Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 13.07.2000, Blaðsíða 14

Fréttir - Eyjafréttir - 13.07.2000, Blaðsíða 14
14 Fréttir Fimmtudagur 13. júlí 2000 Aftur skal reynt að sameina Mörgum spurn- ingum ósvarað -Óvissa hjá starfsfólki sem enn einu sinni á fyrir höndum uppstokkun í rekstri fyrirtækjanna Á íöstudaginn var gefin út samciginlcg fréttatilkynning frá ísfélagi Vestmannaeyja hf. og Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum hf. um að stærstu hluthafar félaganna hafi orðið sammála um samruna félaganna undir nafni þess fyrrnefnda. Sagt var að stjómir félaganna muni fjalla um málið á næstu dögum og að formlegri vinnu við samrunann ljúki fyrir ágústlok en hann miðast við 30. apríl sl. „Það er markmið þeirra sem unnið hafa hafa að undirbúningi samruna fé- laganna að byggja upp í Vestmannaeyjum öflugt og hagkvæmt sjávarútvegsfyrirtæki til að nýta þau tækifæri sem bjóðast í framtíðinni," segir í fréttatilkynningunni. Þar með verður til eitt af fjórnm stærstu sjávar- útvegsfyrirtækjum landsins með um 20 þúsund þorskígilda aflaheimildum. Skipastóllinn er 15 skip, fullkomin bolfisk-og saltfiskvinnsla, góð aðstaða til sfldar- og loðnuvinnslu og fiskimjöls- verksmiðjumar verða þrjár, tvær í Vest- mannaeyjum og ein á Akureyri. Heildarvelta nýs Isfélags verður nálægt 5 milljörðum. Fáir komu að undirbúningi og ákvörðun um samrunann að þessu sinni og hafa menn notið þess að í raun vom Isfélagið og Vinnslustöðin rekin sem eitt fyrirtæki sl. haust þannig að upplýsingar um stöðu og rekstur vom aðilum kunnar beggja vegna borðsins. Fmmkvæðið að samrunaviðræðum Isfélags pg Vinnslustöðvar á síðasta ári kom frá Isfélaginu en þá var Vinnslustöðin í viðræðum við Skagfírðinga um samstarf og jafnvel samrnna. Þessar viðræður hófust fyrir réttu ári en í lok ágúst 1999 var skrifað undir vilja- yfirlýsingu um samruna félaganna tveggja auk Krossaness og Oslands sem ekki er inni í myndinni núna. I hönd fór mikil vinna næstu vikur og var höggvið á báða bóga, einkum þó í Vinnslu- stöðinni en starfsfólk hennar virtist ætla að fara illa út úr samrunanum. Fljótlega fóm að heyrast raddir um að hik væri komið á Vinnslustöðina en því var neitað af forráðamönnum beggja fyrir- tækjanna. I lok október var gefíð út að tap Vinnslustöðvarinnar hafi verið 850 milljónir á rekstrarárinu 1998/1999. Það veikti stöðu Vinnslustöðvarinnar í sammnaferlinu og um leið ágerðist orðrómurinn um að hún ætlaði að slíta viðræðunum. Það kom því í raun og vem ekki svo mjög á óvart þegar stjóm VSV samþykkti á fundi sínum mánudaginn 22. nóvember sl. að slíta viðræðunum. Isfélagsmenn vom mjög ósáttir við þessa niðurstöðu en urðu að sætta sig við hana. Allt sem gert hafði verið á sammnaferlinu gekk til baka nema hvað ákveðið var að sfldar- vinnsla, sem öll var komin í ísfélagið, yrði þar út vertíðina. Það sem gerist í framhaldinu er að eftir mikinn niðurskurð í rekstri, þar sem starfsfólki var fækkað stórlega, aukin áhersla lögð á saltfiskvinnslu um leið og frystingu er nánast hætt, fer Vinnslustöðin að rétta úr kútnum. Um leið fer bolfiskvinnslan hjá ísfélaginu að skila arði en bæði fyrirtækin líða fyrir lágt verð á afurðum í sfld og loðnu. Verð á lýsi og mjöli hefur verið í lægð undanfama mánuði og aukin samkeppni á Japansmarkaði hefur þýtt lakari afkomu í loðnufrystingu. Þrátt fyrir það var ekkert uppgjafahljóð að heyra á mönnum og fátt eða ekkert sem benti til að Isfélag og Vinnslustöð ættu eftir að ganga í eina sæng. I fréttatilkynningunni segir að stærstu hluthafamir hafi orðið sammála um sammnann og það gæti hafa verið tveggja manna tal því Sigurður Einarsson, forstjóri ísfélagsins, og ljölskylda hans eiga stærsta hlutinn í félaginu og Geir Magnússon, stjómarformaður Vinnslu- stöðvarinnar og forstjóri Ohufélagsins hf., hefur yfir að ráða nálægt helmingshlut í Vinnslu- stöðinni. Það fer tvennum sögum af því hvor hafi átt frumkvæðið að þessu sinni en bent hefur verið á að Sigurður Einarsson fái yfirleitt sínu fram- gengt. Hvort sem það er rétt eða ekki þá má nefna sem dæmi um hvað þetta fór leynt og hvað fyrirvarinn var stuttur að framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar var í fríi erlendis þegar ákvörðunin var tekin og kom þama hvergi nærri Verði af samrunanum eins og allt bendir til þýðir það uppstokkun líka því sem gerðist 1992 og það eitt kallar fram margar spumingar. Nú verður ekki aftur snúið -því það eru stærstu hluthafarnir báðum megin sem tóku ákvörðunina, segir framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar BEVNI: Það á eftir að fara yfir starfsmannamálin þannig að ekkert er hægt að segja um þau á þessari stundu. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvar- innar, segist hafa verið erlendis í fríi þegar tilkynning um samruna við Isfélagið kom. Þegar rætt var við Binna á mánu- daginn sagðist hann enn ekki vera búinn að átta sig á breyttum aðstæð- um. „Eg sagði á síðasta ári að ég væri sannfærður um að samruni félaganna yrði að vemleika en af honum varð ekki. Eg held samt að nú verði ekki aftur snúið því það em stærstu hluthafarnir báðum megin sem tóku ákvörðunina," sagði Binni. Hann sagði að þetta komi sér að sumu leyti á óvart því Vinnslustöðin hafi verið að ná sér á strik þó það hafi mátt ganga betur að hans mati. Markaðurinn hefur greinilega haft trú á félaginu því gengi bréfa í Vinnslustöðinni í sumar hefur verið á bilinu 2,70 til 2,80 en eftir að tilkynning um sammnann kom hækkaði gengið í 3,0. Eftir skellinn síðasta haust þegar í ljós kom að tap Vinnslustöðvarinnar á síðasta rekstrar- ári losaði 800 milljónir hefur leiðin legið upp á við. „En ekki þó nógu hratt að mínu mati,“ segir Binni. „Þar kemur m.a. annars inn í að styrking krónunnar á mesta sölutímanum skaðaði okkur um einhveija tugi milljóna. Það sem hefur líka gerst síðasta árið er að við emm að tapa á loðnunni sem hefur ekki gerst í þó nokkur ár.“ 150 manna kjami í dag vinna um 150 manns í Vinnslustöðinni og segir Binni að þessi fjöldi sé kjarninn sem byggt er á, sjómenn, fólk í landvinnslunni og bræðslunni. „En á loðnuvertfðinni Ijölgar starfsfólki mikið og í sumar em margir krakkar í humrinum. Auðvitað var sárt að þurfa að fækka fólki en síðasta árið hefur verið mikil vinna hjá okkur og góðar tekjur hjá starfs- fólkinu. Um leið hefur saltfiskurinn skilað góðri ífamlegð þannig að þama fer saman hagur starfsfólks og fyrir- tækis sem er það mynstur sem maður vill sjá í öllum rekstri." Þegar Binni er spurður um stöðu starfsfólksins í nýju fyrirtæki vill hann sem minnst segja. „Það á eftir að fara yftr starfsmannamálin þannig að ekkert er hægt að segja um þau á þessari stundu.“ Flotinn Frá því núverandi Vinnslustöð varð til úr Fiskiðju og Vinnslustöð í ársbyijun 1992 hefur verið mikið rót á skipum og bátum í eigu félagsins og sér ekki enn fyrir endann á þeim því nú em tveir bátar í eigu lélagsins, Brynjólfur ÁR og Guðjón VE auglýstir til sölu og línubátnum Gandí VE hefur verið lagt. „Þegar Gandí ehf. gekk inn í Vinnslustöðina í sumar bættust við tveir bátar og meiri aflaheimildir. Kvóti Gandís var búinn þegar samruninn varð og var því fátt hægt að gera þegar við bætist að skera á niður aflaheimildir okkar um 1000 tonn á næsta fiskveiðiári. Við höfum auglýst Guðjón og Brynjólf til sölu en það er ljóst að við ætlum að halda öðmm. Brynjólfur er gerður út í dag og það er eiginlega ákvörðun áhafnarinnar hvom bátinn þeir vilja," sagði Binni. Kvótamálin Hafið þið leigt frá ykkur mikinn kvóta á þessu fiskveiðiári? „í fyrra var ákveðið að útbúa loðnuskipið Kap þannig að hægt yrði að stunda á henni netaveiðar auk nótaveiða. Ekkert varð af því þegar sameinast átti Isfélaginu en þegar það gekk til baka var orðið of seint að breyta Kap. í framhaldi af því leigðum við frá okkur 700 til 800 tonn af þorski sem við ætluðum Kap. Annars er útgerðarþátturinn orðinn sterkur hjá okkur og ég held að það sé að koma í ljós að okkar sjómenn em með góðar tekjur. Þannig viljum við hafa það og breytingar á Kap áttu að tryggja áhöfninni meiri vinnu og um leið góðar tekjur." Hefur þú trú á að sammninn verði að vemleika að þessu sinni? „Já. Ég hef litla trú á að upp úr slitni því nú liggja eignarlegar forsendur að baki ákvörðunar um að sameina ísfélag og Vinnslustöð undir nafni Isfélagsins. Framkvæmdin verður svo í höndum starfsmanna og stjóma félaganna," sagði Binni að lokum. Eignir Vinnslu- stöðvar Skip: Loðnusipið. Sighvatur Bjama- son VE Loðnuskipið Kap VE ísfisktogarinn Jón Vídalín ÁR Línuskipið Gandí VE Togskipið Drangavík VE Vertíðarbáturinn Guðjón VE Vertíðarbáturinn Brynjólfur ÁR Fasteignir Loðnubræðsla sem afkastar 800- 1000 tonnum á sólarhring. Frystihús Sáltfiskvinnsla Öflug loðnu- og sfldarvinnsla Aflaheimildir Vinnslustöðvar 31. ágúst 1999 voru eftirfarandi fyrir yfirstandandi fiskveiðittr: Tegund: Til ráðstöf: Þorskur 4.059 tonn Ýsa 746tonn Ufsi 1.125 tonn Karfi 3.140 tonn Annað 561 tonn Samt. í botnfíski 9.630 tonn Sfld 5.545 tonn (5.54% aflahlutdeild) Loðna 29.071 tonn (5,05% aflahlutdeild) Humar 39 tonn Samtals til ráðstöf. í þorskíg. 11.480 tonn

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.