Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 13.04.2000, Page 18

Fréttir - Eyjafréttir - 13.04.2000, Page 18
18 Fréttir Fimmtudagur 13. april 2000 Dagur Tónlistarskóla Vestmannaeyja: Bauð upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá Síðasliðinn iaugardag var haldinn hátíðiegur dagur Tónlistarskóla Vestmannaeyja. Dagurinn er árviss fjáröflunardagur í ferðasjóð Litlu lúðrasveitarinnar, þar sem foreldrafélag sveitarinnar stendur jafnframt fyrir kaffisölu þcnnan dag ásamt meðlæti og reynt að skapa létta kalfihúsastemmningu í leiðinni. Stefnt er að annarri utanlandsferð Litlu lúðrasveitarinnar nú í vor og er ætlunin að lialda til Englands að þessu sinni, en sveitin hefur aldrei verið eins fjölmenn og nú, eða tuttugu og sjö ungir hljóðfæraleikarar. Dagskrá dagsins var mjög fjölbreytt og skemmtileg. Þó að dagurinn sé fjáröflunardagur Litlu lúðrasveitarinnar fluttu margir nemendur skólans tónlist á þau hljóðfæri sem þau hafa verið að læra á í skólanum, auk þess sem tveir nemendur fluttu einsöng. Flytjendur stóðu sig með mikilli prýði og voru Tónlistarskólanum til mikils sóma, enda ætíð gaman að hlýða á metnaðarfullt tónlistarfólk koma fram og sýna hvað í því býr. Hjálmar Guðnason stjórnandi Litlu lúðarsveitarinnar var mjög ánægður með daginn og taldi hann hafa tekist mjög vel og lagði hann áherslu á að í Tónlistarskólanum væri unnið mjög gott æskulýðsstarf að hans mati. „Það er stefnt að því að halda til Englands þann 26. maí og munum við dvelja í viku við Ruthland vatnið, en einnig munum við heimsækja nærliggjandi staði, og halda tónleika meðal annars á útisviði í bænum Oakham.“ Svæðið í kringum Ruthiand vatnið er mjög vinsæll ferðamannastaður og þangað koma að jafnaði um 750 þúsund ferðamenn á ári, en Ruthlandvatnið mun vera stærsta manngerða vatn í Evrópu og mikil ferðamannaþjónusta byggð upp í kringum vatnið. LITLA lúðrasveitin og st jórnandinn, Hjálmar Guðnason. Eydís Halldórsdóttir lék einleik á flautu og Gísli Stefánsson lék á gítar. Á myndinni má sjá starfsfólk íslandsbanka í Eyjum ásamt nokkrum leikmönnum í handknattleik kvenna og stjórnarmanni IBV. Frá vinstri, Rúnar, Sigurður, Lúsí, Anita, Bjarný, Guðbjörg, Ingibjörg og Þorvarður. Þriðji leikurinn sl. fimmtudag í meistaraflokki handknattleiks kvenna reyndist að lokum verða hreinn úrslitaleikur. Leikurinn endaði með fræknum sigri IBV stelpnanna, sem nú hampa Islandsmeistaratitili í fyrsta skipti í sögu kvennahandbolta í Eyjum. Islandsbanki í Vestmannaeyjum hefur verið ötull stuðningsaðili myndlistar í Eyjum, en hann hefur ekki síður lagt sitt af mörkum við að styrkja íþróttahreyfinguna með ýmsum hætti. Kvennalið meistaradeildar IBV í handbolta hefur ekki farið varhluta af slíkum stuðningi í vetur og fyrir leikinn sl. fimmtudag gaf bankinn 50 viðskiptavinum bankans miða á úrslitaleikinn. Stelpumar voru einnig með forsölu miða á leikinn í bankanum, auk þess sem fánar, bolir og húfúr voru seldar stuðningsmönnum liðsins á kostnaðarverði. Og til þess að lífga upp á stemmningu dagsins klæddist starfsfólk bankans IBV treyjum, ekki er ólíklegt að slíkt hafi tryggt liðsandann, jafnt utan vallar sem innan. Lögreglan fær nýjan bíl Síðastliðinn miðvikudag fékk lögreglan í Vestmannaeyjum afhenta nýja lögreglubifreið til notkunar við störf sín. Bifreiðin er af Subaru Legacy gerð árg. 2000 og búin öllum þeim tækjum sem nauðsynleg em svo lögreglumenn geti sinnt skyldum sínum á sem bestan hátt. Að sögn var bifreiðin sem fyrir var orðin nokkuð lúin og því tímabært og kærkomið að taka í notkun nýja bifreið, eða eins og einn lögreglumaðurinn orðaði það. „Þetta er eins og að skrifstofumaður fái nýjan stól að sitja í.“ Að sögn Karls Gauta Hjaltasonar, lögreglustjóra, hefur lögreglan í Vest- mannaeyjum yfir tveimur nýjum bílum að ráða. Lögreglubifreiðar á landinu em í eigu embættis ríkislögreglustjóra, sem greiðir allt viðhald, en lögreglustjóra- embættin á landinu leigja síðan bifreiðamar af ríkislögreglustjóra. A myndinni má sjá lögreglumennina Pétur Steignmsson og Heiðar Hinriksson við nýju biffeiðina.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.