Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 07.09.2000, Blaðsíða 17

Fréttir - Eyjafréttir - 07.09.2000, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 7. september 2000 Fréttir 17 Jeppaferðin mikla -Ferðasaga 50 Vestmannaeyinga um hálendið Dagana 17. - 21. júlí sl. hélt stór hópur Eyjamanna ásamt nokkrum aðkomumönnum í mikla jeppaferð þar sem farið var frá Vík í Mýrdal upp fyrir Vatnajökul, ekið norður fyrir hann og endað austur á Egilsstöðum þar sem hópurinn tjaldaði í Hallormsstaðaskógi. Gist var í skálum í Nýjadal, Kverkfjölium og Snæfelli. Meðal þess sem skoðað var á Ieiðinni var Askja, Kverkfjöll, Hvannalindir, Hveragil, Jökulsá á Fjöllum, Eyjabakkar, Dimmugljúfur ofl. Ferðina skipulagði Guðmundur organisti Guðjónsson og nutu ferðalangar öruggrar leiðsagnar hans og Daníels bróður hans sem er þrautreyndur leiðsögumaður norðan Vatnajökuls og var fátt sem hann þekkti ekki á þessu svæði. Einnig voru með í För ágætur rafvirki og bankastjóri og höfðu þeir með sér tæki sem sýndi staðsetningu hópsins séð frá gervitungli. Sá galli var þó á þessu tæki þeirra félaga að þeir voru með kort af Grænlandi inni í tækinu, tækið var þó flott engu að síður. Ferðalangar voru styrktir af miklum höfðingsskap af umboði Ingvars Helgasonar og Bflheima og voru allir bflarnir af Nissan eða Izuzu gerð utan eins (draugabflsins) sem ekki verður getið hér. Ferðin gekk í alla staði mjög vel að undanskildu því að heilinn bilaði hjá Þorsteini Viktorssyni og missti hann tvo daga úr. Ferðalangar ætla að hittast í Akóges fostudaginn 22. september nk. þar sem menn skiptast á myndum úr ferðinni og frumsýnt verður myndband úr ferðinni en Jóshúa Steinar Oskarsson fékk að koma með í ferðina til að taka kvikmyndir en árangur þeirrar töku er ekki kominn í ljós. Þetta kvöld verður kynnt næsta ferð, skipulögð af organistanum, og verða þá ýmiss skemmtiatriði í boði. Nefndin. ÁÐ í Jökuldal eftir fímm daga ferð í óbyggðum, 1£ Á virkjanaslóðum við DimmuglIjúfur. BÍLALESTIN hlykkjast að brúnni sem liggur yfír Kreppu en hún rennur úr Brúnrjökli. Ljósleið- arasam- band á völlinn Á þriðjudag var tekið í notkun ljósleiðarasamband Símans við íþróttasvæði ÍBV um leið og bikarleikurinn við Fylki hófst á Hásteinsvelli. Var leikurinn sýnd- ur beint á Sýn. Það var ÍBV sem hafði frumkvæði að því að Síminn legði ljósleiðara frá Símstöðinni að Hásteinsvelli og íþróttahúsi félags- ins. Lagði IBV framjarðvinnu við verkið en Síminn ljósleiðarastreng, tengingar og endabúnað. Þessi tenging auðveldar mjög beinar sjónvarpsútsendingar frá Hásteins- velli og ætti því að auka gildi hans t.d. í alþjóðlegum knattspymu- mótum (þegar og ef hann uppfyllir skilyrði til slíks). Eyjaradíó er nýr samstarfsaðili Símans í Eyjum og verða næstu daga ýmis tilboð á GSM símum í tilefni þessa nýja sambands en Síminn hefur nýlega bætt við GSM samband sitt í Eyjum með ijölgun talrása. Knattspymuráð ÍBV vill þakka Amari Sigurmundssyni og Þórami Viðari Þórarinssyni sem ásamt öðmm lögðu málinu lið. Eyjavefurinn opnaður á mánudaginn Þann 11. september nk. verður Eyjavefurinn opnaður. Hugmyndin að Eyjavefnum kviknaði upphaf- lega þegar minnast átti aldarafmælis Þorsteins Víglunds- sonar, síðan hafa ýmsir aðilar komið að málinu og verkefnið hlaðið utan á sig. Eyjavefurinn er samstarf Vestmannaeyjabæjar, LandMats ehf. Mannfræðistofn- unar Háskóla Islands, og Rann- sóknasetursins í Vestmannaeyjum auk þess sem fleiri aðilar hafa komið að verkinu. Það eru þeir Gísli Pálsson, Davíð Bjarnason og Frosti Gíslason sem leitt hafa verkefnið. Verkefnið hefur m.a. verið styrkt af Sparisjóði Vest- mannaeyja, Vestmannaeyjabæ og Nýsköpunarsjóði námsmanna. Eyjavefurinn byggir á gagnvirkum kortum, tengdum gagnagmnnum og samþættu hringmyndaumhverfi. Á vefnum er unnt að finna upplýsingar um ýmsa þætti tengda líftnu í Eyjum, sögu, menningu, auðlindanýtingu og lýsingu á staðháttum. Á vefnum er mjög öflugt kortaviðmót og þar má finna kort af bænum, götum, húsum og jarðfræði eyjanna svo fátt eitt sé nefnt. Þannig er almenningi geftnn kostur á að skoða sig um á vefnum í samþættu korta-, þrívíddar- og hringmyndaumhverfi, sem er nýjung í tölvukortagerð hér á landi. I þrívíddar- og hringmyndaum- hverfmu er notandanum gert kleift að staðsetja sig á tilteknum stöðum í Vestmannaeyjum og skoða sig um eins og umhverfíð blasi við honum í raunveruleikanum. Þá er á vefnum hægt að skoða ýmsa hluti úr Byggða- safni Vestmannaeyja og fræðast um sögu þeirra, skráða af Þorsteini Viglundssyni. Á vefnum verður einnig fjöldi ljósmynda m.a. frá Sigurgeiri Jónassyni og Friðriki Jes- syni. Það er fyrirtækið LandMat sem unnið hefur að þróun vefsins, en sú tækni sem beitt er við kortaviðmót og hringmyndir er í fremstu röð í heiminum í dag. LandMat sérhæfir sig í gagnvirkri skráningu og miðlun landupplýsinga í margmiðlunar og netviðmóti. Eyjavefurinn verður formlega opn- aður í Athafnaveri Ungs Fólks í Vestmannaeyjum mánudaginn 11. september nk. klukkan 17.00. Allir áhugasamir eru boðnir velkomnir. Slóðin á Eyjavefnum verður fyrst um sinn: www.eyjar.com en nánari upp- lýsingar má fá hjá Davíð Bjarnasyni í síma 535-4400 eða í tölvupósti david@landmat.com. Fréttatilk. FORSÍÐA Eyjavefsins. I Eyjaferd ( Menning t Eyjasýn ( Tyrkjarán ( Byggdasafn l Gestir (Um Eyjavefinn mmfm Grunntnvnd l Eyjabcr ( Eyjaaudlind Loftmvnd Jarðfræðikort Gónguleiðir Minrusmerki Eafltnr

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.