Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 24.06.1999, Síða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 24.06.1999, Síða 1
í blaðinu í dag lýkur kynningu á stúlkunum átta sem þátt taka í Sumarstúlkukeppninni í ár. Keppnin ferfram laugardaginn 3. júní í tengslum við goslokahátíð á vegum bæjarins. Sáft í Sigurðarmálinu: lækka krðfur um helming Hinn 6. júní 1997 tók norska strandgæslan Sigurð VE-15, sem var að sfldveiðum í lögsögu Jan Mayen, og færði hann til hafnar í Bodö í Noregi. Skipstjórinn var sakaður um að hafa brotið lög og reglur um fiskveiðar í lögsögu Jan Mayen varðandi tilkynningaskyldu og færslu veiðidagbókar. Norsk yfirvöld gerðu kröfu um að skipstjórinn og útgerðin, Isfélag Vest- mannaeyja hf., greiddu u.þ.b. fjórar milljónir króna. Skipstjórinn neitaði sök og hann og útgerðin höfnuðu að greiða kröfuna. Þá var gefin út ákæra og málið fór fyrir héraðsdóm og áfrýjunardómstól sem sýknaði skip- stjórann og útgerðina. Það endaði svo fyrir Hæstarétti, þar sem dómur áfrýj- unardómstólsins var ógiltur. Þá lá fyrir að hefja aftur mála- reksturinn íyrir áfrýjunardómstólnum. Nú hefur náðst samkomulag milli norska ákæruvaldsins og skipstjórans og útgerðarinnar um að norsk yfir- völd felli niður helming af kröfum sínum og helmingur verði greiddur. Það er mat útgerðar og skipstjóra, með hliðsjón af forsendum dóms Hæstaréttar Noregs, að rétt sé að ljúka málinu með þessum hætti. Kostnaður er orðinn mikill og eykst hver sem endanleg niðurstaða verður. Utgerð og skipstjóri vilja leggja áherslu á að með lúkningu málsins með framangreindum hætti er ekki um viðurkenningu á sekt að ræða. Þvert á móti kom við rekstur málsins í ljós að tilkynningar höfðu verið sendar ffá skipinu eins og skipstjórinn hafði haldið fram. Vegna tæknilegra mistaka komust þær ekki til norskra yfirvalda. Þá var sýnt fram á að skip- stjórinn hafði fært dagbók skipsins nákvæmlega skv. íslenskum lögum og fyrirmælum Fiskistofu Islands. Starfsmenn Fiskistofu íslands töldu að gerður hefði verið samningur milli hennar og norsku fiskistofunnar um færslu veiðidagbóka. Hæstiréttur Noregs hefur hins vegar kveðið upp úr með að ekki hafi nægt að senda tilkynningar frá skipinu og að túlkun Fiskistofu íslands, hvað varðar færslu veiðidagbókar, skipti ekki máli. Utgerð og skipstjóri leggja áherslu á að allur málatilbúnaður var mjög forkastanlegur af hálfu norskra yfir- valda og í engu samræmi við tilefnið. Sama afstaða kom fram hjá íslenskum yfirvöldum sem mótmæltu töku skipsins harkalega á sínum tíma. Þrátt fyrir tveggja ára málarekstur hafa norsk yfirvöld ekki fengið útgerð og skipstjóra Sigurðar VE-15 dæmd. Shellmótið hafið: Þúsund peyjar mætiir til leiks -Heildarfjöldi gesta um tvöþúsund manns Samkvæmt áætlun átti að setja Shellmótið í gærkvöldi en þetta er í 16. sinn sem það er haldið. Alls taka þúsund strákar úr 6. flokki þátt í mótinu og fjöldi þjálfara og fararstjóra er um 200. Því er fjöldi beinna þátttakenda um 1200 og auk þess hafa um 800 úr hópi foreldra og aðstandenda boðað komu sína. 24 félög taka þátt í mótinu, sömu félög og undanfarin ár, og senda alls 100 lið til keppni. Skipt er í A, B, C, D og E-lið. Helmingur félaganna sendir fimm lið til keppni og sýnir það að mikil gróska er í bama- og unglingastarfí þeirra. Önnur félög koma með færri lið, ekki vegna þess að starfið sé ekki jafnblómlegt þar, heldur eru bara ekki fleiri strákar á þessum aldri í bænum! I Eyjum búa rúmlega 4600 manns þannig að 2000 mótsgestir koma til með að setja mikinn svip á bæjarlífíð mótsdagana. Þátttakendur gista í skólum en foreldrar og aðstandendur í gistihúsum, hjá vinum og ættingjum eða tjalda inni í Dal. Þá kemur mikill fjöldi tjaldvagna, hjólhýsa og fellihýsa með Herjólfí. Tjaldborgin inni í dal minnir helst á þjóðhátfð. Dagskrá mótsins er þaulskipulögð. Setning í gær með skrúðgöngu að Týsvelli og skemmtiatriðum. f dag og á morgun er svo leikið á átta grasvöllum fram til kl. 18 en hvert lið spilar tvo leiki á dag. Að auki er innanhússmót með útsláttarfyrir- komulagi þar sem hvert lið spilar a.m.k. tvo leiki og allt upp í fímm leiki ef vel gengur. Riðlakeppni lýkur á hádegi á laugardag og eftir hádegi þann dag verða leikir í undanúrslitum. Fyrir hádegi á sunnudag spila bestu liðin aukaleik um réttinn til þátttöku í úrslitaleikjum. Úrslitaleikur A-liða verður kl. 15 og að honum loknum verður skrúðganga allra þátttakenda á Hásteinsvelli þar sem hver þátttakandi fær afhentan viðurkenningarpening. Um kvöldið er svo lokahóf og verð- launaafhending. Shellmótið er ekki bara fótbolti. Auk allra leikjanna eru famar skipu- lagðar skoðunarferðir um Heimaey með rútu og bátsferð með PH Viking í kringum Heimaey. Boðið er upp á kvöldvöku með skemmtiatriðum, grillveislu, þrautir og leiki, ball fyrir foreldra að ógleymdu sundinu og Spröngunni. ÞESSAR ungu stúlkur voru meðal fjölmargra stuðnings- manna á leik ÍBV og KR á laugardaginn. Umgjörð leiksins var til fyrirmyndar og ekki skemmdi að strákarnir okkar unnu. Bílaverkstæðið BRAGGINN s/f. RÉTTINGAR OG SPRAUTUN: Flötum 20 - Sími 481 1535 VIÐGERÐIR OG SMURSTÖÐ: Græðisbraut 1 - sími 481, TJÍ ) Sumaráœtlun Herjólfs Frá Eyjum Frá Þorl.höfn Alla daga kl. 08.15 kl. 12.00 Fimmtud. aukaferðir kl. 15.30 kl. 19.00 Föstud. aukaferðir Kl. 15.30 kl. 19.00 Sunnud. aukaferðir íTTTTTfTTTTTZ kl. 15.30 cmía kl. 19.00 7/rmétö Sími481 2800 Fax 481 2991

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.