Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 22.06.2000, Qupperneq 20

Fréttir - Eyjafréttir - 22.06.2000, Qupperneq 20
20 Fréttir Fimmtudagur 22. júní 2000 Hátíðahöldin á 17. júní fengu óvæntan endi þegar jarðskjálfti skók Herjólfsdal: Agæt skemmtun í góðu veðri Hátíðahöldin 17. júní sem að þessu sinni fóru fram í Herjólfsdal, tóku óvænt enda þegar jarðskjálftinn reið yfir klukkan tuttugu mínútur í fjögur á laugardaginn. Fjölmenni var í Dalnum þegar ósköpin gengu yfir en dagskránni var að ljúka þannig að margir voru farnir. Má áætla að milli 200 og 300 manns hafi verið í Dalnum þegar skjálftinn reið yfir. Til að byrja með leit þetta ekki vel út en öllum tókst að forða sér undan grjóti sem fór alveg niður á veg í dalbotninum. Aldrei þessu vant var veður hið besta á þjóðhátíðardaginn og var þokkaleg þátttaka í hátíðahöldunum sem Leikfélag Vestmannaeyja, Fimleika- félagið Rán, Hestamannafélagið Gáski og Kvenfélagið Líkn stóðu fyrir. Að sjálfögðu var Fjallkonan mætt, forseti bæjarstjórnar flutti tölu, Fjórir bjórar léku nokkur lög og ekki má gleyma Lúðrasveit Vestmannaeyja sem auk þess að fara í broddi skrúðgöngunnar lék nokkur lög í Dalnum. Skófiustunga að nýjum íþróttasal var fyrst á dagskrá hátíðahaldanna ásamt árlegu Hásteinshlaupi sem UMF Oðinn stóð fyrir. Var hlaupið frá Hásteini inn í Dal. Þá tók við skrúðganga frá íþróttamiðstöð inn í Dal og tóku um 200 manns þátt í göngunni. Leikfélagið setti skemmti- legan svip á hátíðahöldin með götuleikhúsi sem samanstóð af fólki í skrautlegum búningum, krökkum á stultum og eldgleypum. Lúðrasveitin stóð fyrir sínu með leik sínum. Félagar í Gáska leyfðu unga fólkinu að fara á hestbak, krakkar úr Rán sýndu fimleika, Fríða Hrönn Halldórsdóttir flutti ávarp Fjallkonunnar og Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir forseti bæjarstjórnar ávarpaði samkomuna. Arlegt karnival Líknar var að venju tengt 17. júníhátíðahöldunum og buðu félagskonur upp á ýmislegt gómsætt í þjóðhátíðartjaldinu, íkæddar furðubúningum. Allt fór þetta vel fram og var þeim sem þarna komu fram til mikils sóma og er gaman að vita til þess að fólk skuli vera tilbúið að taka sig til og hysja upp um þjóðhátíðardaginn eina og sanna og standa fyrir myndarlegri dagskrá 17. júní. Þetta er vert að hafa í huga þó sennilega komi jarðskjálftinn fyrst upp í hugann þegar 17. júní 2000 verður minnst í framtíðinni. FRÍÐA Hrönn Halldórsdóttir flutti ávarp Fjallkonunnar. ■ (-.1, UM 200 manns tóku þátt í skrúðgöngunni. GÖTULEIKHÚS Leikfélagsins setti skemmtilegan svip á hátíðina. LÍKNARKONUR hafa í mörg ár sett skemmtilegan svip á 17. júní og þær brugðust ekki að þessu sini. Hér baka Jórunn, Þórdís og Sjöfn vöfflur af mikilli list.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.