Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 06.01.2000, Page 16

Fréttir - Eyjafréttir - 06.01.2000, Page 16
Frétta- og auglýsingasími: 481-3310 • Fax 481-1293 Dogiegor ferðir milli lands og Eyjo Landflutnjngar LEA, fjórða frá hægri, ásamt starfsfólki sínu. Haldið upp á tuttugu og fimm ára afmæli Hraunbúða í síðustu viku var þess minnst að á árinu 1999 voru 25 ár frá því að Hraunbúðir, dvalarheimili aldr- aðra í Vestmannaeyjum var tekið í notkun. Heimilisfólki og gestum var af því tilefni boðið til veislu. Það kom í hlut Leu Oddsdóttur, forstöðukonu Hraun- búða að segja nokkur orð við það tækifæri og Sigrún Inga Sigurgeirs- dóttir, forseti bæjarstjómar fiutti Hraunbúðum, heimilisfólki og starfs- fólki kveðju bæjarstjómar og Elsa Valgeirsdóttir, formaður félagsmála- ráðs sagði líka nokkur orð. Lea segir að Hraunbúðir séu gjöf ýmissa norrænna félaga og félaga og félagasamtaka á vegum Rauðakross Islands vegna Heimaeyjargossins 1973 en var formlega afhent 22. september 1974. I upphafi var gert ráð fyrir 41 heimilismanni, flestir urðu þeir 46 en í dag em 38 til 40 heimilismenn á Hraunbúðum. Húsið er deildaskipt þannig að á hjúkmnardeild em 23 og á þjónustu- rými em 17. Deildaskiptingin er ekki alveg í samræmi við þarfimar í dag því fjölga verður hjúkmnarplássum, vegna biðlista á hjúkmnardeildina. „Við gagngerar breytingar á húsinu fyrir nokkmm ámm íjölgaði einbýlum úr 13 í 26 og tvíbýlum fækkaði úr 14 í sjö. Arið 1994 var opnuð ný álma, eldhús og matsalur, sem hefur nýst fyrir margvíslegar samkomur eldri borgara í Eyjum. Þar era spilakvöld, guðsþjónustur og bænasamkomur, afmælisveislur og ýmiss konar aðrar skemmtanir. Tólf íbúðir í Eyjahrauni em með öryggisbjöllu tengda inn á Hraunbúðir og einnig getur fólkið nýtt sér félagsþjónustuna hér,“ segir Lea. Þá em leyfi fyrir átta dag- vistarplássum og em þau alltaf fullnýtt. í dagvistun hafa eldri borg- arar aðgang að m.a. föndri, hár- og fótsnyrtingu, böðun og geta keypt sér mat einnig getur fólk fengið heim- sendan mat. 1977 stóð Rauðikrossinn fyrir opnun föndurstofu sem síðan hefur vaxið mikið og margsannað gildi sitt. Rútuferðir - Bus tours Móttaka ferðanianna, skóla- og íþróttahópa ÓDÝRASTIKOSTURINN í EYJUM 3)481 1909 - 896 6810-fax 481 1927 Vilhjálmur Bergsteinsson * 481-2943 mmmMÚn » 897-1178 Þrjátíu milljónir úr Jöfnunarsjóði Nokkur sveitarfélög á lands- byggðinni fengu mill jóla og nýárs kærkominn áramótaglaðning. Þá var 700 milljón kr. aukaframlagi úr ríkissjóði jafnað niður á sveitar- félögin. Þessu framlagi var tvískipt. 350 milljónir eru greiddar sem sérstakt íbúafækkunarframlag og aðrar 350 milljónir greiddar sem hækkuð þjón- ustuframlög Jöfnunarsjóðs sveitarfé- laga. Úthlutunin er samkvæmt sam- komulagi ríkisins og Sambands ís- lenskra sveitarfélaga um 700 milljón kr. aukaframlag á fjáraukalögum ársins 1999. Þessu fé var úthlutað samkvæmt reglum sem félagsmála- ráðherra samdi í samráði við Sam- band íslenskra sveitarfélaga. Þessir aðilar vom sammála um að sveitar- félög þar sem íbúum hefði fækkað og tekjur dregist saman, byggju við sérstakan vanda þar sem ekki hefði dregist saman í rekstri og þjónustu í samræmi við fækkun íbúa. Því er gripið til þeirrar tímabundnu aðgerðar að greiða sveitarfélögum, þar sem íbúum fækkaði á ámnum 1997 til 1999, sérstök íbúafækkunarframlög sem nema 350 milljónum króna. ísafjörður og Skagafjörður fá hæstu framlögin, rúmlega 31 milljón króna, en þar fækkaði íbúum um nær 250 á hvomm stað. Átta önnur sveitarfélög fá yfir tíu milljónir, þ.á.m. Vest- mannaeyjabær sem fær 21 milljón króna þar sem íbúafækkun hér hefur verið 175 á þessu tímabili en um 120 þúsund kr. eru greiddar fyrir hvem brottfluttan. Þá fá Vestmannaeyjar í sinn hlut úr hinum helmingnum um 9 milljónir króna þannig að samtals nemur út- hlutunin hingað um 30 milljónum. Páll Einarsson, bæjarritari, segir að þetta fé komi í góðar þarfir. Nýlokið sé endurskoðun fjárhagsáætlunar og ljóst að með þessu vanti minna upp á en ella hefði verið. Sú spurning vaknar hvort hér sé fundin ný tekjuöflunarleið fyrir sveitarfélög, að reyna að fækka íbúum og fá í staðinn greitt úr jöfnunarsjóði. „Æ, nei, ég held að það sé ekki heillavænleg leið. Mætti ég þá frekar biðja um fleiri íbúa,“ sagði Páll Einarsson. Fiðrildin á toppnum Að sögn Páls Guðmundssonar í Pennanum Bókabúð endurspeglar sala bóka í Eyjum söluna á fastalandinu. í flokki skáldsagna seldist Slóð fiðrildana eftir Ólaf Jóhann Ólafsson best og í flokki bamabóka var það Harry Potter eftir J.R. Rawling. f flokki bóka almenns eðlis var besta salan í Útkalli á Atlantshafi á jólanótt. Sagði Páll að sú bók hefði selst upp hjá sér á aðfangadagsmorgun. Síðan hafi hann fengið fleiri eintök og ætti hann nú um 15 eintök af henni sem inn hafi komið vegna skipta eftir jólin. í flokki ævisagna var Einar Ben söluhæst, en í kjölfarið fylgdu saga Steingríms Hermannssonar og Ólafs landlæknis. Einnig seldist Sagan af bláa hnettinum , eftir Andra Snæ, mjög vel. Spurður um sölu ljóðabóka sagði Páll að sú bókmenntagrein hefði vart verið sýnileg í jólabókasölunni í Eyjum. I Vikutilboð* vjkunji 5. tii 1 2. jajj. >r Team Cheerios Weetos heilhveitihringir Ariel þvottaefni 1,5 kg. Allways dömubindi 2pk.+ innlegg Hárlakk Finish duo active pillur kr. 199,- pr. pakki kr. 179,- pr. pakki kr. 579,- pr. pakki kr. 599,- pr. sett kr. 98,- pr. brúsi kr. 399,- pr. poki Gleðilegt nýtt ár 481 3184. VORUVAt UESTURUEm 18 UESIMANNAIVIUM ^ M mán-fös 8-19 lau 9-19 sun 10-19

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.