Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 24.06.1999, Blaðsíða 11

Fréttir - Eyjafréttir - 24.06.1999, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 24. júní 1999 Fréttir 11 Sjúkdómum tekið með sama hugarfari og náttúmhamförum s -segir Olafur Grímur Bjömsson sérfræðingur í meinefnafræði og meinalífefnisfræði um afstöðu landsmanna til sjúkdóma fyrr á öldum. -------------------------------—_ N: .;:, ' " ;>*■■■■ ÞESSI einstæða mynd er máluð af A.S.I. Haaland af Heklugosinu 1845. Myndin er máluð í Eyjum og samkvæmt bestu manna heimildum er þetta í fyrsta skipti sem hún birtist á prenti. Myndin er í eigu Þjóðminjasafnsins og birt með leyfl þess. Eins og sagt hefur verið frá í Fréttum er nú gagnmerk sýning um sögu lækningarannsókna á Islandi í anddyri Safnahússins og var opnuð 6. júní síðastliðinn. A sýningunni er rakin saga fyrstu spítalanna á Islandi og þar sem lækningarannsóknir hófust og hvar þær hafa mest megnis verið stundaðar fram undir það síðasta. Sýninginvar áður í anddyri Þjóðarbók- hlöðunnar í Reykjavík og var fengin hingað til Eyja að tilhlutan Nönnu Þóru * Askelsdóttur forstöðu- manns Safnahússins og með fulltingi Ólafs Gríms Bjömssonar sérfræðings í meinefnafræði og meinalífefnisfræði, en hann hélt og fyrirlestur við opnun sýningarinnar um lækningarannsóknir og hvemig þær tengjast Vestmannaeyjum. Fyrsti spítalinn stofnaður 1308 Olafur Grímur segir að fyrsti spítali sem um getur hérlendis hafí verið Gaulveijabæjarspítali í Flóa, en hann hafi verið stofnaður 1308. „Þessi spítali var við lýði í meira en 300 ár, eða lengur en nokkur önnur heil- brigðisstofnun hefur staðið á íslandi. Spítalinn var ætlaður „efnalausum uppgjafarpresntm" og dugði hann vel ókvæntum prestum í kaþólskri tíð, en var talinn ónógur eftir siðbótina prestum með konu og böm. Presta- spítali var stofnaður að Kvíabrekku í Olafsfirði 1338 og árið 1638 var kominn upp spítali í Viðey, ætlaður „konungslandsetum uppgefnum í Gullbringusýslu; hann fluttist í Gufunes 1752 og lagðist niður 1795. Þessar stofnanir vom ekki spítalar í okkar skilningi, miklu fremur dvalarheimili aldraðra. Spítalar vom ekki reistir fyrr á öldum gegn far- sóttum eða hungursóttum; þjóðin tók sjúkdómum með álíka hugarfari og náttúruhamförum, jarðskjálftum, eld- gosum, fimbulvetrum og hafís. Þetta var spuming um að þrauka bölið af. ein undantekning er þó ffá þessu, því spítalar vom byggðir íyrir holdsveika, eða einn fyrir hvem landsljórðung. Reyndar, líkt og á prestaspítölunum fyrmrn vom engar lækningar stundaðar á þessum holdsveikra- spítölum, þeir vom líka vistunar- stofnanir fyrir fátæka.“ Ógnir ginklofans Grímur Ólafur segir að allar tilraunir lækna til þess að koma upp al- mennum spítölum á 18. öld og á fyrri hluta 19. aldar hafi mistekist. Eitt dæmi sé þó um slíka tilraun héðan frá Vestmannaeyjum og á sér nokkra sögu. „Árið 1840 var Andreas S. Iversen Haalland (1814 - 1855) skipaður hérðaslæknir í Vestmanna- eyjum. Hann bjó í húsi sem hét Ensomhed í Eyjum. Hann var góður teiknari og málaði Heklugosið 1845, mynd sem fylgir þessari grein. Auk almennra læknisstarfa var honum ætlað sérstaklega að athuga gin- klofann, þann bamasjúkdóm sem öldum saman hafði hrjáð Vest- mannaeyjar einna verst allra staða á íslandi. Til þessa var Haalland veittur 200 ríkisdala styrkur til kaupa á míkróskópi (smásjá) og öðmm rann- sóknaráhöldum. Þetta er elsta heimild um míkróskóp til lækninga- rannsókna á Islandi. Ekki er þó vitað hvort Haalland fékk míkróskópið til Eyja og notaði það þar.“ „Haalland þóttu bústaðir í Vest- mannaeyjum saggasamir og óhreinir, og að almennt væri þar óþrifnaður," segir Ólafur Grímur. „Fæðan var einhæf, mestmegnis fuglakjöt og fiskur og drykkjarvatnið var slæmt, brennivínsdrykkja mikil og mikið dmkkið af sterku kaffi, en hvort tveggja taldi Haalland óhollt verðandi mæðmm. Eins og fyrirrennarar hans átaldi hann þann sið, að nýfædd böm væm ekki höfð á brjósti, heldur fengju þau kúamjólk, sem þau sugu í gegnum fuglsfjöður eða lambslegg. Yfirsetukonur höfðu fram að þessu verið ólærðar, en Haalland sá strax að ekki var gengið rétt frá nafla- strengnum. Haalland sá að ekki var annað fært en að senda konu til náms í yfirsetukvennafræðum. Þrátt fyrir tregðu yfirvalda tókst honum að koma prestsdótturinni frá Kirkjubæ, Sólveigu Pálsdóttur, í nám í Kaup- mannahöfn og var hún þar 1842 - 1843. Tilraunir Haalland til að koma upp fæðingarheimili mistókust hins vegar líkt og fyrirrennara hans (Carls Bolbroes).“ Fyrsta nýburadeild landsins sett upp í Vestmannaeyjum Haalland hvarf til Danmerkur 1845, en hélt samt áfram baráttu sinni vegna ginklofans. Árangurinn varð sá að Peter Anton Schleisner (1818- 1900) var sendur til Vestmannaeyja, hvar hann dvaldi í 9 mánuði 1847 - 1848. Með dyggum stuðningi Sól- veigar yfirsetukonu tók hann upp svipuð ráð og Haalland hafð beitt sér fyrir, auk þess að sem hann hafði með sér olíu, balsamum copiaivae sem var bakkteríudrepandi og lokaði nafla- sárinu. Ólafur Grímur segir að Schleisner hafi einnig leigt húsnæði fyrir fæðingarheimili eða „Stiftelsi" eins og kallað var og hafi lagt drög að því að fæðingarheimili yrði reist áfast við nýbyggt heimili Sólveigar yfirsetukonu. „Það komst þó ekki í verk fyrr en Schleisner var farinn aftur til Danmerkur. En á hvorugum staðnum voru konur fúsar til að fæða böm sín. Samt féllust þær á að hafa þau á heimilinu fyrstu vikumar og því hefur Vilmundur Jónsson kallað Stiftelsið í Vestmannaeyjum vöggu- stofu og eins mætti segja að það hafi verið nýburadeild og sú langfyrsta hér á landi. Baráttu Haallands er og eflaust að þakka að yftrvöld létu þýða bækling um yfirsetukvennafræði eftir prófessor C. E. Levy, kennara í þessum fræðum við Fæðingar- stofnunina í Kaupmannahöfn.“ Grímur segir að eftir að Peter A. Schleisner og August F. Scheider, sem verið hafði héraðslæknir í Eyjum skamma hríð, fóm frá Eyjum vom Sólveigu Pálsdóttur yfirsetukonu falin læknisstörfm í hendur. „Bar nú svo við að ginklofinn hvarf líka og hefur það verið þakkað hreinlæti við meðferð barnanna fyrstu vikumar, þegar naflasárið var að gróa og notkun olíunnar.“ Spítalamálið úr sögunni Árið 1852komnýr héraðslæknir til Eyja, Philip Th. Davidsen. Hann vildi gera „Stiftelsið“ að almennum spítala Vestmannaeyinga, vegna þess að það var ekki notað sem fæð- ingarheimili. Ólafur Grímur segir að stjómvöld hafi tekið hugmyndinni vel, en þá brá svo við að sýslu- maðurinn og presturinn vom á móti því vegna kostnaðar. „Þar strandaði málið og þegar Davidsen dó árið 1860 í Eyjum var spítalamálið úr sögunni. Hálf öld leið þar til spítali var byggður í Eyjum, en það var franski spítalinn, sem reistur var 1906. Sólveig Pálsdóttir flutti frá Vestmannaeyjum úl Reykjavikur árið 1867 og fljótlega eftir það varð Land- lyst íbúðarhús nýs héraðslæknis, Þorsteins Jónssonar, sem bjó þar fram yfir aldamót og lengi fram eftir þessari öld var Landlyst íbúðarhús." Sýningin mun verða opin til 4. júlí og vert að hvetja Vestmannaeyinga og gesti til að skoða sýninguna sem er opin frá mánudögum til fimmtudaga kl. 11.00-19.00, föstudaga kl. 11.00 - 17.00, laugardaga og sunnudaga frá kl. 14.00- 17.00.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.