Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 13.07.2000, Blaðsíða 20

Fréttir - Eyjafréttir - 13.07.2000, Blaðsíða 20
Vilhjálmur Bergsteinsson g. 481-2943 jSiMMEHðABÍLL * 897-1178 Sumar- stúlkan valin 22. júlí Nú stendur yfír undirbúningur Sumarstúlkukeppni Vestmanna- eyja sem fram fer laugardaginn 22. júlí á Höfðanum. Þetta er í ftmmtánda sinn sem keppnin fer fram og hefur hún öðlast fastan og virðulegan sess í skemmtanalífi Eyjamanna. Að þessu sinni keppa sjö föngulegar stúlkur um titilinn Sumarstúlka Vest- mannaeyja 2000. Mikið er lagt í keppnina og að gera hana sem glæsilegasta, enda ekki þúsaldarmót á hveijum degi. Þeir sem standa að keppninni eru Fréttir, Kaffi Tímor, Sparisjóður Vestmannaeyja, Hár- greiðslustofa Guðbjargar, Snyrti- stofan Aníta og margir fleiri. Gísli Ingi Gunnarsson skemmt- anastjóri keppninnar sagði að undirbúningur hennar gengi vel. „Stúlkumar hafa nú allar verið kynntar í Fréttum og trúlega famar að telja dagana til keppninnar. Nú er verið að útbúa matseðilinn og skipuleggja dagskrá kvöldsins. A matseðlinum verða spænskir tapas smáréttir, sem er nýjung, en á dansleik á eftir mun hljómsveitin Land og synir halda uppi fjörinu. Einnig verða söng- og dansatriði, auk þess sem stúlkumar verða að sjálfsögðu miðpunktur kvöldsins og framkalla þá einu sönnu sumar- stúlkustemmningu sem ætíð hefur verið umleikis keppnina.“ Pantanasíminn er 481-2662 og er fólk hvatt til að tryggja sér miða í tíma, því aðsókn hefur verið mikil. Rútuferðir - Bus tours Móttaka ferðamanna, skóla- og íþróttahópa ÓDÝRASTIKOSTURINN í EYJUM (3) 481 1909 - 896 6810 - fax 4811927 ViK&UL1?*iYfir,uvals Hrsuáilsr/fíibitar 1(9,- ðSur 237,- t ^finifiyvin v/v Itf'a 119,- áður 142,- Pascual léttjógúrt 179,- áðurZIS,- Klæðn- ingin skal á Skansinn A aukafundi í bæjarstjórn, mið- vikudag í síðustu viku, var tekist á um hvort klæða eigi inntakshús RARIK austur á Skansi með norskri skarklæðningu. Forsaga þess máls er sú að bæði bygginga- fulltrúi og meirihluti bygg- inganefndar lýstu sig mótfallin klæðningunni. A fyrrgreindum fundi bar meiri- hlutinn fram tillögu um að bæjar- stjóm samþykkti að heimila RARIK að klæða húsið með áðumefndri klæðningu. Fulltrúar Vest- mannaeyjalistans, þau Þorgerður Jóhannsdóttir, Sigurlás Þorleifsson og Ragnar Óskarsson, lögðu fram bókun þar sem fram kom að enn einu sinni væri gengið fram hjá skipulags- og bygginganefnd við undirbúning framkvæmda sem heyra undir þá nefnd. Fyrir liggi að búið sé að panta klæðninguna á húsið og hún komin til Eyja án þess að sótt hafi verið um leyfi til að ráðast í framkvæmdir. Þá benda þau á að aðeins einn fulltrúi af þremur sjálfstæðismanna í nefnd- inni, hafi greitt klæðningunni at- kvæði. Til að undirstrika þessi mótmæli tilkynntu V-listafulltrúar að þeir myndu sitja hjá við atkvæðagreiðslu. Tillagan var síðan samþykkt með fjómm atkvæðum sjálfstæðis- manna, þrír sátu hjá. Því ætti ekkert að vera til fyrirstöðu að meirihlutinn geti nú hafist handa við það hugðarefni sitt að klæða húsið á Skansinum með norskri skarklæðningu. SIRRÝ Magg var mætt með alla drengina sína í Skvísusundið á laugardaginn og ein stúlka fékk að fylgja með. Sirrý, Daði, Gunnar Berg, Siggi, Helgi og stúlkan sem við þekkjum ekki. ikil hækkun á pósthólfum Á dögunum boðaði Islandspóstur hækkun á leigu pósthólfa og tók hækkunin gildi frá og með 1. júli. Verð fyrir hækkun var í þremur verðflokkum, sem fóru eftir stærð pósthólfa, eða 720 kr. fyrir minnsta hólf, 920 fyrir miðstærð og 1100 fyrir stærsta. Miðast verðið við leigu í eitt ár. Nú hefur verið ákveðið eitt gjald fyrir allar stærðir pósthólfa og er verðið nú 2800 kr. á ári. í framhaldi af hækkuninni hefur borið nokkuð á óánægju með hana hjá viðskipta- vinum póstsins og nokkrir aðilar sagt upp pósthólfum sínum. Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir, stöðvarstjóri Islands- pósts, staðfesti að nokkrir aðilar hefðu sagt upp pósthólfum sínum. „Það voru nokkrir aðilar sem þótti hækk- unin of mikil og ég myndi giska á að um 7 prósent þeirra sem leigja pósthólf hjá okkur hafi sagt þeim upp í framhaldi af þessari hækkun. Ég tel hins vegar að þessi hækkun hafi verið tímabær í ljósi þeirrar þjónustu sem handhafar pósthólfa njóta, en póstur til þeirra er kominn í hólfín fyrir hádegi, en að öðrum kosti ekki borinn út fyrr en eftir hádegi." Sigrún sagði að sex bréfberar væm í vinnu hjá Islandspósti í Vestmanna- eyjum í jafn mörgum hverfum. „Það er eitthvað aukið álag á þá. Líklega bætast fjórir til fimm aðilar á hvem bréfbera umfram það sem þeir hafa verið að bera út fram til þessa. Einhver óánægja var með þetta í fyrstu meðal bréfberanna en hana hefur lægt nú að mestu," sagði Sigrún. Hunts tómatsósa 680gr. 106,■ áður 128,- Hunts barbecuesósa 149,- áður 179,- FilBerrio ólífuolía 0,5 Itr. 249,- áður 339,- Fil Berrio extra virgin 0,5 Itr. 299,- áður 398,- Candelía konfekt 239,- áður 317,- Granini appelsínusafi 139,- áður 168,- Swissmilk magicdós 1,87 kg. 399,- áður 878,- Frétta- og auglýsingasími: 481-3310 * Fax 481-1293 Doglegar ferðir milli londs og Eyja Landf/utningar J FU

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.