Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 27.01.2000, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 27.01.2000, Blaðsíða 2
2 Fréttir Fimmtudagur 27. janúar 2000 fréttir lfilja Erfðagreiningu tilEyja Á fundi bæjarráðs á mánudag báru fulltrúar sjált'stæðismanna fram tillögu þess efnis að bæjarstjóra verði falið að ræða við fulltrúa ís- lenskrar eifðagreiningar um mögu- jeika á því að liluti af starfsemi Islenskrar erfðagreiningai' geti tlust til Vestmannaeyja. Þessi tillaga var samþykkt. Ragnar vill fínnsku ferðasöguna Sern kunnugt er fór bæjarstjóri, ásarnt fleirum, til Finnlands á dögunum til þess m.a. að kynna sér möguleika á húsbyggingum inn í berg, ásamt jarðgangagerð. Á síð- asta fundi bæjairáðs óskaði Ragnar Óskarsson eftir skriflegri greinar- gerð frá bæjarstjóra um ferðina. læknabiónustaí endurskoðun Læknar hafa sagt upp samningi frá 1997 um læknisþjónustu á Hraun- búðum. Sá samningur hefur verið í endurskoðun og hefur félagsmála- stjóra verið falið að ganga frá nýjum samningi. Svavarbiðurum60 búsund Á síðasta fundi félagsmálaráðs lá fyrir bréf frá Svavari Sigurðssyni sem kunnur er að baráttu gegn fíkniefnum. Þai- fer hann fram á fjárframlag frá bænum, að upphæð 60 þúsund kr., til kaupa á ör- yggismyndavéi. Sú vél er hluti af stærri tæknibúnaði í baráttunni gegn fíkniefnum og verður settur upp í Flugstöðinni. Félagsmálaráð samþykkti þessa beiðni Svavars og vísaði henni til gerðar fjárhags- áætlunar fyrir árið 2000. Húsaleigubætur hækka Lagt hefur verið fram umburðar- bréf frá félagsmálaráðuneyti um breytingar á reglugerð um húsa- leigubætur. Helsm breytingar eru þær að barnaframlag hækkar um 2000 kr. og hlutfall leigufjárhæðar milli kr. 20 þús og 45 þús., sem kemur til hækkunar, verður 15% í stað 12% áður. Staðinnaðverki Brotist vai' inn í Snyrtistofu Ágústu um helgina og náðist innbrots- þjófurinn á vettvangi eftir að árvök- ull nágranni hafði látið lögreglu vita af innbrotinu. Hann reyndist nokk- uð undir áhrifum og fékk að gista fangageymslu þar til af honutn rann víman. Ekki var á hreinu hvort tilefni innbrotsins var að hann hygðist flikka upp á útlil sitt eða hvort aðrar hvatir lágu að baki. Þá fékk annar að gista fangageymsiu um helgina vegna ölvunar. Stoliðúrbíl Um helgina var brotist inn í bíl við Bílverk á Flötum. Rúða var brotin í bílnum og síðan stolið úr honum hátölurum, magnara og 150 geisla- diskum. Þeir sem geta gefið upp- lýsingar um grunsamlegar manna- ferðir við Bílverk aðfaranótt 22. jan. em beðnir að láta lögreglu vita. Minnihluti V-listans í bæjarráði: Vilja stefnumótun í at- vinnumálum til næstu ára Á síöasta fundi bæjarráðs fluttu fulltrúar minnihlutans, þau Ragnar Óskarsson, Þorgerður Jóhanns- dóttir og Guðrún Erlingsdóttir, svohl jóðandi tillögu: „Bæjarráð samþykkir að fela Þróunarfélagi Vestmannaeyja gerð áætlunar og stefnumótun í atvinnu- málum í Vestmannaeyjum til næstu ára. Þróunarfélagið leiti eftir samstarfi við þá aðila er þekkingu og reynslu hafa á þessu sviði, svo sem Iðn- tæknistofnun, Byggðastofnun og fleiri aðila. Stefnt skal að því að stefnu- mótunin verði unnin svo hratt sem frekast er kostur þannig að unnt verði að hrinda henni í framkvæmd sem fyrst.“ Svohljóðandi greinargerð fylgir tillögunni: „Eins og kunnugt er hefur atvinnulíf okkar Vestmannaeyinga verið tiltölulega einhæft um langt skeið. Á síðustu árum hefur lítil breyting orðið á og illu heilli hefur orðið fólksfækkun í Vestmannaeyjum svo sem tölur greina. Þá hefur at- vinnuleysi í allt of miklum mæli verið viðloðandi hér. Við þessar aðstæður er nauðsynlegt að grípa til allra þeirra ráða sem snúið geta þróuninni við að þessu leyti. Því er hér lagt til að gerð verði áætlun og stefnumótun til næsm ára í atvinnumálum okkar Vest- mannaeyinga. Eðlilegt er að Þróunarfélagið verði sá aðili er leiði þessa stefnumót- unarvinnu en að jafnframt verði leitað til þeirra aðila sem sérstaka þekkingu hafa á þessu sviði. I því sambandi er sérstaklega bent á Iðntæknistofnun sem nýlega vann gagnmerka skýrslu, um stefnumótun Isafjarðarbæjar í at- vinnumálum til 2003 undir heitinu „Framtíðarsýn“. Þá má nefna Byggða- stofnun í þessu sambandi og hugs- anlegt er að ýmsir aðrir aðilar gætu komið að málinu. I ljósi þess að brýna nauðsyn ber til að stórefla atvinnu- uppbyggingu í Vestmannaeyjum er ofangreind tillaga flutt.“ Þessi tillaga var samþykkt í bæjarráði. Bergur VE kemur til Eyja í dag Við Heilbrigðisstofnunina í Vestmannaeyjum hafa verið sett upp skilti sem afmarka bílastæði fyrir fatlaða. Gunnar K. Gunnarsson framkvæmdastjóri HÍV vildi benda á að eins og Eyjabúum væri kunnugt um, væri aðkoma að heilbrigðisstofnuninni ekki eins og best verði á kosið. Sagði Gunnar langar tröppur liggja frá bílastæði við Sólhlíð að aðal inngangi. „Tröppurnar geta reynst þeim sem hreyfihamlaðir eru afar erfiðar, sérstaklega í snjó og hálku. Hefur því verið brugðið á það ráð að taka frá stæði fyrir fatlaða næst dyrum á jarðhæð til þess að auðvelda þeim aðkomu að stofnuninni, en þar er stutt í lyftu upp á efri hæðir." Gunnar sagði það von stjórnenda Heilbrigðisstofnunarinnar í Vestmannaeyjum að bæjarbúar bregðist vel við þessu og einungis þeir sem þurfa á því að halda noti þessi stæði. Er þessu hér með komið á framfæri og bæjarbúar hvattir til að virða þær merkingar sem settar eru upp við Heilbriðiðsstofnunina. Bergur VE er væntanlegur tíl Eyja í dag eftir viðamiklar endurbætur í Póllandi en þar hefur skipið verið síðan í ágúst á síðasta ári. Áætlað var að þessum endurbótum yrði lokið fyrir jól en mánaðartöf varð á því. Þessi Póllandsferð skipsins var í raun lokahnykkurinn á þeirri umbyltingu sem átt hefur sér stað á skipinu en segja má að þarna sé komið algerlega nýtt skip og nánast ekkert eftir af upphaflegu skipi. I hitteðfyrra voru gerðar verulegar breytingar á skipinu ytra, það m.a. stækkað verulega en nú var verkinu endanlega lokið. Ný aðalvél var sett í það, ásamt gír og skrúfubúnaði, og 2000 kw rafall við aðalvél. Ný hliðarskrúfa að aftan, 600 hestöfl og nýtt spilkerfi ásamt tromlum. Ný brú er á skipinu og allar mannafbúðir um borð nýinnréttaðar. Sævald Pálsson, útgerðarmaður seg- ist mjög ánægður með hvemig til hefur tekist. Allt hafi reynst í góðu lagi, þetta sé að öllu leyti eins og nýtt skip en sálin úr gamla skipinu fylgi því. Sævald segir að í pmfusiglingu hafi allt virkað eins og það á að gera og skipið sitji vel á sjó. Sævald sigldi skipinu ekki heim en segir að veður hafi verið mjög gott á heimsiglingunni þannig að lítið hafi reynt á sjóhæfni þess. „Ég á reyndar ekki von á breyt- ingum á sjóhæfninni, skipið var svo gott fyrir að erfitt er að bæta þar um og ég á ekki von á öðm en að það haldi sínum hæfileikum,“ sagði Sævald. Bergur mun gera stuttan stans í Eyjum, haldið verður til loðnuveiða fljótlega enda ekkert að vanbúnaði, allt klárt til að byija. BERGUR VE við bryggju í Póllandi. Það er fátt sem minnir á gamla Berg. Berglind í Haus- verk um helgar Ung Eyjakona, Berglind Eiðs- dóttir, kemur fram í þættinum Hausverk um helgar sem sýndur er í opinni dagskrá á Sýn. Berglind kemur fram í þætti í Hausverknum sem nefnist Breytt útlit. Umsjónarmaður þáttarins er væntanlegur til Eyja í dag og verður Berglindi fylgt eftir í umbreyt- ingunni en lokahnykkurinn er svo í þættinum sjálfum. Þeir sem koma að breytingum á Berglindi hér em Hressó sem býður í ljós, Hárhúsið sér um hárgreiðslu, Snyrtistofa Ágústu um snyrtingu og Flamingo leggur til fötin. Maja frá Hárhúsinu og Ágústa fylgja svo Berg lindi í lokakaflann sem er í beinni útsendingu á föstudagskvöldið. (FRÉTTIR) Útgefandi: Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Ritstjóri: Ómar Garðarsson. Blaðamenn: Benedikt Gestsson & Sigurgeir Jónsson. Iþróttir: Júhus Ingason. Ábyrgðarmenn: Ómar Garðarsson & Gísli Valtýsson. Prentvinna: Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Aðsetur ritstjórnar: Strandvegi 47II. hæð. Sími: 481-3310. Myndriti: 481-1293. Netfang/rafpóstur: frettir@eyjar.is. Veffang: http//www.eyjar.is/~frettir. FRÉTTIR koma út alla fimmtudaga. Blaðið er selt í áskrift og einnig í lausasölu í Tuminum, Kletti, Veitingaskálnum Friðarhöfn, Tvistinum, Toppnutn, Kránni, Vömval, Herjólfi, Flughafnarversluninni. Tanganum, Söluskálanum Friðarhöfn. FRÉTTIR ern prentaðar í 2000 eintökum.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.