Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 07.09.2000, Blaðsíða 6

Fréttir - Eyjafréttir - 07.09.2000, Blaðsíða 6
6 Fréttir Fimmtudagur 7. september 2000 Utlendingahersveitin í Akóges: Enn er heimsviðburður í Eyjum Milli 60 og 70 jazzunnendur í Eyjum mættu á tónleika Útlendingahersveitarinnar í Akóges á mánudagskvöldið var. Tónleikarnir voru haldnir að tilhlutan Jazz- hátíðar Reykjvíkur, sem á tíu ára afmæli um þessar mund- ir, og Listvinafélags Vest- mannaeyja. Utlendingahersveitina skipa tónlist- armenn sem getið hafa sér gott orð á erlendri grundu og er skemmst frá að segja að þeir félagamir fóru á kostum á tónleikunum og langt síðan annar eins meistarajazz hefur dekstrað við jazzhlustir í Eyjum. Meðlimir Utlendingahersveitarinnar eru Arni Egilsson bassaleikari, Jón Páll Bjamason gftarleikari, Þórarinn Ólafsson píanóleikari, Pétur Östlund trymbill og Árni Scheving víbrafón- leikari. Efnisskrá tónleikanna var að öllu leyti byggð á verkum eftir meðlimi hljómsveitarinnar, utan eitt lag sem kalla má klassískan jazzópus. Það var reglulega ánægjulegt að heyra að íslenskir jazzleikarar, geti byggt upp jafn öfluga efnisskrá eigin tónverka sem tónleikar þessir bám vitni, og sem standast fyllilega það besta sem metnaðarfullir jazzleikarar em að skapa í heiminum í dag. Þrátt fyrir að hafa alið rjómann af tónlistarævi sinni erlendis, að undanskildum Áma Scheving víbrafónleikara, sem sagði sig Breiðhyltinginn í hópnum, fór ekki á milli mála að ástríðan til tónlistargyðjunnar átti allan hug þeirra. Sérstaklega er eftirminnilegt verk Áma Egilssonar Casa AlCalde, sem spannaði sjóðheita suðræna dramatík og viðkvæmni tangósins. Einnig verkið Rivers/Ámar, eftir Áma Scheving. Annars væri að æra óstöðugan að telja upp þau snilldartilþrif sem einkenndu alla tónleikana og ekki síður þau meistarastykki sem flutt voru á tónleikunum. A meðan slíkir heimsmælikvarða- tónlistarmenn sýna landanum slíka ræktarsemi, sem þessir snillingar vissulega eru, þarf þjóðin ekki að örvænta um sinn hag. Þeir sem á annað borð mættu á tónleikana koma ellaust til að njóta þeirrar upplifunar langt fram á kaldan veturinn. Virlúósar af þessu kaliberi eiga allt gott skilið og allir þeir sem gerðu þeim kleift að spila í Eyjum þessa kvöldstund. Hún verður lengi í minnum höfð. Útlendingahersveitinni var fagnað mjög í Iok tónleikanna: Fr. v. Árni Scheving, Árni Egilsson, Jón Páll Bjarnason, Þórarinn Ólafsson og Pétur Östlund. Hluti Útlendingahersveitarinnar á einbeitingarnótunum og jazz- Jón Páll með gítarinn og Árni stemmningin á suðupunkti. Scheving í baksýn. Einstakur fílingur hjá Pétri Östlund. Árni Egilsson gælir við bassann og engum líkur. Skiptir mestu máli að vera með Ásta Hrönn Guðmannsdóttir var fulltrúi Vestmannaeyja í sumarstúlkukeppni Eskimomodels 2000 sem fram fór síðastliðinn tbstudag á Gauk á Stöng. Að sjálfsögðu var blaðamaður Frétta á staðnum og fylgdist með keppninni. Að vísu varð Ásta Hrönn ekki hlutskörpust í keppninni, engu að síður stóð hún sig með miklum ágætum og var Vestmannaeyjum til sóma í hvívetna. Alls tóku sjö stúlkur þátt í aðalkeppninni þetta kvöld. Dómnefnd fylgdist grannt með framgöngu stúlknanna í tískusýningum kvöldsins og var mikil eftirvænting í loftinu þegar dómnefnd kynnti niðurstöðu sína. Veittir voru tveir titlar, sumarstúlka og netstúlka Eskimomodels 2000. Netstúlkan var valin í almennri kosningu á visir.is og lenti Ásta Hrönn þar í þriðja sæti, en Netstúlka var Norðanstúlkan Halla Björk Jósepsdóttir. Sumarstúlka var valin Hildur Björnsdóttir úr Reykjavík, en dómnefndin sá alfarið um val hennar. Ásta Hrönn sem er 15 ára nemandi í Hamarskóla sagði að mjög gaman hefði verið að taka þátt í keppninni, þrátt fyrir nokkurn hnút í maganum áður en hún gekk inn á sviðið. „Það skiptir ekki öllu máli að vinna, heldur að taka þátt,“ sagði Ásta Hrönn og bætti við að hún hefði nú ekki rnikinn metnað í sýningarstörl', en þó væri aldrei að vita nema hún prófaði, ef eitthvað skemmtilegt byðist, því hún væri nú á skrá hjá Eskimomodels. Vinir og fjölskyldan voru að sjálfsögðu mætt á staðinn. Stúlkurnar sjö: Lengst til vinstri Halla Björk Jósepsdóttir netstúlkan, þriðja frá hægri Ásta Hrönn og lengst til hægri Hildur Björnsdóttir, sumarstúlka Ekimomodels 2000.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.