Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 07.09.2000, Blaðsíða 11

Fréttir - Eyjafréttir - 07.09.2000, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 7. september 2000 Fréttir 11 EYJAMENNIRNIR í landsliðinu, Hermann Hreiðarsson, Tryggvi Guðmundsson og Birkir. Birkir hefur staðið í marki íslenska landsliðsins undanfarin ár og oft staðið sig frábærlega. þessarar þróunar. Fyrir okkur sem eldri erum og enn í þessu vorum ánægðir að fá nýja skó. Það þótti frábært. í dag þykir það ekki tiltöku- mál. Maður veit líka að ef menn ætla að ná árangri verða þeir að leggja eitthvað á sig. Það er líka eins og hugsjónamennskan sé dottin dálítið út úr knattspymunni og menn leggja ekkert persónulega aukalega á sig. Þessi þáttur er að detta dálftið út, þó að erfitt sé að alhæfa í þessu sambandi, en þetta er tilhneiging sem mér finnst neikvæð." Góð landkynning Hver er þá jákvæði þátturinn í þessari þróun? „Það jákvæða er að menn eru að fá möguleika til þess að fara erlendis mun yngri og öðlast reynslu hjá erlendum liðum. Margir þessara stráka em famir að leika ungir með erlendum liðum, sem að vísu hefur reynst mörgum erfitt. En það er löngunin til þess að verða sýnilegur fyrir allan heiminn í stað þess að vera héma á einhverri eyju. Islenskir fótboltamenn hafa hins vegar kynnt landið vel erlendis og hafa reynst mjög vel á flestum stöðum. Norður- landaþjóðimar hafa verið mjög hrifnar af íslenskum leikmönnum, enda hafa þeir verið að standa sig vel að mestu leyti. Margir em líka famir að fara til Englands, sem hefur gefið mönnum möguleika á að sýna sig hjá stóm félögunum, en á móti kemur það sem ég tel stóran galla, að þessir peyjar em að fara út og hafa ekki náð sér í menntun. Þeir fara út og þeir fá enga hvatningu til þess að mennta sig. Að vísu er aðeins um það á Norður- löndunum, en á Engalndi er það ekkert inni í myndinni, heldur eiga menn bara að hugsa um fótboltann, sem er dálítill galli, að einangrast í fótboltanum." Birkir segir að þegar menn eldast í knattspymunni sé alltaf erfiðara að fara aftur í skóla. „Menn átta sig skyndilega á því um þrítugt og þaðan af eldri að þeir em algerlega menntunarlausir og hafa ekkert til að ganga að, þegar ferlinum lýkur. Auðvitað hafa margir tryggt sig fjárhagslega og þurfa ekki að hafa áhyggjur af þessu, en þetta er fljótt að breytast. Menn fara ungir út og gengur vel í byrjun, þó að þeir séu ekki á neinum sérstökum samningum, en meiðsli em fljót að setja strik í reikninginn. Þau geta verið það alvarleg að menn ná sér kannski ekki á strik aftur til þess að halda áfram í fótboltanum. Þá standa menn frammi fyrir því að það sem átti að verða lifibrauðið er ekki til staðar lengur og menn spyija sig hvað sé til ráða. Mér finnst að ef strákar em að fara ungir út, eigi þeir að nýta tímann, því oft er frítími mjög góður þegar menn em komnir í atvinnumennskuna. Að mínu viti ættu þeir að reyna að nýta þennan tíma til þess að ná sér í menntun. Það þarf líka dálitla fram- sýni í þessu. Þegar ég fór út var ég reyndar búinn með mitt háskólanám, en fékk mér vinnu fyrir hádegi til þess að hitta annað fólk og einangrast ekki alveg í fótboltaheiminum. Eg veit ekki um marga atvinnumenn erlendis sem em að afla sér menntunar samfara knattspymunni. Þó er sá möguleiki íyrir hendi ef menn hafa mikinn áhuga á fótboltanum, þá geta þeir tekið einhveijarþjálfaragráður. Margirhafa tekið að sér þjálfún, en em kannski oft komnir á síðasta snúning, þegar þeir kveikja á perunni." Þakkar foreldrunum að hann fór í nám Birkir segir að ástæða þess að hann menntaði sig hafi ekki verið vegna þess að hann sé sérstaklega praktískt þenkjandi, eða hafi verið þá. „Kannski vom það foreldramir sem ráku mann af stað upphaflega og keyra mann dálítið áfram. Sem unglingur var maður ekkert að spá allt of mikið í þetta, svo það er nú foreldrum mínum að þakka að ég hélt áfram í námi. Þau drifu mann áfram En eftir að áhuginn kom hélt ég áfram og ég sá það alltaf fyrir mér að klára námið. A sínum tíma þegar ég var í Háskólanum og var að þjálfa með landsliðinu líka var þetta vissulega erfitt. Auk þess sem ég tók þátt í mótum félagsliða í Evrópukeppninni, þá sat námið oft á hakanum, en ég reyndi að alltaf að vinna þetta upp aftur, þegar heim var komið. En það sem hefur verið að valda mörgum peyjum vandræðum, er að í meistara- flokki og jafnvel í landsliðinu, eru menn að fara í æfingaferðir erlendis og keppnisferðir, sem taka mikinn tíma. Þá missa menn móðinn og finnst þeir ekki geta unnið námstapið upp. Hins vegar er þetta oft spuming um að skipuleggja tímann og beita sig aga sem er númer eitt. En ég reyndi að hafa bækumar með mér í slíkar ferðir og hafa þær uppi við til að lesa eitthvað. Að minnsta kosti sé ég ekki eftir því núna að hafa lagt þetta á mig og geta gengið inn í þau störf sem em áhugaverð og eiga við mína menntun." Stefndi ekkert frekar á atvinnumennsku Birkir segist í sjálfu sér aldrei hafa stefnt á atvinnumennsku í fótbolt- anum. ,,Eg var mjög sáttur við að vera héma heima og leit aldrei á mig þannig að ég væri eitthvað betri en aðrir, né ætti betri möguleika ájjví að komast í atvinnumennsku. Eg var mjög sáttur við að fá að spila í efstu deild og hef alltaf verið það. Síðan bættist landsliðið við, og var frábært að fá að leika þar sem fyrsti markvörður." Hvemig stóð þá á því að þú fórst í atvinnumennsku? „Erlend lið em alltaf að leita að leikmönnum og ég lenti í því að norska liðið Brann var að leita að markmanni. Eg veit nú ekki af hverju þeir fengu áhuga á mér. Eg hafði engan umboðsmann, né slíkt, en ég var í landsliðinu og þangað leita erlend lið iðulega, ef þau em að leita að mönnum og menn oft metnir eftir fjölda landsleikja og að sjálfsögðu eftir getu líka.“ Birkir segir að fyrstu mánuðimir í atvinnumennskunni hafi reynst strembnir. „Þetta er allt annað umhverfi, maður þekkir ekki neinn og kann ekki tungumálið. Maður er búinn að sanna sig á Islandi en þarf að sanna sig upp á nýtt. Þetta tekur allt tíma og er ný reynsla og ákveðin ögmn, sem maður leitar kannski eftir undir niðri því auðvitað vill maður breyta til og vill forðast að staðna. Þama vom ný tækifæri sem mér buðust. En ég viðurkenni að þetta var mjög erfitt í fyrstu og var enginn dans á rósum. Pressan var mikil, og ég hafði ekki miklar væntingar í sjálíú sér varðandi atvinnumennskuna, en auðvitað vildi maður standa sig. Ég byrjaði í liðinu og lendi svo í meiðslum og dett út úr liðinu og líka úr landsliðinu, þannig að ég hef lent í ýmsu á mínum atvinnumannsferli. Tíminn í Noregi var mjög fjömgur. Brann er mjög frægt félag í Noregi og kannski helst hægt að líkja því við KR á Islandi. Það er mikil pressa og alltaf mikið að gerast í kringum liðið í fjölmiðlum og mikið gert úr öllum hræringum í liðinu. Ég lenti til dæmis í því að komast í átta liða úrslit í Evrópukeppninni, en verða svo útilokaður frá henni. Ég var leigður til Englands, vegna þess að önnur lið höfðu áhuga á að fá mig. En með því að gera það útilokaði Brann rétt sinn til að nota mig áfram í Evrópu- keppninni. Aðalspenningurinn í fót- boltanum er oft að komast í Evrópukeppnina, vegna þess að þar er keppt er við stór og þekkt lið.“ Klikkuðu menn eitthvað á smáa letrinu í reglunum, þegar þetta mál kom upp og kannski í'framhaldinu, er þetta ekki orðinn algerfrumskógur að kunna skil á öllum lögum og reglugerðum kringumfótboltann? „Það kann rétt að vera. I þessum samningum er margt sem leikmenn átta sig oft á tíðum ekkert á og þess vegna em umboðsmenn í kringum þetta, en þeir em eins misjafnir og þeir em margir. En auðvitað hafa komið upp mál, sem hægt er að telja mjög vafasöm. Að mínu mati hafa umboðs- menn ekki alltaf verið að vinna að hagsmunum leikmannsins, heldur verið að tryggja sig gagnvart ákveðn- um félögum. Þannig að ákveðnir umboðsmenn em að verða sér úti um ákveðinn góðvilja hjá félögunum til þess að þau skipti við þá sem umboðsmenn. Um leið er unnið gegn hagsmunum leikmannsins, í stað þess að vinnaiyrirhann. Ég hef orðið vitni að slíkum dæmum hjá leikmönnum sem ég hef spilað með og hafa leikmenn misst af stómm fjárhæðum, vegna þess að ekki hefur verið exað á réttum stað í samningum. En það er mikið letur sem þarf að fara yfir og oft finnst mér að vanti einhvem í slíka samningagerð sem gæti betur hags- muna leikmanna. En þegar ég fór fyrst út var minna um þessa umboðs- menn og maður stóð í viðræðum við liðin sjáfur og samdi eítir bestu vitund. Núna fara flestir svona samningar í gegnum umboðsmenn." Aldurinn ekki til trafala Birkir er orðinn 36 ára gamall og því ekki út vegi að spyrja hvort hann sé ekki kominn á krítiskan aldur í knattspymunni? „Meðalaldur knattspymumanna er misjafn. Oft er talað um að eftir þrítugt fari menn að pússa skóna og huga að hillunni. Hins vegar er alltaf sagt að markmenn séu metnir á annan hátt þegar aldurinn er annars vegar og meðalaldur þeirra er hærri, en auðvitað er misjafnt, hvemig menn eldast, bæði líkamlega og andlega, og menn eiga misjafnlega auðvelt með að halda sér í þjálfun. Hjá mér hefur þetta ekki verið vandamál og þess vegna hef ég haldið áfram. En oft er þetta auðveldara fyrir markmann en útileikmann, sem er meira í hlaupum og hasamum. En ofl er sagt um markmenn að þeir séu eins og vínið og að þeir verði betri eftir því sem árin líða, hvað svo sem til er í því.“ Hvert er trikkið á bak við góðan markmann? „Til þess að ná góðum árangri sem markmaður, þurfa menn að vera dálítið léttgeggjaðir og flestir þeirra em það. Þeir þurfa að vera tilbúnir að leggja mikið á sig og æfa meira en aðrir. Ég hef oftast reynt að taka auka- æfingar, ef ég hef möguleika á því og það tel ég að hafi skilað sér. Það er vegna þess að oft á venjubundnum æfingum hjá liðinu er verið að fara yfir taktík hjá útileikmönnum og markmennimir vilja þá gleymast. Menn þurfa þá að vera tilbúnir til að koma fyrr, eða vera lengur eftir æfingar og ekki síður að taka auka- æfingar, þegar aðrir leikmenn fá frí. Ef menn em ekki tilbúnir að leggja á sig eitthvað aukalega til þess að vera sáttari við sig sem markmenn ná þeir ekki árangri." Birkir segir að í leikjum vilji markmenn einnig oft gleymast sem ræðst bara af stöðu þeirra á vellinum og þar af leiðandi reyna þeir að vera litríkir til þess að augun beinist að þeim ekki síður en útispilurum. „Oft spilast leikir þannig að lítið er að gerast hjá markmanninum og þá vill hann kannski koma sér á framfæri, en það getur verið erfitt ef hann fær ekki boltann. Stundum hefúr maður fengið góðar hugmyndir á slíkum stundum, en maður lætur þær ekki einu sinni uppi. Þó maður ffflist kannski eitt- hvað á æfingum, þá lætur maður það nú ekki eftir sér í leikjum og heldur ró sinni og einbeitir sér að leiknum. Markmaður verður að geta haldið einbeitingunni, jafnvel þó að lftið geti verið að gera hjá honum í leik. Þetta er oft erfiðasti hlutinn og maður finnur það stundum eftir rólega leiki að maður er ekki síður eftir sig en leik- menn sem sem hafa verið á hlaupum um allan völlinn í 90 mínútur. En aðalsmerki góðs markvarðar er að gera fá mistök og ekki síður að vera fljótur að ná sér eftir mistök. Sterkur markmaður ýtir mistökum frá sér og lætur þau ekki buga sig. Slíkur markvörður hefur góða einbeitingu. Það er enginn til að hreinsa upp eftir aftasta mann nema maður sjálfur.“ Hvaðfer í gegnum huga markmanns sem á að verja víti? „Það er nú margt. Ég horfi þó alltaf á manninn frá því að hann stillir bolt- anum upp, tekur skrefin aftur á bak og hleypur að boltanum. Einnig reyni ég líka að horfa í augun á honum. Ég er ekki þannig að ég sé búinn að ákveða í hvaða hom ég ætla. Það fer meira eftir því hver tekur vítið og hvort ég viti einhver deili á honum. En í landsleikjum getur þetta verið erfiðara, vegna þess að maður þekkir ekki manninn. Ef ég sé ekkert út úr undirbúningi vítisins, þá er ég oftast nær búinn að ákveða að fara í annað hvort homið. Stundum er þetta spurning um að taka menn á taugum, en stundum nær maður því ekki og leikmenn gefa ekkert færi á sér og hafa þá líka einhverja taktík gagnvart markmanninum. Svo em sumir sem horfa bara á boltann og gera sjálfa sig svolftið stóra í markinu, en það er allur gangur á því hvemig svona einvígi fer fram.“ Nú er Birkir genginn til liðs við IBV á ný eftir sautján ára útilegu, hvernig er að koma aftur heim í heiðardalinn ? „Ég hef nú alltaf haft áhuga á að spila með ÍBV í Eyjum, það er alltaf eitthvað í manni sem tikkar á ÍBV. Ég veit ekki hvort þetta em einhverjar rætur, sem snúast um meira en bara fótbolta. Það er eitthvað meira sem liggur á bakvið, sem maður finnur í bænum og snýst um stemmningu og stolt fyrir Eyjamar. Þannig að ég er mjög ánægður með að vera kominn aftur til IBV. Eins og staðan er núna hugsar maður bara um að ná árangri með liðinu og við emm svo sem í ágætis stöðu núna, en vissulega em erfiðir leikir framundan, bæði í deildinni og bikamurm. Mórallinn hefur verið mjög góður og hópurinn frábær og skemmtilegur. En það er aldrei neitt ömggt í boltanum, en auðvitað stefnum við að því að verða í toppbaráttunni." En þú sjálfur, ertu eitthvað að hugsa um að leggja hanskana á hilluna? „Ég hugsa að ég leggi hanskana ekkert á hilluna, þegar þar að kemur, heldur hendi ég þeim. Ég hef hins vegar ekki tekið neina ákvörðun um það núna. Maður lætur hvert tímabil líða fyrir sig og skoðar stöðuna. En oftast er það þannig í knattspymunni að erfiðara er að tala við menn á haustin, heldur en þegar grasið fer að grænka á vorin. Ég hef hins vegar ekkert verið að velta þessu fyrir mér. Hugurinn er núna við leikina sem em framundan. Ég hef ekki hugsað málið lengra en að reyna að vinna þá titla sem em í augsýn og vonandi vinnast þeir. Og á meðan Hlynur er ennþá að spila getur maður ekki verið þekktur fyrir að hætta.“ Benedikt Gestsson

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.