
Sunnudaga
Frá Eyjum
kl. 08.15
kl. 14.00
Frá Þorl.höfn
kl. 12.00
kl. 18.00
Ucrfólfur
Sími481 2800 Fax 481 2991