Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 13.07.2000, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 13.07.2000, Blaðsíða 2
2 Fréttir Fimmtudagur 13. júlí 2000 Styrkveitingar hjá félagsmálaráði Félagsmálaráð hefur samþykkt að styrkja útgáfu Lögreglufélags Vest- mannaeyja á vímuvamablaði þjóð- hátíðar. Blaðið nefnist Hin hliðin og nemur styrkurinn 56 þúsund kr. Þá hefur einnig verið ákveðið að veita þeim Heru Einarsdóttur og Jóni Péturssyni styrk til að sækja ráðstefnu á sviði bamavemdar sem fram fer í Finnlandi 23.-26. ágúst. Nemur styrkupphæðin 45 þúsund kr. tii hvors þeirra. Laxeldi í Klettsvík? A fundi hafnarstjómar, sem haldinn var á miðvikudag í síðustu viku, var Guðjón Hjörleifsson kjörinn for- maður hafnarstjómar. A fundinum kom fram að fyrirtækið íslandslax hefur sýnt áhuga á því að fá aðstöðu lil laxeldis í Klettsvík. Þessu erindi var fagnað í hafnarstjóm og hafnar- stjóra falið að kanna það nánar og ræða við fulltrúa íslandslax og Ocean Futures (Keikómenn) um málið. Vill upplýsingar Á síðasta fundi bæjarráðs bar Þor- gerður Jóhannsdóttir fram svohljóðandi fyrirspum: „Ég óska eftir skriflegum upplýsingum um stöðu skulda og alhorgana vegna þeirra. Jafnframt óska ég eftir að fá áætlanir um tekjur bæjarsjóðs næstu fmim ár og hvernig þær muni skiptast milli reksturs og fram- kvæmda." Fjórar milljónir í sprengingar Nauðsynlegt er talið að dýpka innsiglinguna við Hringskersgarð. Þar þatf töluvert að sprengja og er áætlaður kostnaður vegna þess um 4 milljónir króna. Rólegheit 1 sl. viku var alls 161 færsla í dagbók lögregiu sem er nokkru minna en í vikunni á undan. Lögregla segir rólegt yfir vötnunum um þessar mundir og lítið um alvarleg mál. Þrátt fyrir að tjöldi fólks hafi verið að skemmta sér um helgina í Skvísusundi hafi alit farið hið besta fram. Þá var og minna um umferðarlagabrot en alla jafna, sjö kærðir fyrir slíkt, svo sem akstur gegn einstefnu, hraðakstur o.fl. Innbrot hjá ÍBV Helgina um síðustu mánaðamót var brotist inn í aðstöðu IBV- útvarpsins. Var m.a. stolið þremur headfónum og minidiskaspilara. Ekki er vitað hverjir þarna voru að verki og óskar lögregla upplýsinga. Skemmdarverk o.fl. Þrjú eignaspjöli voru tilkynnt lögreglu um hclgina. Skemmdir urðu á þakkkassa á versluninni Eyjafoto þegar flaggstöng féll á hann. Rúður voru brotnar í Hamarsskóla. Voru tveir aðilar handteknir vegna þess og viðurkenndu þeir að hafa verið að verki. Þá var kassi utan um gestabók í Gaujulundi skemmdur, svo og peningabaukur, eins og sagt er frá hér lil hliðar, og ekki vitað hver eða hverjir þar voru að verki. Sparisjóðurinn veitir hvatningarverðlaun: Veitt fyrir tillögu að markaðsöflun Á myndlistarsýningunni sem opnuð var í tilefni af útivistardegi Spari- sjóðsins síðastliðinn laugardag voru Runóifi Gíslasyni og Margo Renner veitt hvatningarverðlaun Sparisjóðs Vestmannaeyja fyrir tillögu að viðskiptaáætlun. Nýsköpunarsjóð- ur, Viðskiptaháskólinn í Reykjavík, Morgunblaðið og KPNG Endur- skoðun og reikningsskil stóðu fyrir samkeppni um gerð viðskipta- áætlana undir heitinu Nýsköpun 2000. Stjóm Sparisjóðs Vestmannaeyja ákvað að veita þeim aðila frá Vest- mannaeyjum viðurkenningu sem tæki þátt í verkefninu, en ákvörðunin um viðurkenningu var tekin til að hvetja til sem mestrar þátttöku í verkefninu í Vestmannaeyjum. Þótti áætlun þeirra Margo og Runólfs best og vom þau mjög nærri verðlaunasæti í keppninni. Aðspurður sagði Runólfur að áætlunin hafi gengið út á að framleiða, markaðssetja og dreifa þeim vörum sem unnin em hjá Merkikerti. „Lykil- útgangspunktur áætlunarinnar byggir á þeirri reynslu sem ég hef frá þeim vinnustað sem ég vann á áður en ég stofnaði Merkikerti, auk almennrar reynslu í verslunarrekstri,“ sagði Runólfur. RUNÓLFUR og Margo Renner taka við hvatningarverðlaunum Sparisjóðs Vestmannaeyja úr hendi Ólafs sparisjóðsst jóra. Síðastliðið sunnudagskvöld eða á mánudagsmorgun var unnið skemmdarverk í Gaujulundi þegar púlt með gestabók og peningabauk fyrir frjáls framlög gesta var mölvað til ónýtis. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem rumpulýður lætur til sín taka í þessari gróðurvin austur í Nýjahrauni, sem þau EIli og Gauja hafa ræktað upp frá því 1988. Sögðu þau skemmdarverkið bæði sorglegt og um leið ótrúlegt hversu óvandað fólk legðist lágt til að svala sínum lægstu hvötum. „Það er ekki eins og þarna sé uni stórar fjárhæðir að ræða, sem gestir lundarins af góðvilja setja í baukinn til styrktar lundinum. En það er allt sem bendir til að þarna sé um fádæma auðgunarbrot að ræða. Mann setur eiginlega hljóðan yfir hversu bágt slíkt fólk hlýtur að eiga sem leggur svona athæfi fyrir sig.“ Málið hefur verið kært til lögreglu og rannsakar hún málið. Hundar vilja vera til vandræða Lögregla vill minna hundaeigendur á að gæta hunda sinna en samkvæmt reglum er lausaganga hunda bönnuð og bannað er að vera með hunda á samkomum. Allt of mikið er um að hundar gangi lausir í bænum, bæjarbúum til ómældrar mæðu. Að undanfömu hafa þeir t.a.m. hrellt gollleikara í miðju móti eins og getið er um annars staðar í blaðinu. Þá var á þriðjudagskvöld tilkynnt um tvö atvik þar sem hundar réðust á böm að leik og glefsuðu í þau. Sem betur fer urðu þar ekki slys en eigendur hunda ættu að athuga að þeir bera ábyrgð á hundurn sínum og nær sú ábyrgð til refsi- og bótaábyrgðar. eyjafrettir.is á næstu grösum FRETTIR Utgefandi: Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Ritstjóri: Ómar Garðarsson. Blaðamenn: Benedikt Gestsson & Sigurgeir Jónsson. íþróttir: Júlíus Ingason. Ábyrgðarmenn: Ómar Garðarsson & Gísli Valtýsson. Prentvinna: Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Aðsetur ritstjórnar: Strandvegi 47II. hæð. Sími: 481-3310. Myndriti: 481- 1293. Netfang/rafpóstur: frettir@eyjar.is. Veffang: http//www.eyjar.is/~frettir. FRÉTTIR koma út alla fimmtudaga. Blaðið er selt í áskrift og einnig í lausasölu í Turninum, Kletti, Veitingaskálnum Friðarhöfn, Tvistinum, Toppnum, Kránni, Vöruval, Herjólfi, Flughafnarversluninni, Tanganum, Söluskálanum Friðarhöfn. FRETTIR eru prentaðar í 2000 eintökum. FRÉTTIR eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Eftirprentun, hljóðritun, notkun Ijósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.