Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 07.09.2000, Blaðsíða 15

Fréttir - Eyjafréttir - 07.09.2000, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 7. september 2000 Fréttir 15 Vetrarstarf Skátafélagsins Faxa að hefjast: Viljir þú taka þátt í skemmti- legu og fjölbreyttu starfi -áttu heima hjá okkur, segirÁrmann Höskuldsson, stjórnarmaður í félaginu Skátastarf stendur traustum fótum í Vestmannaeyjum og er Skáta- félagið Faxi 62 ára á þessu ári. Nú er verið að leggja upp í enn eitt starfsárið og stendur yfir innritun nýrra félaga um þessar mundir. Til að forvitnast um starfsemina og hvað það er sem dregur ungt fólk að skátunum var rætt við Armann Hösk- uldsson, stjómarmann í Faxa, en hann hefur verið virkur í starfmu frá því hann innritaðist fyrir 13 árum. „Ég byrjaði í skátunum árið 1987, þá tíu ára gamall. Af því bara,“ svarar Armann þegar hann er spurður að því hvers vegna hann gerðist skáti. „Við slógum til nokkrir félagar og skráðum okkur í Faxa eftir að hafa lesið auglýsingu í Fréttum um að innritun stæði yfír. Þetta voru ég, Andri Runólfsson, Sigurður Ingi Jóels- son, Sæþór Þorbjamarson, Hlynur Guðjónsson og Leiknir Ágústsson, Kjartan Olafsson, Frosti Gíslason, Sæþór Orri Guðjónsson, Bjarki Guðnason og Trausti sem ég man ekki hvers son er. Við mynduðum flokkinn Smyrla og var Leiknir flokksforingi enda elstur af okkur. Þetta var þéttur hópur og hafa allir haldið tengslum við skátana. Þeir starfa ekki fast en við leitum oft til þeina.“ Ármann segir að þeir hafí verið mjög spenntir þegar þeir byrjuðu og var kraftur í starfinu. „Við vorum með vikulega fundi eins og vera ber. Það var farið upp á land þar sem við hittum aðra skáta og svo náttúmlega á skátamót sem eru alltaf hápunkturinn í öllu skátastarfi. Aldrei vomm við verkefnalausir og gerðum það sem okkur datt í hug. Skátastarf byggist mikið á því að þú færð að gera það sem þér þykir skemmtilegt. Það em t.d. til tölvuskátar og sjóskátar og ef þú hefur áhugamál getur þú fundið því stað í skátunum," segir Armann. Menn fara upp metorðastigann í skátunum eins og öðmm félagsskap. „Þú byrjar sem ylfingur sem er aldurinn 8 til 11 ára, í næsta þrepi ertu fullburða skáti, 15 til 18 ára ertu dróttskáti og 18 ára og eldri kallast roverskátar.“ Ármann segir að starfið byggist upp á útilífi og félagslífi almennt. „Og því FÉLAGAR í Faxa á landsmóti skáta árið 1999. sem fólk vill gera sér til skemmtunar í heilbrigðum lífsstíl. Þeir sem ekki finna sig í íþróttum geta átt fullt erindi í skátana." Skátafélagið Faxi á myndarlegt félagsheimili við Faxastíg og skáta- heimili suður á eyju. „Þar er að verða til nýtt Skátastykki þar sem við ætlum að byggja upp útilífsmiðstöð. Við eigum líka skála uppi við skíðasvæðið í Bláfjöllum sem heitir Gilitratt og er vinsælt hjá eldri krökkunum að fara á skíði og gista í skálnum." Af hveiju á átta til tíu ára krakki að sækja um inngöngu í skátana? „Ef þú villt taka þátt í skemmtilegu og fjölbreyttu starfi þá áttu heima hjá okkur. Þar er ekkert ómögulegt og einu sinni skáti ávallt skáti. Að lokum vil ég hvetja eldri skáta og foreldra til að taka þátt í starfinu með okkur,“ sagði Ármann. I dag em um 120 virkir félagar í Faxa. I stjóm em Páll Zóphómasson félagsforingi, Marinó Sigursteinsson aðstoðarfélagsforingi, Júlía Olafsdóttir ritari, Signður Guðmundsdóttir og Armann Höskuldsson. SMYRLARNIR í útilegu 1988. Standandi frá vinstri: Andri Runólfsson, Ármann Höskuldsson, Sigurður Ingi Jóelsson, Sæþór Þorbjarnarson; Hlynur Guðjónsson og Leiknir Ágústsson. Sitjandi eru Kjartan Olafsson, Frosti Gíslason, Trausti og Sæþór Orri Guðjónsson. Hreinlætisáæflun um borð í skipum Bergs-Hugins Sl. fdstudag kynnti útgerð Bergs- Hugins ehf. nýja hreinlætisúætlun sem tekin hefur verið upp hjú skipum félagsins. Magnús Kristinsson, fram- kvæmdastjóri Bergs-Hugins, segir að þeir hafi staðið frammi fyrir því að engin frosin matvæli fengju að fara ú markaði erlendis nema að uppfylltum úkveðnum stöðlum. „Þetta útti við frysti- skipið okkar, Vestmannaey, og í frumhaldi af því að þeirri úætlun var komið þar ú, vaknaði sú spurning hjú mér; af hverju ekki að gera þetta með ferska fiskinn líka. Þetta varð til þess að við komum upp hreinlætisáætlun fyrir hin skipin líka og á föstudag varð þetta formlega að veruleika en þá mættu skipstjórar og stýrimenn af skipum okkar til fundar þar sem áætlunin var kynnt fulltrúum skipa- félaganna og hafnarstjóra og formanni hafnarstjórnar." Á fundinum eru fulltrúar skipafélaganna til vinstri og fulltrúar hafnarstjórnar til hægri en aðrir á myndinni eru skipstjórnarmenn á skipum Bergs-Hugins og Magnús Kristinsson, framkvæmdastjóri, sem er við enda borðsins. Spurt er. Er fót- bolti and- kirkju- legur? (Halldór Blöndal, forseti al- þingis, sagði á dögunum að pollamót í Vestmannaeyjum og ánióta uppákomur virtust hafa meira aðdráttarafl en kristnihátíð á Þingvöllum) Séra Kristján Björnsson, sókn- arprestur: „Nei. Svo ég vilni í Lúter og guðfræði hans, þá segir þar: - Það er köllun barnanna að leika sér og getur líka átt við fullorðið fólk.- Áfram ÍBV." Helga Jónsdóttir, bakarakona: „Nei. Eða eins og einhvers staðar segir: -Líkamleg þjálfun er til margra hluta nyt- samleg- Restina af þessari tilvitnun þekkja prestarnir." Sigurgeir Scheving, gistihús- stjóri og fótboltaáhugamaður: „Fjarstæða. Fótbolti myndar samkennd milli leikmanna þar sem hver stólar á annan. Menn gera ekkert einir og sér, hvort sem er í trúarsöfnuði eða í fótbolta." Séra Bára Friðriksdóttir, safn- aðarprestur: „Nei. En kirkjan er stundum í samkeppni við fót- boltann um tíma. Á sunnudaginn ætlum við að hafa handboltames.su þannig að íþróttir og kirkja eiga ágæta samleið." Jóhann Friðfinnsson, á Hólnum: „Síður en svo. Öll holl samskipti eru mjög í kirkjulegum anda. Þar er það samstarfið sem gildireinsogannars staðar." Magnús Kristinsson, gjaldkeri sóknarnefndar og stjórnar- formaður Stoke Holding: „Nei, það er hann ekki. Það er látt sem kirkjan er á móti og allra síst er hún á móti íþróttum."

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.