Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 07.09.2000, Blaðsíða 13

Fréttir - Eyjafréttir - 07.09.2000, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 7. september 2000 Fréttir 13 Arnar Hjaltalín skrifar: Menntun er skemmtun Minning Trausti Marinósson f. 18. ágúst 1939, d. 12. júlí 2000 Vikan sem er að líða ber heitið Vika símenntunar. Yfirskrift hennar er „Menntun er skemmtun". Er þar verið að vísa til að endurmenntun sem fullorðnir einstaklingar afla sér, þar sem þarfir þeitra og áhugi skipta máli, geti bæði orðið árangursrík og skemmtileg. Venjan hefur verið að mælikvarði á þekkingu manna hafi verið lagður út frá formlegu skóla- námi. En skilningur er að aukast á því, að þekking sem verður til í gegnum reynslu, formlegt og óformlegt nám og námskeið verði allt metið og viðurkennt. Vísir að því em starfsfræðslunámskeið fiskvinnslu- fólks, sem hafa verið haldin víða um landið og meðal annars hér í Eyjum. I síðustu kjarasamningum milli verkalýðsfélaga utan höíúðborgar- svæðisins og Samtaka atvinnulífsins var samþykkt að veita auknu fé til starfsmenntunar verkafólks. Veitt var 140 milljónum í verkefnið. Markmiðið með verkefninu er að treysta stöðu verkafólks á vinnu- markaði. Það á að gera meðal annars með því að treysta grunnmenntun þeirra sem minnsta menntun hafa, og gefa starfsmönnum færi á að endurnýja þekkingu sína og takast á við ný og breytt verkefni. Verkefnið er vonandi vísir að þvt að skilningur sé að aukast á mikilvægi menntunar, starfsfólki og fyrirtækjum til uppbygg- ingar og hagsbóta. Við getum skoðað hugbúnaðarfyrirtæki sem dæmi. A bak við verðmætin í þeim stendur hvorki steinsteypa né aðrar hefð- bundnar eignir. Þar stendur mann- auður, vinna, þekking og menntun starfsfólks fyrirtækjana undir verð- mætum sem þar skapast. Akveðið hefur verið að með haustinu verði haldin starfsfræðslunámskeið fiskiðn- aðarins í samvinnu Samtaka fisk- vinnslustöðva, Verkalýðsfélagsins og Verkefnið er vonandi vísir að því að skilningur sé að aukast á mikilvægi menntunar, starfsfólki og fyrirtækjum til uppbyggingar og hagsbóta. Við getum skoðað hugbúnaðarfyrirtæki sem dæmi. Á bak við verðmætin í þeim stendur hvorki steinsteypa né aðrar hefð- bundnar eignir. Þar stendur mannauður, vinna, þekking og menntun starfsfólks fyrirtækjana undir verðmætum sem þar skapast. Snótar. Verða haldin námskeið fyrir fiskverkafólk og verkafólk í fiski- mjölsverksmiðjuum. Ætlunin er að halda námskeiðin í Alþýðuhúsinu og verða þau nánar kynnt síðar. Launþegahreyfingin hefur í mörg ár rekið Menningar og Fræðslusamband Alþýðu (MFA). Innan þess hefur MFA skólinn verið í þróun síðan 1993. Til þessa hefur hann einungis verið í boði fyrir atvinnulaust fólk. Reynslan af skólanum er mjög góð og má nefna sem dæmi að 70% nemenda hafa fengið vinnu eftir skólann og 10% nemenda hafa haldið áfram námi eftir skólann. Nýlega fékk skólinn mikla viðurkenningu er hann var valinn sem góð fyrirmynd að úrræði fyrir atvinnulausa í Evrópu. (Evrópuverkefnið „Unemployment and Mental Health") Vonir standa til að hægt verði að útvíkka starfsvið skólans og ná til fólks sem er í starfi á vinnumarkaðinum. Ætlunin er að verkafólk geti aukið við grunn- þekkingu sína og jafnvel sett sér ný markmið með náminu. MFA hefur einnig boðið upp á nám í Félags- málaskóla alþýðu. Það er einkum ætlað þeim sem starfa innan verka- lýðsfélaga eins og trúnaðarmanna á vinnustöðum og stjómar- og trúnaðar- ráðsmönnum. Þegar sameining Snótar og Verkalýðsfélagsins verður að veruleika væri gullið tækifæri að stofna fræðslusjóð innan nýstofnaðs félags. Nýta hann í fyrstu til að mennta kjama félagsmanna í félagsmálum, þá sem mest mæðir á í starfi félaganna. Víkka síðan út hlutverk sjóðsins og gera hann ásamt landsbyggðarsjóðnum að bakhjarli fyrir símenntun verkafólks þeim til ánægju og hagsbóta. Þama geta leynst mörg tækifæri fyrir okkur, verkafólk hér í Eyjum. Höfundur er formaður Verkalýðsfélags Vestmannaeyja. Kær vinur og félagi er fallinn frá, já það er ótrúlegt að Trausti Mar sé dáinn, bara sextugur og svo ein- kennilegt að dánarorsökin hafi verið krabbamein. Hann sem var búinn að ganga í gegnum allt ferlið með eiginkonu sinni, Sjöfn Ólafsdóttur, sem greindist með krabbamein og lést hún 24. júlí 1990 en kannski var þetta undirbúningur fyrir flutning Trausta á annan stað, hver veit? Þann 3. maí 1990 var haldinn stofn- fundur Krabbavamar en það er félag okkar í Vestmannaeyjum og deild innan Krabbameinsfélags Islands. Einn af því góða fólki sem að stofnun félagsins stóð var Trausti Mar sem kosinn var meðstjómandi og að sjálf- sögðu mætti Sjöfn með honum. Það var Trausta mikið hjartans mál að koma gistingu krabbameinssjúklinga og aðstandenda þeirra í sæmilegt horf svo ekki verði meira sagt. Eftir reynslu hans, Sjafnar og sonanna þar sem þau þurftu að vera aðskilin og m'ðast á ættingjum og vinum með gist- ingu, sem gefur auga leið að ekki er hægt að lifa eðlilegu fjölskylduIífT meðan á erfiðri meðferð stóð. Var Trausti ákveðinn í að úr þessu þyrfti að bæta og helst strax í gær eins og honum einum var lagið. Vom þau ófá símtölin og ferðimar til Reykjavíkur sem hann lagði á sig til að fá þessu máli framgengt en hann var einn af aðalhvatamönnum þess að keyptar vom tvær íbúðir á Lokastíg og var það bara byrjunin. Þær vom síðan seldar og keyptar íbúðir á Rauðarárstíg. Er nokkur furða þó okkur finnist einkennilegt að Trausti látist úr krabbameini og hafi þurft að nýta sér allt það sem hann barðist fyrir í rúman áratug. I dag em þrjú hundruð manns í fél- aginu okkar. Eyjamenn eru duglegir að styrkja og efla félagið sitt og höfum við sem emm í stjóm reynt að gera eins vel við þá sem berjast við krabba- meinið eins og kostur er. Trausti var þar oftar en ekki fremstur í flokki enda ekki öllum gefið að hafa samband að fyrra bragði við þá sem veiktust og áttu erfitt, það má eiginlega segja að hann hafi þefað þá uppi. Það er þvi mikill missir fyrir okkur í stjóm Krabbavamar að missa vin okkar og stjórnarmanninn Trausta Mar en hann hafði líka þá sérstöðu að vera eini karlmaðurinn í stjórninni. Okkur em sérlega minnisstæð tvö síðastliðin haust er við vomm saman- komin á heimili Trausta við undirbúning merkjasölu félagsins, þá bar hann fram bláber og tjóma, þvfiíkt lostæti að komast í, enda berin frá Gunnu á Dalvík, vinkonu Trausta og ekki spretta bláber í Eyjum. Við viljum þakka samstarfsfólki Trausta í Isfélagi Vestmannaeyja fyrir peningagjöf til minningar um Trausta sem og árgangi 1939. Við kveðjum elsku Trausta, okkar vin og félaga, við þökkum honum vel unnin störf í þágu félagsins okkar og alla hans vináttu. Við sendum ástvinum Trausta innilegar samúðarkveðjur Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Stjórn Krabbavarnar Vestmannaeyjum Vantar húsnæði tyrir skemmtanir Fyrir fundi bæjarráðs sl. mánudag lá bréf frá nemendaráði Framhaldsskólans. Þareróskað eftir aðstoð við útvegun á húsnæði til skemmtanahalds en nemendur skólans hafa undanfarin misseri verið á nokkrum hrakhólum með húsnæði fyrir skemmtanahald sitt. Bæjarráð fól tómstunda- og forvarnafulltrúa að kanna þetta mál. Virðið útivistarreglur Lögregla vill minna foreldra á að það er á þeirra ábyrgð að farið sé eftir reglum um útivistartíma barna. Lögregla hefur hlerað að einhverjir foreldrar séu að velta því fyrir sér hvað lögregla muni gera varðandi útivistarreglur. Því skal upplýst að lögregla mun hafa eftirlit með því að farið sé eftir reglum um útivist. Lögreglan mun, eins og ávallt, aðstoða foreldra eins og hægt er við að vísa börnum inn en það verður aldrei á ábyrgð lögreglu ef foreldrar sjá ekki um að börn þeirra fari eftir útivistarreglum. \ Blé Handbolti karla og kvenna: Æflngatafla 3. fl karla ’83-’84 Mán. 20.30-21.30 IÞ Mið. 21.10-22.10 IÞ Fim. 22.00 - 23.00 IÞ Lau. 16.00- 17.00 IÞ 4. fl. karla '85 - '86 Mán. 16.20-17.10 IÞ Mið. 20.20-21.10 IÞ Sun. 17.20- 18.10 IÞ 5. fl. karla '87 - '88 Mið. 17.50- 18.40 IÞ Fös. 16.10-17.00 IÞ Sun. 12.20-13.10 IÞ 6. fl. karla '89 - '90 Þri. 18.20- 19.00 IÞ Mið. 16.10-17.00 IÞ Lau. 13.00- 14.00 IÞ 7. fl. karla '91, '92, '93 Fim. 16.10-17.00 TH Sun. 13.10-14.00 IÞ 8. fl. karla '94 og yngri Lau. 16.30- 17.30 TH Unglingafl. kvenna '82 - '84 Mið. 19.30-20.20 IÞ Fim. 21.10-22.00 IÞ Sun. 16.30- 17.20 IÞ 4. fl. kvenna '85 - '86 Mán. 17.10-18.00 IÞ Mið. 19.30-20.20 IÞ Sun. 15.40- 16.30 IÞ 5. fl. kvenna '87 - '88 Mið. 18.40- 19.30 IÞ Fös. 17.00- 17.50 IÞ Sun. 11.30-12.20 IÞ 6. fl. kvenna '89 - '90 Mið. 15.20-16.10 IÞ Lau. 14.00- 15.00 IÞ Þri. 16.10-17.00 TH 7. fl. kvenna '91 - '93 Fös. 14.00- 15.00 TH Sun. 14.00- 14.50 IÞ 8. fl. kvenna '94 og yngri Lau. 17.30- 18.30 TH Taflan tekur gildi fímmtud. 7. sept. 2000. IÞ = íþróttahús TH = Týsheimili

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.