Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 24.06.1999, Blaðsíða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 24.06.1999, Blaðsíða 4
4 Fréttir Fimmtudagur 24. júní 1999 Bákvitiá í askana Arni ur Hólminum 1 síðustu Fréttum skoraði Helga Hallbergsdóttir á mig að taka við sem bókamaður Frétta þessa viku. Það má segja að vel fari á því að láta bókaþátt taka við af matreiðslu- þættinum því bækur eru andlegt fóður. Eg hef alltaf lesið mikið og er alæta á bækur. Ég er oft með nokkrar bækur í takinu, gríp niður í þær sitt á hvað. Því miður hefur bókalesturinn minnkað seinni árin en ég er samt alltaf eitthvað að lesa. Ég geri mikið af því að fara á Bókasafn Vestmannaeyja og nota þá ágætu þjónustu sem þar er boðið upp á. Starfsfólkið er mjög lipurt og bókasafnið er glæsilegt eftir nýlegar breytingar. Ég tek oft 3-5 bækur í einu. Stundum les ég þær ekki allar þegar ég er kominn með þær heim. I síðustu viku tók ég nokkrar bækur og ein af þeim bar heitið „Ámi úr Hólminum”. Það em æviminningar Árna Helgasonar, fyrrverandi sýslu- fulltrúa og símstöðvarstjóra í Hólm- inum, skrifaðar af Eðvarð Ingólfssyni. Ég geri töluvert mikið af því að lesa þjóðlegan fróðleik og ævisögur. í þessum þáttum af lífshlaupi Áma rekur hann ævi sína í grófum dráttum. Hann segir frá uppvexti sínum á Eskifirði en þar er Ámi fæddur. Hann ólst upp í mikilli fátækt og missir föður sinn þegar hann er 11 ára, elstur fjögurra systkina. Á þessum tíma var mikið atvinnuleysi og erfitt um Sigurður Einarsson er bókaunnandi vikunnar atvinnu á Eskifirði. Hann lýsir samferðamönnum sínum og verslun- arháttum á Eskifirði af sérstakri næmni. Þegar Ámi er rúmlega tvítugur er honum boðið starf við sýslumanns- embættið í Stykkishólmi og flyst hann þangað en áður hafði hann verið í hlutastarfi hjá sýslumanninum á Eskifirði. Hann annaðist allt reikningshald embættisins og alla innheimtu og vinnudagur hans var oft langur. Þegar Ámi nálgast fimmtugt sækir hann um og fær stöðu símstöðvar- stjóra í Stykkishólmi. Ámi tók mikinn þátt í félagsstarfi á Eskifirði og í Stykkishólmi. Hann vildi alltaf láta gott af sér leiða og það er sjaldgæft að lesa bók þar sem menn talajafn vel um samferðamenn sína og Ámi gerir í þessari bók. Hann er lfka þekktur fyrir gamanvísnagerð og landsþekktur á því sviði, kom fram á skemmtunum bæði í Stykkishólmi og víðar. Ámi er alkunnur bindindis- maður og em margar sögur af bindindisáhuga hans. Bókin er að mínu mati liðlega skrifuð og skemmtileg aflestrar. Árni er enn á lífi í hárri elli, þegar bókin kom út var hann 75 ára en nú er hann 85 ára. Ég byrja oft í miðri bók, athuga hvort hún er áhugaverð og ef mér sýnist svo, les ég hana frá upphafi til enda. Mér finnst bóklestur skemmti- legur og hvet alla til að taka sér bók í hönd. Ég veit að Amar Sigurmundsson les mikið og er mikill bókamaður og bið ég hann að taka við. Vinnum oUkur pelta létt Shellmótið í knattspyrnu hófst ígær en það er fjölmennasta íþróttamót sem haldið er í Vestmannaeyjum. Mikil vinna er íkringum undirbúfíing allan svo og framkvæmd mótsins og koma margir að því. Kvennadeild ÍBV á drjúgan þátt f því, rétt eins og í Pæjumótinu sem nýlokið er. Ein þessara galvösku kvenna er Ragnheiður Víglundsdóttirsem erEyjamaður vikunnar. Fullt nafn? Ragnheiður Víglundsdóttir. Fæðingardagur og ár? 16. apríl 1957. Fæðingarstaður? Akureyri. Fjölskylduhagir? Gift Garðari Péturssyni og við eigum tvö börn. Menntun og starf? Gagnfræðingur, vinn í fiskvinnslu. Laun? Venjuleg verkamannalaun Bifreið? Hyundai Sonata 1997. Helsti galli? Óþolinmóð. Helsti kostur? Jákvæð. Uppáhaldsmatur? Lambalæri. Versti matur? Ég er svo mikið matargat að mér finnst enginn matur vondur. Uppáhaldsdrykkur? Irish coffee að hætti kvennadeildar ÍBV. Uppáhaldstónlist? Popptónlist. Bítlarnir voru góðir og eru það enn. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir? Að vinna með Þórunni og Beggu. Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir? Að hlusta á þrasgefið fólk. Hvað myndirðu gera efþú ynnir milljón í happdrætti? Borga skuldir. Uppáhaldsstjórnmálamaður? Enginn. Uppáhaldsíþróttamaður? ívar Bjarklind. Ertu meðlimur í einhverjum Ragnheiður Víglundsdóttir er Eyjamaöur vikunnar félagsskap? Kvennadeild ÍBV. Uppáhaldssjónvarpsefni? Léttmeti af ýmsum gerðum. Uppáhaldsbók? Ég hef gaman af að glugga í matreiðslubækur. Hvað metur þú mest í fari annarra? Heiðarleika. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Frekja og yfirgangur. Fallegasti staður sem þú hefur komið á? Akureyri, engin spurning. Hvert er verkefni kvennadeildarinnar í undirbúningi svona móta? Við sjáum um morgunmatinn og vinnum einnig við hádegismatinn. Svo þurfum við að manna allar vaktir, t.d. skólavaktirnar. Hve margar eruð þið sem vinnið við þetta? Líklega er það um 15 manna hópur sem sér um undirbúning og skipulag, svona fastur kjarni. En svo þarf fólk á vaktirnar og allt í allt er þetta eitthvað á annað hundrað manns. Hvað er erfiðast í framkvæmd? Við vinnum okkurþetta svo léttað okkur finnst þetta ekkert erfitt. Mesta vinnan er líklega við að manna þetta. Sérstaklega þegar svona stutt er milli móta en við sjáum líka um Pæjumótið. Eru Vestmannaeyingar hæfari en aðrir til að halda svona mót? Já, það er engin spurning. Afhverju er alltaf betra veðurhjá strákunum en stelpunum? Það er nú ekki alltaf, stundum hafa stelpurnar fengið betra veður. En kannski er það vegna þess að strákamótið er seinna í mánuð- inum. Eitthvað að lokum? Við bara vonum að mótið gangi vel og þátttakendur verði ánægðir með það. NÝFfEDDIR VESTMfiNNfiEYINGfiR Þann 20. maí eignuðust Hulda Ólafsdóttir og Jóhannes Sigurðsson son. Hann vó 13 merkur og var 51 sm að lengd. Á myndinni er hann í fangi móður sinnar. Ljósmóðir var Elín Sigurbjömsdóttir o q ö) § p q a - Eins og Eyjamönnum er kunnugt var haldið árgangsmót ‘55 árgangsins um síðustu helgi. Ekki er annað vitað en allt hafi farið þar fram með ágætum. Það vakti þó athygli sú einmuna blíða sem ríkti milli hinna pólitísku and- stæðinga, Guðjóns Hjörleifssonar og Þorgerðar Jóhannsdóttur. Þessir meintu pólitisku andpólar fóru fremstir í flokki á mótinu, eins og mikilla leiðtoga er siður og ekkert sem benti til þess að þau væru andstæðingar í pólitík. Eins og öllum er kunnugt er oft talað um eitt og annað „fyrir og eftir gos“ hér í Eyjum. í pólitísku tilliti nú að loknu áðurnefndu kærleiksríku ár- gangsmóti, er nú talað um að úrelda frasann: „fyrir og eftir gos“ og taka upp í staðinn „fyrir og eftir árgangsmót." - Heimildir eru fyrir því að Sighvatur Bjarnason fyrrum framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar sé búinn að ráða sig í vinnu. Hann mun hefja störf á nýjum vettvangi frá og með 1. september nk. Ekki hefur þó fengist upp gefið hvert starfið er. - Margirvoru búnirað hlakka verulega til 17. júní hátíðahaldanna, ekki síst aðfluttir sem hefur þótt þeim degi lítill sómi sýndur í Eyjum til þessa. Heldur jók það á tilhlökkunina að sjálf menningarmálanefnd bæjarins ætlaði að sjá um framkvæmdina og hafði haldið marga fundi vegna undir- búnings. Einhverjir urðu þófyrirvon- brigðum með hátíðarhaldið þar sem í Ijós kom að flestir liðir voru eins og venjulega, skrúðganga, lúðrasveit, ræða og fjallkona; og svo auðvitað rigning þótt ekki hafi hún verið sérstaklega á dagskrá menningar- málanefndar. Hljómsveit átti og að taka lagið en treysti sér ekki vegna veðurs. Helstu nýmæli voru þau að fjörið fór fram í Herjólfsdal í stað Stakkó og að mælst var til þess að fánar yrðu dregnir að hún i bænum. Tilkynnt hafði verið að hátíðahöldin yrðu í Iþróttamiðstöð- inni ef ekki viðraði til útihátíðahalda. Þráttfyrirvind og verulega úrkomu hélt nefndin sínu striki og stormaði með liðið inn í dal þar sem fólk norpaði og reyndi að halda á sér hita með góðri aðstoð Líknarkvenna sem líknuðu mörgum köldum, blautum og hröktum í veitingatjaldinu. Það þótti mörgum hápunktur þessara hátíðahalda. Um kvöldið voru svo auglýstir dansleikir bæði úti og inni en eitthvað mun þátttaka þar hafa verið dræm, a.m.k. ekki eins og búist hafði verið við, líklega vegna veðurs. Áhugi fyrir 17. júní hefur aldrei verið jafnmikill í Vestmannaeyjum og á fastalandinu, sennilega vegna þess að önnur þjóðhátíð á hug og hjörtu manna og farið að styttast í hana. Næsta víst má telja að þátttaka í þeim hátíðahöldum verði mun meiri en var á þjóð- hátíðardegi íslendinga, 17. júní. Á döfinni 23. til 27. júní Shell mótið íknattspyrnu haldið með miklum bravör 26.júní Jónsmessumót Goljklúbbs Vestmannaeyja 3. júlí Sumarstúlka Vestmannaeyja valin við liótíðlega athófn í Kiwanishúsinu 3.júlí „Míni“ Goslokaafmœli í Skvísusundi

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.