Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 07.09.2000, Blaðsíða 18

Fréttir - Eyjafréttir - 07.09.2000, Blaðsíða 18
18 Fréttir Fimmtudagur 7. september 2000 Landa- KIRKJA - lifandi samfélag! Fimmtudagur 7. scptember Kl. 14.30 Helgistund á Heil- brigðisstofnun Vestmannaeyja, setustofu 3. Hæð. Heimsóknargestir hjartanlega vel- komnir. Kl. 18.00 Innritun nýrra bama í Litla Lærisveina. Sunnudagur 10. september 11.00 Handboltamessa. Við fögnum fjórum titlum í kvenna- boltanum og hitum upp fyrir veturinn. Handboltameyjar í fjórða og meistaraflokki ásamt fótbolta- pæjum í öðrum og fimmta flokki eru sérstaklega hvattar til að mæta ásamt stuðningsliði. Þess fyrir utan em allir hjartanlega velkomnir. Kl.20:30 Fyrsti æskulýðsfundur vetrarins undir stjóm Ola Jóa. Miðvikudagur 13. september Kl. 11:00 Helgistund á Hraun- búðum. Kl. 20:00 Opið hús fyrir unglinga í KFUM&K-húsinu. Það verður gaman að hittast aftur eftir sumarið við leiki, glens og grín. Prestar Landakirkju minna á nýtt símanúmer kirkjunnar 488 1500. Hvíta- SUNNU- KIRKJAN Fimmtudagur Kl. 20.30 Biblíulestur, fræðsla á snertingu Guðs við manninn. Fræðari Snorri Oskarsson Laugardagur K1 20.30 Beðið fyrir þeim sem hafa óskað eftir fyrirbæn. Sunnudagur Kl. 15.00 vakningarsamkoma með gleði og lifandi boðskap. ræðumaður Theodor Birgisson, safn- aðarhirðir á Akureyri. Samskot til starfsins Allir hjartanlega velkomnir Aðvent- KIRKJAN Laugardagur 9. september Kl. 10.00 Biblíurannsókn. Allir hjartanlega velkomnir. Biblían talar sími 481-1585 Landssímadeild kvenna: IBV 2 - Stjarnan 3 FH 0 - IBV 7 Höfnuðu í fjórða sæti Á fimmtudaginn léku á Hásteins- vellinum ÍBV og Stjarnan í næstsíðustu umferð Landssíma- deildar kvenna. Til þess að ÍBV ætti að eiga möguleika á að næla sér í þriðja sætið varð að vinnast sigur í lciknum, en sú varð ekki raunin þrátt fyrir ágætan leik okkar stúlkna. Stjarnan sigraði 2 - 3 en enn og aftur varð ÍBV að bíta í það súra epli að tapa leik sem rekja má til lélegrar dómgæslu. ÍBV liðið var mun betri aðilinn í fyrri hálfleik og fékk Ijölmörg færi. Samantha Britton var áberandi í leik ÍBV, var mjög grimm í öllum návígum og vann nánast öll skalla- einvígi. Karen Burke var hins vegar víðs fjarri en hún hafði farið út til Englands og mun spila með einu sterkasta kvennaliði Bretlandseyja í vetur. Þrátt fyrir það náðu stelpurnar að sýna oft á tíðum mjög skemmti- legan leik og komust verðskuldað yftr á 19. mínútu þegar Samantha átti skalla að marki eftir fyrirgjöf Elenu, markvörður Stjömunnar varði en Elva Dögg fylgdi vel á eftir og skoraði af stuttu færi. Stjarnan jafnaði leikinn hins vegar stuttu síðar og hefðu vamarmenn ÍBV átt að koma í veg fyrir það. Samantha hafði hins vegar ekki sagt sitt síöasta orð og negldi boltann inn af 25 metra færi og kom ÍBV þar með yfir 2-1 fyrir leikhlé. Seinni hálfleikur einkenndist af miklum sóknarþunga ÍBV en færin létu á sér standa. Gestimir jöfnuðu leikinn þegar stundarfjórðungur var liðinn af seinni hálfleik og er óhætt að segja að heppnin hafi þar með gengið í lið með Stjömunni. A síðustu andar- tökum leiksins fékk sóknarmaður Stjömunnar stungusendingu inn fyrir vöm ÍBV og var klárlega rangstæður en aðstoðardómarinn sá ekki ástæðu til þess að flagga og Stjörnustúlkur tryggðu sér sigur í leiknum og þar með þriðja sæti deildarinnar á frekar umdeildan hátt. MörkÍBV:Elva ogSamantha. Allt er gott sem endar vel Sársvekktar eftir tapið gegn Stjöm- unni mættu Eyjastúlkur í Kaplakrika til að etja kappi gegn heimastúlkum í FH. Fyrirfram var búist við frekar auðveldum leik ÍBV og sú varð raunin, sjö marka sigur leit dagsins Ijós og þar með bætti IBV stigamet sitt í efstu deild kvenna um þrjú stig. Strax á þriðju mínútu skoraði Bryndís Jóhannesdóttir fyrsta mark leiksins og þar með tók IBV öll völd á vellinum. Á tíundu mínútu var svo markmaður Hafnfirðinga rekinn af leikvelli eftir að hafa brotið á sóknarmanni ÍBV en Elva Ólafsdóttir skoraði örugglega úr vítaspymunni. ÍBV bætti við tveimur mörkum áður en gengið var til búningsherbergja í leikhléi. Seinni hálfleikur var rólegur til að bytja með og það var ekki fyrr en eftir tæplega hálftíma leik sem IBV bætti við fimmta markinu en lokatölur urðu 0-7 sigur í Kaplakrika og Hafnfirðingar því endanlega sendir niður í 1. deild. Heimir Hallgrímsson, þjálfari, sagði eftir leikinn að um einstefnu hefði verið að ræða allan leikinn. „Þetta fór eins og mig grunaði og við sóttum nánast stanslaust allan leikinn. FH- ingar misstu markmanninn útaf í byrjun og máttu alls ekki við því og varð útileikmaður að fara í markið fyrir hana. Við náðum oft að spila ágætlega og héldum dampi nánast allan tímann þrátt fyrir yfirburðina. Til marks um sóknarþunga okkar er hægt að kíkja á markaskorarana en vamarlínan var komin í sóknina. En það var ágætt að enda tímabilið á MEISTARAFLOKKUR kvenna IBV var eitt sterkasta liðið í Landssímadeildinni. Skortur á reynslu og sjálfstrausti er sennilega ástæða þess að stelpurnar náðu ekki lengra á þessu leiktímabili en reynslan frá sumrinu kemur þeim til góða í framtíðinni. góðum sigri og bæta þar með bæði markatöluna, sem hefur aldrei verið jafn góð, og svo stigametið. Þannig að það má kannski segja að þetta mjakist í rétta átt hjá okkur.“ Mörk ÍBV: Bryndís Jóhannesdóttir, Elva Ólafsdóttir, Kelly Shimmin, Samantha Britton, Iris Sæmundsdóttir, Svetlana Balynskaya og Sigríður Ása Friðriksdóttir. Bikarkeppni KSÍ: Annarflokkur kvenna ÍBV bikarmeistari 2000 Annar flokkur kvenna er bikar- meistari eftir sigur á KR í úrslitalciknum sem fram fór á Hvolsvelli á mánudaginn. Urslitin urðu 4 - 2 eftir að KR-stelpur höfðu haft frumkvæði í leiknum framan af. Leikurinn var fjörugur, sex mörk og eitt rautt spjald. Jón Ólafur, þjálfari stelpnanna, var að vonum ánægður með sigurinn. „Leikurinn byrjaði skellilega hjá okkur, þær komast yfir á fyrstu mínútu með góðu skallamarki eftir vamarmistök hjá okkur. Stuttu síðar átti einn KR-ingur að fá rauða spjaldið en slapp með gult spjald. Við skorum á tuttugustu mínútu en fimm mínútum síðar skora KR ingar aftur og komast 1 -2 yfir. En við náðum að jafna fimm mínútum fyrir leikhlé. Rétt fyrir leikhlé komst Margrét Lára ein í gegn en var klippt niður og átti vamarmaður KR kláríega að fá rautt spjald en dómarinn sá hlutina ekki eins og ég. I seinni hálfleik skomðum við eftir korter en stuttu síðar fékk Elva Dögg sitt annað gula spjald sem að mínu mati var mjög ósanngjamt. Margrét Lára innsiglaði svo sigurinn tólf mínútum fyrir leikslok með glæsilegu marki. Eg var mjög ánægður með allt liðið en ef ég á að nefna einhver nöfn þá vom Elva Ásdís en Kelly átti líka góðan leik.“ sagði Mörk ÍBV: Kelly Shimmin 2, og Margrét Lára að spila frábærlega Jón Ólafur að lokum. Margrét Lára Viðarsdóttir 2. BIKARMEISTARAR ÍBV í 2. flokki ásamt þjálfara við komuna til Eyja. í hálfleik í leik ÍBV og Fylkis voru stelpurnar heiðraðar af IBV-íþróttafélagi.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.