Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 13.07.2000, Side 13

Fréttir - Eyjafréttir - 13.07.2000, Side 13
Fimmtudagur 13. júlí 2000 Fréttir 13 Friðrik Ásmundsson skrifar: Enn um 30 rúmlesta skipstjórnarnám Hamfarir Karl Gauti Hjaltason, sýslumaður hér í Eyjum, skrifar í upphafi greinar í síðasta tölublaði Frétta, að undirritaður hafi farið, „hamförum miklum," í blaðinu þar á undan. Þar er um að ræða stutt viðtal, sem Fréttir áttu við mig um 30 rúmlesta skipstjómar- námið. Allt má nú kalla miklar hamfarir. Það er ekki æðruleysinu íyrir að fara hjá manninum, sem er formaður Almannavama Vestmanna- eyja. Það verður nóg að gera þar á bæ ef Ktið blaðaviðtal er miklar hamfarir. Námskeið tekin gild Sýslumaður skrifar að námskeið á vegum Smábátaskóla Vestmannaeyja og annara einstaklinga hafi ávallt verið tekin gild, að uppfylltum venjulegum skilyrðum, bæði hér í Vestmanna- eyjum og hjá öðmm embættum sem hann hafi aflað sér upplýsinga hjá. Mergurinn málsins er að Smábáta- skóli Vestmannaeyja og aðrir aðilar, sumir hverjir að minnsta kosti, hafa alls ekki fullnægt kröfum námskrár um 30 rúmlesta skipstjómamám. Það veit Karl Gauti. Hann sat námskeið í Smábátaskólanum og lauk þar námi, að eigin sögn, eftir 18 klukkustunda kennslu, þar sem eiga að vera 93 klukkustundir sem em 140 kennslu- stundir fyrir utan 28 kennslustundir í Slysavamaskóla sjómanna. Hann sat í 2 tíma í siglingareglum, þar sem eiga að vera 19 tímar, engan í tækja- kennslu, þar sem eiga að vera 28 kennslustundir, engan í vélfræði, þar sem eiga að vera 9 kennslustundir og engan í veðurfræði, þar sem eiga að vera 9 kennslustundir. Hann veit af eigin reynslu hvemig námskráin er þverbrotin við Smábátaskólann, því undirritaður færði honum hana fyrir nokkm, að hans beiðni. Hann er ekkert betur settur þótt önnur embætti veiti atvinnuskífteini fýrir svona fúsk. Mikið væri gaman ef sýslumaðurinn okkar sýndi þarna gott fordæmi og tæki á þessu ófremdarástandi. Það er alltof algengt að lögin og námskráin um atvinnuréttindi til skip- stjómar á 30 rúmlesta skipum og minni er brotin. Gagnvart öðmm starfsstéttum em lög og námsskrár ekki sniðgengin í slíkum mæli. Skipstjómin virðist ekki hátt skrifuð hjá þessum embættiskörlum. Að auki er talið sjálfsagt að hundruð manna séu á undanþágum til sjóstarfa, skipstjómar og vélstjómar, sem hvergi annars staðar liðist. Það sýnir andann í þessum málum. Bréf samgönguráðuneytisins Hinn 9. júní skrifaði samgöngu- ráðuneytið bréf til sýslumanna og tollstjórans í Reykjavík. Þessir aðilar gefa út atvinnuskírteini að loknu skipstjómamámi. Þar er athygli vakin á að ráðu- neytinu hafi verið bent á að ýmsir aðilar hafi ekki fylgt námskrá við kennslu 30 rúmlesta skipstjómamáms. Minnt er á atvinnuréttarlögin í þessu sambandi. Þar segir. „Til þess að öðlast réttindi sem skipstjóri í innanlandssiglingum á skipi sem er 30 rl. eða minni þarf viðkomandi að hafa lokið prófum í sjómanna- og skipstjómarfræðum ffá viðurkenndum skóla í samræmi við reglugerð sem menntamálaráðuneytið setur um nám í þessum fræðum." Einnig segir í bréfinu: Ráðuneytið vill leggja áherslu á að 30 rl. atvinnuskírteini verði ekki gefin út nema sannreynt hafi verið að nám umsækjenda sé í fullu samræmi við gildandi námskrá framhaldsskóla frá apríl 1999 til þessara atvinnuréttinda. Okkar maður var fljótur að svara þessu. í Veri Morgunblaðsins 21. júní segir hann að nám í Smábátaskóla Vestmannaeyja hafi verið athugað samkvæmt tilmælum samgönguráðu- neytisins og niðurstaðan sú að námið gildi til útgáfu atvinnuskírteina til 30 rúmlesta skipstjómarréttinda. Mikið er maðurinn trúgjam. Hann sat sjálfur námskeið, sem var einungis 1/5 af tilskildum námstíma, þar sem mikilvægum námsgreinum var alveg sleppt. Svo kemur Georg Stanley til hans og segir að námskránni sé fylgt nákvæmlega. Hann trúir honum betur en eigin reynslu, og kemur skila- boðunum frá Stanley til ráðuneytisins. Að lokum Karl Gauti segir að menntamála- ráðuneytið hafi ekki farið að tilmælum okkar Guðjóns Armanns skóla- meistara að ákveðnum skólum verði veittur einkaréttur til kennslu þessara réttinda eða að breyta lögum á þann hátt að samkeppni um nemendur til 30 rl. náms verði útrýmt. Hvers lags bull er þetta? Við Guðjón Ármann höfum aldrei farið fram á að lögunum um atvinnuréttindi skipstjómarmanna verði breytt. Þau eru skýr og góð. Við höfum farið fram á að þeim og námskránni sé fylgt. Það eiga skráningarstjóramir (sýslumennimir) að sjá um. Sýslumaðurinn segir það misskilning hjá mér að það sé í hans verkahring að endurskoða tilskipanir ráðuneytisins. Það finnst hvergi í viðtalinu við mig neitt um þetta. Og hvað varðar að útrýma samkeppni um nemendur, þá er hún þannig að fúskarar úti í bæ, hér og þar um landið em að fást við þessa kennslu eins og Karl Gauti varð vitni að í Smábátaskólanum. Því miður álpaðist hann og fleiri til slíkra manna til þess að losna við eðlilegar náms- kröfur. Það er ekki karlmannlegt. Framhaldsskólinn hér fylgir nám- skrá 30 rl. skipstjómamámsins með 8 vikna kvöldnámskeiðum, meðan Stanley lýkur þessu af á 6 kvöldstundum, vegna þess að hann kennir eftir eigin geðþótta en ekki eftir námsskrá. Það virðist vera samkeppni, sem er sýsla að skapi. Friðrik Asnumdsson Fornbíla- klúbbur r Islands kemur í heimsókn til Eyja Fornbflaklúbbur Islands er á leið til Eyja og er væntanlegur til Eyja með Herjólfi á Laugardag. Þarna eru á ferðinni um 20 bflar og allir hver öðrum glæsilegri. Fljótlega eftir komuna til Eyja munu ökumenn og eigendur bflanna fara í ökuferð um bæinn og má eiga von á flottum köggum brunandi um götur Heimaeyjar. A sunnudag verða bflarnir svo til sýnis fyrir neðan Náttúrugripasafn Vestmannaeyja og hvetur Guðmundur H. Guðjónsson, tengiliður fornbflaklúbbsins í Eyjum og meðlimur alla Eyjamenn að líta á planið og berja djásnin augum. Átján jeppaeigendur, sem eiga jeppa frá Ingvari Helgasyni og Bflheimum, (Trooper, Patrol og Terrano - menn), halda héðan úr Eyjum í öræfaferð á tjallabflum sínum nú um helgina. Farið verður austur fyrir Mýrdalsjökul um Landmannalaugar í Nýjadal, Gæsavatnaleið, hina gömlu, í Kverkfjöll og Öskju, farið að Dimmugljúfrum og Snæfelli og endað á Egilsstöðum. Gist verður í skálum en 55 manns eru í hópnum. Kunnáttumaðurinn og kirkjuorganistinn Guðmundur Hafliði Guðjónsson skipulagði ferðina og tekur hún eina viku. Myndin var tekin þegar verið var að fara yfir nauðsynlegan búnað og prófa talstöðvar. HÚSEY HÚSEY BYGGINGAVÖRUVERSLUN VESTMANNAEYINGA INNI EÐfl ÚTI MlKIÐ ÚRVAL

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.