Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 27.01.2000, Blaðsíða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 27.01.2000, Blaðsíða 4
4 Fréttir Fimmtudagur 27. janúar 2000 BókvitiðT a'skana Að unna tungu vorri og þjóðerni Ég þakka sýslumanninum Karli Gauta fyrir að tilnefna mig sem bóka- orm vikunnar. Hann er átfélagi í hrossakjötsfélaginu „Asar“ sem heldur sína árlegu hrossasaltkjöts- veislu 8. janúar á fæðingardegi „Kóngsins" eina og sanna. Ég hef nokkrar bækur á náttborðinu, gnp í þær af og til. Uppáhaldsbækur mínar em um flug. Þar á ég góða gersemi, til dæmis geymi ég á náttborðinu bækurnar „Skrifað í skýin“ þrjú bindi ævi- minninga Jóhannesar R. Snorrasonar, yfirflugstjóra hjá Flugfélagi íslands og síðar Flugleiðum. Þar lýsir Jóhannes frumámm flugsins á íslandi og erlendis, á þann veg að lesandinn verður ósjálfrátt þátttakandi í ferð- unum, sem vom margar famar við erfið skilyrði og fmmstæðar aðstæður á jörðu. Saga flugsins á fslandi er ekki löng, spannar aðeins yfir rúm 50 ár. Þær em ótrúlegar lýsingar Jóhann- esar á mörgum flugferðum og stað- háttum sérstaklega á Grænlandi. Ævisögur hafa mér alltaf hugnast vel. Þar segir fólk frá æskuámm sín- um uppvexti og lífshlaupi. Beytingar á atvinnusögu og þjóðháttum eru undraverðar. Þá má nefna ljóðabækur. Það er gott, eftir eril dagsins, að glugga í ljóðabækur. Uppáhalds ljóðabókin mín er „Kertaljós," ljóðasafn sem kom út 1939 eftir Jakobínu Johnson, sem flutti 5 ára með foreldmm sínum vestur um haf, árið 1888. í formáls- orðum er ritað m.a.: „Sú litla bók, sem nú hefur göngu sína á vit íslenzkra ljóðvina, er gestur sem fagna ber af hverjum þeim, er ann tungu vorri og þjóðemi.“ Einnig er ljóðabókin„Fjúkandi lauf“ sem Almenna Bókafélagið gaf út 1961, eftir Einar Asmundsson, ætíð til taks. A kápusíðu segir m.a.: „Hann yrkir kvæði sín af skaphita og þrótti, er myndvís, myndauðugur, fáorður og gagnorður.“ Nú sem stendur er ég að lesa bókina „Olafur landlæknir, endur- minningar“, sem Vaka-Helgafell gaf útaðhausti 1999skráð afVilhelmG Kristinssyni. Létt og skemmtilega skrifuð. Segir frá æskuámm, náms- árum og starfsámm, bæði sem læknir á sjúkrahúsum og landlæknir í 25 ár. Þar em góðar frásagnir og lýsingar á samferðafólki Ólafs. í formála segir m.a.: „I þessum endunninningum lít ég yfir farinn veg, allt frá æskuámm til líðandi stundar. Embætti land- læknis, sem ég gegndi um langa hríð, er óneitanlega afar veigamikill þáttur æviferils míns.“ Mér finnst rétt að halda þættinum innan hrossakjötsátshópsins þar sem eru fáir útvaldir. Þar á bæ em einnig miklir bókamenn. Ég vil nefha þar til, Jóhann Jónsson (Jóa listó) sem ég veit að les mikið. Mjólk í bláum fernum Fyrir skömmu tóku nýir aðilar við rekstri Friðarhafnarskýlisins. Þau Þorkell Hún- bogason og Ella Frans hafa rekið það sl. 16áren ákváðu nú að snúa sér að rekstri gistiheimitisins Heimis sem þau keyptu í sumar leið. Ella er Eyjamaður vikunnar. Fulltnafn? Ingunn Elín Hróbjartsdóttir. Fæðingardagur og ár? 6. desember 1949. Fæðingarstaður? Reykjavík. Fjölskylduhagir? Bý með Kela í Skýlinu og sonum hans tveimur. Menntun og starf? Gagnfræðingur og skóli lífsins. Er í öllu á Heimi. Laun? Sæmiieg. Bifreið? Golf 1995. Helsti galli? Fljótfær. Helsti kostur? Samviskusöm. Svo fer ég sjaldan í fýlu. Uppáhaldsmatur? Nautasteik er alltaf góð. Versti matur? Súr- matur og fýll. Uppáhaldsdrykkur? Mjólk, al- vörumjólk, þessi í bláu fern- unum. Uppáhaldstónlist? Þetta gamla góða, Bítlarnir og allt það. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir? Að vera með skemmtilegu og lífsglöðu fólki. Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir? Ég man bara ekki eftir neinu leiðinlegu. Kannski erþað afþví að ég hef oftast svo mikið að gera að ég hef ekki tíma til að láta mér leiðast. Hvað myndirðu gera ef þú ynnir milljón í happdrætti? Ávaxta hana vel. Kannski endurnýja bílinn. Uppáhaldsstjórnmálamaður? Ég er voðalega ópólitísk. Uppáhaldsíþróttamaður? Ingibjörg og Vigga í handboltanum í ÍBV. Þær unnu báðar hjá mér í Skýl- inu, frábærir starfsmenn báðar tvær og í miklu uppáhaldi. Ertu meðlimur í einhverjum félagsskap? Slysavarnadeildinni Eykyndli og Kvenfélagi Landa- kirkju. Uppáhaldssjónvarpsefni? Góðir þættir og spennumyndir. Uppáhaldsbók? Að elska er að lifa, eftir Gunnar Dal. Hún er góð. Hvað metur þú mest í fari annarra? Góða skapið. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Fýla. Fallegasti staður sem þú hefur komið á? Vest- mannaeyjar og Þrastaskógur. Er engin eftirsjá íþvíað vera hætt íSkýlinu? Jú, ég sé eftir kúnnunum mínum. Heldurðu að Skýlið verði áfram sami spjall- staðurinn þó að þið séuð farin? Ég hef ekki trú á öðru. Sömu strákarnir mæta þarna áfram. Svo þekkir Jói vel til í öllu, bæði á sjónum og ekki síst í boltanum. Hann verður ekki í vandræðum í spjallinu. Er mikil breyting að fara úr þessum rekstri yfir í hótel- rekstur? Já, ég var miklu bundnari í sjoppunni, hérna er ég mun frjálsari, alla vega yfir vetrartímann. Heldurðu að þú eigir eftir að skreppa í morgunkaffi í Skýlið þótt þú sért hætt þar? Já, já, ég er reyndar búin að kíkja við og á ekki von á öðru en að ég fari oftar. Eitthvað að lokum? Ég vil óska bæjarbúum alls góðs á árinu og þakka fyrir liðnar stundir í Skýlinu. Nýfæddir <?cf * vestmannaeyingar Þann 4. nóvember eignuðust Hrafnhildur Gunnlaugsdóttir og Tryggvi Guðmundsson son. Hann vó 15 merkur og var 50 cm að lengd. Hann hefur verið skfrður Guðmundur Andri. Með honum á myndinni er amma hans Lilja Richardsdóttir. Fjölskyldan býr í Tromsö í Noregi. Þann 12. desentber eignuðust Svanhvít Yngvadóttir og Agnar Guðnason son. Hann vó 14 merkur og var 50 cm að lengd. Hann hefur verið skírður Guðni Geir. Með honum á myndinni eru systkini hans. Fr.v. Sara, Rut, Erla Fanný, Lilja Margrét og Friðrik. Ljósmóðir var Guðný Bjamadóttir. Á dofinni 4* 27. /'an. Kaffifundur ÍBV-íþróttafélags í * Þórsheimilinu Id. 09.00 27. jan. Og síðasti séns að byrja í Hressó og losa sig við jólasmjörið. 28.,29. jan. Þorraveisla Veisluþjónustu Gríms og Lundans. x 28. jan. Impra með kynningu í húsi íslandsbanka ld. 13.00. 28. jan Sæþór Vídó skemmtir ó Fjörunni 29. jan. Dónakvöld ó Fjörunni méð Bjama Tryggva 30. jan. Píanóiónleikar Peter Móté í Safnaðarheimilinu Id. 15.15. 02.feb. Harmónikkutónleikar Yuri og Vadim 02. feb. Tónleikar Bubba Morthens í Félagsheimilinu. 02. feb. Nissandeildin: ÍBV-FH Id. 20.00 06. feb. Aðalfundur Verkstjórafélagsins.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.