Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 27.01.2000, Síða 14

Fréttir - Eyjafréttir - 27.01.2000, Síða 14
14 Fréttir Fimmtuudagur 27. janúar 2000 Val íþróttamanna ársins F Birkir er Iþróttamaður Vest ÞAU sem þóttu skara fram úr hjá aðildarfélögum ÍBV á síðasta ári ásamt fólki sem tók á móti viðurkenningum afreksfólks sem ekki var á staðnum þegar afhendingin fór fram. Kjör Iþróttamanns Vest- mannaeyja 1999 vartilkynnt í hófi sem íþróttabandalag Vestmannaeyja hélt í síðustu viku. Um leið var tilkynnt hverjir höfðu verið útnefndir íþróttamenn ársins hjá félögum sem eiga aðild að ÍBV héraðssambandi. Birkir Kristinsson markvörður ÍBV og landsliðsins í knattspyrnu var valinn íþróttamaður ársins 1999. Kemur það ekki á óvart því Birkir stóð sig frábærlega, bæði með ÍBV og landsliðinu. Asmundur Friðriksson, formaður ÍBV héraðs- sambands stýrði verðlaunaathöfninni en í flestum tilfellum voru það formenn félaganna sem gerðu grein fyrir forsendum við vali íþróttamanna félaganna. Birkir Kristinsson, íþrótta- maður Vestmannaeyja 1999 Það kom fáum á óvart að Birkir Kristinsson skyldi verða valinn Iþróttamaður Vestmannaeyja 1999. Birkir stóð í marki meistaraflokks IBV í fótbolta síðasta sumar með frábærum árangri. Auk þess er hann aðalmarkvörður íslenska landsliðsins sem náði mjög athyglisverðum árangri á árinu. Valnefndin, sem skipuð er þeim Birgi Sveinssyni, Magnúsi Bragasyni, Svanfríði Jóhannesdóttur, Þorsteini Gunnarssyni og Þór Vilhjálmssyni var einróma í vali sínu en það kom í hlut Þórs að tilkynna valið. Birkir, sem er 35 ára, er fæddur og uppalinn í Eyjum og lék alla yngri flokkana í fótbolta með ÍBV. Hann náði aldrei að leika með meist- araOokki ÍBV á sínum yngri árum en eftir 15 ár er hann loks kominn „heim“. „Birkir átti frábært sumar með IBV,“ sagði Þór þegar hann gerði grein fyrir valinu. „Hann var besti markvörður Lands- símadeildarinnar, var í liði ársins og stigahæstur í einkunnagjöf Morgun- blaðsins ásamt Ivari Ingimarssyni ÍBV. Birkir lék jafnframt alla landsleiki íslands á síðasta ári og átti frábæra leiki og sýndi og sannaði hvers megnugur hann er. Islenska landsliðið í knattspyrnu vakti heims- athygli á síðasta ári fyrir frábæran árangur og þar vó frammistaða Birkis þungt á metunum. AIls hefur Birkir leikið 65 A-landsleiki fyrir íslands hönd.“ Þór sagði að að mati valnefndar væri Birkir fyrirmynd innan sem utan vallar. „Þeir sem þekkja hann vita að þar fer metnaðarfullur og heilbrigður íþróttamaður sem ávallt leggur sig allan fram til að ná markmiðum sínum. Birkir náði þeim einstæða áfanga að leika tólf keppnistímabil í röð á Islandi án þess að missa úr leik, eða 216 leiki. Þess má líka geta að hann hefur verið verðlaunaður sér- staklega af KSI fyrir háttvísi," sagði Þór. Ólöf Heiða, frábært starf í þági iþrótta í Eyjum I fimm ár hefur IBV heiðrað ein- staklinga sem verið hafa í eldlínunni í íþróttalífi Vestmannaeyja í gegnum tíðina. Að þessu sinni var ákveðið að heiðra Olöfu Aðalheiði Elíasdóttur fyrir frábært framlag hennar í þágu GUÐNI Davíð. íþrótta í Vestmannaeyjum undanfama áratugi eins og segir í áliti valnefndar. Það kom fram í máli Þórs Vil- hjálmssonar að Olöf Heiða hefur víða látið til sín taka í íþróttahreyfingunni sem iðkandi, stjómarmaður, leiðbein- andi og áhuga- og baráttukona fyrir íþróttahreyfinguna í Vestmanna- eyjum. Þór rakti síðan ótrúlegan feril Olu Heiðu. „Ola Heiða æfði frjálsar íþróttir og handbolta á sínum yngri ámm. Eftir að hafa lokið námi sent íþróttakennari tók hún skóna fram aftur og lék með ÍBV allt til ársins 1989,“ sagði Þór. „Hún átti stóran þátt í að hand- knattleiksráð ÍB V kvenna var stofnað 1980 en fram að því höfðu Þór og Týr verið með sitt hvort kvennaliðið. Hún DAÐI Guðjónsson settist í stjórn handknattleiksráðs kvenna nánast frá stofnun og starfaði þar nær óslitið á nær annan áratug eða til ársins 1997 þegar hún flutti sig um set yfir í unglingaráð ÍBV í hand- boltanum þar sem hún starfar af fullum krafti." Óla Heiða er fmmkvöðull að stofnun tveggja félaga sem nú starfa innan IBV. Haustið 1986 kom hún að stofnun Fimleikafélagsins Ránar og sagði Þór að að öðmm ólöstuðum hefði hún verið helsti frumkvöðullinn. „Hún hafði þá þegar þjálfað fimleika á eigin vegum við góðan orðstír í nokkur ár og stýrði m.a. vinsælum sýningarhóp. Starfsemin varð svo gróskumikil og umfangsmikil að ákveðið var að stofna fimleikadeild innan ÍBV sem varð að Fimleika- GUÐJÓN Ólafsson tók við bikarnum fyrir Arna Óla. ÁSMUNDUR Friðriksson afhendir Borgþóri Pálssyni verðlaunin sem hann tók á móti fyrir hönd tengdasonar síns, Arnsteins Inga.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.