Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 03.02.2000, Page 1

Fréttir - Eyjafréttir - 03.02.2000, Page 1
27. árgangur • Vestmannaeyjum 3. febrúar 2000 • 5. tölublað • Verðkr. 140,- • Sími:481 3310 • Fax:481 1293 UNDIR venjulegum kringustæðum er þessi skúr lítið augnayndi en í snjónum skapast skemmtilegar andstæður sem Guðmundur Ásmundsson, Ijósmyndari Frétta, festi á filmu fyrir skömmu. Snjór hefur legið yfir í Vestmannaeyjum með litlum hléum síðan í nóvember. Er það svipað og undanfarna vetur og ef að líkum lætur verður hann að koma og fara a.m.k. fram í mars. Snjólausar Vestmannaeyjar virðast því heyra sögunni til, vera orðin einhvers konar goðsögn sem gott er að ylja sér við. Gangaskýrslan hjá ráðherra Úttektarskýrsla Vegagerðarinnar um hugsanlega möguleika ganga- gerðar milli lands og Eyja hefur nú verið afhent samgönguráðherra til kynningar. I skýrslunni munu vera dregin saman gögn um kostnað af slfkri jarð- gangagerð og margur fróðleikur um jarðsögu kringum eyjar og þó víðar væri leitað. Ekki vildu heimildar- menn tjá sig að öðru leyti um efni skýrslunnar, þar sem eðlilegt væri að ráðherra fengi að kynna sér efni hennar áður. Ekki náðist í ráðherra en Jakob Falur Garðarsson aðstoðarmaður hans sagði að skýrslan yrði kynnt í ríkisstjóm 15. febrúar nk. og í framhaldi af því yrði blaðamannafundur þar sem efni skýrslunnar yrði kynnt. Víntegundum fækkar um helming hjá ÁTVR Á næstunni mun vörutegundum í flestum útsölum ÁTVR fækka verulega. Sveinn Tómasson, ríkisstjóri í Vestmannaeyjum, segist ósáttur við þetta. Hér hafi verið tæplega 600 vörutegundir í útsölunni en nú fækki þeim um 300, niður í 280. „Ég hefði í sjálfu sér ekki verið ósáttur við fækkun upp á 150 en finnst þetta heldur mikið,“ segir Sveinn. „Þó kemur þama á móti að við verðum með 50 - 60 tegundir, svokallaðar reynslutegundir, í sölu hveiju sinni.“ Helsta ástæðan fyrir þessum sam- drætti er sögð vera að lækka birgða- kostnað en Sveinn gefur lítið út á þá skýringu. „Ég hélt að þetta skilaði nú það miklu í ríkiskassann að ekki væri bein þörf á að horfa í birgðahaldið." Víðir lækniráförum Víðir Óskarsson, yfirlæknir Heilsugæslu HIV er á förum frá stofnuninni. Hann hefur verið ráðinn á Heilsu- gæslustöð Selfoss frá og með 1. júní nk. „Ástæðan fyrir því að við erurn á förum er fyrst og fremst persónuleg,“ sagði Víðir. „Við munum sakna margs úr Eyjum en á móti kemur minna vinnuálag á Selfossi og teng- ing við stóru sjúkrahúsin í Reykjavík sem léttir starfið." Fjármálastjórnin hefur beðið skipbrot -segir Ragnar Óskarsson um bréf eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga - Áminning um að við búum í sveiflukenndu þjóðfélagi segir bæjarstjóri Vestmannaeyjabæ hefur borist bréf frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga. I bréfinu segir að nefndin hafi athugað reikningsskil sveitarfélagsins fyrir árið 1998, ásamt árunum 1996 og 1997. Af þeim skilum sé Ijóst að fjárhags- staða sveitarfélagsins sé alvarleg og virðist fjármál þess stefna í verulegt óefni. Sérstaklega er bent á slæma skulda- stöðu sveitarfélagsins en skuldir á íbúa árið 1998 voru 193 þúsund og peningaleg staða neikvæð um 164 þúsund kr. á íbúa. Athugun nefndar- innar á fjármálum sveitarfélagsins bendir m.a. til þess að miðað við framlegð áranna 1996 til 1998 muni sveitarfélagið verða áratugi að greiða niður skuldir sínar, að öðru óbreyttu. Er þá miðað við að helmingur framlegðar ár hvert fari til greiðslu afborgana og vaxta. Með tilvísun til sveitarstjómarlaga óskar eftirlitsnefndin þess að henni verði gerð grein fyrir því, innan tveggja mánaða, hvernig þróunin hefur orðið t' fjármálum bæjarins á árinu 1999 og hvemig sveitarstjómin hyggst bregðast við fjárhagsvandan- um, m.a. við gerð íjárhagsáætlunar fyrir árið 2000 og þriggja ára áætlunar Ragnar Óskarsson (V) segir bréfið stórtíðindi og um leið áfellisdóm á fjármálastjóm sjálfstæðismanna í bæjarstjóm. „Við höfum varað við slæmri stöðu bæjarins og óskað eftir breyttri stefnu í fjármálum og atvinnu- málum. Þetta em slæm tíðindi og ef ekki verður gripið til róttækra aðgerða strax fer Vestmannaeyjabær í gjör- gæslu félagsmálaráðuneytisins. Þama hefur fjármálastjóm sjálfstæðismanna beðið algjört skipbrot," sagði Ragnar. Guðjón Hjörleifsson, bæjarstjóri, segir þetta bréf áminningu um að við búum í sveiflukenndu þjóðfélagi. „Skattgreiðendum hefur fækkað hér og við vitum að árið 1999 verður erfitt > uppgjöri. Tekjumar minnkuðu um 80 - 90 milljónir og þær geta sveiflast um 15% milli ára, miðað við aflabrögð, eða mun meira en annars staðar. í fjárhagsáætlun er búið að skera niður eins og unnt er og eina mögulega viðbótin er skert þjónusta. Ef fara á að lögum t.d. um einsetningu gmnnskóla og fráveituframkvæmdir, er ljóst að skuldaaukning verður hjá flestum sveitarfélögum.“ Guðjón segir að 19 sveitarfélög hafi fengið slík bréf og ágætt sé að eftirlit sé með þessu. „Við emm ekki á neinum hættu- mörkum en rétt að íhuga stöðuna." FYRSTA barn ársins 2000 og að mati lukkulegra foreldra, Þórunnar Gísladóttur og Guðmundar Hugins Guðmundssonar, fyrsta barn aldarinnar í Vestmannaeyjum fæddist 25. janúar síðastliðinn. Þau eignuðust sveinbarn sem vó 13 merkur og var 53 cm að lengd. Aðspurð sögðu þau að þegar lögð voru drög að sveini þessum hafi ekki verið stefnt að því að þau eignuðust fyrsta barn árþúsundsins, né aldarinnar. „Þetta var algjör tilviljun og ekkert verið að keppa við að eignast fyrsta Vestmannaeyinginn á öldinni" sagði Guðmundur Huginn og hló. „Enda langt liðið á Þorrann núna og fyrr má nú þá vera ónákvæmnin." Þórunn sagði að fæðingin hefði gengið vel og að þau litu björtum augum til uppeldis sveinsins. „Hann er þriðja barnið sem við eignumst, en fyrir eigum við dótturina Arnþrúði Dís 6 ára og Guðmund Inga Guðmundsson 19 ára.“ Fréttir óska foreldrunum og fjölskyldunni að sjálfsögðu til hamingju með sveininn og farsældar á nýrri öld og árþúsundi. Vetraráætlun Fra Eyjum Frá Þorlákshöfn Alla daga n/sun. Kl. 08.15 Kl. 12.00 Sunnudaga Kl. 14.00 Kl. 18.00 Aukaferð föstud. Kl. 15.30 Kl. 19.00* ' Fellur niður frá 18. des.1999 - 16. mars 2000 Sími 481 2800 Fax 481 2991

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.