Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 27.01.2000, Blaðsíða 19

Fréttir - Eyjafréttir - 27.01.2000, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 27. janúar 2000 Fréitir 19 Handbolti kvenna: IBV 24 - Grótta/KR 25 Fyrsti ósisurinn á heimavdli Á fostudagskvöld tóku Eyjastelpur á móti sameiginlegu liði Gróttu og KR. Liðin eru bæði í toppbar- áttunni og því mikið í húfí. Leikurinn fór fjörlega af stað og var jafn og spennandi frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Grótta/KR var þó alltaf skrefi á undan í fyrri hálfleik, en með miklu harðfylgi náðu Eyjastelpur að jafna metin 12- 12 og svo 14-14 áður er flautað var til hálfleiks. I seinni hálfleik snerist taflið hins vegar við og nú var það IBV sem náði forystunni, en gestimir vom þó ekki langt undan. ÍBV fékk reyndar nokkur tækifæri á að auka muninn enn meira, en fór illa að ráði sínu og Grótta/KR jafnaði leikinn þegar um 10 mínútur vom til leiksloka. Gestimir nýttu sér svo ráðleysi stelpnanna í sóknarleik sínum og náðu þriggja marka forystu sem var IBV einfaldlega of stór biti. Leikurinn end- aði með eins marks sigri Gróttu/KR, 24 - 25 og fyrsti ósigur ÍBV á heimavelli í jslandsmótinu staðreynd. Sigbjöm Óskarsson þjálfari ÍBV var að vonum svekktur að leik loknum. ,Já, þetta var sárt. Við vomm að spila á móti góðu liði og þegar lykil- manneskja eins og Amela getur nánast ekkert beitt sér er ekki von á góðu. Við emm ennþá inni í myndinni og nú verðum við bara að vinna einhvem af þeim útileikjum sem eftir em.“ Anita Andreassen átti stórleik í liði ÍBV og dró vagninn lengst af í sóknar- leik liðsins, Ingibjörg átti góða spretti og Andrea Atladóttir fann fjölina í seinni hálfleik. Amela Hegic spilaði hins vegar meidd, en var engu að síður ógnandi og dró til sín vamarmenn. Mörk IBV: Anita 7, Ingibjörg 5, Andrea 4, Amela 3/2, Guðbjörg 2, Hind 2, Mette 1. Varin skot: Lúsí 4, Vigdís 11/1. BROSAÐ í gegnum tárin. Guðbjörg og Ingibjörg þakka gestunum fyrir leikinn. KMÁM'lW ' m m ■ P 1 | g eL L Körfuboltinn: Tveir sigrar IV Þríframlensdur leíkur á Selfossi Það var sannkallaður ævintýra- leikur sem háður var milli Selfoss og IV á Selfossi sl. laugardag. Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann og eftir venjulegan leiktíma var staðan jöfn 82 - 82. Leikurinn var framlengdur, en ekki fengust úrslit fyrr en um 20 mínútum eftir að leiknum átti að ljúka þar sem þríframlengja þurfti leikinn. Leik- menn IV börðust hetjulega, reyndar einum of hetjulega þar sem 6 leik- menn liðsins fengu fimm viliur og síðustu þrjár mínútur þriðju fram- lengingar spiluðu Eyjamenn fjórir á móti fimm leikmönnum Selfoss. Þess má til gamans geta að tveir af þessum ijómm voru með fjórar villur og hefði liðið geta lent tveir gegn fimm. Engu að síður vannst sigur, 121-117 og IV því í þriðja sæti með 16 stig, jafnmörg stig og Valsmenn. Sæþór Orri, einn íjórmenninganna sem lönduðu sigrinum, sagði að leik- urinn hefði verið í meira lagi skrautlegur. „Við höfðum þetta í okkar höndum þegar nokkrar mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma en við vorum óheppnir og þeir jöfnuðu á síðustu sekúndunum. Svo voru þeir með yfirhöndina í fyrstu framleng- ingu, en við náðum að jafna með þremur þriggja stiga körfum í röð. í annarri framlengingu kom svo kjúk- lingurinn í liðinu, Guðmundur Eyjólfsson okkur tii bjargar með stórleik, en svo náðum við að halda fengnum hlut aðeins fjórir gegn fímm á síðustu mínútum leiksins.“ Stig ÍV: David 35, Stebbi 34, Gummi 16 og aðrir minna. Varin skot: David, í gríð og erg. Heimavöllurinn sterkur Á fímmtudagskvöld í síðustu viku mætti IV liði Breiðabliki hér í Eyjum. Breiðablik er meðal fimm efstu liða og því var sigur nauðsynlegur fyrir Eyjamenn. Leikurinn fór fjörlega af stað, IV stefndi á öruggan sigur og fyrstu 15 mínútur leiksins eru einn besti leikkafli sem liðið hefur sýnt í vetur. En svo komu brotalamir í leik liðsins og gestimir náðu að saxa á forystu ÍV. Staðan í hálfleik var 42 - 34 ÍV í vil. Seinni hálfleikur var keimlíkur þeim fyrri, IV náði þægilegu forskoti, en þegar líða tók á hálfleikinn sóttu gestirnir í sig veðrið án þess þó að sigur IV væri nokkum tímann í hættu. ÍV sigraði með 90 stigum gegn 82 stigum gestanna og tryggði sér áframhaldandi toppbaráttu. Stig ÍV: Stebbi 22, David 22, Davíð 18, Addi 17, Ámi 7, Diddi 2 og Halldór 2. Knattspyrna: Eyjapeyjar Öflugur vinnuhópur Föstudaginn 21. janúar sl. var haldinn undirbúningsfundur á vegum IBV vegna stofnunar fyrir- hugaðs fjárfestingahlutafélags. Að frumkvæði knattspymudeildar hefur verið unnið markvisst að þessum málum frá því í október síðastiiðinn. Mikill áhugi er fyrir stofnun hlutafélags í tengslum við IBV, sem yrði væntanlega í því formi að hlutafélagið yrði sjálf- stæður bakhjarl ÍBV. Verið er að skoða ýmsa fleti á þessu máli. I undirbúningsnefnd íyrir stofnun fjárfestingahlutafélagsins, sem geng- ur undir vinnuheitinu Eyjapeyjar, em eftirtaldir: Ásgeir Sigurvinsson fyrrum leikmaður ÍBV og atvinnu- maður í knattspymu, Pálmi Sig- marsson hjá Spectra AB, Jóhannes Olafsson fyrrv. formaður knatt- spymudeildar IBV, Bjarki Brynjars- son forstöðumaður útibús Kaup- þings í Vestmannaeyjum og Jón Valgeirsson lögfræðingur hjá Lög- mönnum Vestmannaeyjum. Nánari upplýsingar veitir Bjarki Brynjarsson hjá Kaupþingi í síma 897 9669. / Stjórn IBV-íþróttafélags vill koma eftirfarandi á framfæri: Til foreldra bama sem stunda æftngar hjá ÍBV-íþróttafélagi Árgjald er 18.000 krónur á ári fyrir eitt bam, 30.000 fyrir tvö böm og 36.1X10 krónur fyrir þrjú börn. Vakin er athygli á því að um árgjald er að ræða og það er óbreytt á milli ára. Seðlamír munu berast mánaðarlega eins og verið hefur en fólki er í sjálfsvuld sett ef það vill borga árgjaldið með öðmm hætti en mánaðarlegum greiðslum. Dragist greiðsla þá er gamli seðilinn í fullu gildi. Hjá þcim sem nýta sér greiðsluþjónustu eða kortagreiðslur verðurengin breyting. Eins og áður er komið fram er utn árgjald að ræða og skal því sagl upp með þriggja mánaða fyrirvara. Hvetjum fólk til að gera upp eldri skuldir Stjórn ÍBV-íþróttafélags. Knattspyrna: Yngri flokkar Tveir flokkar í úrslit Þrír yngri flokkar voru í eldlínunni í yngri flokkunum í innanhúss- knattspyrnu um síðustu helgi og unnu tveir þeirra riðla sína og komust því í úrslitakeppnina sem haldin verður í febrúar. Fjórði fl. drengja vann riðilinn mjög ömgglega. Strákamir rúlluðu upp Keflavík, Aftureldingu, Grindavík og Njarðvík og vom búnir að vinna riðil- inn fyrir síðasta leikinn, gegn HK. Þar fengu varamennimir að spreyta sig en IBV tapaði leiknum. Frammistaða 4. flokks kom skemmtiiega á óvart og stóðu strákamir sig frábærlega vel. Þjálfari er Zeljko Sankovic. Þriðji fl. stúlkna ÍBV hafði mikla yftrburði í sínum riðli og vann alla sína leiki, samtals með markatöluna 30-3. ÍBV sigraði Skallagrím 17 - 0, HK/Víking 4-0, Gmndarfjörð 5-0 og FH 4-3. Þjálfari er Sigurlás Þorleifsson. Miklar vonir vom bundnar við 2. fl. karla ÍBV enda geysisterkt Iið á ferð. En strákarnir töpuðu strax fyrsta leik fyrir ÍA, 1-3. ÍA vann riðilinn. ÍBV vann UDN 9-0 og Hauka 12-1 en töpuðu óvænt síðasta leiknum gegn Fjölni 1-2 en þá var reyndar öllum varamönnum liðsins gefið tækifæri að spila. Þjálfari er Zeljko Sankovic. Helgina 14. til 16. janúar spilaði 5. fl. karla í Smáranum og urðu úrslit þessi: ÍBV-ÍR 0 - 3, IBV-Breiða- blik 2-0 (Birkir, Hjálmar), ÍBV- Bessastaðahr. 7 - 1 (Birkir 3, Egill, Frans, Amór, Hafþór), ÍBV-Grótta 4-0 (Davíð, Hjálmar, Egill, Hafþór) og IBV-Afturelding (Hafþór 2, Amór). Strákamir lentu í 2. sæti í sínum riðli og komust ekki í úrslit. ÍBV í Rcykjaness- höllinni á sunnudasinn Fyrsti æfíngaleikur knattspyrnuliðs IBV karla á þessu ári verður á sunnudaginn. Þá mætir IBV liði Fylkis í nýju yftrbyggðu fótbollahöllinni í Reykjanesbæ. Fylkismenn eru nýliðar í Landssímadeildinni og þjálfari þeirra er Bjarni Jóhannsson, fyrrverandi þjálfari IBV. ÍBV stelpurnar í æf- ingaferð til Englands Kvennalið ÍBV í knattspymu fer í æfingaferð til Englands 22. febrúar nk. Stelpurnar nýta sér ódýr flug- fargjöld sem em í boði þessa dagana og munu dvelja í æfinga- búðum við enskan íþróttaskóla í Middlesborough í nokkra daga auk þess sem þær verða í Liverpool. IBV stelpumar munu spila æftnga- leiki við ensk lið en enska landsliðskonan Karen Burke, sem lék með ÍBV sl. sumar og verður með IBV á næsta keppnistímabili, hefur haft veg og vanda af skipu- lagningu ferðarinnar í Englandf Þess má geta að kvennalið ÍBV fer einnig í æfingaferð til Portúgals í aprfl eins liðið hefur gert undan- farin ár. Karen og Kelly áframmeð ÍBV Kvennalið ÍBV hefur gert samning við ensku stúlkumar Karen Burke og Kelly Shimmin um að leika með liðinu í sumar. Þær léku báðar með ÍBV síðastliðið sumar og voru að margra mati með bestu leik- mönnurn deildarinnar. Kelly skor- aði 9 mörk í 8 leikjum en Karen 5 mörk í 8 leikjum. Karen verður með ÍBV frá fyrsta leik en Kelly kemur ekki til landsins fyrr en í 4. umferð íslandsmótsins vegna prófa heima- fyrir. Davíö hazttir aftur Davíð Hallgrímsson. stórskytta, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Davíð átti við meiðsl að stríða síðasta ár og hefur ekki spilað mikið síðan, og ákvað því að hætta. Ekki losna drengimir í handbolt- anum alfarið við Davíð, heldur þvert á móti hefur Davíð tekið að sér að aðstoða Boris Bjarna við þjálfun liðsins og mun reynsla hans og þekking koma sér vel í bar- áttunni sem framundan er. Smástund áfram í 2. deild Smástundarmenn kepptu eins og aðrir í Islandsmótinu í innanhúss- knattspyrnu nú um helgina. Smá- stund var meðal þeitxa allra bestu í efstu deild á síðasta ári, en féll niður í 2. deild og spiluðu því núna þar. Riðill Sniástundar var nokkuð strembinn, en liðið fór hinn gullna meðalveg, sigraði í einum leik, gerði eitt jafntefli og tapaði einum leik. Markatala liðsins var tíu mörk gegn Framundan Föstudagur 28. janúar Kl. 20.00 ÍBV-Fram konur Laugardagur 29. janúar Kl. 15.30 IV-ÞórÞorlákshöfn. Sunnudagur 30. janúar Kl. 14.00 ÍBV Valur2.fl kvenna Mánudagur 31. janúar Kl. 19.15 ÍBV-Grótta/KR 2.11 karla Miðvikudagur 2. febrúttr Kl. 20.00 Víkingur-IBV konur Kl. 20.00 ÍBV-FH karlar

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.