Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 27.01.2000, Blaðsíða 11

Fréttir - Eyjafréttir - 27.01.2000, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 27. janúar 2000 Fréttir 11 ÖGMUNDUR Jónasson, Svanhildur Kaaber og Steingrímur J. Sigfússon. hægriflokk/Sjálfstæðisflokk. tuttugu prósent flokk á vinstri kantinum, þar á milli er svo meiri sveifla í íylgi milli flokka. Er það ekki dálítið kunnuglegt sem er að mælast í könnunum undanfama mánuði? Ég held að þar af leiðandi séu alveg efnislegar og pólitískar forsendur fyrir því sem er að gerast í þessum málum núna.“ Skýr málefnaleg sérstaða I þessu ljósi er þá Samfylkingin sú loftbóla sem sprakk, en ekki vinstri grænir sem kenndir voru við loftbólu fyrir kosningamar? „Ég sagði það strax að við væmm allt annað fyrirbæri en klofnings- flokkar inn á milli flokka sem hafa verið hér á undanfömum ámm og áratugum. Við vomm flokkur frá byrjun með skýra málefnalega sér- stöðu og á tilteknum stað í hinu pólitíska litrófi til vinstri. Það gegndi allt öðm máli með flísar út úr Alþýðuflokknum, eins og Bandalagi jafnaðarmanna og þess vegna Þjóðvaka, sem höfðu enga skýra málefnalega sérstöðu og hurfu þess vegna fljótt af sjónarsviðinu. Ég var því aldrei í neinum vafa um að þama var að koma fram flokkur til frambúðar í íslenskum stjómmálum. Staða Samfylkingarinnar er meira spumingamerki. Ég held einmitt að það sé kannski áhugaverðast núna sem er að gerast á miðju íslenskra stjóm- mála og til hægri við miðjuna. Það er staða Framsóknarflokksins og Sam- fylkingarinnar, en báðir þessir flokkar eiga í miklum erfiðleikum, eins og almennt er viðurkennt í umræðunni á sama tíma og flokkamir á köntunum standa sterkt. Það em því hægri miðjuflokkamir sem eiga í erfið- leikum og spuming um hvemig þeim vegnar á næstu misserum. Auðvitað er það þannig að maður á ekki að missa fætuma frá jörðinni, þó að vel gangi í nokkrum skoðanakönnunum. Það geri ég ekki. Við emm alveg niðri á jörðinni og látum þessa velgengni ekkert tmfla okkur, eða slá okkur út af laginu, frekar en við gáfumst upp á meðan við vomm tæpast farin að mælast fyrir um ári. Ég segi samt að ég tel að það séu innistæður fyrir þessu og að jarðvegur fyrir þessi sjónarmið sé fyrir hendi sem nemur stuðningi upp á 15 til 25 prósent í íslenskum stjómmálum. Það er enginn vafi um það í mínum huga.“ Þú sérð ekki aukningu umfram það? „Ég vil eins og ég segi halda mig niðri á jörðinni og tel þetta ærinn árangur, í raun og vem ævintýri líkast, þegar ég lít til baka og minni sjálfan mig á það að enn vantar nokkrar vikur upp á það að Vinstrihreyflngin grænt framboð sé orðin árs gömul, sem stjómmálaflokkur. Mínar björtustu vonir hafa því ræst varðandi framboð þessarar hreyfingar og vil því ekki vera með neina spádóma eða vænt- ingar um meira, enda held ég að flokkur sem nær að landa í alþing- iskosningum styrk af þessu tagi og þó eitthvað minna væri, sé afl sem heftir áhrif og menn þurfa að taka tillit til. Þannig er tilganginum náð í þeim skilningi að komið er stjómmálaafl sem hefur orðið burði til þess að hafa áhrif á samfélagsþróunina og skipta máli. Ég bið í sjálfti sér ekki um meira í bili.“ Kvótadómurinn Kvótadómurinn og sjávarútvegsmál vom ofarlega í fundarmönnum hér áðan. Þið talið mikið um sjálfbæra þróun og vistvæna atvinnuhætti. Kvótakerfið, eins og það er núna, fellur það að einhveiju leyti undir þessi hugtök? „Við getum sagt að grundvallar- hugsunin að baki kvótakerfmu, að takmarka sóknina í flskstofnanna og tryggja að þeir séu ekki ofnýttir, falli undir þau hugtök. Og hvað sem hver segir um íslenska fiskveiðistjóm- unarkerfið þá er sá grundvöllur þess réttur að tryggja hófsamlega nýtingu. Svo geta menn deilt um hvort það takist nógu og hvort kerfið sé gott og hafi í för með sér að of miklu sé hent og svo framvegis. Það em fram- kvæmdaatriði, en gmndvöllurinn er réttur að þessu leyti. Hins vegar er mjög margt annað sem ekki er gott við kerfið og ekki sjálfbært. Það þarf að færa inn í það þá hugsun til dæmis, að nýta fiskimiðin með sem hagkvæm- ustum hætti frá sjónarhóli um- hverfisins. Til dæmis innleiða orku- spamað sem breytu og stefhumörkun sem skiptir máli, og aðra slíka hlutí, en þar er margt að vinna. Það er hvorki rétt að segja að kvótakerfi eða afla- markskerfi séu alvond, en þaðan af síður algóð eða fullkomin. Fyrst og fremst þarf að innleiða þessa hugsun og koma henni til framkvæmda í þessari atvinnugrein eins og öðmm.“ Menning-dúllerí fyrir húsmæður Það var minnst á menningarmál í íramsögu ykkar héma áðan. Einhvem veginn fannst mér að menning ætti bara að vera eitthvert dúllerí fyrir húsmæður. Aðeins um menningar- mál, sérstaklega í ljósi umræðunnar um menningarhús á landsbyggðinni. „Menning er að sjálfsögðu svo margt og svo fjölbreytt. Bæði Kfsstfll og atvinnuhættir. Búseta okkar hér er menning í sjálfu sér og margt henni tengt getur spilað vel saman við ferða- þjónustuna, bæði sem afþreying og líka hugsanlega sem framleiðsla. Ég held að við ættum að hafa það að leiðarljósi í þessu að ýta undir ijölbreytni og styðja við listsköpun og menningu, handverksiðnað í öllum sínum fjölbreytileika og myndum. Við höfum kannski verið of feimin að halda fram okkar þjóðlegu hlutum á þessu sviði og ekki uppgötvað verð- mætin sem geta verið fólgin í okkar gömlu atvinnu og búsetuháttum. Þar getur byggðarlag eins og Vest- mannaeyjar haft mjög mikið að gefa. Hér er auðvitað mjög merk at- vinnumenning og hlutir sem ekki yr að finna annars staðar í landinu. Ég segi oft að enginn veit hvað átt hefur íyrr en misst hefur. Ætli þjóðin myndi ekki telja sig nokkru fátækari ef byggð legðist af í Grímsey og þar með glataðist sú söguþekking, verkmenn- ing og arfleifð sem þar er þrátt fyrir allt varðveitt, svo að ekki sé nú talað um stærri byggð eins og í Vest- mannaeyjum. Varðandi menningar- hús, þá segi ég að þar sem þarf húsnæði undir menningarstarfsemi er gott að byggja það, en við vörum mjög við þeirri hugsun að menningin sé fyrst og fremst hús eða steinsteypa. Menningin er sú listsköpun þar sem fer fram sú menningarstarfsemi og iðja í víðasta skilningi. Menning er í eðli sínu staðbundin. Klaes Anderson, menningarmálaráðherra Finna, sagði mjög merkilega setningu á ráðstefnu sem ég var á með honum fyrir nokkrum árum. „Öll menning er staðbundin, í gmnninn og rótina er öll menning staðbundin." Ég held að þetta sé alveg rétt. Hún sprettur upp þar og á einhvers staðar heima í grunninum, þannig að menning er ekki í gmnninn hús, heldur það sem fer fram í húsinu. Þess vegna á hús að vera afleiðing eða þörf sem menn uppfylla ef húsnæði vantar, en ekki einhver fmmforsenda. Að mínu mati byggja menn ekki fyrst hús og svo finnum við upp menningu til þess að hafa í húsinu. Þetta á að vera alveg öfugt.“ Galin leið til að gæta friðar Aðeins um utanríkismál. Þið viljið að herinn á Miðnesheiðinni fari. Hvemig hengir þú brottför hersins og utan- ríkisstefou ykkar á vistvænan snaga ef svo má að orði komast? „Það er sko ekki vandi, því það er fátt sem felur í sér meiri sóun og hefúr valdið meiri umhverfisspjöllum heldur en einmitt hemaðarbröltið. Það þekkjum við Islendingar vel og sér- staklega þeir sem búið hafa í námunda við hemaðarumsvif hersins hér á landi. Ef við lítum á umhverfishlið þeirra mála, þá mælir flest með því að draga úr þeirri sóun sem fólgin er í vígbúnaðarkapphlaupi og hemaði. Það er hins vegar okkar utanríkis- og friðarmálastefna að vera andvíg því að hafa erlendan her í landinu. Við viljum leysa upp hemaðarbandalög og gætaöryggisinsáöðmmgranni. Við viljum efla þar lykilstofnanir eins og Sameinuðu þjóðimar og stofnunina um samvinnu og öryggi í Evrópu, en ekki byggja á hemaðarbandalaga- hugsuninni og fælingarkenningum. En er það nú svo að NATO hefur það sem sína stefnu og áskilur sér rétt til að beita kjamorkuvopnum. Ég hef nú stundum sagt að bandalag sem byggir á slíkum granni mun ég aldrei geta sætt mig við. Mér fmnst það svo galið kerfi að til þess að gæta friðar og öryggis í heiminum þurfi að hóta gereyðingu alls mannskyns. Af því ég var nú á fundi hjá Varðbergi, félagi um vestræna samvinnu, sem þótti nú sögulegur atburður að herstöðvaand- stæðingurinn ég skyldi vera þar meðal ræðumanna, en varð enda af mikill húsfýllir. Þá tók ég það dæmi að þetta með kjamorkuvopnin og að hóta gereyðingu fyndist mér svipað og við létum umferðarlögguna stjóma um- ferðinni með handsprengjum; hún myndi til dæmis henda handsprengum á þá sem ækju yfir á rauðu ljósi. Þetta er álíka galin lausn í sjálfu sér að reyna að gæta friðar og öryggis með því að hóta gereyðingu mannkynsins. Frá þessum ljóta veraleika verðum við að reyna að komast í burtu og láta það eftir okkur að dreyma fallegri drauma um betra kerfi. Það kerfi ætti að vera þar sem umfangsmikil afvopnun hefði átt sér stað og allar þjóðir hefðu dregið sína eigin heri og vamarvígbúnað inn fyrir sín landamæri, að hvergi sé erlend herstöð í heiminum og að stofnunin sem gætir öryggis milli ríkja sé alþjóðleg og hefði eigin sveitum á að skipa, eins og Sam- einuðu þjóðimar. Þá held ég að eitthvert vit gæti komist í þetta og við farið að horfa fram til friðsamlegri veraldar í heild sinni, en ekki þess skelfilega ástands sem við eram að upplifa víða um heiminn núna með tveimur stríðum í Evrópu á síðasta ári.“ Ekki miðstýringarflokkur Að lokum, vinstrihreyfingar hafa löngum verið kenndar við miðstýr- ingu. Er Vinstri hreyfingin grænt framboð komin til þess að efla miðstýringu af hálfu ríkisins, eða nýta sér sitt lítið af hvora úr einkageiranum og ríkisgeiranum? Við erum alls ekki miðstýr- ingarflokkur. Þvert á móti myndum við vilja stuðla að valddreifingu, sjálfstjórn og efla forræði manna og ákvörðunarvald heima í héraði. Við eram hins vegar ófeimin við að segja að við viljum öflugt félagslega rekið velferðarkerfi. Að því leyti til eram við að sjálfsögðu róttæk og sam- neysluflokkur. I þessu þurfa ekki að vera fólgnar neinar andsrtæður að rrúhu mati. Við eram ekki að leggja til neinar grundvallarbyltingar á þjóð- félagsgerðinni. Einhvem tíma hefði kannski verið sagt að við væram í raun að tala um blandað hagkerfi, þar sem einkaframtak og félagslegur rekstur era hönd í hönd. I aðalat- riðum teljum við að verkaskiptingin ætti kannski að vera þannig að hið opinbera beri ábyrgð á og reki vel- ferðarþjónustuna og grandvallar- stofnanir á sviði menntunar og heilsugæslu, en að í atvinnulífinu sé meira byggt á einkarekstri og íyrirtækjum. Ég tel nú fýrst og fremst að við viljum nálgast þessa hluti á praktískum og raunsæjum nótum úl frá þeim verkefnum sem í hlut eiga og hversu eðlis þau eru. I hinni miklu umræðu um einkavæðingu þar sem við höfum gagnrýnt mjög harkalega ýmsa þætti hennar, þá höfum við ekki lagst gegn einkavæðingu að öllu leyti ef í hlut eiga til dæmis venjuleg atvinnufyrirtæki sem ekki er lengur ástæða til þess að ríkið sé að reka. En við eram til dæmis mjög andvíg einkavæðingu í velferðarþjónustunni, af því að það rekst á við pólitísk markmið okkar og grandvallarhug- sjónir að þetta eigi að vera félagslega rekið kerfi til að jafna aðstæður manna í þjóðfélaginun. Þess vegna held ég að sumu leyti að þessir gömlu mælikvarðar séu að verða svolítið úreltir þegar við eram að tala um skilgreiningu á stjómmálum líðandi stundar. Það era að ýmsu leyti breyttar aðtæður. Það er komin ný tækni til sögunnar, nýjar víddir inn í umræðuna eins og umhverfismálin, þannig að ég held að menn geri réttast í því að skoða fyrst og fremst fyrir hvað menn standa en flokka ekki menn eftir gamaldags mælikvörðum. Það væri svipað því og að mæla verðgildi hlutanna í dag með ríkisdölum, eða lengdir í álnum, sem fáir myndu skilja hygg ég. Eigum við ekki að láta menn dæma þetta út frá þeim málefnum sem flokkamir bera fram í dag. Við höfum lagt okkur fram um að tala skýrt og vera með afdráttarlausar og skýrar áherslur í stærstu grundvallarmálum og höfum fengið hrós frekar en hitt fyrir það. Þannig leggjum við okkar af mörkum til þess að í stjómmálum geti verið skýrar línur.“ Er pólitískt jafnaðargeð Vinstri- hreyfingarinnar græns framboðs í góðu lagi? , Já. Þetta hefur verið samheldin og dugleg sveit og ákaflega gaman. Ég man nú tímana tvenna í stjórnmálum og hef setið á þingi hátt í sautján ár og verið meira og minna virkur í stjóm- málum. Það hafa komið þeir tímar að leiðinlegt hefur verið og niðurdrepandi að baksa í þessu, en þetta síðasta ár hefur verið ævintýri líkast og einhvem veginn hef ég góða tilfinningu fyrir því að gaman eigi eftir að verða við uppbyggingu þessarar hreyfingar." Benedikt Gestsson

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.