Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 07.09.2000, Blaðsíða 8

Fréttir - Eyjafréttir - 07.09.2000, Blaðsíða 8
8 Fréttir Fimmtudagur 7. september 2000 Enn stefnt að því að sleppa Keikó á árinu Þó hafa vonir um það dvínað og líklega mun hvalurinn hafa vetursetu í Eyjum í sumar hefur háhyrningurinn Keikó fengið að leika mjög lausum hala utan svæðisins í Klettsvík. Farið hefur verið með hann í „göngutúra" í kringum Eyjar, stutta í byrjun en nú upp á síðkastið langar og miklar ferðir. Markmið Ocean Futures samtak- anna hefur verið að sleppa Keikó út í frjálsa náttúruna um leið og talið er að hann geti samlagast henni. Stefnt var að því að það yrði í haust. Hallur Hallsson, talsmaður samtak- anna á íslandi, segir að það markmið hafi ekki breyst, stefnt sé að því að sleppa háhymingnum í haust. „I síðustu viku vorum við með Keikó úti í nokkra daga samfellt og fylgd- umst með honum af báti. Þá hefur svæðið við Vestmannaeyjar verið kannað úr lofti í sumar til að fylgjast með háhymingavöðum. í sumar hefur ekki verið mikið um háhym- inga við Eyjar en talsvert af hrefnu. Við munum halda áfram að fara með hann út fyrir á næstu dögum og markmiðið er að reyna að sleppa honum á þessu ári. Ef það gengur ekki þá verður hann áfram í Eyjum í vetur.“ Hvernig hefur Keikó brugðist við villtum œttingjum sínum? „Hann hefur nokkmm sinnum komist í námunda við aðra háhym- inga en ávallt snúið til baka og aldrei horfið sjónum okkar. Við settum á hann senditæki í sumar en höfum átt í erfiðleikum með það og bíðum eftir öðrum sendi frá Bandaríkjunum. Við viljum geta fylgst með ferðum hans og skráð allt um þær í samræmi við ströngustu kröfur vísindanna." En hvernig hafa aðrir háhymingar tekið honum ? „Hann hefur ekki náð að samlagast þeim vöðum sem hann hefur komist í námunda við. Nú er það svo í hval- heimum eins og mannheimum að vöður eiga sín svæði og ekki vitað hvemig einstaklingar fara milli þeirra. Svo kann að koma heppileg vaða sem hann nær að samlagast þó svo að það hafi ekki enn gerst. Við höldum ótrauð áfram þeirri stefnu að sleppa honum á þessu ári. En haust- ið er í nánd og ef það tekst ekki að þessu sinni þá tökum við upp þráð- inn næsta vor,“ sagði Hallur Hallsson. Á Kristnihátíð í sumar voru Litlir lærisveinar fulltrúar Ofanleitissóknar og var inyndin tekin þegar kórinn kom þar fram. Litlir lærisveinar hefja vetrarstarfið Litlir lærisveinar eru nú að hefja vetrarstarf sitt. Litlir lærisveinar eru barnakór Landakirkju og eru stjórnendur hans Guðrún Helga Bjarnadóttir og Osvaldur Freyr Guðjónsson. Kórinn skiptist í tvo hópa, eldri hóp, börn fædd 1988 - 1990 og yngri hóp þar sem eru börn fædd 1991 -1993. Á mánudag var haldinn fundur með foreldmm bamanna og þar var vetrar- starfið kynnt og rætt. Æfingar verða á hverjum föstudegi nema annað verði auglýst en tilkynningar verða í bæjar- blöðunum um það. Fyrsta æfingin verður á morgun, föstudag, en nýir félagar í kómum eiga að mæta í dag, fimmtudag, kl. 16 í Safnaðarheimilinu og eru allir krakkar á aldrinum sjö til tólf ára velkomnir. Ef gripið er niður í dagskrá Lítilla lærisveina í vetur, þá tekur kórinn þátt í bamaguðsþjónustum þriðja hvem sunnudag. Einnig mun kórinn taka þátt í tveimur til þremur þjóðlaga- messum og koma fram á alþjóðlegum bænadegi kvenna. Um jólin verður mikið að gera, ekki síst á annan dag jóla en þá munu Litlir lærisveinar syngja við fjölskyldu- og skímarguðs- þjónustu og sömuleiðis við helgi- stundir á Hraunbúðum og sjúkrahúsi. í haust er einnig fyrirhugað að fara í æfingabúðir í Skátastykkinu, eina nótt. Seinna í vetur er fýrirhuguð heimsókn bamakórs frá Álftanesi og svo mun kórinn halda í æfingabúðir að Flúðum í byrjun mars og endurgjalda með því heimsókn Bamakórs Flúðaskóla til Eyja í fyrra. Tónleikar em fyrir- hugaðir í mars, fyrir páska, og ýmsar óvæntar uppákomur em einnig í deiglunni. T.d. hefur komið fram sú hugmynd að æfa upp prógram sem unnt yrði að nota t.d. við skímir í Stafkirkjunni. Eins og fyrr segir em allir krakkar á aldrinum sjö til tólf ára velkomnir í hópinn og hvattir til að taka þátt í þessu skemmtilega starfi. Landsmótið í golfi 35 ára og eldri: Jón Haukur vann Björgvin í bráðabana Landsmóti 35 ára og eldri f golfl lauk á laugardag. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt landsmót er haldið og var þetta fyrsta mót haldið í Vestmannaeyjum. Mótið hófst á miðvikudag og lauk á laugardag, leiknar 18 holur á dag, alls 72 holur. Þátttaka var mun minni en búist hafði verið við, 48 keppendur sem mættu tíl leiks, þar af aðeins sex í kvennaflokki. I síðustu Fréttum var sagt að hlutur heimamanna væri rýr í mætingu sem ekki er alls kostar rétt þar sem 21 keppandi var frá GV eða hátt í helm- ingur þátttakenda. Veður var fremur leiðinlegt á miðvikudag til golfleiks en frábært hina þrjá dagana. Keppt var án for- gjafar og var allt frá upphaii ljóst að hart yrði barist um efstu sætin. Enda fór svo að eftir 72 holur voru þeir Björgvin Þorsteinsson og Jón Haukur Guðlaugsson hnífjafnir með 295 högg og urðu því að leika þrjár holur til viðbótar í umspili. Eftir þær þrjár var enn allt jafnt og þá spilaður bráðabani á 13. holu. Þar tókst Jóni Hauki að knýja fram sigur. Röð efstu manna varð þessi: 1. Jón H. Guðlaugsson GO 295 h. 2. Björgvin Þorsteinss. GA 295 h. 3. Viggó H. Viggósson GR 298 h. 4. Gunnsteinn Jónsson GSE 302 h. 5. EinarLong GR 304 h. 6. Magnús Þórarinsson GR 309 h. 7. Haraldur Júlíusson GV 311 h. Bæði Jón Haukur og Björgvin tengjast Vestmannaeyjum veralega. Jón Haukur er fæddur hér og uppalinn, einn af systkinunum frá Geysi. Björgvin, sem sex sinnum hefur orðið Islandsmeistari, er „tengdasonur Vestmannaeyja,“ kona hans er Jóna Dóra Kristinsdóttir (Pálssonar frá Þingholti). I kvennaflokki urðu úrslit þessi: 1. Þórdís Geirsdóttir GK 331 h. 2. Magdalena S Þórisd. GS 344 h. 3. Unnur Sæmundsd. GK 362 h. 4. Jakobína Guðlaugsd. GV 385 h. 5. Auður Ámadóttir GS 500 h. 6. Ólöf Bjömsdóttir GS 547 h. Þórdís varð Islandsmeistari í meistaraflokki kvenna árið 1987 og hafði á orði eftir keppni að komið hefði verið „tæm“ á þetta. Samhliða mótinu var punktakeppni þar sem hámarksforgjöf var 18, eða einn punktur á hverja holu. Þar urðu úrslit þessi: 1. Magnús Þórarinsson GR 152 p. 2. Viggó H Viggósson GR 143 p. 3. Gunnsteinn Jónsson GSE 139 p. 4. Jón H Guðlaugsson GO 138 p. 5. Björgvin Þorsteinss GA 137 p. 6. Heiðar Breiðljörð GR 137 p. Magnús er ekki ókunnur vellinum í Vestmannaeyjum, hann bjó hér í mörg ár (Maggi múrari) en býr nú í Reykjavík og leikur hjá GR. Hann var með 9 í forgjöf fýrir þetta mót en þessi frábæra spilamennska lækkar hann um 2,5 í forgjöf. Guðmundur Ingi fór holu í höggi! Á föstudag bættist enn einn Vest- mannaeyingur í hóp þeirra sem farið hafa holu í höggi á árinu. Það var Guðmundur Ingi Guðmundsson, skip- stjóri og útgerðarmaður á Hugin VE, sem það afrekaði. Með honum í holli ÞEIR voru í síðasta ráshópnum á laugardag og háðu harða viðureign um efsta sætið. Sú viðureign varð ekki útkljáð fyrr en eftir umspil og bráðabana. Frá vinstri: Björgvin, Viggó, Jón Haukur. voru Sveinn Magnússon, Páll Einarsson og Steinunn M. Einars- dóttir. Það var á 17. holunni sem kúlan rataði beint ofan í eftir teighöggið. „Eg notaði nú „bigbertuna“ á þetta, mér veitir ekkert orðið af því,“ sagði Guðmundur Ingi sem verður 68 ára í næsta mánuði. „Kúlan skoppaði tvisvar á flötinni og rúllaði svo eina tíu metra, beint ofan í. Jú, þetta var af- skaplega ánægjuleg tilfinning, gaman að þessu,“ sagði Guðmundur Ingi sem lengi er búinn að vera í golfinu en hefur ekki leikið þennan leik fyrr en nú. Hefð er fyrir því að þeir sem fara holu í höggi bjóði félögum í hollinu upp á drykk að hring loknum, ásamt þeim sem era staddir í skálanum. „Það fór nú lítið fyrir þeirri drykkju. við Svenni fengum okkur koníaks- staup. hinir létu það eiga sig,“ sagði Guðmundur Ingi. Hann er fjórði kylfingurinn úr GV sem farið hefur holu í höggi á þessu ári, auk hans hafa Brynjar S. Unnarsson, Ragnar Guðmundsson og Sigurgeir Jónsson leikið þann leik.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.