Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 03.02.2000, Síða 16

Fréttir - Eyjafréttir - 03.02.2000, Síða 16
BERGUR VE kom til heimahafnar í Vestmannaeyjum aðfaranótt föstudagsins eftir gagngerar endurbætur í Póllandi. Fyrir tveimur árum var Bergur lengdur og breikkaður en núna var skipt um brú og skipið lengt, skipt um aðalvél og fleira. Bergur fer til loðnuveiða næstu daga Mynd Sigurg. Jónasson. Ekki sammála um gagnagrunninn Læknar á Heilbrigðisstofnuninni í Vestmannaeyjum eru enn í biðstöðu vegna skráningar í miðlægan gagnagrunn á heilbrigðissviði. Er ekki búið að ákveða með hvaða hætti skráningin verður og enn er ósamið við stofnuina um skráninguna. Víðir Oskarsson, yfirlæknir heilsugæslunnar, segir að ekki hafi verið tekin afstaða til gagnagrunnsins innan stofnunarinnar ennþá. „Við höfum rætt málið á göngunum og lengra hefur það ekki komist,“ segir Víðir. „Eg veit að það eru skiptar skoðanir hjá læknum innan stofnunarinnar um gagnagrunninn en það er ekki enn komið að því að taka formlega afstöðu til hans. íslensk erfðagreining er búin að fá leyfi fyrir grunninum en það á enn eftir að hanna með hvaða hætti skráningin fer fram. A meðan erum við læknar í biðstöðu." Þegar fyrir liggur með hvaða hætti skráð verður í grunninn er það Islenskrar erfðagreiningar að semja við HIV um framkvæmdina. „Það er ljóst að það þarf sér- stakan starfsmann frá Islenskri erfðagreiningu til að ann- ast skráninguna því við höfum ekki bolmagn til að annast verkið. Þama gæti verið möguleiki á starfí fyrir einhvem hér í Eyjum.“ Eftir að skráning hefst hafa allir möguleika á að segja sig úr grunninum með skriflegri yfirlýsingu. Þrátt fyrir það em til læknar sem neita alfarið að skrá upplýsingar um sjúklinga sína í gagnagrunninn. „Hér innanhúss em læknar sem em sömu skoðunar en það reynir ekki á þetta fyrr en kemur að því að semja um gagnagmnninn,“ sagði Víðir. Rútuferðir - Bus tours Móttaka ferðamanna, skóla- og íþróttahópa ÓDÝRASTIKOSTURINN í EYJUM (3)481 1909 - 8% 6810-fax 4811927 s endibílaakstur - iimanbæjar Vilhjálmur B ir 481-2943 » 897-1178 ty lergsteir $£dó\f£i ísson Róttæk tillaga um íþrótta- mannvirki samþykkt í bæjarráði: Tvöfaldur salur rísi vestan við íþróttamiðstöð Á fundi bæjarráðs á mánudag lágu fyrir tillögur, ásamt greinargerð frá bæjarstjóra, þar sem m.a. er fjallað um framtíðaruppbyggingu íþrótta- miðstöðvarinnar ásamt breytingum á rekstri annarra íþróttahúsa í eigu bæjarins. Þama er m.a. fjallað um breytta áætlun við endurbætur á fþrótta- miðstöð en vegna tilmæla frá aðilum innan íþróttahreyfingarinnar var horfið frá áður ákveðinni áætlun og í þess stað stefnt að byggingu á nýjum íþróttasal. Samkvæmt heimildum blaðsins em helstu breytingar þær að stefnt er að því að byggja nýjan íþróttasal vestan fþróttamiðstöðvar, 48 x 48 metra, ásamt 270 fermetra rými. 1 salnum yrði löglegur keppnisvöllur en unnt að tvískipta honum fyrir almenna notkun. Hætt verði við framkvæmdir við tengibyggingu en Ijóst er að klæða verður gafla Iþróttamiðstöðvarinnar og bæta loftræstingu, ásamt viðhaldi á þaki. Stefnt verði að þvf að anddyri austan megin verði tekið undir skrifstofu- og félagsaðstöðu fyrir ÍBV og önnur félög. Frestað verður framkvæmdum við að skipta um gólf í gamla salnum og það gert um leið og gólf verður sett í nýja salinn. Þá verður öðmm fram- kvæmdum frestað í gamla salnum þar til nýr salur kemst í gagnið svo að ekki verði röskun á starfseminni þar. Þá mun í tillögunum gert ráð fyrir að rekstri í Týsheimili verði hætt afhálfu bæjarins og húseignin seld eða leigð út. Þó mun knattspyman áfram fá af- not af búningsaðstöðu í húsinu. Gert er ráð fyrir auknum umsvifum í Þórsheimili, m.a. muni nær öll starfsemi ÍBV íþróttafélags flytjast þangað. Þar verði og starfrækt skóla- sel og skóladagheimili ásamt athvarfi og dagþjónustu fatlaðra bama sem nú er í Búhamri. Þá er og gert ráð fyrir þjónustumiðstöð fyrir ferðamenn yfir sumartímann, ásamt því sem ferðamálafulltrúi hefði þar aðstöðu. Samkvæmt þessum tillögum er ekki gert ráð fyrir að heildarkostnaður hækki, miðað við þá áætlun sem áður var samþykkt, þrátt fyrir að nýr salur komi inn. Þessar tillögur verða lagðar fyrir fund í bæjarstjóm kl. 18 í dag. Crest tannkrem ........299 kr.- Rjómasúkkulaói, 100 gr. . 119 kr,- Mjólkurkex ............158 kr.- Chococookies225 gr. ...168kr.- Ariel Millenium 3.375 gr. 1.269 kr. BKl I B K-I B.K.I. Gourmé kaffi 289 kr,- Yes f. uppþvottavélar 1 kg. 343 kr.- 248 kr.- Yes pillurl. uppþvottaválar, 25 st. 399 kr.- VESTURUEG118 UESTMANNAEYJUM Vikutilboð * | Yes gljái, 500ml. 239 kr,- Opið: mán.- fös. 8-19, lau. 9 -19 og sun. 10-19 *viku6ia 3. - 9. feb

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.