Fréttir - Eyjafréttir - 07.01.1999, Qupperneq 7
Fimmtudagur7. janúar 1999
Fréttir
7
Fréttapýramídamir fyrir árið 1998 afhentir:
Komu í hlut Hlyns Stefánsson-
ar, Hressó og Listvinafélagsins
Handhafar Fréttapýramídanna 1998. F.v. Hermann Einarsson sem tók við vióurkenningunni fyrir hönd Listvinafélagsins, Hlynur, Anna Dóra, Jóhanna og Kári.
Heilsa
Vellíðan
Vilt þú losna við:
þreytu - 3 til 8 aukakíló á mánuði
slen - meltingartruflanir
og fá í staðinn:
aukna orku - jafnari svefn
betri líðan - ferskleika í morgunsárið
Staðreyndir:
100% náttúrlegar næringar- og snyrtivörur
27 milljónir manna í 42 löndum hafa náð góðum
árangri.
Vilt þú prófa?
Kynning, föstudag kl. 20 og laugai'dag kl. 16 á
Lundanum.
*
Okeypis sýnishorn.
Hafa bætt Vestmannaeyjar
Fréttapýramídarnir fyrir árið
1998 voru veittir í áttunda sinn
við athöfn á Hertoganum á
laugardaginn.
Fréttapýramídamir komu að
þessu sinni í hlut eigenda lík-
amsræktarstöðvarinnar Hressó
fyrir framlag til atvinnu og
þjónustu, Listvinafélags Vest-
mannaeyja fyrir Daga lita og tóna
sem haldnir em um hverja
hvítasunnu og Hlyns Stefánssonar
fyrirliða meistaraflokks IBV í
knattspymu sem varð þrefaldur
meistari sl. sumar.
Milli 60 og 70 manns vom
viðstaddir athöfnina sem Arnar
Sigurmundsson, stjómarformaður
Eyjaprents-Frétta stýrði. Ómar
Garðarsson, ritstjóri gerði grein
fyrir forsendum veitinganna og
Gísli Valtýsson framkvæmdastjóri
afhenti Fréttapýramídana sem eins
og endra nær voru gerðir af Grími
Marinó Steindórssyni myndlistar-
manni.
Boðið var upp á tvö söngatriði
og voru bæði sótt yfir götuna í
Hvítasunnukirkjuna. Meðan gestir
vom að koma sér fyrir söng bama-
kór undir stjóm Hjálmars Guðna-
sonar og hjónin Unnur Ólafsdóttir
og Sigurmundur Einarsson fluttu
tvö lög undir lok athafnarinnar.
Frá upphafi hafa Frétta-
pýramídamir verið þrfr, fyrir
framlag til atvinnu og þjónustu í
Vestmannaeyjum, fyrir framlag til
menningarmála og til framlags til
íþróttamála.
Eins og alltaf koma nokkrir
aðilar til greina þegar kemur að því
að meta árangur einstaklinga,
fyrirtækja eða stofnana á hverju ári.
Þegar litið er til síðasta árs var valið
óvenju auðvelt því strax í haust lá
ljóst fyrir hverjir helst kæmu til
greina við veitingu Frétta-
pýramídanna. Systurnar Anna
Dóra og Jóhanna Jóhannsdætur
hafa ásamt eiginmönnum sínum
rekið heilsuræktarstöðina Hressó af
miklum myndarskap í fjögur ár.
Hafa þær allan tímann sótt upp á
við og hefur reksturinn aldrei
staðið með meiri blóma en í haust.
Þeir eru ekki margir sem standa
að Lisvinafélagi Vestmannaeyja en
þeim hefur tekist að lyfta
Grettistaki í menningarlífi Vest-
mannaeyja með Dögum lita og
tóna sem að mati Frétta eru
merkasta framtak sem fram hefur
komið hér á síðari árum á
menningarsviðinu.
Síðast en ekki síst er það svo
meistaraflokkur ÍBV í knattspyrnu
sem náði sínum besta árangri í
sumar með því að vinna íslands-
og bikarmeistaratitlana og standa
uppi sem meistarar meistaranna.
Fyrir meistaraflokki fór Hlynur
Stefánsson fyrirliði sent er einn
glæsilegasti íþróttamaður sem
Vestmannaeyjar hafa alið.
Öll hafa þau, Hlynur, Anna Dóra
og Jóhanna og Listvinafélagið lagt
sitt af mörkum til að gera
Vestmannaeyjar að betri bæ og
vonandi eigum við eftir að njóta
starfa þeirra sem lengst.