Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 27.01.2000, Blaðsíða 9

Fréttir - Eyjafréttir - 27.01.2000, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 27. janúar 2000 Fréttir 9 s_ Leikmaður IBV í 2. flokki í knattspyrnu: Ákærður fyrir alvarlega líkamsárás -og skaðabætur upp á rúma eina milljón króna vegna atviks í leik í innanhússknattspyrnu þar sem leikmaður í liði andstæðinganna fótbrotnaði eftir samstuð við hann Mál sem nú er rekið fyrir Hér- aðsdómi Reykjaness gegn leik- manni IBV í knattspyrnu getur átt eftir að hafa afgerandi áhrif á íþróttir almennt eða a.m.k. þar sem snertingar eru fyrir hendi. Tildrög ákærunnar er atvik í leik IBV og HK í Islandsmótinu innanhúss- knattspyrnu í 2. flokki karla fyrir réttu ári þegar leikmaður HK fótbrotnaði eftir samstuð við markvörð IBV. Dómararar leiksins litu svo á að brotið hefði verið á leikmanni HK og vísuðu mark- manninum af leikvelli. Atvikið var kært til ríkissaksóknara sem gaf út ákæru um miðjan desember sl. þar sem leikmaður ÍBV er ákærður um mjög grófa líkamsárás. Einnig krefst leikmaður HK rúmlega einnar milljónar króna skaðabóta. Ákæran Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í síðustu viku og verður fram haldið á næstu mánuðum. Aðilar málsins eru Gunnar Bergur Run- ólfsson markvörður 2. flokks IBV í knattsymu og Villý Þór Olafsson leikmaður HK í sama flokki. I ákæmnni segir að höfða skuli opinbert mál gegn Gunnari Bergi fyrir líkamsárás í knattspymuleik milli HK og ÍBV sem fram fór í íþróttahúsinu í Digranesi í Kópavogi hinn 30. janúar 1999. „Þar sem ákærði, markvörður IBV, hafi hlaupið sex til níu metra út frá markinu að Villý Þór Olafssyni, leikmanni HK sem lék í átt að mark- inu. rennt sér harkalega í fætuma á honum og komið höggi á miðjan hægri sköflung hans, með þeim afleiðingum að fótleggurinn þver- GUNNAR Bergur Runólfsson. brotnaði,“ segir í ákæmnni. Telst þetta varða við 1. mgr. 218. gr. hegningarlaga, sem er ákvæði um meiri háttar Iíkamsárás og er þess krafíst að ákærði verði dæmdur til refsingar. Villý Þór fer auk þess fram á að ákærði greiði sér 1.099.944 krónur í skaðabætur með áskilnaði um að krefjast annarra og hærri bóta komi til varanlegrar örorku og eða miska. Krafan sundurliðast þannig: Beint tekjutap vegna fjarvista frá vinnu kr. 364,944, tekjutap vegna atvinnumissis 200.000 kr., miski kr. 500.000 og lögmannsþóknun 35.000 kr. Snýr að íþróttum almennt Jóhann Pétursson hdl. er verjandi Gunnars Bergs í þessu sögulega máli sem hlýtur að snúa að íþróttum al- mennt miklu frekar en þessu atviki. Jóhann segir í viðtali við Fréttir að tildrög atviksins hafí verið þau að Villý Þór komst inn fyrir vöm IBV á vinstri kantinum en samkvæmt regl- um í innanhússknattspymu er leyfilegt að skjóta hvar sem er á markið. Þegar hann er kominn inn fyrir vamarmenn IBV spilar hann inn að miðju. „Þá hleypur Gunnar Bergur út á móti Villý Þór sem þá var fímm til sex metra frá markinu. Um leið hoppar Gunnar Bergur upp og reynir að loka á Villý Þór og ná til boltans. Telur Gunnar Berg að hann hafí náð að koma við boltann. Þegar þeir rekast saman stóð Villý Þór á mjög stömu gólfinu en báðir em á ferð og báðir liggja á gólfinu á eftir,“ segir Jóhann. Dómararar litu á þetta sem gróft brot af hálfu Gunnars Bergs, fékk hann rauða spjaldið og var vikið af leikvelli. „Bjami Jóhannsson, þá þjálfari mfl. karla hjá ÍBV og Kristinn Jónsson þjálfari 2. llokks og Þorvaldur Heiðarsson IBV sögðu eftir leikinn að þeir hefðu oft séð lík brot í innan- hússknattspymu og Gunnar hafí átt alla möguleika á að ná til boltans." Jóhann segir það athyglisvert að dómarar leiksins komi báðir úr HK og hafi skýrsla þeirra til KSI verið heldur ófögur. „Það er athyglisvert að það er HK sem kærir en ekki leikmaðurinn. Annað sem líka vekur athygli er að aðeins er búið að taka lögregluskýrslur af þeim sem tengjast málinu af hálfu ÍB V. Aðrir hafa ekki verið teknir fyrir, ekki einu sinni dómaramir." Jóhann segir ómögulegt að segja til um hver niðurstaðan verði í málinu en honum finnst ákæran byggð á veikum grunni. „Það er augljóst að atvikið gerist í tengslum við leikinn. Gunnar Bergur fer út á móti andstæðingnum til að veija markið og ná boltanum en það verður óhapp og andstæðingurinn fótbrotnar." Að lokum greindi Jóhann frá því að Gunnar Bergur sé fómarlamb svipaðs atviks sem var í utanhússboltanum í haust. „I september lendir Gunnar Bergur í svipaðri tæklingu en þá er það hann sem slasast. Er hann með slitin krossbönd sem er ekki betra en að fótbrotna. Sá sem lenti á móti honum fékk gult spjald. Auðvitað ætla menn ekki að meiða einn eða neinn þó tekist sé á í knattspymu og atvikið í Kópavogi er að mínu mati ekki nálægt því að teljast líkamsárás í skilningi almennra hegningarlaga. Ég hef ekki heyrt annað en að þeir sem hafa reynslu og þekkingu á knattspymu séu undrandi á þessari kæru,“ segir Jóhann að lokum. Ætlaði mér aldrei að slasa Villý Þór Gunnar Bergur Runólfsson er fæddur 8. febrúar 1981 og er á engan hátt frábrugðinn öðrum Eyjapeyjuni á hans aldri. Hann byrjaði að æfa fótbolta fímm til sex ára gamall ásamt því að vera í handbolta. Hann valdi fótboltann þar sem hann hefur frá byrjun staðið í marki. Þykir hann efnilegur markmaður og var m.a. kominn í landsliðshóp 18 ára og yngri og á bekkinn hjá mfl. ÍBV sumarið 1998. Allt gekk Gunnari Bergi í haginn í fótboltanum þar til í janúar í fyrra að leikmaður HK fótbrotnar eftir samstuð við hann. Gunnar Bergur hefur síðan lítið leikið fótbolta síðan, er meiddur eftir ekki ósvipað atvik og varð í Kópavogi, er nú ákærður fyrir alvarlega líkamsárás. I samtali við Fréttir segir Gunnar Bergur að það hafi ekki endilega verið hans ákvörðun að fara í markið. „Heimir Hallgrímsson þjálfaði okkur peyjana þegar ég var að byrja og ég held að hann hafi sett mig í markið af þvf að hann gat ekki notað mig í annað," segir Gunnar Bergur. Gunnar segist yfirleitt hafa spilað með tveimur aldursflokkum, sínum eigin og svo flokknum fyrir ofan. „Ég náði svo langt að komast á bekkinn hjá meistaraflokki ÍBV sumarið 1998 þegar Friðrik Friðriksson meiddist. Þetta var á miðju tímabili og fyrir bikarúrslitaleikinn. Þá kom Friðrik inn aftur og eins missti ég af leiknum gegn KR þegar við urðum Islandsmeistarar. Ég telst þó vera einn af Islands- meisturunum þó ég hafí ekki ennþá fengið gullpeninginn,“ segir Gunnar Bergur og hlær. Ekki vill Gunnar Bergur viðurkenna að hann sé grófur leikmaður enda séu markmenn yfirleitt ekki í eldlínunni úti á vellinum þar sem mestu átökin eru. „Maður er ekki alltaf sáttur við dómarana og ég hef fengið gult spjald fyrir að mótmæla dómum. Einu sinni fékk ég rautt spjald en þá fékk ég að leika úti. Það var fyrir peysutog en ekki grófan leik. En ég hef aldrei lent í öðru eins og í leiknum á móti HK og hafí einhver slasast eftir samstuð við mig er það yfirleitt ég sjálfur." Um leikinn gegn HK, sem var í Islandsmótinu í innanhússknattspymu, segir Gunnar Bergur að hann hafi verið frekar harður en ekki grófur. „En það kom ekkert við mig sem mark- mann því átökin voru úti á vellinum." Em markmönnum kennd einhver ákveðin viðbrögð þegar þeir lenda maður á móti manni? „Nei. En maður reynir að fara út á móti sóknar- manninum, loka rammanum eins og kostur er og minnka skotgeirann sem andstæðingurinn fær. í innanhússfót- bolta haga markmenn sér svipað og í handboltanum. Maður lætur sig ekki detta og renna í boltann eins og í útiboltanum heldur hoppar maður og reynir að baða út öllum öngum. I þessum leik var ég nokkrum sinnum búinn að gera það án þess að nokkur meiddist.“ Hvað var það sem gerðist þegar Villý Þór slasast? „Hann rekur boltann á móti mér og ég fer á móti honum og næ að fara í boltann. Villý Þór fer ekki upp úr tæklingunni og virðist standa í löppina þegar við lendum saman. Við liggjum báðir á eftir en boltinn fór til baka inn á völlinn. Ég fer upp um leið, og segi „yes“ og er með því að fagna að mér tókst að koma í veg fyrir að Villý Þór næði að skora. En að ég hafi með þessu verið að sýna að ég væri að fagna því að hafa meitt Villý Þór er fáránlegt og ég hafði ekki hugmynd um að hann væri slasaður. Það næsta sem gerist er að dómarinn flautar og ég fæ rauða spjaldið." Það var ekld fyrr en eftir leikinn að Gunnar Bergur kemst að því að Villý Þór er meiddur. „Þegar við vorum að fara sá ég hvar hann lá á börum og fór til hans og baðst afsökunar. Hann sinnti því ekki og hreytti í mig ónotum. Ég vissi ekki að hann var fótbrotinn fyrr en daginn eftir. Þá var sagt frá því í DV og að til stæði að kæra mig fýrir líkamsárás.“ Hvemig varð þér við? „Auðvitað brá mér en ég hélt að þetta yrði ekki neitt mál. Ég heyrði svo ekkert meira af þessu fyrr en ég fékk ákæruna fyrir um hálfum máiiuði." Gunnar Bergur segir að félagar sínir hafi staðið við bakið á sér og finnist málið rugl frá upphafi. En hvað með ÍBV? „Kristinn (Jónsson) þjálfari sagði við mig eftir leikinn að svona gæti alltaf gerst í fótbolta og allir sem ég tala við em líka mjög hissa á þessu máli öllu saman. Jóhannes Ólafsson, þáverandi formaður knattspyrnudeildar ÍBV, sagði mér að tala við Jóhann Péturs- son lögfræðing sem ég gerði. Eftir að ég slasaðist í september hefur enginn hjá ÍBV talað við mig,“ sagði Gunnar Bergur og vitnar til þess þegar hann sleit krossbönd í leik á móti Val í 2. flokki. Hvemig atvikaðist það? „Það var á margan hátt ekki ósvipað því sem gerðist í HK-leiknum nema að við vomm að spila úti. Ég fer út á móti leikmanni sem tæklaði mig og við það slitnuðu krossbönd. Ég var skorinn í nóvember og er aðeins farinn að hlaupa og lyfta en ég má ekki fara að sparka bolta fyrr en í apríl. Ég held að aðgerðin hafi heppnast ágætlega en það tekur sex til átta mánuði að ná sér eftir slit á krossböndum.“ Gunnar Bergur var dæmdur í fimm leikja bann af KSI en Valsmaðurinn sem sleit á honum krossböndin slapp með gult spjald. „Ég held að skýrsla dómaranna, sem báðir eru í HK hafi ekki verið hagstæð fyrir mig. Enþað er líka eins og forráðamenn IBV forðist mig. Eftir HK leikinn hef ég fengið að spila tvo 2. flokks leiki og í leiknum sem ég slasaðist í fékk ég að koma inn á í tíu mínútur sem varamarkvörður. Þá settu þeir stopp á að ég færi á landsliðsæfingar þrátt fýrir að þjálfarinn hefði ekkert við það að athuga að ég mætti.“ En það hafa greinilega fleiri haft hom í síðu Gunnars Bergs eftir þetta að því er hann segir. í Valsliðinu vom strákar sem em vinir Villý Þórs og vom þeir að hóta Gunnari Bergi í leiknum. „Ég vil samt ekki trúa því að strákurinn hafi gert þetta viljandi né að það hafi verið ætlunin að eyðileggja á mér hnéð. Menn geta ekki ákveðið svolciðis." Eitthvað að lokum? „Ég gerði það ekki viljandi að meiða Villý Þór, ég fór úl til að fara í boltann og ætlaði mér aldrei að slasa hann."

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.