Fréttir - Eyjafréttir - 27.01.2000, Blaðsíða 18
18
Fréttir
Fimmtudagur 27. janúar 2000
Landa-
KIRKJA
- lifandi samfélag!
Fimmtudagur 27. janúar
Kl. 10.00. Foreldramorgunn. Sam-
vera með ungum börnum og
foreldmm þeirra.
Kl. 17.30. TTT-starf 10- 12 ára
krakka.
Kl. 18.00. Kyrrðar- og bænastund
með Taize-söngvum. Koma má
fyrirbænarefnum til prestanna með
fyrirvara eða í stundinni sjálfri.
Föstudagur 28. janúar
Kl. 12.30. Litlir lærisveinar, eldri
deild.
Kl. 13.15. Litlir lærisveinar, yngri
deild.
Sunnudagur 30. janúar
Kl. 11.00. Bamaguðsþjónusta með
söng og leik.
Kl. 14.00. Messa með altarisgöngu.
Kaffisopi í Safnaðar- heimilinu á
eftir.
Kl. 20.30. Æskulýðsfundur.
Þriðjudagur 1. febrúar
Kl. 16.30. Kirkjuprakkarar. Spuna-
leikrit. Sjö til níu ára krakkar í leik
og lofgjörð.
Miðvikudagur 2. febrúar
Kl. 20.00. Opið hús unglinga í
KFUM&K húsinu.
Kl. 20.00. Aglow fundur í Safn-
aðarheimilinu.
Fimmtudagur 3. febrúar
Kl. 10.00. Foreldramorgunn.
Kl. 17.30. TTT - starf tíu til tólf ára
krakka.
Kl. 18.00. Kyrrðar- og bænastund
með Taize-söngvum og fyrirbæn.
Hvítasunnu
KIRKJAN
Fimmtudagur
kl 20.30 Biblíufræðsla
Föstudagur
Kl. 20.30 Unglingasamkoma 13 ára
og upp úr.
Laugardagur
Kl. 20.30 Bænastund.
Sunnudagur
Kl. 15.00 Vakningarsamkoma
Þriðjudagur
Kl. 17.30 krakkakirkjan-fyrir öll
böm.
Hjartanlega velkomin að Orði
Drottins
Hvítasunnumenn
Aðvent-
KIRKJAN
Laugardagur 29. janúar
Kl. 11.00 Biblíurannsókn.
Allir velkomnir.
Biblían
talar
Sími
4811585
Kvenfélag Landakirkju:
Gefur nýja
útidyrahurð
á kirkjuna
Síðast liðinn sunnudag var mynd-
verk Sigurðar Sigurðarsonar á
nýjum kirkjudyrum Landakirkju
afhjúpað og blessað. Sigurður Sig-
urðarson myndskeri, sem fenginn
var til verksins af Maríu Gunnars-
dóttur, förmanni Kvenfélags
Landakirkju, sagði að vel hefði
gengið að vinna myndirnar og hefði
hann verið um þrjá mánuði að
vinna verkið.
„Ég skar út fjórar myndir af sex
samkvæmt beiðni safnaðamefndar-
innar. Þessar fjórar myndir eru ná-
kvæmlega eftir myndlýsingum og
óskum nefndarinnar. Þegar kom að
fimmtu og sjöttu myndinni fór ég út í
það sem ég kalla „Kraftaverkin í
Eyjum“ þar sem myndefnið er Ofan-
leitishamarsklifur Jóns Vigfússonar
og Guðlaugssund. Sem sagt atburðir
og afrek úr þúsund ára sögu Eyjanna,
þar sem ekkert jafnlítíð hérað á Islandi
ájafnstóra sögu. Síðan kom upp lítils
háttar meiningarmunur milli mín og
kirkjunnar um myndir fimm og sex.
Var það jafnað með því að ég geri
tvær myndir í stað „Kraftaverka
Eyjanna" sem verða fjarlægðar og
settar á vegg innan dyra.“
Sigurður sagði að myndimar sem
kæmu í stað „Kraftaverka Eyjanna"
væru unnar út frá lýsingum bibl-
íunnar. „Annars vegar væri mynd
sem sýndi skírnina í ánni Jórdan og
hins vegar Jesús gengur á vatninu.“
Sigurður segir að hann vilji síst
standa í deilum við kirkju íslands,
þegar Mammon tröllríði hér húsum og
hrikti í stoðum, þegar manngildið sé
metið í bréfum Islenskrar Erfða-
greiningar og svo framvegis. „Mynd-
imar em gefnar í minningu Önnu og
Oddgeirs á Ofanleiti og blessaðar séu
konumar í kvenfélagi Landakirkju og
starfsmenn kirkjunnar allir,“ sagði
Sigurður
„Fyrir hönd Landakirkju, þakka ég
stórmikla gjöf til kirkjunnar, sem
verður líklega ekki metin að fullu til
fjár í framtíðinni. Þar á ég við
útihurðimar, hurðir forkirkjunnar,“
sagði séra Ktistján Bjömsson, sóknar-
prestur, í predikun sinni á sunnu-
daginn, um útidyrahurðina.
„Stjóm Kvenfélagsins fékk þá
ágætu hugmynd að láta skera út
myndir á hurðirnar, enda eru þær
veglegar massívar tekkhurðir smíð-
aðar af Sigmari Garðarssyni og öðmm
meistumm í Tréverki. Kvenfélags-
konumar leituðu til Sigurðar Sig-
urðarsonar um útskurðinni og er
skemmst frá því að segja að hann
hefur þegar skorið út sex myndir og
getur ekki hætt, því tvær myndir em
ókomnar enn. Af stórhug gefa þau
hjónin þessar útskornu myndir til
minningar um afa Sigurðar og ömmu,
sr. Oddgeir og Önnu Guðmundsen, en
þau gegndu lengi og vel vandasömum
embættum að Ofanleiti," sagði
Kristján.
A hurðarvæng em táknmyndir
upphafs og endurfæðingar. „Þar er
goðsögnin um papakrossinn, sem enn
sést við uppganginn á Heimaklett. Þar
er söguleg stund er þeir Hjalti og
Gissur láta bera kirkjuviðinn á land
undir Löngu til fyrstu kirkjubyggingar
kristnitökunnar á íslandi, tveimur
dögum áður en en þeir koma á
Alþingi við Öxará árið 1000. Og þar
er ókomin mynd af skírn Jesú í ánni
Jórdan fyrir tæpum tvö þúsund ámm.
Hurðarvængurinn að sunnanverðu
er helgaður táknmyndum storms og
átaka í samfélagi manna og náttúra,
enda hefur ekki alltaf verið logn hér í
Eyjum. Þar er fómin mikla sem
eyjamar færðu er sjóræningjamir
mddust hingað árið 1627 og við
minnumst þeirra sem liðu en fögnum
yfir þeim sem gátu snúið aftur heim.
Þar er upprifjun þess að jarðeldamir
bmtust út fyrir réttum 27 ámm í dag
og með myndinni minnumst við
lífsbjörgunar samfélagsins í heild
sinni, sem á einni nóttu gekk saman í
gegnum skírslu trúarinnar. Þar er að
lokum ókomin mynd af atviki
guðspjallanna þegar Jesú, á báti með
lærisveinum sínum, kyrrir storm og
sjó með krafti orðsins.
Aukamyndirnar, sem útskurðar-
meistarinn gefur með þessum sex
myndum, em hér í hurðunum við
SIGURÐUR við hurðirnar sem
eru hinar glæsislegustu.
SIGURÐUR tekur við þökkum Maríu, formanns Kvenfélags Landakirkju.
Alfa-námskeið og
frímerkjasöfnun
vígslu þeirra, en víkja síðar. Það em
myndir af tveimur björgunarafrekum
þegar Guðlaugur Friðþórsson synti til
lands um langan veg eftir að Hellisey
sökk hér austur af og þegar Jón
Vigfússon kleif Ofanleitíshamar og
leiddi til björgunar allra í áhöfn
Sigríðar. Guð launi öllum þeim sem
að gjöfum þessum hafa komið á einn
eða annan hátt. Hafið kæra þökk fyrir
það,“ sagði Kristján.
María Gunnarsdóttir, formaður
Kvenfélags Landakirkju flutti þakkir
öllum þeim sem studdu félagskonur
með einum eða öðmm hætti vegna
hurðakaupanna. „Einnig vil ég þakka
þeim bæjarbúum sem styðja Kven-
félag Landakirkju á einn eða annan
hátt, án ykkar stuðnings gætum við
ekki gefið stórar og dýrar gjafir til
kirkjunnar. Það er von okkar að friður
og blessun muni ríkja áfram í
kirkjunni okkar og í dag, 23. janúar,
27 ámm frá gosi bið ég þess að sá sem
öllu ræður haldi sinni vemdarhendi
yfir Eyjunni okkar um ókomna tíð
eins og hann gerði þá,“ sagði María.
Vinsælu Alfa-námskeiðin hafa verið
haldin um allt land við miklar
vinsældir. En hvað er Alfa-námskeið?
Það er námskeið sem svarar spum-
ingum um tilgang lífsins út frá kristnu
sjónarhomi.
Farið er í gmnnatriði kristinnar
trúar með ferskri nálgun. Þetta er tíu
vikna námskeið, einu sinni í viku, frá
19.00-21.00 og hefjast 7. febrúar.
Prestar Landakirkju sjá um kennsluna.
Námskeiðið kostar 3.500 krónur,
innifalið er léttur málsverður og
kennslubók. Þessi námskeið hafa farið
eins og eldur um sinu víða um Evrópu
og opnað fólki nýja sýn á kristna trú.
Takmarkaður fjöldi þátttakenda,
vinsamlegast skráið ykkur sem fyrst
hjá prestunum. Símatíminn er frá kl.
11-11.50 þriðjud.-föstud.
Notuð frímerki fá nýtt líf
Kristniboðssambandið tekur við
notuðum frímerkjum í fjáröflunar-
skyni. Af því tílefrú hefur verið sendur
kassi í Landakirkju undir notuð
frímerki. Ef þú átt bunka af notuðum
frímerkjum, (með eða án umslags)
sem eiga að fara í frímerkjabókina en
komast þangað aldrei, þá geturðu
komið með þau í safnaðarheimili
Landakirkju og sett í frímerkja-
kassann. Þaðan verða þau send
kristniboðssambandinu sem kemur
þeim í fé og rennur arðurinn til
kristniboðsstarfsins.
Almanak Kristniboðssambandsins
er veitt gefins þeim sem óska.
Með ósk um góðar undirtektir,
séra Bára Friðriksdóttir.