Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 03.02.2000, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 03.02.2000, Blaðsíða 2
2 Fréttir Fimmtudagur 3. febrúar 2000 Minni markaður fyrir frysta loðnu í Japan: Betri horfur í loðnuhrognum frettir lfirðíð Ijósín Lögregla vill beina þeim tilmælum til foreldra, forráðamánna og ann- arra sem eru á ferð með börn, að reyna eins og frekast er unnt að fara með börn yfir akbraut á gangbraut og þannig venja þau við að nota gangbrautir. Þá vill lögregla enn- fremur benda fólki á að fara ekki yfír götu við umferðarljós móti rauðu Ijósi og sérstaklega ekki þegar börn eni með í för. Böm fara yfirleitt eftir því sem fullorðnir gera og því er það slæm uppeldisaðferð að láta böm verða vitni að því að gengið sé móti rauðu ljósi. Stúturnúmer6 Enn var ökumaður tekinn, gmnaður um ölvun við akstur. Er hann sá sjötti sem tekinn er á einum mánuði. Til samanburðai' má nefna að árið 1999 var einn ökumaður tekinn vegna ölvunar við akstur í janúar og sömuleiðis einn í janúar 1998. Er þetta slæni þróun. Níu ökumenn voru kærðir vegna vanrækslu á að færa ökutæki til skoðunar og fnnm sem lagt höfðu ólöglega. í griótið uegna öluunarogóspekta í síðustu viku voru færslur í dagbók lögreglu 155 og er það heldur meira en í vikunni þar áður. Frá föstu- dagskvöldi fram til sunnudags- morguns voru 33 færslur sem er nálægt meðaltali. Einn fékk gist- ingu í fangageymslu um helgina vegna ölvunar og óspekta á al- mannafæri. Fékksnurpuhringí httfuðið Eitt vinnuslys var tilkynnt lögreglu í vikunni. A laugardagskvöld, þeg- ar skipveijar á Kap VE vom að taka nótina um borð, fékk einn skipveija snurpuhring í höfuðið og var lluttur á sjúkrahúsið. Tveirárekstrar Tvö umferðaróhöpp vom tilkynnt lögreglu í vikunni. í báðum tilvikum varð árekstur þegar bíl var bakkað og lenti á öðmm. Mikilmenning Ljóst er að mikið verður umleikis hjá menningarmálanefnd bæjarins í sumar. 17. júní verður áfram í um- sjá nefndarinnar svo og menn- ingardagar fyrstu helgina í júlí. Þá er endurvígsla Landlystar á dagskrá í júlí, 1000 ára afmæli kristnitöku 29. júh' og vígsla stafkirkju 30. júlí. Nefndin hefur lagt til að þeim Norðmönnum sem munu koma hingað frá Hollálen, verði boðið að standa fyrir norsku menningar- kvöldi föstudaginn 28. júlí. 200 tonnístaö 1000 í síðustu viku sögðum við frá útflutningi á karfaúrgangi frá Vinnslustöðinni úl Bandaríkjanna. Þar rugluðust tölur. Sagt var að flutt yrðu út 1000 tonn á viku en glöggir menn sjá að slíkt fær ekki staðist, allur karfakvótinn nægði ekki til þess. Hið rétta er að markaðurinn gæti tekið við þúsund tonnum á viku. Hins vegar samdi Vinnslustöðin um til reynslu að flytja út 200 tonn af karfahausum, ekki á viku heldur í heildina. Horfur á sölu loðnuafurða í Japan hafa oft verið betri en nú. Ræður þar mestu að nú eru Norðmenn að koma inn á markaðinn eftir nokkurra ára hlé og enn er mikið til af frystri loðnu frá síðustu vertíð. Horfur eru betri í sölu á loðnu- hrognum en verð ræðst af því hvað mikið verður framleitt. Jón Ólafur Svansson, framleiðslu- stjóri Isfélagsins, er nýkominn úr átta daga ferð til Japans og var tilgangur ferðarinnar að hitta fasta kaupendur félagsins bæði í loðnu og síld. Var hann framkvæmdastjóra SH í Tókýó til halds og trausts í samninga- viðræðum við kaupendur loðnu. „Það var ljóst að markaðurinn í Japan er erfiður því á síðasta ári komu Norðmenn inn á markaðinn eftir nokkurra ára hlé með stóra og góða loðnu. Þar með eru framleiðendur á frystri loðnu á Japansmarkaði orðnir þrír, ísland, Kanada og Noregur. Neysla Japana er 28 þúsund til 30 þúsund tonn af frystri loðnu á ári en talið er að nú séu til 18 þúsund til 20 þúsund tonn af birgðum frá í fyrra,“ segir Jón Olafur. Hann segir fyrstu viðbrögð kaup- enda í Japan hafi verið neikvæð en þeir hafl gert þeim grein fyrir að án framleiðslu Islendinga væri engin neysla á loðnu í Japan, því í mörg ár vomm við einu framleiðendur loðnu á Japansmarkað. „Þegar við höfðum gert kaupendum grein fyrir þessu urðu þeir strax jákvæðari. Þeir koma til með að kaupa eitthvað af frystri loðnu af okkur á þessari vertíð en ekki er enn vitað hvað mikið það verður. Það skýrist í lok þessarar viku en ljóst er að verðið lækkar um 30% til 40% í jenum en gengi þess er 15% hag- stæðara en í fyrra þannig að raun- lækkun er 15% til 20%." Jón Ólafur segir líka að Japanir geri auknar kröfur um stærri loðnu. „Norð- menn veiða stærri loðnu en við og em 40 til 50 stykki í kílóinu. Síðustu tvær vertíðir hefur loðnan verið smá hjá okkur eða 60 til 70 stykki í kílóinu. Okkar möguleikar liggja í millistærð, eða 50 til 60 stykki í kílói sem er sú stærð sem vantar á Japansmarkað. Okkar loðna þykir bragðbetri en fram- leiðslukostnaður við smærri loðnuna er meiri og það háir okkur.“ Horfur em mun bjartari í sölu á loðnuhrognum í Japan. „Það er þó háð því að við framleiðum ekki of mikið. Markaður er fyrir 4000 tonn af hrognum en þama eins og í loðnunni eru Norðmenn að stríða okkur. Þeir áætla að framleiða 1000 til 1500 tonn af hrognum sem minnkar okkar sneið af kökunni." Jón Ólafur heilsaði einnig upp á síldarkaupendur í Japan þar sem ísfélagið hefur algjöra sérstöðu. „Við emm einu framleiðendur hér á landi á síldarflökum í Japan og flytjum út 1000 til 1500 tonn á hverju ári. Okkar vara líkar vel en við sjáum fram á samkeppni frá Norðmönnum eftir að Rússlandsmarkaður lokaðist. Okkar flök þykja meiri að gæðum en sam- keppnisaðilanna en um Japansmarkað í heild er það að segja að hann er í ákveðinni lægð vegna efnahagskreppu í landinu," sagði Jón Ólafur. Loðnan þarf að hafa náð a.m.k. 15% hrognafyllingu áður en kemur að frystingu. Gerir Jón Ólafur ráð fyrir að það gæti orðið um miðjan mánuð. Vindmyllur á hraunið? Bæjarveitur hafa sent fyrirspurn til skipulags- og bygginganefndar um mögulega uppsetningu á vindmyllum á svæði því sem áður var nýtt undir hraunhita- veitu. Hugmyndin er að reisa 2 - 3 myllur til að byrja með og mögu- leika á að fjölga þeim í allt að sex. Skipulags- og bygginganefnd frest- aði afgreiðslu málsins þar til frekari umræða hefur orðið um það innan bæjarkerfísins. Þá bendir nefndin á að þegar formlegt erindi berst, þurfi að fylgja umsagnir ákveðinna aðila, svo sem Flugmálastjómar, um- hverfis- og heilbrigðisnefndar og Náttúruvemdar ríkisins. Þá þarf einnig að meta hvort gera þurfi breytingu á gildandi aðalskipulagi Vestmannaeyja. Lægsta tilboði tekið Á síðasta fundi hafnarstjórnar lagði hafnarstjóri fram tillögu um 5% hækkun þjónustugjalda í samræmi við niðurstöður hafna- sambandsþings. Tillagan var samþykkt. Þá hefur í hafnarstjóm verið samþykkt að ganga að lægsta tilboði í stálþil Nausthamarsbryggju. Það tilboð er frá Lámsi Einarssyni sf. að upphæð 34.243.370 kr. Valur vill byggja í Norðurgarði Valur Andersen hefur nýlokið við byggingu einbýlishúss í landi Brekkuhúss fyrir ofan hraun. En nú hyggur Valur á frekari landvinninga því að hann hefur sótt um lóð til skipulags- og bygginga- nefndar að Norðurgarði og vill reisa þar einbýlishús. Nefndin frestaði þessu erindi þar til breyting á gildandi aðalskipulagi hefur verið staðfest. Ríkið taki 90% afskrifta í félagslega íbúðakerfinu: Eigum inni 50 milljónir -vegna útlagðs kostnaðar segir bæjarstjóri Samkvæmt tillögum nefndar á vegum ríkis og sveitarfélaga sem ætlað er að kynna félagsmála- ráðherra um kostnaðarskiptingu afskrifta í félagslega eignaríbúða- kerfinu mun varasjóður við- bótarlána taka á sig 90 prósent afskrifta á móti tíu prósentum sveitarfélaganna. Verði þessar til- lögur samþykktar mun þetta að öllum líkindum létta fjárhagslega stöðu margra sveitarfélaga. „I Vestmannaeyjum em 56 íbúðir sem heyra undir þetta gamla kerfi sem er gagnvart félagslegum eignaríbúð- um og síðan aðrar 55 sem tilheyra félagslega leiguíbúðakerfinu. Samtals er skuldsetning Vestmannaeyjabæjar vegna allra þessara íbúða yfir 300 milljónir króna. „Hvað tilheyrir eignaríbúðunum sérstaklega, af skuldum bæjarins, hef ég ekki hjá mér í augnablikinu," sagði Guðmundur Þ.B. Ólafsson eftirlitsmaður fasteigna Vestmannaeyjabæjar, sem segir jafn- framt að ef þessar hugmyndir nái fram að ganga muni það létta vemlega skuldastöðu bæjarsjóðs vegna þeirra eigna sem um er að ræða, enda gert ráð fyrir að slíkar breytingar verði forsenda þess að hægt verði að selja einhvern hluta af þessum íbúðum, á 0® markaðsverði. „Ef ég skil þetta rétt mun varasjóður viðbótarlána taka á sig 90 prósent og sveitarfélagið 10 prósent af mismun- inum á markaðsverði og uppreiknuðu verði ibúða í félagslega eignar- íbúðakerfinu. Sjóðinn á, eftir mínum skilningi, að fjármagna með mismun af andvirði seldra íbúða og skulda. Eins og staðan er núna þá er markaðsverð þessara íbúða mismun- andi og mun lægra á landsbyggðinni en á Reykjavíkursvæðinu og nokkuð ljóst að íbúðir til dæmis hér í Eyjum myndu ekki skila einhverjum mismun í hagnað inn í sjóðinn.“ Guðmundur Þ.B. segir að ef hagnaðurinn af sölu þessara íbúða eigi að fjármagna viðbótarlánasjóðinn þá muni það væntanlega gerast með hagnaði af sölu félagslegra eignar- íbúða á suðvestur hominu. „Það muni tæpast gerast í einhverjum mæli, með sölu íbúða á landsbyggðinni.“ Guðjón Hjörleifsson bæjarstjóri segir ánægjulegt að nefndin sem fjallaði um afskriftir og kostnaðar- skiptingu í félagslega eignaribúða- kerfinu sé nú búin að skila tillögum til félagsmálaráðherra, en unnið hafi verið að þessu máli í ein fimm ár. „Þessar tilögur em nú á borði ráðherra og vonadi verður málið klárað í ríkisstjóm. Skipting kostnaðar sam- kvæmt tillögunum miða að niðurfærslu að markaðsverði frá því verði sem þær standa í núna, en hafa ber í huga að markaðsverð er yfirleitt lægra úti á landi en í Reykjavík." Guðjón segir að Vestmannaeyjabær hafi óskað eftir því að farið yrði í þetta verkefni sem reynslusveitarfélag fyrir nokkmm ámm en því var hafnað af embættismannakerfinu. „Við höfum verið í viðræðum við íbúðalánasjóð, en staðið hefúr á árangri vegna þess að niðurstöður hafa ekki legið fyrir um kostnaðarskiptinguna. Nú verður að útfæra nánari reglur um fram- kvæmdina, en það er ljóst að þetta verður að gerast á einhveijum ámm til þess að raska ekki markaðnum.“ Guðjón sagði að kerfið hafi verið þungur baggi á bænum. „Miðað við umfang málsins, teljum við okkureiga um 50 milljónir hjá ríkinu og höfum sent erindi þess efnis vegna útlagðs kostnaðar við þessar íbúðir. Bærinn á 73 íbúðiríþessu kerfi. Ef meðalíbúð væri 2,5 milljón kr. hærri en mark- aðsverð þá yrði niðurfærslukostnaður bæjarins um 20 milljónir og það er vel sloppið miðað við að sjá fyrir endann á því að sleppa úr kerfinu“ ÞAÐ þarf ekki síður að þvo skip en bíla. Hér er verið að þvo Herjólf. Útgefendl: ByjepHí: df. IfestrrarBe/jun. Ritstjái: Ónar (rirðarsscn. Blaðaitienn: BaneJikt Qætssm & Sigurgeir Jamn. íjrcttír: JilíÍB Bssjl Ábyrgðarraenn: Ótar GSrfersan & Gísli tfeltýssai. Eraitvinra: Byj^xant dtf. IfestrtaTBeyjun. Aíætur ritstjórrHr: Straxteri. 47 H. tíð. Smi: 481-3310. M*rririti: 481-1293. tfetfang/rafpóstur: fiEtth^pr.is. \fefferg: hip'/tow.%jar.is/~frettír. FRÉTTIR kraa út alla fimttirkp. Rlaðið a: selt í ádírift og eúmig í lasælu í HmirLm, Klettí., IfeLtiripdálrun Fri/brbifh, TástírLm, Típrun Krárri., t&ual, IfejóLfi., FliríBfrBnaskxrirrri, Hn^nm, föliHriltnrn Etíðarhcfii. FRÉTTIR erupeta&r í 20CD eútrkm. FRÉTTIR erua5jlara3£bttríunteþr-ogháa,rifréliAilafe. Eftírpstur, hljöitLn, mtkn ljœtitife cg arað ec tieiimlt raiB heámilcfe sé gatíð. FRÉTTIR

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.