Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 19.04.2000, Side 14

Fréttir - Eyjafréttir - 19.04.2000, Side 14
14 Fréttir Miðvikudagur 19. apríl 2000 Landa- KIRKJA - lifandi samfélag! 20. apríl. Skírdagur KL 14.00 ferming Kl. 20.30 Sérstök stund með mál- tíð Drottins, sóknarnefndarfólk aðstoðar við afskrýðingu altaris 21. apríl. Föstudagurinn langi Kl. 14.00 Helgistund, félagar úr Leikfélaginu lesa úr píslarsögu Krists, vandaður söngur kórs Landakirkju 23. apríl. Páskadagur Kl. 08.00 Upprisu Krists fagnað, kaffiveitingar á eftir yfir í safn- aðarheimili Kl. 11.00 Guðsþjónusta í Hraun- búðum, bamaskírn. 24. aprfl. 2. páskadagur Kl. 14.00Fjölskylduguðsþjónusta, Litlir lærisveinar syngja, mikið um dýrðir í tilefni páskanna. Kl. 15.15 Messa í Sjúkahúsi Vest- mannaeyja, allir hjartanlega vel- komnir. Kl. 17.00 Tónleikar í Landakirkju með feðginunum Védísi og Guð- mundi H. Guðjónssyni. 25. aprfl, þriðjudagur Síðasta samvera Kirkjuprakkara. Við gerum eitthvað óvænt og skemmtilegt. 26. aprfl, miðvikudagur Opið hús fyrir unglinga í KFUM&K húsinu. 27. aprfl, finimtudagur kl. 17.30 TTT-starfið, glaðst yfir ferðalaginu góða. Prestar Landakirkju hvetja Vest- mannaeyinga til að njóta páska í guðshúsi í þeim fjölbreyttu sam- verum sem þar verða um páskana. Hvítasunnu KIRKJAN Skírdagur Kl. 20.30 brotning brauðsins - Borðhald Drottins Föstudagurinn langi Kl. 15.00 Samkoma, ræðumaður Danjal á Duul, Rakul og Tina syngja Páskadagur Kl. 15.00 Hátíðarsamkoma, fjöl- breyttur og lifandi söngur, Ræðu- maður Danjal á Duul. 2. páskadagur Kl. 15.00 Vitnisburðarsamkoma, hjartanlega velkomin að tigna upprisinn Frelsara Allir velkomnir í H vítasunnukirkj una. Aðvent- KIRKJAN Laugardagur 22. apríl Kl. 10.00 Biblíurannsókn. Allir velkomnir. Biblían talar sími 481-1585 Börn sem fermast á skírdag Á skírdag, þann 20. apríl, sem að þessu sinni ber upp á sumardaginn fyrsta, kl. 14.00 fermast eftirtalin böm í Landakirkju. Berglind Jóhannsdóttir, Illugagötu 15, Bima Þórsdóttir Saltabergi, Bryndís Björk Ólafsdóttir Foldahrauni 41,2d, Hafliði Sigurðarson Boðaslóð 4, Halldóra Björk Halldórsdóttir, Kirkjubæjarbraut 15, Hallur Einars- son Hrauntúni 8, Helena Ósk Magnúsdóttir Gerðisbraut 2, Hildur Dögg Jónsdóttir Hólagötu 50, Inga Rós Gunnarsdóttir Strembugötu 2, Jóhann Jóhannsson Illugagötu 10, Karítas Þórarinsdóttir Illugagötu 60, Kristín Grímsdóttir Áshamri 60, Margrét Lára Viðarsdóttir, Strembu- götu 8, Ólafur Stefnir Guðjónsson Heiðarvegi 51, Sigríður Ósk Jens- dóttir Búastaðabraut 3, Sæbjörg Helgadóttir Brimhólabraut 33, Tanja Rut Rúnadóttir Kirkjuvegi 43, Tinna Hauksdóttir Brimhólabraut 2 og Örn Orri Ólafsson Áshamri 3e. FERMINGARBÖRNIN ásamt prestunum, Kristjáni Björnssyni og Báru Friðriksdóttur. Á myndina vantar Örn Orra Óskarsson Leiðrétting Við viljum koma á framfæri smá leiðréttingu vegna vinamótsins Ránar, Hveragerðis og Selfoss. Það misfórst í fréttinni að minnast á að Arna Hrund Baldursdóttir og Jóhann Freyr Hallgrímsson unnu ennig gull á öllum áhöldum. Það má líka geta þess að Þórsteina Sigurbjörnsdótti tók á móti vinamótsbikarnum fyrir hönd félagsins. Fimleikafélagið Rán. Landakirkja um páska Helsta sigurhátíð kristinnar kirkju er nú á næsta leiti því um páskana minnumst við upprisu Jesú Krists frá dauðum. Á skírdag er fermingarmessa kl. 14, en um kvöldið er sérstök messa sem lýkur með afskrýðingu altar- isins. Það er gert til að undirbúa guðsþjónustuna föstudaginn langa kl. 14 þar sem leikhópur les upp atriði úrpíslarsögunni. Páskadagsmorgunninn hefst með hátíðarguðsþjónusta í Landakirkju kl. átta árdegis og fyrir hádegi á páskadag, kl. 11, verður hátíðar- guðsþjónusta á Hraunbúðum. Annan dag páska verður bama- guðsþjónusta í Landakirkju og guðs- þjónusta verður á Heilbrigðis- stofnuninni, dagstofu 3. hæð, kl 15.15. Punkturinn yfir iinu þessa hátíð verða orgel- og flaututónleikar í Landakirkju 2. dag páska kl. 17. Þar munu þau Védís Guðmundsdóttir, þverflautuleikari, og Guðmundur H. Guðjónsson, kantor, leika saman fagra tónlist sem allir eru hvattir til að njóta. Sóknarprestur F Handknattleikur kvenna: Týr varð Islandsmeistari 1949 og 1952 Fensum bikarinn aldrei afhentan 1949 •og verðlaunapeningana eftir gos, segir Siriý í Gíslholti sem var í liðinu í fyrra skiptið Eyjakonur hafa áður gert það gott í handboltanum og áttu tvo Is- landsmeistaratitla í handraðanum áður en IBV varð Islandsmeistari árið 2000. Staðreyndir málsins em þær að Týr varð íslandsmeistari í tvö skipti, árið 1949 og 1952. Sigríður Ólafsdóttir, Sirrý í Gíslholti, var meðal leikmanna Týs sem náðu þessum frábæra árangri. Handboltinn hefur breyst mikið á þeirri hálfu öld sem liðin er frá því Týr hampaði íslandsmeistatitli og kannski er mesti munurinn sá að uin miðja síðustu öld var handboltinn bæði inni- og útiíþrótt. Sirrý man vel eftir keppninni um íslandsmeistaratitilinn 1949 sem fór fram á Hásteinsvelli. „Skúli Ingibergs- son, seinna borgarstjóri í Reykjavík, þjálfaði okkur þetta sumar. Mótið byrjaði á sunnudeginum eftir þjóð- hátíð sem þá var haldin á föstudegi og laugardegi. Til þess að tryggja að við værum sæmilega vakandi í mótinu skipaði Skúli okkur að fara heim úr Dalnum klukkan eitt um nóttina fyrir keppnina,“ sagði Sirrý. Alls tóku níu félög þátt í mótinu og var dregið um hvaða lið ættu að mætast. „Mótið byrjaði með sér- stökum setningarleik og þar drógumst við á móti Þór. Það var svo sniðugt að Kiddi Gogga sagði að það liðið sem ynni þann leik myndi vinna mótið og SIRRÝ með verðlaunapeninginn sem hún vann 1949 en fékk ekki afhentan fyrr en 1973. verða íslandsmeistari. Ég sagði við leikslokum. Það er skemmst frá því að hann að við skyldum tala saman að segja að við unnum Þór, gerðum jafntefli við 1R en unnum síðan alla leikina," sagði Sirrý en ekki var sopið kálið þó í ausuna væri komið. Fram varð Islandsmeistari árið áður og höfðu forráðamenn Fram Islands- meistarabikarinn með til Eyja. .TTam- aramir vonr ekki sáttir við úrslitin og kærðu leikinn við IR fyrir að vera með útlenda leikmann en stelpan í markinu hjá þeim var dönsk. Það var aldrei dæmt í þessari kæm og Fram fór með bikarinn til baka. Verðlaunapen- ingamir urðu eftir hjá Kalla Fjalla en við fengum aldrei bikarinn og verð- launapeningana fengum við ekki fyrr en eftir gos. Við fengum þó aldrei nema sex peninga því hinir týndust í öllu umrótinu í gosinu.“ Þrátt fyrir þetta varð Týr íslands- meistari 1949 með hálfu stigi meira en Fram sem varð í 2. sæti. Þremur ámm seinna var íslandsmótið aftur í Eyjum og þá endurtók sig sama sagan en þá var Sirrý ekki í liðinu. ,JÉg var þá ólétt af honum Hallgrími mínum og gat því ekki spilað með stelpunum. Ég mætti samt á alla leiki Týs og lét til mín taka á hliðarlínunni. Gekk það svo langt að í einum leiknum spurði dómarinn mig hvort ég vildi ekki bara taka við flautunni,“ sagði Sirrý og hló við tilhugsunina. „Svo vil ég að lokum óska IBV-stelpunum til hamingju með Islandsmeistaratitilinn sem er frábær árangur."

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.