Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 13.07.2000, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 13.07.2000, Blaðsíða 1
Á dögunum var yngstu börnunum af leikskólanum Rauðagerði boðið á hestbak í Lyngfelli. Það var mikil eftirvænting hjá börnunum þegar þau komu á staðinn í þeirri fádæma blíðu sem verið hefur undanfarna daga. En það er vissara að halda sig í mátulegri fjarlægð frá hestunum, þegar verið er að gefa þeim brauð, eins og þessir peyjar gera. Kúluverksmiðjan fer til Dalvíkur Verksmiðjan Atlantic Island mun væntanlega hætta framleiðslu sinni í Vestmannaeyjum á næstunni og verður að öllum líkindum flutt til Dalvíkur. Sæplast hf. á Dalvík mun setja hana upp að nýju nyrðra. Verksmiðjan, sem framleiddi plast- kúlur fyrir veiðarfæri, var keypt til Eyja frá Færeyjum haustið 1998 og starfsmannafjöldi var 2,5 stöðugildi. Eigendumir, þeir Gísli H. Jónasson, Hjörtur Hermannsson, Þórður Rafn Sigurðsson og Olav Lava, segja reksturinn ekki hafa gengið nógu vel. Framleiðslan hafi raunar gengið að óskum en salan ekki nógu vel enda mikil samkeppni á markaðinum. „Við hefðum þurft að selja meira,“ segir Gísli. Gísli segir að óhagstæð gengisþróun, hækkun á erlendum lánum og mikil hækkun á hráefnis- verði hafi einnig haft mikil áhrif. „Við vorum að selja um 60% af framleiðslunni erlendis þannig að gengisþróunin var okkur ekki í hag,“ sagði Gísli. Þessi flutningur fyrirtækisins var ákveðinn fyrir nokkmm vikum en formlega var gengið frá honum í gær. Eigendur Atlantic Island verða hluthafar í Sæplasti hf. GÍSLI og Hjörtur voru meða eigenda Atlantic Island. Nú er ákveðið að ísfélag og Vinnslustöð sameinast í sjávarútvegsrisa: Eitt af f jórum stærstu í annað sinn á tæpu ári er ákveðið að ísfélag Vestmannaeyja hf. og Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum hf. renni saman í eitt fyrirtæki undir nafni Isfélagsins. I fyrra skiptið sleit stjórn Vinnslu- stöðvarinnar samrunaviðræðunum á lokasprettinum og kom því frétt sl. föstudag um samrunann eins og þruma úr heiðskíru lofti bæði yflr starfsfólk fyrirtækjanna og bæjar- búa. Sameinað fyrirtæki mun velta nálægt 5 milljörðum, ráða yfir 15 skipum, 20 þúsund tonna kvóta, þremur bræðslum, tveim frysti- húsum, aðstöðu fyrir saltfiskvinnslu á tveimur stöðum og það sama gildir um öfluga sfldar- og loðnu- vinnslu. Nýtt Isfélag verður eitt af fjórum stærstu sjávarútvegsfyrir- tækjum landsins. Forsendur eru talsvert ólíkar því sem þær vom fyrir ári síðan þegar starfs- hópur á vegum félaganna hóf við- ræður um sammna Isfélags, Vinnslu- stöðvar, Krossanes á Akureyri og Óslands á Homafirði. Þá var vitað að bæði Vinnslustöð og Isfélag vom að tapa en staða Vinnslustöðvarinnar var þó sýnu verri eins og seinna kom í ljós. Það sem hefur breyst síðan er að bæði fyrirtækin hafa styrkt reksturinn þannig að ekki verður í fljótu bragði séð hvað rekur þau saman nema að vera skyldi óvissa í sfld og loðnu þar sem bæði eiga mikilla hagsmuna að gæta, ekki síst Isfélagið. Þá hafa bæði félögin bætt við sig eignum því Krossanes hefur sameinast Isfélaginu og í vor sameinaðist Gandí ehf. Vinnslustöðinni. Þessar breytingar koma m.a. fram í breyttum eignarhlutföllum í nýju fyrirtæki. A síðasta ári hefði eignar- hlutur Isfélagsarmsins orðið stærri en nú em hlutföllin 45,5% á móti 54,5% Vinnslustöðinni í hag. Verði af samrunanum í þetta sinn, sem verður nú að teljast nokkuð ör- uggt, er ljóst að áhrifin verða umtals- verð, bæði hjá starfsfólki og bæjar- félaginu. Það er óhjákvæmilegt að starfsfólki verður fækkað og mun það einkum bitna á millistjómendum, skrifstofufólki, hugsanlega iðnaðar- Enska 2. deildarliðið Stoke kom til íslands í gærkvöldi og er væntanlegt til Eyja á laugardag. Eins og flestum mun kunnugt er Stoke að stærstum hluta í eigu íslenskra fjárfesta og eru nokkrir Eyjamenn í þeim hópi. Knattspyrnustjórinn, Guðjón mönnum og sjómönnum. Fyrir Vestmannaeyjar þýðir þetta að fólksfækkun mun halda áfram og um leið minni tekjur fyrir bæjarsjóð. Um leið hverfa þau jákvæðu áhrif sem samkeppni milli fyrirtækjanna hefur leitt af sér fyrir bæjarfélagið. Þá em ótalin áhrif á þjónustu í bænum því þó velta eins fyrirtækis verði svipuð og Þórðarson, mætir til íslands með sitt sterkasta lið og leikur liðið tvo leiki hér á landi. Hér byrjar Stokeliðið á því að fara í hádegismat hjá Magnúsi Kristinssyni útgerðarmanni og stjómarformanni Stoke Holding. Að mat loknum fara þeir í forveranna verður samþjöppunin til þess að þörf á aðkeyptri þjónustu mun minnka. Kostimir eru að stærra fyrirtæki býður upp á ný sóknarfæri sem hugsanlega gætu þýtt fleiri störf en móti kemur almenn þróun í veiðum og vinnslu sem miðast við að færri hendur þurfti til að skila aflanum að landi og vinna hann. skoðunarferð en kl. 16.30 hitta leikmenn kollega sína í ÍBV í Týsheimilinu. Er öllum heimilt að kíkja við og heilsa upp á Guðjón og hans menn sem stefna á að koma liðinu í fremstu röð í enskri knattspyrnu. Stoke heimsækir Eyjar ■ 1 ■ > TM-ÖRYGGI FYRIR ÚRVGGI FJÖLSKYLDUNA Sameinar öll trygg'‘ngamálin - é öílum svidum1 sfp á emfaldan og hagkvæman hatt Bílaverkstæðið Bragginn s.f. Réttingar og sprautun Flötum 20 - Sími 481 1535 Sumaráætlun Frá Eyjum Frá Þorlákshöfn Alladaga kl. 08.15 kl. 12.00 Aukaferðir fimmtud., föstud. og sunnud. kl. 15.30 kl. 19.00 {<$>}Herjólfur Sími 481 2800 - Fax 481 2991

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.