Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 13.07.2000, Blaðsíða 15

Fréttir - Eyjafréttir - 13.07.2000, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 13. júlí 2000 Fréttir 15 Skiptar skoðanir starfsfólks Allar líkur eru á að sameining Isfélags og Vinnslustöðvar verði að veruleika að þessu sinni en dagi ekki uppi eins og gerðist í vetur. Þótt þessi sameining hafi áhrif víða í bæjarfélaginu hefur hún þó mest áhrif á starfsfólk beggja fyrirtækja. Þótt því hafi verið lýst yfir af hálfu forráðamanna að sameining hafi hverfandi áhrif á stöðu starfsfólks, eru þó margir eðliiega uggandi um sinn hag. Við ræddum við nokkra starfsmenn Isfélagsins og Vinnslu- stöðvarinnar og spurðum hvernig þeim litist á sameininguna. Afleiðingar kvótakerfísins Hörður S. Jónsson, skipstjóri á Álsey VE: „Eg verð að segja eins og er að ég átta mig ekki alveg á því hvort þetta er til góðs eða ekki. Mér finnst líklegast að menn hafi staðið frammi fyrir einhveijum áföllum og því hafi þessi orðið niðurstaðan. Þetta kann kannski að koma illa við einhveija en líklega er þetta gott fyrir bæjarfélagið. Eg held að það sé númer eitt að Vinnslustöðin verði áfram í bænum, þ.e.a.s. kvóu hennar. Við skulum ekki gleyma því að allt em þetta afleiðingar þess kvótakerfis sem við búum við. Sennilega til bóta fyrir alla Kristján Ólafsson, starfsmaður FES: „Mér líst bara vel á þetta. Aðallega þó að með þessu er tryggt að kvóti Vinnslustöðvarinnar verður áfram í Vestmannaeyjum. Eg hef þá trú að verði gert vel úr þeim kvóta, sem nú er fyrir hendi, sé þetta til bóta fyrir alla.“ ✓ A byrjunarreit á ný Hermann Kr. Jónsson, aðalbókari hjá Vinnslustöðinni: „Ég held að fólk sé almennt uggandi um sinn hag. Hálfgert óvissuástand hefur ríkt allt frá árinu 1992 þegar byrjað var að sameina fyrirtæki. Eg veit að starfsfólk Vinnslustöðvarinnar hefur lagt hart að sér á þessu ári, fólk trúði því að fyrirtækið væri á uppleið og vildi leggja sitt af mörkum til þess. Nú má segja að við séum á byijunarreit á ný. En mest er um vert Hörður Jónsson. ef tekst að byggja upp traust og öflugt fyrirtæki og auðvitað vona allir að þetta verði til góðs.“ Fólki þykir vænt um fyrirtækið Hafdís Eggertsdóttir, verkstjóri hjá ísfélaginu: „Eg veit það ekki. Þetta kom afskap- lega óvænt upp á og erfitt að gera sér grein fyrir því hvaða afleiðingar það kann að hafa. En mér finnst gæta nokkurrar svartsýni hjá fólki svona almennt og óöryggis sem er ekki óeðlilegt þegar fólk veit ekki hver staða þess er. En auðvitað vonum við hið besta, ég held að öllum þyki vænt um fyrirtækið sitt og eyjuna og óski þess að þessar breytingar hafi ekki slæmar afleiðingar í för með sér.“ Blessast vonandi hjá þeim Bryngeir Sigfússon, starfsmaður Kristján Ólafsson Hafdís Eggertsdóttir Fiskmjölsverksmiðju Vinnslu- stöðvarinnar: „Eigum við bara ekki að segja að þetta blessist hjá þeim. Við skulum allavega vona að þetta verði til góðs og skaffi fleirum vinnu. Eg hef ekki orðið var við neina svartsýni á mínum Hcrmann Kr. Jónsson Bryngeir Sigfússon vinnustað og held að það sé ekki neinn uggur í mönnum þar. Við horfum bara bjartsýnum augum á lífið og tilveruna eins og við gerum alla jafna.“ Eignir ísfél- agsins Skip: Loðnuskipið Sigurður VE Loðnuskipið Antares VE Loðnuskipið Guðmundur Loðnuskipið Gígja VE Loð nuskipið Harpa VE Loðnu- og togskipið Heimaey ísfisktogarinn Bergey VE Togskipið Álsey VE Fasteignir Loðnubræðsla í Eyjum sem afkast- ar um 950 tonnum á sólarhring. Loðnubræðsla í Krossanesi sem afkastar um 700 tonnum á sólarhr. Frystihús Saltfiskvinnsla Öflug loðnu- og síldarvinnsla Afiaheimildir Isfélagsins þann 31. ágúst 1999 voru eftirfarandi fyrir yfirstandandi fiskveiðiár: Tegund: Til ráðstöf.: Þorskur 1.791 tonn Ýsa 841 tonn Ufsi 552 tonn Karfi 376 tonn Annað 47 tonn Samt. í botnfiski 3.654 tonn Sfld 5.532 tonn (5,36% aflahlutd.) Loðna 98.361 tonn (10,00% aflahlutd.) Rækja 39 tonn Humar 12 tonn Samtals til ráðstöf. í þorskíg.: 12.243 tonn Verðum sterkari sam einaðir en sundraðir -Segir Sigurður Einarsson forstjóri Isfélagsins. Hann segir líka að erfið veikindi sín hafi flýtt fyrir ákvörðun um samruna Sigurður Einarsson, forstjóri ís- félagsins, hefur átt við vanheilsu að stríða undanfarið ár og hann segir að það sé ein ástæðan fyrir því að aftur séu hafnar viðræður við Vinnslustöðina um sameiningu. Sigurður segir að starfsfólk þurfi ekki að óttast uppsagnir og allar breytingar á mannahaldi verða látnar bíða þar til samruninn er formlega í höfn. „Það er rétt að ég hef átt við veikindi að stríða í eitt ár og er nú að ljúka mjög erfiðri meðferð," sagði Sigurður í samtali við Fréttir. „Það hefur sitt að segja í að ég vil sjá sam- einingu við Vinnslustöðina verða að veruleika en höfuðástæðan er sú hagræðing sem menn sjá í sameinuðu fyrirtæki. Við höfum stefnt að því að setja ísfélagið á hlutabréfamarkað og sameining við Vinnslustöðina styttir okkur leiðina að því markmiði." Sigurður sagði að hagræðingin væri augljós því samanlögð velta fyrir- tækjanna var um 6 milljarðar á síðasta ári þannig að hver prósenta í lægri rekstrarkostnaði þýðir 60 milljónir. „Ef við náum kostnaði niður um 5% á ári gera það 300 milljónir á ári, eða 1.500 milljónir á fimm árum sem er um fjórðungur af sameiginlegum skuldum ísfélags og Vinnslustöðvar." I huga Sigurðar er ekki vafi á að með samrunanum sé stigið gæfuspor bæði fyrir fyrirtækin og Vestmanna- eyjar. „Það verður tvímælalaust sterkara fyrirtæki sem við verðum með í höndunum á eftir. Við sjáum það af reynslunni af sameiningu Krossaness og Isfélagsins sem styrkti ísfélagið. Eitt sterkt fyrirtæki er líka betri kostur fyrir bæjarfélagið en tvö meðalstór sem geta með litlum fyrirvara lent í höndum aðila sem engra hagsmuna hafa að gæta í Vestmannaeyjum." Breytt lífsviðhorf Þegar kemur að spumingunni um starfsmannahald segir Sigurður að hugsanlega verði einhveijar breytingar hjá millistjómendum en almennt verkafólk þurfi ekki að kvíða hlutunum. „Það kemur til með að vanta fólk, bæði í landi og á bátana þannig að þetta fólk þarf ekkert að óttast. En ég vil leggja áherslu á að það verða engar ákvarðanir teknar um breytingar fyrr en samruninn er formlega genginn í gegn.“ Hvað með þig sjálfan? „Gangi allt eftir verð ég stjómarformaður. Veikindin hafa líka breytt viðhorfi mínu til lífsins og nú ætla ég ekki að láta vinnuna sitja fyrir öllu heldur njóta lífsins eins og hægt er. Nú er ég til dæmis að fara að heimsækja systur mína, sem býr í Bandaríkjunum, í fyrsta skipti síðan hún flutti þangað fýrir 20 ámm,“ sagði Sigurður. SIGURÐUR: Veikindin hafa líka breytt viðhorfi mínu til lífsins og nú ætla ég ekki að láta vinnuna sitja fyrir öllu heldur njóta lífsins eins og hægt er.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.