Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 07.09.2000, Blaðsíða 10

Fréttir - Eyjafréttir - 07.09.2000, Blaðsíða 10
10 Fréttir Fimmtudagur 7. september 2000 Eyjamaðurinn Birkir Kristinsson, markvörður ÍBV og íslenska landsliðsins lítur yfir farinn veg í boltanum, bæði heima og erlendis: n cmægðir nýia skó Vorun að fá Birkir Kristinsson er Eyjapeyi í húð og hár, fæddur þar og upp alinn. Birkir spilaði alltaf með yngri flokkunum í Eyjum, þangaðtil 1983 að hann fer og reynir fyrir sér annars staðar, bæði á fastalndinu og erlendis. Hann fór í Verslunarskólann í Reykjavík árið 1980 og þaðan í viðskiptafræði í Háskóla Islands. Frá 1980 hefur Birkir ekki leikið með ÍBV þangað til hann gengur til liðs við félagið aftur í fyrra, en þá hafði hann ekkert leikið með ÍBV í 1 7 ár. Birkir lék með fjölda knattspyrnuliða á þessum 1 7 árum meðal annars IA og Fram, þangað til hann hélt erlendis árið 1995 til að reyna fyrir sér í atvinnumennskunni. Birkir hefur verið í landsliðinu frá 1988, en þó með hléum og þá vegna meiðsla. Blaðamaður Frétta hitti Birki í vikunni fyrir landsleikinn við Dani og ræddi um fótboltann vítt og breitt. BIRKIR hefur sagt að það sé draumur sinn að vinna titil með IBV. Hann færðist nær því takmarki sínu þegar IBV komst í úrslit bikarkeppninnar með sigri á Fylki. Hér fagnar hann sigrinum með ungum stuðningsmönnum ÍBV. Noregur, Svíþjóð, England og Austurrfki í lok ársins 1995 hélt Birkirtil Noregs og fór að leika með Brann í Bergen. „Arið 1998 fór ég til Svíþjóðar og lék með Norköping. Haustið sama ár fór ég svo til Englands og lék með Bolton. þangað til ég kom heim vorið 1999. í fyrra fór ég reyndar um haustið til Austumkis og lék þar yfir vetrar- tímann. Þannig að ég hef verið dálítið á flakki í þessu.“ Hefurþú alltafverið ímarkinu? „Nei reyndar ekki og það er kannski dálítið fyndið, þvf sem peyi hafði ég alltaf gaman af því að spila senter, eða vera fremsti maður og skora mörkin. Ég hafði líka lúmskt gaman af því að vera í markinu, en lék ekki sem mark- maður fyrr en í 5. flokki hjá IBV árið 1975. Þetta er eftir gos, en í gosinu var fjölskyldan á dálitlum hrakningi, eins og margir aðrir. Við fluttum í Garðabæinn og byggðum þar en pabbi leitaði alltaf til Eyja, svo það var ljóst að aftur yrði snúið heim. Ég lék með Stjömunni í Garðabænum og hafði leikið þar stöðu senters, líkaði það mjög vel og var markahæstur í þeim flokki. En þegar ég kom til Eyja var ég hálfpartinn doblaður í markið í 5. flokki af þjálfaranum Sævari Tryggva. Þar lék ég með Hlyni Stefánsssyni, en við erum nú aldursforsetamir í ÍBV. IBV varð svo Islandsmeistari í 5. flokki, en þetta er eiginlega upphafið að því að ég byrja að leika í markinu, því síðan hef ég ekki fengið að fara úr því.“ Markmaðurinn hefur yfírhöndina Birkir segir að sóknarmanninum og markmanninum hafi lynt ágætlega í gegnum árin, þó að markmaðurinn haft nú alltaf haft yftrhöndina á vellinum. „Ég verð alltaf að fá að spreyta mig af og til og fæ þá að sleppa fram af mér beislinu til að gá hvort sóknarmaðurinn er ekki lifandi ennþá, en ég fæ aldrei að gera það í leikjum. Kannski að ég fái að spreyta mig í einhverjum leiknum ef marka- talan er hagstæð, Steingrímur yrði þá færður í markið og ég fengi að spila frammi. Steingrímur er mjög efni- legur í markinu og hefur staðið sig vel þar á æfingum. Ég bíð bara eftir að þjálfarinn uppgötvi þessa hæfileika hjá okkur og geri þessa skiptingu í einhverjum leiknurn." Birkir segir að þegar hann hafi verið að alast upp í Eyjum hafi legið nokkuð beint við að hann myndi leggja knattspymuna fyrir sig. „Það var mikið um þessi peyjalið, sem skiptust eftir götum, eða hverfum. Liðið, sem ég var í, hét Hvíta fallbyssan, annað lið hét Vísir og svo framvegis, en þessi lið voru hins vegar alveg óháð Þór og Tý, heldur léku bara sín á milli. Þetta var rosalega spennandi, en svo eltist maður. Fyrst gekk ég í Tý, svo í Þór, en síðan lék ég undir merki IBV á Islandsmótinu. Þetta er það umhverfi sem maður hefur verið að alast upp í og fótboltinn alltaf verið hluti af lífinu. Ég var líka í handbotanum, svo kom bara að því að ég varð að velja á milli. Ég var líklega 19 ára þegar ég hætti í handboltanum. Eftir að hafa orðið íslandsmeistari þar, að vísu með Fram. Með náminu gekk þetta ekki upp og maður varð að velja og fótboltinn varð ofan á og ég sé ekkert eftir því. En fótboltinn hefur alltaf verið hluti af Eyjunum og stemmningin úti í Eyjum byggist mikið á því hvemig gengur í fótboltanum. Þetta er hluti af félagslífi Eyjanna.“ Sérstakt að koma frá Eyjum Birkir segir að rætumar skipti alltaf miklu máli og að koma frá Éyjum er alltaf svolítið sérstakt. „í bænum er þetta svolítið öðmvísi. Þó að maður leiki kannski með Fram eða einhveiju öðm liði er ekkert verið að spá í hvaðan maður kemur, hvort það er úr Vesturbænum eða Austurbænum, hvort þú ert gamall KR-ingur, eða kemur úr Mosfellsbænum, eða Þorlákshöfn. Fyrir tíu til fimmtán ámm vom leikmenn ekkert að skipta um lið. Síðan fór þetta að breytast og í dag spyr enginn um það hvaðan menn koma. Að vísu hefur mér fundist að allir viti að maður er Eyjapeyi. Þess vegna hefur maður líka verið talinn dálítið raglaður, í jákvæðri merkingu þó. Þannig hefur þetta alltaf loðað við mann, en nú þykir það ekki tiltökumál þó að menn skipti um lið og þetta er bara sama þróun og átt hefur sér stað erlendis. Nú era menn bara keyptir og seldir, og menn era bara í hreinum og kláram viðskiptum og enginn spyr hvaðan þú kemur. Þetta hefur verið að breytast, en rætumar hafa þó sagt til sín, þegar Eyjapeyjar era annars vegar.“ Urðu að sætta sig við að sitja á bekknum Finnst þérþessi þróun af hinu góða ? „Bæði og. Stundum er þetta pirrandi, en þessi þróun verður hins vegar ekkert stöðvuð. En mér finnst stundum að peyjar sem era að koma upp séu fullfljótir á sér og skorti dálítinn aga. Hér áður fyrr varð maður að beijast fyrir sínu. Menn sátu kannski á bekknum í eitt eða tvö ár, áður en þeir unnu sér sæti í liðinu. Það þótti mjög eðlilegt og það var mikill heiður að fá að æfa með meistaraflokki, eins og þegar maður var yngri og gamlar kempur eins og Palli Pálma og Sæli Sveins vora í markinu. Núna, ef menn era ekki í liði era þeir kannski famir í fýlu og reyna fyrir sér í öðram liðum. Þetta pirrar mann stundum mikið, en maður hefur fundið þetta meira í Reykjavík en í Eyjum. Þar er engin þolinmæði til og menn vilja bara spila, jafnvel þó að getan sé ekkert voðalega mikil og menn halda sig einhverja snillinga og á leiðinni til útlanda innan skamms. Þetta er kannski neikvæði hluti

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.