Fréttir - Eyjafréttir - 07.01.1999, Page 13
Fimmtudagur 7. janúar 1999
Fréttir
13
Magnús og Bjarki fylgjast spenntír með huernig spilin leggjast hjá Matthíldi.
í fyrsta skipti í tarotlestri. Matthildur
rýnir í spilin eftir að Magnús hefur
farið hefðbundna leið við að stokka
spilin:
Það er eins og alltaf sé verið í
fortíðinni, segir Matthildur. Það sem
er liðið kemur ekki aftur. Ef allur
ftskur í sjónum verður veiddur er
mjög erfitt að ná honum aftur. Við
verðum að fara að snúa okkur að
uppbyggingu. Tímamir em breyttir
og það er kominn tími til að menn
fylgist að. Nú er lag að nýta sér
breytingamar og taka þær inn. Þetta á
við um flotann jafnt og annars staðar í
samfélaginu. Það þýðir ekki að bíða
eftir að eitthvað verði sem var. Þið
hafið jákvæðnina, en það er ekki nóg.
Eins og ég sagði áðan er gæftaleysi.
Það er verið að búast við miklu en
þetta mikla verður ekki eins mikið og
búist er við. Það er eins og við þurfum
að losa okkur úr einhverjum fjötmm
og sjá hlutina í réttu ljósi. Það þarf að
fara að horfa fram á veginn og víkka
sjóndeildarhringinn. Það þarf að
skoða fleiri möguleika en menn em að
skoða í dag. Það er nefnilega oft hægt
að gera hlutina á annan hátt en gert er.
Eg sé að það verði eins og hálfgert
hmn. Þannig að fyrstu mánuðir ársins
verða erfiðir, atvinnuleysi, gæftaleysi.
Ég vildi óska þess að það kæmu
einhver önnur spil héma, segir
Matthildur. En þetta beinir huganum
að því að menn ættu kannski að beina
huganum að einhverju öðru, öðmvísi
veiðum og annari tækni. Ég vil kalla
það hugarfarsbreytingu sem við
þurfum á að halda. Þetta verður erfitt
fyrir sjómenn, útvegsmenn og þar af
leiðandi bæjarfélagið vegna þess að á
sjónum byggist þetta samfélag. En
eins og ég sagði áðan með tunglið,
maður verður að fara inn í skuggann
til að sjá hvað þar er til þess að geta
tekið betur á málunum í birtunni og
þegar vel gengur. Við verðum að
skoða það sem er neikvætt til þess að
geta breytt því. Til þess að breyta
verðum við að viðurkenna
annmarkana sem neikvæða til þess að
breyta þeim í hið jákvæða. Hér koma
upp svo mörg spil sem benda á
hugsanabreytingu.
Fjármálin verða hins vegar á vissan
hátt jákvæð. Það fæst meira fyrir
minna. Minni afli en meiri peningur.
Hins vegar þegar fer að þrengja að þá
er eins og fólk fari að rífa sig laust og
skoða fleiri möguleika. Það verður
hrun til þess að hægt verði að byggja
upp á nýtt.
Vertíðin sem slfk bregst ekki, en
hún verður mjög erfið. Fólki finnst
það hins vegar hanga í lausu lofti og
það verður erfitt að festa hendur á því
sem að er að ske. Það verður svo
ríkjandi bjartsýni þegar fer að líða á,
en þetta verður ekki auðvelt. En eins
og í hinni spánni þá eru það útlönd
sem skipta máli.
Og Matthildur biður Magnús að
draga eitt spil í lokin. Þetta er sá sem
stjómar með góðu og bendir á að þú
eigir að víkka dálítið sjóndeild-
arhringinn og taka tillit til fleiri þátta
en hingað til. Þá næst líka fullkomin
stjóm. Þegar gengið hefur verið í
gegnum þrengingar þarf að fara að
taka til og henda gömlum erjum út af
borðinu. Það er ekki vertíðin sem
bregst heldur hvemig vinna beri úr
hlutunum. Þér verður ýtt upp að vegg
sem formaður í þínu félagi, svo þú
verður að taka á hlutunum og sætta
ólík sjónarmið. I samvinnunni verða
hlutimir góðir og uppskeran góð.
Atvinnumál og nýsköpun
Bjarki Brynjarsson framkvæmdastjóri
Þróunarfélagsins sest næstur í stólinn.
Matthildur segir eftir að Bjarki hefur
meðhöndlað spilin að mikið sé að ske
í atvinnumálum. Það er greinilegt að
varðandi ný atvinnutækifæri er verið
að vinna að góðum hlutum og
mikilvægum og farið af stað með
eitthvað af ofboðslegri bjartsýni Hér
er spil sem segir að verið sé að byija á
einhverju nýju, en það verði að skoða
alla hlutina áður en hafist er handa.
Þetta er verkefni sem lofar mjög góðu,
en það má ekki gleyma því að við
höfum reynslu úr fortíðinni sem hægt
er að nýta á jákvæðan hátt í
framtíðinni. Þetta er jafnvel fyrirtæki
sem hefur gengið áður en farið niður.
Hér er lag að skoða hlutina og spyrja
sig hvers vegna og af hverju áður en
farið er af stað. Nota reynsluna sem
kennara og þá ætti þetta að ganga vel.
I fortíðinni á að skoða það sem hefur
gengið illa en það á líka að klára það
og eyða því. Þetta er eins og ætla að
byggja hús. Fólk byrjar á því að rífa
það gamla, en gleymir að athuga
granninn og undirstöðumar og byggir
hið nýja hús á gamla grunninum. Það
er ekki ráðlegt að raða nýjum hug-
myndum á feysknar undirtöður.
En það er mikil nýbyrjun, eða eins
og verið sé að fara að skoða alla hluti
upp á nýtt. Það er hins vegar skortur á
Ijármagni. Þess vegna er eins og verið
sé að bíða eftir einhverju erlendu
fjármagni, eða einhverju sem gefur
atvinnuskapandi tækifæri. Ein
aðvöran er héma líka en hún er sú að
við verðum að hætta að flýja
erfiðleikana og takast á við þá hér og
nú, en ekki þegar það er orðið of seint.
Það er eins og áður atvinnuleysi
framan af, en það er eitthvað nýtt sem
er að koma og á eftir að reynast vel.
Þetta er eins og erfið meðganga, en
svo fara hlutimir að blómstra en við
þurfum að vera jákvæð og jákvæð
hugsun skilar mjög miklu.
Lögnin endar í rauninni á sigri og
þrátt fyrir erfiðleikana verður sigur í
lokin og hann næst með mikilli vinnu
og eljusemi.
Bjarki velur svo eitt spil í lokin og
Matthildur segir: Stundum þarf að
velja á milli þess sem er veraldlegt og
andlegt. Þetta spil segir að þú munir
lenda svolítið upp á kant við sjálfan
þig, eða spyrja þig að því hvort þú
hafir verið að gera rétt. Það eina rétta
er því að hlusta á sjálfan sig, því þú
veist best sjálfur, en getur lent svolítið
milli steins og sleggju í þínu starfi, en
þú verður að minnsta kosti umdeildur.
S
Iþróttahreyfingin
Handboltinn
Fyrstur fær sér sæti Magnús Bragason
formaður handknattleiksdeildar IBV.
Matthildur biður Magnús að loka ekki
á sig, en hann settist með krosslagðar
hendur. Hann breiðir því út faðminn
og Matthildur leggur spilin og spyr
um frekan útlending, sem er dálítið
þungur fyrir móralinn í liðinu. Það er
eins og einn maður í liðinu eigi
eitthvað erfitt og hann kemur erlendis
frá. Hann á erfitt með að samlagast og
vinna með öðram kannski er það
vegna meiðsla sem hann hefur átt við
að stríða Það horfir þó til betri vegar
og á eftir að breytast.
Það hefur gengið vel framan af
keppnistímabilinu og það á að nýta þá
reynslu sem byggðist upp þá til góðs
fyrir liðið. Nú er einhver óeining sem
þarf að vinna gegn. Það era sérstak-
lega tveir menn innan liðsins sem eiga
erfitt með að vinna saman. Þá þarf að
reyna að sætta. Þegar það hefur tekist
ganga hlutimir betur.
Einhverjar þreifingar virðast vera
um að fá gamlan leikmann í liðið og
það virðist muni verða liðinu til góðs.
Það kemur einhver inn í stað einhvers
sem fer og það verður til þess að
einingin innan liðsins verður betri í
heildina.
Þið verðið ekki meistarar, en ykkur
kemur til með að ganga vel og verður
góður grannur að næsta leiktímabili.
Ég vildi því segja að núna væri verið
að vinna góða vinnu fyrir næsta
keppnistímabil. Þið eigið að hlusta
meira á ykkur sjálfa en ekki það sem
er utan að komandi. Þið eigið að
þjappa ykkur saman, hlusta og
gagrýna sjálfir, en láta gagnrýni sem
kemur utan að renna meira framhjá
ykkur og spila meira eftir eigin hjarta.
Einhver meiðist með þeim
afleiðingum að hann verður að hætta.
Nú er handboltalið ÍB V komið í átta
liða úrslit í bikarkeppninni og Magnús
spyr um gengið í bikarkeppninni. Þið
spilið ekki til sigurs og verðið ekki í
úrslitum, en þið komist nokkuð langt.
Magnús dregur svo spil sem
Matthildur les í: Þetta segir það að þið
ætlið að taka einhvem úr fortíðinni inn
í liðið aftur, en þetta gæti alveg eins átt
við næsta leiktímabil. Það kemur
einhver sem gerir liðið betra og hefur
spilað með því áður. Næsta leik-
tímabil sem byrjar næsta haust verður
hins vegar mun betra fyrir ykkur.
Knattspyman
Jóhannes Olafsson er formaður ÍBV
knattspymudeildar. Hann tyllir sér af
öryggi hins sigurvissa manns í stólinn
og reiðubúinn hverju sem er. Það er
samvinnan sem skiptir máli hér eins
og svo oft áður, segir Matthildur. Þið
erað að missa einhvem leikmann og
Jóhannes staðfestir að tveir séu famir
nú þegar. Það er greinilega eitthver
óeining sem ekki hefur verið gengið
endanlega frá sé ég. Það er þetta sem
eyðileggur liðið. Þið verðið að vinna í
því að losa um þessa óeiningu, því hún
verður ekki til góðs á neinn hátt. Ef
þau mál verða leyst þá fer liðið vel út
úr næsta keppnistímabili. Það eru
sigurspil hérna og líka spil sem vísa
heim, en þar er bikarinn eins og þú
veist, trúi ég.
Það er einhver einn sem eitrar mjög
svo út ffá sér í liðinu, þó hann sé góður
er liðið betur komið án hans heldur en
með hann. Þetta verður erfið ákvörð-
un, en ef það er samvinnu liðsins og
einingu til framdráttar þá heldur liðið
að minnsta kosti öðram titlinum, en
það tekst ekki nema með mikilli
samvinnu. Ég get hins vegar ekki sagt
til um hvoram bikamum þið haldið,
en það kemur héma fortíðarhyggja
svo að annar fer örugglega. Menn eru
að horfa of mikið á það sem var, en
við eigum að geta haldið okkur áfram
í baráttunni.
Jóhannes spyr um Evróukeppnina.
Þið komist ekki langt en verið ánægðir
með það sem þið komist. Það eru hins
vegar margir að skipta sér af og gefa
góð ráð, en það gildir sama hér og
annars staðar að hlusta á innri mann.
Þið verðið sáttir við sjálfa ykkur en ég
er ekki viss um að allir standi með
ykkur. Þið gerið ykkar besta miðað
við þá stöðu sem þið verðið í, en við
eram ekki að tala um neina stórsigra.
Fréttir
Eins og í fyrra leggur Matthildur eina
lögn fyrir blaðið. Það er einhver for-
tíðarhyggja sem er nokkuð ráðandi og
blaðið er umdeilt. Það er líka þetta
samvinnuleysi sem kemur upp héma
eins og reyndar í öllum lögnunum
núna. Það er eins og engir geti unnið
saman lengur. Fjárhagsstaðan er ágæt
og hér er ekki annað að sjá en að
kvenmaður komi til starfa á blaðinu
upp úr miðju ári. Blaðið verður hins
vegar áfram með fulla reisn þó að
kvenmaður komi þangað til starfa.
Benedikt Gestsson
Bíll til sölu
Daihatsu Charade SG árg. 90,
ekinn 90 þús. km. til sölu. Hugs-
anleg skipti á dýrari bíl. Uppl. í
síma 481 2279 og 896 3459
Beitningamaður óskast
Beitningamaður óskast, uppl. í
síma 481 2497 og 861 4397
íbúð óskast til leigu
Óska eftir 3ja herb. íbúð til leigu.
Uppl. hjá Áróru í síma 481 1404.
íbúð óskast
íbúð óskast til leigu frá 1. feb.
Reglusemi og skilvísum greiðsl-
um heitið.
Uppl. 481-2535 og 481-1928.
Herbergi til leigu
Til leigu er herbergi með sér
inngangi, sér bað og eldhúsað-
staða. Uppl. 481-1806 e.kl.17.00.
Tapað
Ég er 8 ára og tapaði ferða-
kíkinum mínum í göngutúr á
sunnudaginn.
Finnandi hafi samband við Fréttir
eða í s. 481-3310.
Tapað
2 hringir töpuðust í Eyjum á
þjóðhátíð. Annar er sérsmíðaður
frá Jens. Hinn er fínlegur
gullhringur með perlu og er frá
Jóni Sigmundssyni. Vinsamlega
hafið samband við Fréttir.
Tapað
Regatta úlpa tapaðist eða var
tekin í misgripum helgina fyrir jól á
Lundanum.
Úlpan er merkt Ómari
Stefánssyni.
U. 481-2134
Bíll til sölu
Toyota Corolla XL 1300, 3 dyra,
ekinn 102 þúsund k,. Vel með
farinn.
U. 481-2347 e. kl. 19.00
Spáin fyrir árið 1998
Lestur Matthildar fyrir árið 1998
gekk fram með ágætum. Hún las
að á heildina yrði árið gott og
heildarmyndin jákvæð. Óhætt er
að segja að það hafi gengið eftir.
Þó að eiginlega hafi verið um tvö
sjómannaverkföll að ræða þá
sagði Matthildur verkfall yrði
stutt og gekk það eftir. Matt-
hildur sagði tvö ólík öfi eða
fyrirtæki inyndu sameina krafta
sína, þar sem færi að reyna á
samstarfið í september.
Að bestu manna sýn og skilningi
er þetta trúlcga flutningur Keikó á
heimaslóðir. í október rís upp nei-
kvæð urnræða í skólamálum sagði
Matthildur. Heimfæra má það upp á
umræðu um fjarvistir og mætingar
kennara í framhaldsskólanum og
fóra Fréttir ekki varhluta af þeirri
umræðu. Nýtt fyrirtæki segir Matt-
hildur verða til í desember og það
verða til farsældar. Fjárfestingafélag
Vestmannaeyja var stofnað og menn
bjartsýnir á framtíð þess fyrir
bæjafélagið. Að vísu segir hún
konur áberandi þar, ekki vora þær
áberandi á formlegum stofnfundi
félagsins, en koma kannski inn síðar
með krafti..
Afiabrögð of sjósókn: Matthildur
segir loðnu- og síldarvertíð verða
gjöfular, þó ekki byrji þær vel. Ef
mið er tekið vertíðinn sl. ár þá vora
|rær gjöfular. en ef litið er á árið til
lengri tíma stóðu þær tæplega undir
væntingum
Kosningarnar: Lestur Matthildar
varðandi kosningamar var mjög svo
blandin mörgum „efum“. Hún sagði
að ef Sjálfstæðismenn ynnu kosn-
ingamar yrði það rnjög naumt og
kannski má segja að þeir hafi þurft
að hafa fyrir sigrinum.
Veður og árferði: Matthildur sá
fyrir austan og sunnanáttir, sem
verða að teljast hrein og klár
öfugmæli, því óhætt er að segja að
norðan og norðaustan áttir hafi verið
ríkjandi og veður sólríkt og hafði
góð áhrif á mannlífið.
Iþróttir: Matthildur sagði að ÍBV
myndi vinna báða bikarana í
knattspymunni og gekk það eftir
eins og frægt er orðið.
Menningarmál: Matthildur segir að
einstaklingar reyni fyrir sér í
menningarlífinu, en fjársvelti hái
starfseminni, erfitt er að finna
samsvörun í þessu efni. Ekki er að
sjá að hún sjái goslokahátíðina fyrir
sér nema það séu ólíku öflin tvö sem
hún segir að taki saman höndum í
júlímánuði. Túlkendur vilja þó
heldur tengja það komu Keikó til
landsins. Heimamaður kemur fram
sem ætlar sér að rífa upp rnenn-
ingarstarfsemi. Hugsanlega má
tengja það goslokaafmælinu.
Matthildur les hins vegar úr spilum
sínum að ungur maður (heima-
maður, sem ekki er rétt) muni setja
upp myndlistarsýningu sem vekja
mun athygli. Nægir þar að nefna
Sjónþing og heimsviðburð Bjama H.
Þórarinssonar myndlistarmanns.
íslandspóstur hf
íslandspóstur hf. í Vestmannaeyjum
óskar eftir að ráða gjaldkera í 50% starf fyrir hádegi.
Umsóknarfrestur er til 15. janúar 1999.
Nánari upplýsingar
gefur stöðvarstjóri í síma 481-1000