Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 07.09.2000, Blaðsíða 19

Fréttir - Eyjafréttir - 07.09.2000, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 7. september 2000 Fréttir 19 Undanúrslit Bikarkeppni KSI: IBV 2 - Fylkir 1 Hafðist með frá- bærum endaspretti Endururteknins frá leik liðanna frá 1992 þesar Eyjamenn höföu betur í baráttunni við Árbæinsa um sæti í efstu deild. Þá skoraði Martin Eyjólfsson sisurmarkið þesar 3 mínútur voru komnaryfir venjulesan leiktíma. Nú kom það í hlut Steinsríms að endurtaka leikinn BIRKIR markmaður fagnar sigrinum með markaskorurunum, Steingrími og Inga. Á þriðjudaginn tók ÍBV á móti toppliði Fylkis í undanúrslitum bikarkeppninnar. Fyrir leikinn hafði IBV ekki tapað heimaleik í 36 skipti í röð en lengi vel leit út fyrir að hið óvinnandi vígi, sem Hásteinsvöllur er, væri að falla. Gestunum tókst að skora á 11. mínútu en það var ekki fyrr en á 88. mínútu að Eyjamönnum tókst að svara fyrir sig með marki Inga Sigurðssonar. Það er nú einu sinni þannig að leikur ekki búinn fyrr en dómarinn flautar hann af og það sannaðist í þessum leik. Allt leit út fyrir framlengingu en gestgjafarnir voru á öðru máli og náði Steingrímur Jóhannesson að skora þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma og IBV sigraði í leiknum 2-1 í mjög svo dramatískum leik. Fyrir leikinn hafði myndast mikil og góð stemmning í bænum, ekki síst vegna þess að menn vissu að von var á fjölmennum hópi Fylkismanna til að styðja sitt lið. Eitthvað þynntist hópurinn á leiðinni milli lands og Eyja því innan við hundrað stuðningsmenn Fylkis mættu á leikinn. Fyrri hálfleikur var illa leikinn af hálfu ÍBV. Leikmenn virtust ekki ná upp réttu stemmningunni sem er hverju liði nauðsynleg í leik sem þessum enda voru Fylkismenn ekki lengi að notfæra sér andleysi ÍBV í nyt. Eftir aðeins tíu mínútna leik voru Eyjamenn lentir marki undir eftir heldur klaufalega tilburði í vamarleik. Gestimir úr Árbænum voru mun sprækari í fyrri hálfleik og er óhætt að segja að leikmenn IBV hafi verið heppnir að vera aðeins einu marki undir í hálfleik. Seinni hálfleikur var hinsvegar eign IBV frá upphafi. Reyndar vom Eyjamenn heppnir þegar Hlynur og einn sóknarmanna Fylkis lentu í samstuði innan vítateigs IBV en óvenju góður dómari leiksins, Gylfi Orrason sá ekki ástæðu til að dæma víti. Leikmenn ÍBV vom þó ekki að spila sinn besta hálfleik í sumar en baráttan skilaði liðinu fjölmörgum fæmm sem ekki nýttust. Hvað eftir annað virtist sem Fylkismenn hefðu fengið hjálp frá æðri máttarvöldum við að halda tuðmnni utan mark- línunnar en það þarf meira til en æðri máttarvöld til að stoppa Inga Sigurðs- son þegar hann kemst í ham. Ingi hafði ekki fundið sig framan af leiknum en þegar tíu mínútur vom til leiksloka virtust engin bönd halda honum. Það kom því kannski ekki á óvart að það var Ingi sem jafnaði leikinn, aðeins tveimur mínútum fyrir leikslok og vom áhorfendur í sjöunda himni enda leit allt út fyrir framleng- ingu. En leikmenn ÍBV vom ákveðnir í að klára dæmið fyrir leikslok og áfram hélt liðið að sækja. Það var svo eftir frábæran samleik IBV sem Tómas Ingi Tómasson fær boltann inn á teig, sendir á Steingrim sem átti ekki í vandræðum með að klára færið og tryggja ÍBV sætan sigur og fyrir vikið er IBV komið í úrslitaleik bikar- keppninnar sem fer fram sunnudaginn 24. september. Árið 1992 mættust þessi sömu lið í lokaumferð efstu deildar í hreinum úrslitaleik um hvort liðið félli. Þá, eins og nú réðust úrslit ekki fyrr en á síðustu andartökum leiksins. Martinn Eyjólfsson, sem fékk viðumefnið bjargvætturinn eftir að hafa bjargað ÍBV frá falli á síðustu sekúndu tvö ár í röð, skoraði á 93. mínútu leiksins eða á sömu mínútu og Steingrímur Jó- hannesson í gær. Hlynur Stefánsson fyrirliði sagði eftir leikinn að Ingi hefði komið IBV áfram. „Þetta leit ekki vel út hjá okkur og þetta var að renna úr höndunum á okkur en Ingi bjargaði okkur. Eg sá hann koma fyrir utan teiginn á fullu og ákvað að láta gamla brýnið fá eitt tækifæri í viðbót og sem betur fer gerði ég það. Ingi skoraði með glæsilegu skoti í stöngina, mark- manninn og inn. Markið stappaði í okkur stálinu og við ákváðum að reyna að klára þetta. Eg hvatti mína menn áfram því það fer svo mikið púður í framlengingu í svona leikjum. Við höfðum engu að tapa, urðum að taka áhættu og það gekk eftir. Við settum okkur það markmið í byrjun að verða bikarmeistarar og núna erum við komnir í úrslitaleikinn þannig að núna þurfum við bara að klára dæmið. Við erum komnir í leikinn sem allir vilja spila, sjálfan bikarúrslitaleikinn," sagði Hlynur. ÍBV spilaði 4-5-1: Birkir Kristinsson, Páll Guðmundsson, Páll Almarsson, Bjami Geir Viðarsson, Goran Aleksic, Momir Mileta, Hjalti Jónsson, Baldur Bragason, Ingi Sigurðsson, Stein- grímur Jóhannesson. Varamenn sem komu inn á: Tómas Ingi Tómasson og Jóhann Möller. Tap í bikarnum Annar flokkur karla lék á laugar- daginn gegn KR í undanúrslitum bikarkeppninnar. ÍBV hafði unnið báðar viðureignir liðanna í deild- inni, 8-1 hér heima og 2-4 í Frostaskjóli en sá leikur fór fram nokkrum dögum áður en kom að bikarleiknum. Því voru menn nokkuð vongóðir um að liðið kæmist alla leið í úrslitaleikinn en því miður gekk það ekki eftir og strákamir sálu eftir með sárt ennið. Leikur liðsins olli áhorfendum vonbrigðum framan af og í hálfleik leiddu gestimir 0-2 eftir tvö frekar slysaleg mörk. ÍBV sótti hins vegar í sig veðrið, Unnar Hólm var færður framar á völlinn og skapaði hann mikinn usla í vöm KR-inga. Unnar fiskaði m.a. víti sem Gunnar Heiðar skoraði úr en það var svo Olgeir semaðsáumaðjafnaleikinn. Ekki vom skoruð fleiri mörk í venju- legum leiktíma svo grípa varð til framlengingar þar sem gestimir voru mun ákveðnari og sigruðu í leiknum ineð ljómm mörkum, 2-6. Mörk ÍBV: Gunnar Heiðar og Olgeir. Burstuðu Breiðablik ÍBV mætti svo Breiðabliki í deild- inni á mánudaginn en Breiðablik er í neðsta sæti ásamt norðurlands- samkrullinu en þessi tvö lið eru áberandi lélegust. Eyjastrákar vom ekki í vandræðum með að tryggja sér sigurinn í leiknum, 10-1 urðu lokatölur leiksins og hefðu Eyja- peyjar án efa getað haft það 20-1 ef færin hefðu verið nýtt sómasam- lega. Þess má geta að Gunnar Heiðar skoraði fimm mörk í röð í leiknum. Mörk ÍBV: Gunnar Heiðar 5, Olgeir, Davíð, Unnar, ívarog Atli. Eiga enn möguleika Nú eiga strákamir möguleika á Islandsmeistaratitli en síðasti leikur liðsins er í kvöld gegn Fylki. ÍBV er sem stendur í öðm sæti, stigi á eftir Keflavík en fjögur lið eiga möguleika á titlinum fyrir síðustu umferð. En möguleikar ÍBV felast í því að Kellavík tapi stigum gegn ÍA uppi á Skipaskaga en Skaga- menn eiga aðeins tölfræðilegan möguleika á titlinum enda þremur stigum á eftir Keflavík og með mun lakara markahlutfall. Þess má til gamans geta að IBV hefur lang bestu markatölu liðanna í A-riðli eða 26 mörk í plús. Eiga líka möguleika Annar ilokkur kvenna á eftir að leika þrjá leiki í deildarkeppninni, gegn KR á heimavelli og tvo leiki gegn Breiðabliki, en á ekki Iengur möguleika á meistaratitli. Liðið er sem stendur í þriðja sæti deildar- innar, tveimur stigum á eftir KR en Breiðablik er stigi á eftir ÍBV. Það mun því ráðast í síðustu þremur leikjunum hvar stelpumar enda tímabilið. Framundan Fimmtudagur 7. september Kl. 18.00 ÍBV - Fylkir 2.fl. karla Sunnudagur 8. september Kl. 14.00 KR - IBV Landssíma- deild karla. Sunnudagur 24. september Úrslitaleikur bikarkeppninnar.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.