Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 13.07.2000, Blaðsíða 17

Fréttir - Eyjafréttir - 13.07.2000, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 13. júlí 2000 Fréttir 17 Fimm ára afmæli DlS-verkefnisins á íslandi -130 stúdentar hafa heimsótt Eyjar: Lifandi auglýsingaskilti -þegar þau koma heim til sín, segir Guðrún Lárusdóttir verkefnisstjóri hjá Endurmenntunarstofnun Hl, en hún stýrir framkvæmdinni STÚDENTARNIR eru ánægðir með viðtökur og aðstæöur til vísindaiðkunar í Eyjum. F.v. Amber, Brian, Kelly og Angela. GUÐRÚN: Á þessu ári hafa verið nemendur úr um það bil tuttugu háskólum og mætti nefna stúdenta frá Harvard, Stanford, Duke University, Carlton University, þannig að nemendur í þessum námskeiðum eru frá öllum helstu toppháskólum Bandaríkjanna. Á þriðjudaginn í síðustu viku kom hópur 38 stúdenta á aldrinum 19 til 24 ára til Eyja en hópurinn vann að ýmsum rannsóknaverk- efnum í Eyjum. Nemendumir em í fyrri hluta háskólanáms, ýmist í líffræði eða jarðfræði en heimsókn þeirra er liður í samstarfi Kaupmanna- hafnarháskóla og Endur- menntunarstofnunar Háskóla íslands hér á landi og kennt er við DIS verkefnið. Góð auglýsing Þeir aðilar sem tengjast faglegri hlið málsins hér á landi eru líffræði- og jarðfræðiskor Háskóla Islands en í Vestmannaeyjum em það Rannsókna- setur HÍ, Náttúmstofa Suðurlands og Hafró. Að þessu samstarfi koma Guð- rún Lámsdóttir verkefnisstjóri hjá Endurmenntunarstofnun HÍ og stýrir hún framkvæmdinni. Kennsla í líffræðihlutanum er í höndum Frið- þjófs Ámasonar og Þorbjargar Valldísar Kristjánsdóttur, en í jarðfræðihlutanum er kennslan í höndum Bjöms Harðarsonar, Ólafs Hilmarssonar og Jakobs Þórs Hilmarssonar, í Eyjum era það Páll Marvin Jónsson, Armann Höskulds- son og Jóhann Friðriksson. Þetta er í fimmta skipti sem slíkur nemenda- hópur kemur til íslands og á þessum fimm ámm hafa komið um 130 stúdentar á vegum DIS til Islands. „Þessir 130 stúdentar jafngilda því 130 auglýsingaskiltum um öll Banda- ríkin og verður að teljast nokkuð gott,“ sagði Guðrún. Guðrún segir að samstarfsverkefni þessara aðila byggi á sex vikna fyrirlestram ýmissa prófessora og fræðimanna. „Fyrstu vikuna em fýrir- lestrar í Reykjavík, þá er viku vinnuferð um Suðurland allt að Höfn, síðan er vika í bænum þar sem fluttir em fyrirlestrar og minni verkefni unnin, þá er farin ferð til Eyja sem hefur verið undirbúin vel og stendur í eina viku.“ Guðrún segir að mikil áhersla sé lögð á akademísk vinnubrögð og rökhugsun. „Þeim er kennt að setja fram tilgátur, útbúa vinnuáætlun og framkvæma hana á vettvangi og vinna úr gögnum sem aflað hefur verið. Að þessu loknu skrifa þeir ritgerðir og flytja fýrirlestra, þegar þeir koma aftur til Reykjavíkur. Að síðustu taka nemendumir svo próf úr því efni sem farið hefur verið yfir.“ Velja sjálfir verkefni Hvemig em verkefnin valin sem nemendumir fá? „Krakkamir velja verkefnin sjálf. Ferðin um Suðurlandið er meðal annars nýtt til þess að kynnast vatnalíffræði, sjávarlíffræði, fugla- fræði, grasafræði, jarðvegsfræði og helstu þáttum verklegrar líffræði. I jarðfræðinni kynnast þau helstu þáttum eins og bergfræði, eldfjalla- fræði, jarðskjálftafræði, kristallaffæði og svo framvegis. Að lokinni Suðurlandsferðinni notuðu nemend- umir, með aðstoð kennaranna, fyrshi dagana í bænum þar á eftir til þess að ákveða verkefnin. Þetta er því aldrei mötun, því að krakkamir finna sjálf áhugaverð verkefni.“ Hefur stundum reynst erfitt að finna verkefni? „Já að sjálfsögðu hefur svo verið, vegna þess að nemendumir hafa aldrei komið til Eyja. Við reynum því að kynna og útskýra fyrir þeim hvað eyjamar hafa upp á að bjóða. En yfirleitt hefur valið gengið mjög vel. Einnig hafa kennaramir sjálfir hug- myndabanka að fleiri verkefnum ef í harðbakka slær.“ Guðrún segir að nemendumir komi aðallega frá Bandaríkjunum, því þangað beinist markaðssóknin. „Það er DIS sem markaðssetur þessi nám- skeið og þeir hafa sótt á þann stóra markað sem er í Bandaríkjunum. Á þessu ári hafa verið nemendur úr um það bil tuttugu háskólum og mætti nefna stúdenta frá Harvard, Stanford, Duke University, Carlton University, þannig að nemendur í þessum námskeiðum em frá öllum helstu toppháskólum Bandaríkjanna. En í ferðinni núna em einnig nemendur frá Japan. Við höfum einnig í haft nem- endur frá Indlandi, Kanada, Dan- mörku, Skotlandi og Frakklandi." Heim með stóran part af íslandi Koma nemendumir endumærðir frá íslandi? „Þeir koma að minnsta kosti þreyttir, en endurnærðir líka og taka með sér stóran part af íslandi." Guðrún segir að dæmi sé um að nemendur hafi haldið áfram verk- efttum sem þeir byijuðu með á Islandi. „Eg er nú í sambandi við megnið af þessum krökkum enn þá og fer sjálf á haustin til Bandaríkjanna til að kynna námskeiðin í háskólum í Bandaríkj- unum. Á þessum ferðum hef ég hitt marga þessara nemenda og hef fundið að þeir eiga mjög sterkar rætur til Islands. Örfáir nemendur hafa komið aftur til íslands í heimsókn og vilji er hjá mörgum til þess að koma aftur. Nokkrir nemendur sem hafa farið í doktorsnám hafa viljað gera verkefni sem tengjast Islandi, en þar sem við erum ekki með fullmótað doktorsnám í þessum greinum við Háskóla Islands hefur þetta verið erfitt, en unnið hefur verið að lausn þeirra mála. Var bökuð afmæliskaka og blásið á kerti í tilefni af fimm ára afmælinu? „Nei það hefur ekki verið gert enn þá, en við höldum upp á afmælið í lok námskeiðsins,“ sagði Guðrún að lokum. Könnuðu tengsl heilsu og árstíða Angela Clausen frá Minnesota, Kelly Kyanko frá Ohio, Brian Carlson frá Minnesota og Amber Botros frá Kansas em háskólastúdentar frá Bandaríkjunum og taka þátt í DIS verkefninu í ár. Þau em að vinna að verkefni sem snýst um andlegt og líkamlegt heilsufar fólks á norðurhveli jarðar og hvort hugsanlega sé hægt að tengja það við ólíkar árstíðir, skamm- degið og langar sumamætur á norðurhveli jarðar. Angela segir að heilsufarsvandamál af þessu tagi geti hugsanlega verið margvísleg. „Við emm þama að tala um svefnmynstur, neyslumynstur og svo framvegis eftir því hvaða árstíð er. Á norðurhveli era miklar andstæður birtu eftir því hvaða árstíð er og okkur langar að kanna hvort slíkt móti á einhvem hátt líf og hegðunarmynstur fólks. Við vitum að sjálfsögðu ekki hver útkoman verður, en við emm spennt að sjá hvað rannsóknin leiðir í ljós.“ Efnaskipti, hormónar og ársstíðaskipti Kelly segir að kenningar séu uppi um að ákveðin efnaskipti/hormóna- breytingar eigi sér stað í líkamanum sem tengd hafi verið árstíðaskiptum. „Við vitum þó ekki til þess að það hafi verið rannsakað sérstaklega." Hvemig stóð á því að þið fenguð áhuga á þessum málum? „Reyndar var það Kelly sem átti hugmyndina að því að skoða þetta nánar og fara út í umhverfisþætti sem hafa hugsanlega bein áhrif á manninn. Reyndar kom upp hugmynd að skoða áhrif eldgosa á fólk, en okkur fannst vera til nóg af rannsóknum um það efni.“ Brian segir að nemendumir, sem em staddir í Eyjum núna, vinni að mörgum ólíkum verkefnum. „Þetta verkefni er líklega eitt af tveimur sem snýr beint að fólki og áhrifum umhverfsins á það.“ Og Kelly bætir við: „Þessi hópur hefur áhuga á mannlegu heilbrigði, en svo eru aðrir sem hafa meiri áhuga á dýralífinu og náttúmvísindum án beinna áhrifa á fólk sem sl£kt.“ Sjálfstæðir og bjartsýnir Þau segja að þó verkið sé unnið í Eyjum þá megi sjá hliðstæð áhrif birtunnar í öllum norðlægum löndum, þar sem mikill munur er dags og nætur eftir árstíma. „Samfélagið hér er mjög fámennt og eftir að hafa talað við fólk vegna rannsóknarinnar virðist okkur eyjaskeggjar mjög sjálfstæðir og bjartsýnir. Fólk hér virðist líka þurfa að leggja mjög hart að sér í vinnu.“ Þau segja að vegna þess að sam- félagið hér sé eyjasamfélag, sé auðveldara að gera rannsókn eins og þessa. „Við útbjuggum spurninga- lista, sem við báðum fólk um að svara og það hefur gengið ágætlega, einnig höfum við fengið fólk í viðtöl. Héma tala líka allir sama tungumálið, auðvelt er að fara um, og stutt í allar áttir, ef svo má segja. Þess vegna er líka auðveldara að sjá ýmsar til- hneigingar hjá fólki, vegna þess hve samfélagið er einsleitt. Hópurinn kemur til með að kynna verkefnið og niðurstöður þess f lok námskeiðsins svo það er nauðsynlegt fyrir okkur að afla sem haldbestra uppiýsinga. Við munum svo vinna úr niðurstöðum spumingalistanna og það verður gaman að sjá hvað kemur út úr þeim þætti, en að lokum vonumst við til að fá einhvetja heildarmynd, sem hægt er að byggja eitthvað á. Þessi könnun mun þó ekki verða birt opinberlega." Þau segja að viðbrögð fólks við könnuninni hafi almennt verið jákvæð. „Sumir tóku sér langan tíma á meðan aðrir hespuðu þessu af á einni eða tveimur mínútum. Nú og svo voru einhverjir sem neituðu að vera með og höfðu neikvæða afstöðu til kannana af þessu tagi. En spum- ingamar em mjög almenns eðlis.“ Mun það verða hluti af verkefninu hvemig fólk brást við spuminga- listanum? ,dá, auðvitað gæti það haft ein- hverjar vísbendingar. Margir svömðu líka á staðnum, eftir að hafa litið yfir spumingamar og sögðu að ekkert af því sem spurt væri um ætti við það,“ sagði þessi glaðlegi og áhugasami rannsóknahópur að lokum.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.