Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 27.01.2000, Blaðsíða 8

Fréttir - Eyjafréttir - 27.01.2000, Blaðsíða 8
8 Fréttir Fimmtudagur 27. janúar 2000 Flugstöðin formlega tekin formlega í notkun eftir endurbætur: Liður í gagngerum endurbótum á Vestmannaeyjaflugvelli Á fóstudaginn var flugstöðin opnuð með formlegum hætti eftir gagn- gerar endurbætur í sumar. Um leið var afhjúpað listaverkið Steinflaug eftir Örn Þorsteinsson og stendur það í miðjum sal brottfararfarþega. Margt gesta var við vígsluna, m.a. samgönguráðherra, þingmenn kjör- dæmisins, verktakar, starfsmenn þeirra og starfsmenn Flugmálastjómar og flugvallarins. Það kom í hlut Sturlu Böðvarssonar, samgönguráðhena, að vígja flugstöðina, Þorgeir Þorgeirsson, flugmálastjóri, flutti ávarp, prestar Landakirkju, Kristján Björnsson og Bára Friðriksdóttir, blessuðu húsnæð- ið og alla starfsemi á flugvellinum, Guðjón Hjörleifsson bæjarstjóri og Árni Johnsen þingmaður fluttu ávörp og Litlu lærisveinamir fluttu nokkur lög. Það kom fram hjá samgönguráð- herra og flugmálastjóra að þama er um merkan áfanga að ræða í sam- göngumálum Vestmannaeyja því eftir breytinguna er stórbætt og rúmbetri aðstaða fyrir bæði starfsfólk í flugstöðinni og farþega sem þar fara um. Þá kom fram að um 90 þúsund farþegar fóm um Vestmannaeyja- flugvöll á árinu 1999 sem er mesti fjöldi í 54 ára sögu flugvallarins. Er hann þriðji stærsti flugvöllurinn í innanlandsfluginu á eftir Akureyrar- flugvelli og Egilstaðaflugvelli. Byggingaframkvæmdir á flugstöð- inni em einn af mörgum liðum og umfangsmiklum sem gerðar verða á Vestmannaeyjaflugvelli samkvæmt flugmálaáætlun. Flugstöðin var stækkuð um 221 fm og stækkar við það úr 589 fm í 810 fm. „Samhliða nýframkvæmdunum var ráðist í bráðnauðsynlegar og löngu tímabærar breytingar á eldri hluta stöðvarinnar sem tekin var í notkun fyrir 20 ámm. Um var að ræða endurnýjun jafnt á ytra byrði stöðvarinnar sem öllum innréttingum hennar," segir í frétt frá Flugmálastjóm. Heildarkostnaður við framkvæmd- irnar er liðlega 80 milljónir króna. Unnið var hratt við undirbúning framkvæmdanna og framkvæmdimar sjálfar. Heimild til forhönnunar var gefin í apríl 1998 en eiginleg hönnun hófst þremur mánuðum síðar. Hafist var handa við framkvæmdir 8. janúar á síðasta ári og stóðu þær yfir í tæplega tíu mánuði. Þrátt fyrir mikið rask í flugstöðinni varð lítil sem engin röskun á þjónustu við farþega. Hönnunarfyrirtæki og iðnaðarmenn gegndu lykilhlutverki við verkið. Verktakafyrirtækið Steini og Olli hf. var aðalverktaki samkvæmt samningi við Flugmálastjóm. Undirverktakar vom Raftækjavinnustofan Geisli sem annaðist raflögn, Eyjablikk sá um loft- ræstingu og blikksmíði, Kristmann Kristmannsson um múrverk, Þor- steinn Finnbogason um pípulagnir, Olafur Tryggvason um málningar- vinnu og Þorvarður Þorvaldsson annaðist dúkalögn. Þrjú íyrirtæki sá um hönnun. Bjami Snæbjömsson hjá Teiknistofunni ehf. Ármúla var arkitekt en Eyjafyrirtækin Rafteikning hf. og Teiknistofa Páls Zóphóníassonar hönnuðu raflagnir og lagnakerfi og reiknauðu út burðarþol. Teiknistofa Páls hafði ennfremur umsjón og eftirlit með framkvæmdum fyrir Flugmálastjórn en í verk- efnisstjórn hennar vom Jóhann H. Jóhannsson, Jón Baldvin Pálsson og Emil Ágústsson. Endurbætur á flugvelli Breytingar og stækkun flugstöðvar- innar em liður í gagngemm endurbótum á Vestmannaeyjaflugvelli sem hófust á síðasta ári og á að ljúka á árinu 2003. Á þessum fjómm ámm verða gerðar endurbætur á flugvallar- mannvirkjum og flugleiðsögubúnaði sem mun hafa í för með sér aukið flugöryggi fyrir notendur vallarins. Á síðasta ári voru tekin í notkun ný flugbrautarljós á báðum brautum og gefa þau frá sér fimm sinnum meira ljósmagn en gömlu ljósin. Næsta sumar verður lagt nýtt slitlag á báðar brautir og gerðar verða miklar endurbætur á flugtumi og allur bún- aður hans færður til nútímalegra og betra forms. „Árin 2001 og 2002 er loks fyrirhugað að bæta enn frekar ljósabúnað fyrir aðflug og á flug- brautum. Á norður-suðurbraut er gert ráð fyrir aðflugshallaljósum og svokölluðum leifturljósum á flug- brautarendum hennar en á austur- vesturbrautina verða hins vegar sett upp aðflugsljós. Að síðustu verða sett upp ljósaskilti með fjarlægðar- merkingum við báðar flugbrautir og akbrautarljós við flughlað og flug- skýli,“ segir í frétt Flugmálastjómar. FJÖLDI gesta var við vígslu flugstöðvarinnar. Jóhann Guðmunds- son, flugvallarstjóri lengt til hægri. 1 l iBra u •- t^* ÍÍíahSSd' & ■i . Vi.V - vy i8y '•* NfU- Wtyl IWi ■ ■ fi GUÐJÓN bæjarstjóri, Sturla samgönguráðherra og Þorgeir flugmálastjóri afhjúpa listaverkið Steinflaug. Á innfelldu myndinni er listamaðurinn, Örn Þorsteinsson. Atján ára dæmdur í skilorðsbundið fangelsi Fimmtudaginn 9. desember var kveðinn upp dómur í Héraðsdómi Suðurlands, ákæruvaldið gegn átján ára Vestmannaeyingi fyrir líkamsárásir og umferðarlagabrot framin á árunum 1998 og 1999. Sakargiftir vom í þremur liðum og krafðist ákæmvaldið refsingar en veijandi sýknu í 1. lið ákæmnnar, þar Bubbi Mortens með tónleika Miðvikudaginn 2. febrúar mun Bubbi Morthens halda tónleika í Félagsheimilinu við Heiðarveg. Tónleikarnir eru haldnir að fmm- kvæði Nemendafélags Framhalds- skólans , en eins og minnisgóðir menn muna stóð til að Bubbi liéldi hér tónleika í fyrra á vegum Nem- endafélagsins, en varð ekki af vegna flensu listamannsins. Mun nú eiga að bæta þar um. Þetta eru fyrstu tónleikar Bubba sem hann heldur á því mikla ári 2000 og því má búast við öflugum tónlekum hjá kapp- anum. Dagskráin mun verða byggð upp á klassísku efni úr smiðju Bubba, auk nýrra laga og texta. Fráttatilkynning sem málsatvik tengdust brottvísun af veitingastaðnum Lundanum. en annars vægustu refsingar. Ekki var hægt að meta ákæm fyrsta liðar sem ásetningsverks og því dæmt sem gáleysisverk, sem varðaði við 1. mgr. 219 gr. almennra hegningarlaga. Ákærði játaði 2. og 3. lið ákæm og brot hans færð til refsiákvæða. Ákærði hafði tvisvar áður verið dæmdur fyrir hegningarlagabrot. Fyrst í febrúar 1998 en ákvörðun refsingar frestað skilorðsbundið í tvö ár. I apríl 1999 var hann sakfelldur fyrir brot á almennum hegningar- lögum auk ýmissa ákvæða um- ferðarlaga. Var hann þá dæmdur til að sæta fangelsi í 60 daga, en refsing í]jíDrÞ0P_DB skilorðsbundin til tvegga ára. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að um allmörg líkamsárásarbrot var að ræða, að ákærði var mjög ungur, hafði ekki gerst sekur um afbrot um skeið, auk þess sem nokkur tími hefði liðið frá því að brotin vom framin og hann hafði greitt bætur vegna brots skv. 1. lið ákæm. Með framangreind sjónarmið í huga var ákærði dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi til tveggja ára, auk tuttugu þúsund króna sektar, en 4 daga fangelsi til vara. Ákærði var einnig dæmdur til greiðslu alls sakarkostnaðar. Fullnustu refsingar- inar var því frestað og hún látin niður falla að tveimur ámm liðnum haldi ákærði almennt skilorð. Jón Finn- bjömsson kvað upp dóminn. FLUGFELAG ISLANDS Gerum öllum fært að fljúga Uppl. og pantanir, 481 3300

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.