Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 07.09.2000, Blaðsíða 14

Fréttir - Eyjafréttir - 07.09.2000, Blaðsíða 14
14 Fréttir Fimmtudagur 7. september 2000 Pakkaferðir á KR-leikinn Boðið verður upp á pakkaferðir á leik ÍBV og KR sem frani fer kl. 14.00 á sunnudaginn í Reykjavík. Þessi lið ásamt Fylki em að beijast um Islandsmeistaratitilinn og því mikið í húfi að leggja KR-inga að velli á heimavelli þeirra. Það hefur gerst áður. Bæði munu Herjólfur og Flug- félag íslands bjóða upp á hagstæðar pakkaferðir. „Það er von okkar að sem flestir sjái sér fært að koma með okkur á leikinn þvf eins og allir vita er mikið í húfi. Við emm ennþá inni í myndinni í baráttunni um Islands- meistaratitilinn og emm ákveðnir í að gefa ekkert eftir á lokasprettinum. Leikurinn á sunnudaginn getur skipt sköpum,“ sagði Asmundur Friðriks- son formaður knattspymudeildar ÍBV. Bikarpunktar -Eyjamenn halda áfrarn að bæta heimaleikjametið, em nú ósigraði í deild og bikar í 37 leikjum í röð en liTdega er sá erfiðasti að baki. -í gær var tekinn í notkun á Há- steinsvelli ljósleiðari sem gerir beinar útsendingar frá leikjum IBV auðveldari. -Eyjamenn vonuðust til þess að Kjartan Antonsson gæti spilað með ÍBV í gær en hann hefur verið á sjúkralista síðustu tvær vikur. A æfingu daginn fyrir leik kom hins vegar í ljós að Kjartan væri ekki nógu góður til þess að spila. Tomas Ingi Tómasson kom hins vegar aftur inn í hópinn eftir fjarvem vegna meiðsla. -Kristinn Tómasson, framherjinn skæði hjá Fylkismönnum gat hins vegar ekki leikið með félögum sínum í gær. Kristinn lék ekki með Fylki gegn Keflavík í sextándu umferð Landssímadeildarinnar en leikmaðurinn á við ökklameiðsli að stríða. - Sú saga gekk fjöllum í Eyjum í gær að von væri á íjómm vélum frá Flugfélagi Islands fullum af stuðn- ingsmönnum Fylkis. Eitthvað fækkaði í hópi Fylkismanna áður en til Eyja kom og mættu aðeins um 90 stuðningsmenn Fylkis á leikinn. - Þrátt fyrir það bar mikið á þeim, enda litur Fylkismanna áberandi í áhorfendastæðum Hásteinsvallar. Einn stuðningsmaður Fylkis gekk þó heldur langt í gleðinni fyrir leikinn. Vopnaður fána félagsins hljóp hann um völlinn allt þar til rétt fyrir leik. - Stuðningsmenn Fylkis létu vel í sér heyra, enda vom trommur og lúðar óspart notaðir í fagnaðar- lárnnum. - Eyjamenn fengu góðan liðstyrk við að styðja sitt lið af fastalandinu. Ragnar Sigurjónsson. staðarhaldari í Viðey og stuðningsmaður ÍBV númer eitt, mætti að sjálfsögðu á Hásteinsvöllinn í fullum skrúða. - Mikil fagnaðarlæti bmtust út í búningsklefa IBV eftir leikinn og sungu leikmenn IBV eyjasöngva fram eftir kvöldi. Öllu rólegra var hinum megin við vegginn, enda Fylkismenn heldur hnípnir í leikslok. - Athygli vakti að ekki var minnst á úrslit leiksins í Ríkissjónvarpinu í tíufréttum. Aftur á móti vom tíunduð úrslit í enska og franska boltanum. Er þetta RÚV til skammar. Spennan á toppnum í hámarki Annar mikilvægur leikur er fyrir dymm hjá IBV þegar strákamir mæta KR-ingum í Frostaskjólinu á sunnudaginn. Bæði liðin em í toppbaráttunni, ásamt Fylki sem trónir á toppnum með 32 stig nú þegar tvær umferðir eru eftir í Landssímadeildinni. KR er í 2. sæti með 31 stig og ÍBV með 29 stig. Fylkismenn em með sterka stöðu því þeir hafa mun betra markahlutfall en bæði KR og ÍBV. Fylkir hefur skorað 36 mörk gegn 13, KR 22 gegn 13 og ÍBV 28 mörk gegn 14. Óll umferðin verður leikin klukkan 14 á sunnudaginn. Þá mætir Fylkir Grindavík á útivelli og Eyjamenn fara í Frostaskjólið. Síðasta umferðin er svo sunnu- daginn 17. september en þá korna Grindvíkingar til Eyja, Fylkir mætir IA uppi á Skaga og KR sækir Stjömuna heim. Markahrókurinn Steingrímur Jóhannesson sá til þess að IBV kæmist í úrslitaleikinn á Laugar- dalsvelli. Hann var að vonum kátur í leikslok en viðurkenndi að útlitið hefði ekki verið gott í hálfleik. „Ég vona að áhorfendur hafi haft gaman af þessu, allavega vom úrslitin góð þannig að þeir sem hafa horft á leikinn til enda sjá ekki eftir því núna. Ég var alveg viss um að ef við næðum að jafna myndum við vinna leikinn. Það var erfitt því Fylkismenn vom að spila vel og af skynsemi. Svo þekkir Bjarni náttúmlega vel okkar leik og Fylkismenn náðu að loka fyrir þau svæði sem við vomm að sækja á. En stíflan brast með þessu þvílíka marki hjá Inga en þá var ég eiginlega alveg viss um að við myndum klára þetta þegar Ingi jafnaði." Steingrímur sagði að IBV hefði einfaldlega ekki verið tilbúið þegar leikurinn hófst. „Þeir áttu nokkur færi en við áttum lfka okkar og ég hefði alveg verið til í að sjá boltann inni þegar ég skaut í stöngina í upphafi leiksins. En okkur tókst að komast inn í leikinn og núna ætlum við okkur að ná í dolluna og koma með hana heim með Herjólfi.“ Tausaóstyrkir í byrjun Kristinn Jónsson þjálfari ÍBV og Bjami Jóhannsson þjálfari Fylkis þekkjast orðið ansi vel enda störfuðu þeir saman hjá ÍBV í þrjú ár áður en Bjami fór til Fylkis. Liðin hafa mæst ijórum sinnum í sumar, einu sinni hafa Éylkismenn sigrað, í deildarbikamum, einu sinni jafntefli og ÍBV hefur sigrað tvisvar. Því má kannski ætla að Kristinn sé búinn að sanna sig fyrir fyirum læriföður sínum. En var Krisl- inn sátlur við leik IBV á móti Fylki? „Við vorum, fannst mér, taugaó- styrkir í byrjun og við vomm ekki að gera þá hluti sem við lögðum upp með. Það endaði náttúmlega með því að þeir refsuðu okkur og mér fannst við aldrei ná takti við Ieikinn í fyrri hálfieik. Okkur gekk illa í sendingum og of mikið bil í öllum vamarleik þannig að dæmið gekk bara ekki upp. Við vorum að spila illa. En seinni hálfieikur var miklu betri og hann áttum við frá upphafi. Við fengum mikið af færum og hefðum átt að vera löngu búnir að skora þegar markið loksins kom. Þetta segir manni að það á aldrei að gefast upp, leikurinn er í níutíu mínútur og rúmlega það. Það sýnir náttúmlega bara karakterinn í liðinu að gefast ekki upp.“ Þú byrjaðir leikinn með einn sóknar- mann, en endaðir með þrjá, var það lykillinn að sigrinum? „Ég ætla ekkert að segja um það. Það var góður kraftur í liðinu og við vomm famir að taka mikla áhættu. Ég fækkaði í vörninni þannig að við hefðum alveg getað fengið á okkur mark. Maður reynir oft ýmislegt þegar staðan er þessi, stundum heppn- ast það en stundum ekki. í dag heppnaðist það hjá okkur. Manni fannst við vera að fá ágætis færi í seinni hállleik, hann var að verja vel í markinu og í tvígang björguðu þejr á línu. Þannig að við fengum alveg færi til að skora en það er jákvætt að menn héldu áfram og gáfust ekki upp.“ Nœsti leikurá móti KR í Frostaskjóli á sunnudaginn, það er skammt stórra högga á milli? „Nú eru allir leikir orðnir úrslita- leikir og það gerir þetta bara skemmti- legt. KR-leikurinn er bara næsta verkefni sem verður að klára. Við eigum ennþá fræðilegan möguleika á íslandsmeistaratitlinum þannig að á Góð heimsókn LEIKMENN ÍBV fengu góða heimsókn í vikunni þegar félagar í Ægi, íþróttafélagi fatlaðra, litu við á æfingu ásamt stjórn félagsins og foreldrum. Þau voru leyst út með gjöfum, IBV húfum, veifum og pennum. FAGNAÐ í klefanum eftir leik. Það gengur yfirleitt mikið á eftir sigurleiki ÍBV þegar komið er í búningsklefann. Þá syngja þeir, Dúrí, dúri, dúrararei, eða þannig. meðan við klárum okkar leiki þá höldum við þeim möguleika opnum.“ Hélt við myndum hafa það Bjami Jóhannsson þjálfari Fylkis nagar sig líklega í handarbökin fyrir að hafa mótað jafn gott lið og hann gerði með ÍBV í þjálfaratíð sinni hjá félaginu. Fyrir vikið er hann úr leik í bikarkeppninni en þegar Fréttir náðu tali af honum virtist ekki vera mjög dapur þrátt fyrir tapið. „Það er auðvitað súrt að tapa þessu í lokin en við gerðum ákveðin mistök í seinni hálfleik með því að bakka of mikið. Við áttum að vísu mjög lítið í seinni hálfleik en vomm agaðir. Ég hélt satt best að segja að við myndum hafa þetta en ÍBV náði að leysa upp leikinn, bætti mönnum í sóknina og þeir slysuðu inn tveimur mörkum í blálokin. Það er svo sem ekkert við því að segja en sigurinn hefði getað dottið okkar megin.“ Þetta leit mjög vel út í hálfleik, einu marki yfir, hvað lagðir þú upp fyrir seinni hálfleik? „Ég vissi að Eyjamenn kæmu mjög BIGGI Sveins í Eðalsporti, Unnur Sigmars, kona Hlyns fyrirliða og Stefán Erlendsson knattspyrnuráðsmaður hlógu dátt eftir leikinn. grimmir inn íleikinn eftir leikhlé en ég tel að það sem hafi klikkað hjá okkur var að við náðum aldrei hraðaupp- hlaupum, sérstaklega vantaði okkur kraft og dugnað í það að ná hraða- upphlaupum þegar leikskipulag ÍBV riðlaðist hvað mest við innáskipt- ingamíir. En það skilaði þeim tveimur mörkum og það var náttúrulega hræðilegt að tapa á þennan hátt. En við vorum nálægt því komast áfram.“ Þegar Eyjameim misnotuðu hvert dauðafœrið á eftir öðru, hvað fór í gegnum hugaþinn? „Það voru aðeins tvær mínútur eftir á klukkunni þannig að það var farið að kitla mann að fara í Laugardalinn en því miður, það verður að klára leikinn. Það verður að vísu gaman að sjá í sjónvarpinu þegar Hlynur fór aftan í Sævar í stöðunni 1 -0 fyrir okkur. Ég ætla ekkert að dæma um það atvik, menn verða bara að dæma hver fyrir sig.“ Bikarkeppni KSÍ: Hvað sögðu þeir eftír leikinn Komum heim með dolluna -sagói Steingrímur Jóhanneson eftir ieikinn gegn Fylki

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.