Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 13.07.2000, Blaðsíða 19

Fréttir - Eyjafréttir - 13.07.2000, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 13. júlí 2000 Fréttir 19 Landssímadeild kvenna: IBV 2 - KR2 Frábær skemmtun Óhcppnin ætlar að elta meistara- flokkslið ÍBV á röndum þetta tímabilið því þegar stelpurnar tóku á móti KR í Landsímadeild kvenna á þriðjudagskvöldið fékk IBV fjölmörg tækifæri á að tryggja sér sigurinn undir lok leiksins en heilladísirnar voru ekki á bandi ÍBV. Leiknum Iauk 2-2 eftir að ÍBV hafði komist yfir 1-0. ÍBV stelpur vom miklu ákveðnari til að byrja með og fyrstu tíu mín- útumar réðu þær algjörlega gangi leiksins. Bryndís Jóhannesdóttir kom ÍBV yfir eftir laglegan samleik við Karen Burke, en eftir það misstu stelpumar hægt og sígandi flugið og gestimir gengu á lagið. Mikið fát var oft á tíðum hjá IBV síðustu tuttugu mínútur fyrri hálfleiks, spil innan liðsins datt alveg niður og alltaf reynt að hreinsa langt ffam á völlinn, sem jafnvel tókst ekki alltaf. Þetta nýttu KR-ingar sér til fulls og jöfnuðu sex mínútum fyrir leikhlé. Bytjunin á seinni hálfleik var skárri hjá IBV, stelpumar reyndu að spila boltanum, en oft vantaði kraftinn í að klára síðustu sendinguna. KR komst svo yfir 1-2 á 57. mínútu og virtist stefna í enn eitt tapið gegn KR. En Eyjastelpur settu undir sig hausinn og börðust eins og ljón síðasta hálf- tímann. Sú barátta skilaði marki sem Svetlana skoraði. Biddý fékk tvö dauðafæri á lokamínútunum en bæði skotin fóm framhjá. Kelly var svo ranglega dæmd rangstæð þegar hún var sloppin í gegnum vöm IBV þannig að niðurstaðan var 2-2 jafntefli. „ Við vomm ekki langt frá því að vinna þennan leik og hefðum átt að skora þama í lokin. En mér fannst KR betra liðið í fyrri hálfleik og það var einfaldlega stress í stelpunum að halda ekki haus. Seinni hálfleikur var svo betri af okkar hálfu og við hefðum átt að skora fleiri mörk en þessi tvö. En þetta em fyrstu stigin sem ÍBV nær af KR frá upphafi og ég er bara sáttur við það, við verðum að byija einhvers- staðar. Við emm taplaus á heima- velli og ætlum okkur að halda því áfram.“ sagði Heimir Hallgrímsson þjálfari eftir leikinn. Leikurinn var frábær skemmtun og þama hafa sennilega ást við tvö sterkustu liðin í kvennaboltanum í sumar. Það sýndi sig að Eyjastúlkur höfðu betra úthald og áttu fyllilega skilið að sigra. Á lokamínútunum yftrspilaði IBV íslands- og bikar- meistarana sem ætti að gefa stúlk- unum trú á sjálfa sig. Takist Heimi að ljúga kjark í sína menn má vænta mikils af þeim, bæði í deild og bikar þar sem þær em komnar í Ijögurra liða úrslit. Mörk ÍBV: Bryndís Jóhannesdóttir og Svetlana Balinskaya. BRYNDÍS fagnar markinu með Gumma bróður sínum. Golf: Volcano open og fleira Minni þátttaka en vænst var Volcano Open mótið fór fram á laugardag og sunnudag í einhverju besta veðri sumarsins. Þátttak- endur voru aðeins 58, mun færri en búist hafði verið við. Fram til þessa hefur alltaf nokkur fjöldi útlendinga tekið þátt í mótinu en nú mætti aðeins einn slíkur til leiks. Þá hlýtur einnig dræm þátttaka heimamanna að valda vonbrigðum, aðeins 20 úr GV sem mæta, meðan 26 manna hópur úr GR mætir hingað og hafa margir þeirra ekki látið sig vanta á þetta mót frá því að það hófst. Þátttaka í innanfélagsmótum GV í sumar hefur verið milli 40 og 60 manns þannig að þama er illa mætt af heimamönnum. Keppt var í þremur forgjafarflokkum í punktakeppni og urðu úrslit þessi: Forgjafarfl. 0-11,9 1. Sigríður Mathiesen GR 74 p 2. Örlygur H. Grímss GV 72 p 3. Þórdís Geirsdóttir GK 70 p Forgjafarfl. 12 - 23,9 1. Vignir Benediktss GR 76 p 2. Gísli H. Jónasson GV 71 p 3. Christian Þorkelss GR 70 p Forgjafarfl. 24 - 36 1. Tinna Ó Óskarsd GKG 84 p 2. Aðalsteinn Ömólfss GK 71 p 3. Sigríður Jensdóttir GK 36 p Meistaramótið hafiö Meistaramót Golfklúbbs Vestmanna- eyja hófst á mánudag með keppni í flokkum öldunga og unglinga 13-15 ára og lauk þeirri keppni á þriðjudag. I unglingaflokki vom rnu keppendur og urðu úrslit þessi en þar var keppt án forgjafar: 1. Leifur Jóhannesson 172 h. 2. Brynjar Ólafsson 177 h. 3. Jón Valgarð Gústafsson 184 h. í öldungaflokki vom keppendur 14 en þar var keppt í tvo daga bæði með forgjöf og án. Þar urðu úrslit þessi: Án forgjafar: 1. Jóhann Pétur Andersen 166 h. 2. Gunnlaugur J. Axelsson 170 h. 3. Sigmar Pálmason 179 h. Með forgjöf: 1. Sigurgeir Jónsson 144 h. 2. Hjörtur Hermannsson 146 h. 3. Jóhann Pétur Andersen 148 h. í gær hófst flokkakeppni á Meistaramótinu þar sem keppt er í fjórum flokkum karla og einum flokki kvenna. Þátttaka hefur oft verið meiri. Keppni lýkur á laugardag. Firmakeppni GV 2000 Alls tóku 60 fyrirtæki og stofnanir þátt í Firmakeppni GV að þessu sinni. Vill stjóm golfklúbbsins þakka þeim öllum fyrir stuðninginn. Þessi fyrirtæki urðu í þremur efstu sætum en leiknar vom 18 holur með forgjöf: 1. Sæhamar 56 högg Spilari Einar P. Eiríksson 2. Vífilfell 62 högg Spilari Vignir A Svavarss. 3. Bæjarveitur 68 högg Spilari Sigurgeir Jónsson TINNA Ósk Óskarsdóttir spilaði best allra á Volcano Open og hlaut alls 84 punkta sem er feiknagott skor eða 12 undir pari á tveimur hringjum. Tinna Ósk, sem er aðcins 16 ára gömul, er í Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar en á reyndar ættir sínar að rekja til Eyja, dóttir Óskars Svavarssonar (Steingríms) og Önnu Díu Erlingsdóttur. Auðveldur sigur hjá KFS KFS tók á móti Golfklúbbi Grinda- víkur síðasta föstudag og áttust liðin við á Helgafellsvellinum. Heima- menn réðu leiknum allann tímann og hefðu getað spilað á hálfum hraða en samt unnið, enda fór svo að KFS vann leikinn 5-0. Dómari leiksins reyndi þó hvað hann gat til þess að jafna leikinn, vísaði m.a. Magnúsi Steindórssyni af velli um miðjan fyrri hálfleik en það dugði ekki og sigur KFS aldrei í hættu. Þess má geta að Jóhann Sveinn Sveinsson spilaði með KFS í fyrsta skipti þetta tímabilið og verður hann með liðinu í næstu leikjum. Mörk KFS: Sindri Grétarsson 2, Gísli Geir Tómasson, Jóhann Sveinn Sveinsson og Yngvi Borg- þórsson. Slakur árangur úr Essomótinu Fimmti flokkur ÍBV karla hélt um síðustu helgi norður til Akureyrar til að taka þátt í Esso-móti KA. Eins og margir muna þá varð ÍBV Shellmótsmeistari 1999 í sjötta flokki en margir úr því liði eru gengnir upp í fimmta flokk og því hægt að vonast eftir góðum árangri. Sú varð ekki raunin, ÍBV lenti neðarlega í A-, B- og C-liðum en þrátt fyrir það þá skemmtu strákamir sér ágætlega og létu vel af dvölinni á Akureyri. Tommi kominn, Allan farinn Til liðs við ÍBV er genginn Eyja- maðurinn Tómas Ingi Tómasson, en hann hefur verið að spila í Danmörku undanfarin tvö ár. Tómas Ingi spilaði síðast með ÍBV tímabilið 1993 en hann mun áreiðanlega koma til með að styrkja framlínu IBV nokkuð. Fljótlega eftir að Tómas Ingi skrifaði undir lánssamning við IBV þá fór færeyski landsliðsmaðurinn Allan Mörköre fram á að verða seldur eða leigður frá félaginu. Allan var svo að lokum seldur til færeyska liðsins HB frá Þórshöfn, en þaðan kom Allan einmitt ril IBV. Framundan Fimmtudagur 13.júlí Kl. 14.00 ÍBV-ÍA 4.fl. karla A Kl. 15.30 ÍBV-ÍA 4.11. karla B Kl. 20.00 ÍBV-KR 2.fl. karla Föstudagur 14.júlí Kl. 20.00 Hamar/Ægir-KFS Laugardagur lS.júlí Kl. 14.00 Keflavfk-ÍBV 3.fl. karla Kl. 14.00 Fjölnir-ÍBV 3.fl. kvenna Sunnudagur ló.júlí KI. 20.00 Fylkir-ÍBV Landssíma- deild karla Mánudagur 17.júlí Kl. 20.00 ÍBV-Valur Landssíma- deild kvenna Kl. 20.00 Fylkir-ÍBV 2.fl. karla Þriðjudagur 18.júlí Kl. 17.00 IBV-KR 4.fl. kvenna

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.