Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 19.04.2000, Side 8

Fréttir - Eyjafréttir - 19.04.2000, Side 8
8 Fréttir Miðvikudagur 19. apríl 2000 Kristján Óskarsson söðlar um svo um munar. Hann hætti í útgerð á síðasta ári og hefur snúi( Fólk lifir ekki lengi á hlut< KRISTJÁN og Emma. -Við hittumst á balli og það var ást við fyrstu sýn, alla vega hjá mér. Líklega féll hún fyrir því hvað ég dansaði vel. Kristján Óskarsson fyrrverandi sægreifi eins og hann segir gjarnan og núverandi sumarbústaða- frömuður er ekki maður einhamur. Hann er snaggaralegur, hefur skoðanir á öllu og hefur ekki farið leynt með þær heldur. Hann er orðhvatur og hefur ekki alltaf vandað samferðamönnum sínum kveðjurnar og þegar blaðamaður bankar upp á hjá honum er auðvitað nær- tækast að spyrja hann um skoðanir hans á blaðamönnum. Ekkert rétt hjá blaðamönnum „Nú tekurðu mig í landhelgi,“ segir hann og hlær „Ég get hins vegar alveg sagt þér það, en ég hef bara þá skoðun á þeim að það kemur ekkert rétt út úr þeim. Það eru alveg hreinar línur. Þetta er ekkert fyrsta viðtalið, sem ég hef farið í. Eins og þegar þú varst uppi í grunni um daginn og ég var að taka fyrstu skóflustungun, þar var nánast ekkert rétt eftir mér haft, en svo við komum nú þessari frétt á hreint, þá sagði ég að fullbókað væri í bústaðina um Þjóðhátíðina og Shellmótið, og væri líka dálítið hissa á því hversu mikið væri búið að bóka miðað við að þetta hefur ekkert verið auglýst. En auðvitað geta ykkur orðið á mistök. En almennt með fjölmiðla, eins og þeir koma mér fyrir sjónir í þessu þjóðfélagi, þá er allt of mikið fjallað um það neikvæða. Ég hringdi til dæmis á Skjá einn um daginn, því mér fannst það frétt að Amarfellið væri að fara með þrjá sumarbústaði til Vest- mannaeyja. Nei, þeir létu ekkert sjá sig þessir menn.“ Kristján byrjaði í útgerð árið 1971 ásamt vini sínum Adda Palla og segir Kristján að þar hafi allt verið lagt undir og hann viss um að fólk geri sér almennt ekki grein fyrir því. Þar áður hafði hann verið skipstjóri og háseti hjá föður sínum. Hann er fæddur í Eyjum og segir að þó að atvinnulíf í Eyjum virðist einhæft í augum sumra, þá sé það mikill miskilningur. „Það eru margir sem halda við séum einangruð hér í Eyjum, en það er bara rugl. Ég varsjösumurísveitíVestur- Landeyjunum og eins og tíðkaðist kom mjólkurbíllinn á hverjum degi til þess að ná í mjólkina. Mjólkur- bílstjórinn var giftur frænku minni. Eftir að ég hafði aldur til að fara á ball, til dæmis á Hvoli, fór ég alltaf með honum á laugardögum til þess að fara á ball og á sunnudögum hékk maður niðri í kaupfélagssjoppu. Þá sagði maður við krakkana sem áttu heima í Hvolsvelli, þar á meðal Ingibjörgu Pálmadóttur, sem núna er heil- brigðisráherra, hvort ekki ætti að skreppa til Hveragerðis, því þar voru oft böll. Nei, þá var ekki nokkur áhugi fyrir því. Fólk sem bjó þama þekkti færri en ég, einhver peyi úr Vest- mannaeyjum. Svo þegar maður fór að spyrja þessa krakka hversu oft þeir færu til Reykjavíkur fóru þeir kannski einu sinni á ári meðan ég var kannski að fara fimm sinnum á ári.“ Ffla ekki pólitflcusa Hefurðu mjög einarða pólitíska afstöðu? „Maður hefur nú verið bendlaður við Framsóknarflokkinn, vegna þess að pabbi var einhvem tíma beðinn um að vera á lista hjá flokknum. Hins vegar var aldrei talað um pólitík heima. Ég hef bara mína skoðun og yfirleitt fíla ég ekki pólitíkusa. En ég get alveg sagt að ég er mjög hrifinn af Adda Johnsen. Ég sagði við hann einu sinni að hann væri búinn að gera jafn mikið fyrir þetta bæjarfélag og allir hinir sem vom á undan honum, eins og Guðlaugur Gíslason, Magnús Magnússon og hvað þeir nú heita allir. Ef hins vegar skoðanir mínar falla ekki í kramið hjá einhverjum, verður bara að hafa það.“ Kristján segir að þó að hann haft ákveðnar skoðanir á mörgum málum. og sér í lagi í sjávarútvegsmálum, þá sé ekkert erfitt að búa Eyjum. „Ég get ekki séð annað en það gangi ágætlega, þó að hafi alltaf gagnrýnt kvótakerfið, en nú er ég guðsfeginn að vera hættur því bulli. Líklega hef ég gagnrýnt þetta manna mest í Vestmannaeyjum, því ég var til dæmis alltaf á móti öllum þessum peningum sem em í kringum þetta og em að eyðileggja þetta. Við fmnum bara hveming mór- allinn í þjóðfélaginu er orðinn þegar sjávarútvgsmál em annars vegar, enda er ég guðslifandi feginn að vera hættur og hárið á hausnum á mér er farið að vaxa aftur.“ Upplifði tvenna tíma í útgerð Kristján segir að hann muni líka tímana tvenna í útgerð. „Þetta var frjálst eins og allir vita, og ég get sagt að stundum reri maður eftir því hvemig staðan var á hlaupareikn- ingnum. Ég man eftir því þegar ég var á humri í leiðinda veðri. Viðvissum að við vomm ekki að fá neitt, þegar komin var bræla, en við fengum samt einhvern fisk. Nú, þegar við komum inn var hirt af okkur humarleyfið. En eftir á að hyggja finnst mér það helvíti skrýtið vegna þess að maður var manna harðastur í því að gagnrýna þetta kerfi Eitt árið var ég með átta prósent af skoðunum hjá Landhelgisgæslunni. Mér finnst það nokkuð óeðlilegt að einn bátur sé með átta prósent af skoðunum. Ég hef trú á því að ástæðan sé bara einhver tilskipun að ofan að fylgjast með mér. Gera hann nógu leiðan á þessu svo að hann hætti. Hann hættir þá að minnsta kosti að blaðra um þetta og ég held að þeim hafi lfldega tekist það. Auðvitað fór þetta í taugarnar á manni, því á sama tíma vom til dæmis Homfirðingar að veiða smáýsu austur í Breiðamerkurdýpi. Halldór Ásgrims- son var þá sjávarútvegsráðherra og var ekkert að taka leyfið af Hom- firðingum. Ég fékk svo aldrei neina skýringu á þessu, því auðvitað fór maður að tuða í þessum köllum. En eftir á að hyggja fmnst mér það helvíti skrýtið vegna þess að maður var manna harðastur í því að gagnrýna þetta kerfi Eitt árið var ég með átta prósent af skoðunum hjá Landhelgis- gæslunni. Mér fmnst það nokkuð óeðlilegt að einn bátur sé með átta prósent af skoðunum. Ég hef þá trú á því að ástæðan sé bara einhver tilskipun að ofan að gera mig nógu leiðan á þessu svo að ég hætti. Ég ntyndi þá að minnsta kosti hætta að blaðra um þetta, og ég held að þeim hafi líklega tekist það.“ Hætti í útgerð í þunglyndiskasti Erþað ástœðan fyrirþví að þú hœttir, varstu beygður? „Ég segi kannski ekki að ég hafi verið beygður. Mér er hins vegar engin launung á því að ég er á móti þessu kerfi. Svo er fólk úti í bæ að öfunda mig og konuna mfna út af ein- hverjum krónum sem við fengum út úr þessu, en ég barðist manna mest gegn þessu kerfi. Ég vildi bara sóknardagakerfi, sem hefði verið miklu betri stýring, það var þá einhver friðun á fiskistofnana. Hins vegar er það ekki ástæða þess að ég hætti. Það var bara út af því að Maggi Kristins kom í heimsókn til mín. Ég var í einhverju helvítis þunglyndiskasti, sennilega hefur hlaupareikningurinn verið öfugur, eða eitthvað slíkt, en ég segi við hann. „Nú fer ég að selja þetta helvíti.“ Nú Maggi segirþá. „Heyrðu leyfðu mér að hugsa." Viku síðar er búið að skrifa undir. Ég sá mér alveg leik á borði að hætta úr því hann hafði áhuga á að kaupa þetta. Kvótakerfið er bara fyrir þá stóru og ég vona að Maggi verði stór. Hann kann að gera út, ég kunni það bara ekki.“ Er það Akkilesarhœll þessa keifis að menn leika tveim skjöldum, eins og þú kannski gerðir? „Ég var bara með mína skoðun á þessu kerfi, eins og það er í dag. Og það fór í taugamar á manni, því maður sá alveg hvemig þetta myndi fara. Núna er ég alveg búinn að kúpla mig frá þessu. Ég les ekki einu sinni neitt um þetta lengur né hugsa um þetta. Ég er alveg búinn að slíta mig frá þessu. Hitt er annað mál til dæmis í sambandi við Vatneyrardóminn að ég var búinn að sjá það fyrir hvemig hann myndi fara. Ég er ekki í vafa um að það hefur verið togað í einhveija spotta að ofan. Mér finnst kerfið sjálfit ekki siðferðilega rétt, að útiloka ungt fólk frá því að geta gert út. Það em strákar héma að kaupa kvótalausa báta. Ég þykist vita að þetta gengur ekki upp. Ef þetta gengur hjá þeim, segi ég ekki annað en að mikið andskoti hef ég verið vitlaus með þennan kvóta sem ég átti og þess vegna langbest fyrir kerfið að losna við mig út úr þessu, úr því maður kunni ekki að gera út með þessi tonn sem maður átti og þennan góða bát. En vissulega má segja það nokkra mótsögn að hafa verið sægreifi og vera á móti kvótakerfmu.“ Ást við fyrstu sín En eignkonan, hvererkonan á bak við Kristján Oskarsson? , Jú, hún heitir Emma og sem betur fer hefur sú kona haft þolinmæði til þess að vera með mér í þessu, þó að ég hafi ekki verið allt of stilltur við hana, því ég myndi líklegast teljast nokkur glanni. En hún hefur staðið við hliðina á mér. Við kynntumst á balli og það var ást við fyrstu sýn, að minnsta kosti af minni hálfu, ég veit ekki með hana hins vegar. Hún hefur líka alla tíð séð um bókhaldið. Svo stjómar hún mér líka alveg og hefur mig alveg í vasanum. En það vom mörg ár sem ég gekk á eftir henni, því það vora svo margir sem vora líka skotnir og samkeppnin mikil. En aðaláhugamálið hjá mér hér áður fyrr

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.