Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 27.01.2000, Blaðsíða 10

Fréttir - Eyjafréttir - 27.01.2000, Blaðsíða 10
10 Fréttir Fimmtudagur 27. janúar 2000 Verða sett sólarlagsákvæði í kjölfar kvótadómsins? -Vinstri grænir kveða sér hljóðs í Vestmannaeyjum- Eru með báða fætur á jörðinni þrátt fyrir gott gengi í skoðanakönnunum Vinstrihreyfingin grænt framboð hélt stjórnmálafund á Lundanum síðastliðið fimmtudagskvöld. Þetta var annar fundurinn í röð funda sem hreyfingin hyggst halda á landsbyggðinni til þess að kynna stefnumál sín og hugmyndir. Er þetta gert í þeirri bjargföstu trú að lifandi stjórnmálaumræða sé nauðsynleg hverju byggðarlagi og til þess að félagar geti mótað stefnu og starf flokksins. Leiðtogar flokksins sem komu til Eyja voru Steingrímur J. Sigfússon formaður, Ögmundur Jónasson formaður þingflokks vinstri grænna, Svanhildur Kaaber varaformaður og framkvæmdastjóri flokksins, auk Þorsteins Ólafssonar frá Selfossi sem var fundarstjóri. Um tuttugu manns mætti á fundinn, sem verður að teljast góð mæting og spunnust nokkuð fjörugar umræður. Fundurinn hófst á því að fulltrúar hreyfingarinnar kynntu hugmynda- fræðina og í framhaldi af því var orðið laust og frjálsar fyrirspumir. Þeir félagar töluðu mikið um að þörf væri nýrrar hugsunar í íslenskum stjóm- málum og menn yrðu að tileinka sér nýtt gildismat á öllum sviðum sam- félagsins, og varanleg gildi umfram skammtímagróðahugsun þá sem tröll- riði samfélaginu nú. Sagði Stein- grímur að nú væri öll umræða um náttúm og umhverfi sett á núll og hefði þar af leiðandi ekkert vægi í vitund núverandi ríkisstjómar. „Við teljum að náttúran og umhverfið séu verðmæti sem ekki megi fóma á altari skammtímasjónarmiða, vegna þess að samtíminn verði að hugsa og skila UM 20 manns sóttu fund Vinstri grænna og eru flestir af vinstri kanti stjórnmálanna. landinu til framtíðarinnar. Stærsta at- riðið í þessari pólitísku hugarfars- breytingu er hins vegar að við séum sjálfum okkur samkvæm en það er einn af megináhersluþáttum okkar.“ Eins og búast mátti við vom sjávar- útvegsmál mjög ofarlega hjá Eyja- mönnum á fundinum og ekki síst nýfallinn dómur í Héraðsdómi Vest- fjarða um 1. og 7. grein fiskveiði- stjómunarlaganna. Var ekki að heyra á fundarmönnum að loka þyrfti sjoppunni íslandi og flytja þjóðina til Kanarí, eins og forsætisráherra orðaði það, þó að breytingar yrðu gerðar á lögunum. Sagði Ögmundur Jónasson að málið væri ekki flókið. „Sam- kvæmt orðum Davíðs er dómurinn katastrófa, en hann gleymdi því að kvótakerfið væri katastrófa og það væri katastrófa í byggðarlögum landsins." Steingrímur sagði að eitt stærsta vandamálið sem núverandi kerfi hefði stuðlað að væri hversu skipum, sem veitt gætu á gmnnslóð, fækkaði á meðan stómm frystitogumm og trill- um fjölgaði. Taldihannaðfjölbreytni fiskveiðiflotans og útgerðar fram til þessa hefði einmitt verið sá kostur þar sem hægt hefði verið að taka áföllum sem greinin hefði iðulega þurft að stríða við gegnum árin, fjölbreytnin væri sú trygging sem nauðsynleg væri til að bregðast við breyttum aðstæðum og tryggja nýsköpun. Bætti Stein- grímur, því einnig við að heyrst hefði að viðbrögð ríkisstjómarinnar við kvótadómnum yrðu þau að sett yrðu einhvers konar sólarlagsákvæði um að lögin yrðu óbreytt til 2002 og síðan yrðu settar nefndir í gang, sem skiluðu litlum eða engum breytingum. Fyrirspum kom úr hópi áheyrenda þar sem óskað var eftir tillögum hreyfingarinnar til nýsköpunar í at- vinnumálum, sérstaklega í eins ein- hæfu samfélagi og Vestmannaeyjar væm. I svari sínu benti Steingrímur meðal annars á að stefna núverandi ríkisstjómar væri gjörsamlega á skjön við alla þróun um atvinnuupp- byggingu hvar sem væri í heiminum. Efaðist hann um að álver og stóriðja væru þær lausnir sem menn horfðu til. „Alver í þessu samhengi er tíma- skekkja og ekki lausn á byggða- vandanum. Framþróunin er í minni fyrirtækjum, hugviti og hátækni, sem hægt er að nýta á öllum sviðum atvinnumála I þessum geira em líka sóknarfæri í fiskiðnaði. Þetta er spuming um að nota höfuðið," sagði Steingrímur. Kom og fram hjá fyrirspyrjanda að vandi byggðarlaganna skrifaðist al- farið á þingmenn, sem settu lögin sem farið væri eftir og það væri þess vegna þeirra að breyta lögunum svo líf- vænlegt væri í landinu og að lausnin á ógöngum sjávarútvegsins og kvóta- kerfisins væri að byggðatengja kvótann. Tóku menn almennt undir þetta sjónarmið og fundi slitið í framhaldi af því. Pólitískt jafnargeð Vinstri grænna í góðu lagi -segir Steingrímur J. Sigfússon formaður flokksins Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, hefur lengi haft afskipti af pólitík. Hann hefur verið þingmaður í sautján ár og lengst af verið þingmaður Alþýðubanda- lagins, þangað til hann var kosinn á þing í síðustu kosningum fyrir Vinstrihreyfinguna grænt framboð. Fréttir báðu formanninn um dálítið spjall um pólitíska landslagið eftir að hreyfingin varð að veruleika í íslenskum stjórnmálum. Ef við lítum aðeins á bakland Vinnstrihreyfingarinnar græns fram- boðs og stöðu hreyfingarinnar í hinu pólitíska landslagi, hvemig metur þú það? „Eg met það fyrst og fremst þannig að öll þessi þróun, frá því að við urðum til fyrir um ári og þangað til núna, hafi verið hreyfingunni í hag. Það sem mælingar og kannanir sýna núna og í kosningunum er jafn og þéttur vaxandi stuðningur við okkur. Þetta er fyrst og fremst til marks um þann jarðveg sem er í þjóðfélaginu fyrir þessar áherslur. Það er róttæk vinstri stefna, krafa um jöfnuð og félagslegt réttlæti, og umhverfismálin. Eg er alveg sannfærður um að þessi skilaboð, sem við erum að fá í gegn- um kannanir og staðfesta það sem við þykjumst finna þegar við förum út á meðal fólks, em einfaldlega til marks um að það er hljómgrunnur fyrir þessi sjónarmið. Fólk er að skynja og átta sig á því að það hefur eignast mál- svara sem er Vinstrihreyfingin grænt framboð. Þá er það náttúrulega að gerast sem á að gilda í stjómmálum að það em málefnin sem em að skipa fólki í flokka. Mér finnst þetta mjög ánægjuleg þróun, ekki bara vegna þess að við gleðjumst yfir okkar árangri, en hún er líka góð fyrir lýðræðið og málefnabundin stjómmál. Eg hef sagt að útkoma vinstri grænna í þing- kosningunum síðastliðið vor hafi verið ákveðið heilbrigðisvottorð fyrir stjóm- málin og lýðræðið í landinu og ég held að þessi mikli stuðningur sem nú er að mælast við okkur sé það einnig." Nú er löng hefð og þróun fyrir grænum framboðum í Evrópu. Era ekki vinstri grænir hér tilkomnir vegna þeirrar upplausnar sem átt hefur sér stað á vinstri væng stjómmálanna, með falli Sovétríkjanna, Berlínar- múrsins og hugmyndafræði grænna gripin sem síðasta haldreipið, eða farast ella? „Nei. Við eram ófeimin við að gangast við því að við höfum vinstri- áherslur og eram flokkur sem gerir róttækar kröfur um jöfnuð, félagslegt réttlæti og öflugt velferðarkerfi. En við eram ekki flokkur með sérstakar rætur í einhveiju sem hrandi austan við jámtjald fyrir einhveijum tíu áram. Við eram nýr flokkur á nýjum granni, sem byggir á þeim tveimur megin- stoðum, róttækri jafnaðarstefnu og umhverfismálum. Eg held og að þetta sé frekar til marks um hluti sem við sjáum sumstaðar í nálægum lödum. Þegar hinir svokölluðu krataflokkar eða sósíaldemókrataflokkar hafa fært sig inn á miðjuna og sú þróun var áberandi hér á umliðnum áram, þá hefur skapast rými fyrir stækkandi vinstriflokka, vinstra megin við þá. I þessu sambandi vora síðustu sænsku þingkosningamar mjög athyglisverð- ar. Person hefur keyrt kratana þar inn á miðjuna til hægri og hvað gerist. Vinstri flokkurinn tvöfaldar fylgi sitt og fær tólf prósent og græningjamir fá sex prósent í viðbót og það er dálítið skemmtilegt miðað við þá stöðu sem Vinstrihreyfingin grænt framboð hefur á Islandi í dag, samanber skoðana- kannanir, að átján til tuttugu og eitt prósent þeirra sem gefa upp stuðning við flokkinn er svipuð tala og liggur í raun til vinstri við sænsku kratana núna á grandvelli þróunarinnar sem hefur orðið þar. Það era þau átján prósent sem vinstri flokkurinn og græni flokkurinn hafa til samans. Vissulega era stjómmál hvers lands alltaf ákveðnum sérmerkjum háð og við eram að tala um íslensk stjómmál og íslenskar aðstæður. Við skulum ekki gleyma að hér er löng hefð fyrir því að nálægt tuttugu prósent kjósenda kjósi flokka á vinstri kantinum og það er alveg ævintýralegt þegar maður skoðar það hversu þessi hlutföll hafa verið tiltölulega stöðug. Um og yfir íjöratíu prósent kjósenda kjósa

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.