Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 21.09.2000, Síða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 21.09.2000, Síða 1
27. árgangur * Vestmannaeyjum 21. september 2000 * 38. tölublað * Verðkr, 140,- * Sími:481 3310 • Fax:481 1293 Herjólfsmálið: Spilin á borðið! Stjórn Herjólfs hf. fer fram á að kostnaðaráætlun Vegagerðar verði lögð fram Stjórn Herjólfs hf. hefur farið fram á við Vegagerðina að kostnaðar- áætlun hennar, vegna útboðs Herjólfs, verði lögð fram. „Þetta var ákveðið á stjómarfundi á þriðjudag," segir Magnús Jónasson, framkvæmdastjóri Herjólfs hf. Með kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar er beinlínis gefið í skyn að við höfum á undanfömum ámm verið að bmðla með fé skattborgaranna, svo langt var hún undir því tilboði sem við lögðum fram. Undir slíku viljum við eðlilega ekki liggja. Fram til þessa hefur Vegagerðin neitað að upplýsa nokkuð um þessa kostnaðaráætlun, hvorki ég né aðrir hafa fengið að sjá annað í henni en niðurstöðutölumar. Nú finnst okkur eðlilegt að þeir leggi spilin beint á borðið þannig að unnt sé að sjá í hveiju þessi mikli munur liggur. Þess vegna höfum við farið formlega fram á að kostnaðaráætlunin verði lögð fram. Ég á ekki von á að þeir hafi neitt að fela, við höfum það ekki og okkur þykir þetta eðlilegur framgangsmáti," sagði Magnús Jónasson. Bæjarlistamaður valinn árlega Á fundi bæjarráðs á föstudag lögðu fulltrúar sjálfstæðismanna fram tillögu um að árlega yrði valinn bæjarlistamaður Vestmannaeyja, í fyrsta skipti árið 2001. Ráð verði gert fyrir upphæð vegna þessa í fjárhagsáætlun hvers árs. Þessi tillaga var samþykkt í bæjarráði og hefur menningarmálanefnd verið falið að útfæra hana nánar og sjá um framgang hennar. Sambýlið tíu ára Sambýlið við Vestmannabraut hélt upp á tíu ára afmæli sitt sl. sunnudag. Fjöldi gesta kom í afmælisveisluna sem var hin veglegasta. Einnig barst sambýlinu fjöldi gjafa og heillaóska á afmælinu. Myndin hér að ofan er tekin í veislunni og sýnir afmælisgesti í góðri stemmningu. Nánar er fjallað um sambýlið á bls. 8 og 9 í blaðinu í dag. Firma - og innanfélagsmót Sjóve var haldið sl. laugardag. Á myndinni hér fyrir ofna má sjá vigtargengið sem er snar þáttur í sjóstangamótum. Fr. v. Siggl lúðubani, Svenni Valgeirs, Bragi Júlíusson og Borgþór Ásgeirsson. Lausn á húsnæðisvanda Barnaskólans: Tvær nýjar kennslustofur keyptar og farið í fram- kvæmdir við bókasafn Eins og kom fram í viðtali við Hjálmfríði Sveinsdóttur, skóla- stjóra Barnaskólans, í byrjun september, ríkir slæmt ástand í húsnæðismálum skólans. Kennslu- stofur vantar og hefur orðið að tvísetja í fjórum bekkjardeildum. Á fundi bæjarráðs, sl. föstudag, fluttu fulltrúar sjálfstæðismanna tillögu til lausnar þessu máli. Þar er bæjarstjóra falið að ganga til samninga um kaup á allt að þremur kennslustofum sem staðsettar yrðu norðan Bamaskólans á lóð Kirkjuhóls. Gert er ráð fyrir að stofumar verði tilbúnar til notkunar þegar kennsla hefst í janúar á næsta ári. Reiknað verður með kostnaði við þessi kaup, ásamt búnaði, í endur- skoðaðri fjárhagsáætlun fyrir árið 2000. Bæjarráð samþykkti þessa tillögu en Guðrún Erlingsdóttir samþykkti með þeim fyrirvara að hér væri aðeins um bráðabirgðaúrlausn að ræða og nú þegar yrði hafist handa um frekari undirbúning að áframhaldandi upp- byggingu Bamaskólans. Guðjón Hjörleifsson, bæjarstjóri segir að í tillögunni sé gert ráð fyrir allt að þremur kennslustofum en að öllum líkindum verði þær tvær. í stað þess að kaupa þá þriðju sé fyrirhugað að fara í framkvæmdir við bókasafn skólans og þar með losnar ein stofa í skólanum. Guðjón segir að þama sé um tvö vönduð hús að ræða, í Reykjavík séu margar slíkar stofur í notkun, flestar þeirra 76 fermetrar að stærð en Guðjón segir að líklega verði teknar stærri stofur til Eyja, 92 fer- metrar hvor. Ekki liggur endanlega fyrir hver kostnaður verður við þessa framkvæmd en hvor stofa mun kosta um 7 milljónir króna, komin um borð í skip. „Mér líst vel á að fá aukið húsnæði þó að ég hefði að vísu kosið að hafa það varanlegra," segir Hjálmfríður Sveinsdóttir, skólastjóri. „Þó svo að þetta sé hugsað til bráðabirgða, þá reikna ég nú með að við fáum að búa við það á næstu ámm. En þessi ákvörðun breytir miklu fyrir okkur og ég fagna henni. Þetta þýðir væntan- lega að við getum notað jólafríið til að breyta stundatöflum til betra horfs.“ Fjárbændur vilja eignast spennistöð Fjárbændumir Gísli J. Óskarsson og Sigurmundur G. Einarsson hafa sent stjóm Bæjarveitna bréf þar sem þeir beiðast þess að Bæjarveitur afhendi þeim til eignar spennustöðvarhús fyrir vestan Dalabúið. Umrætt spennustöðvarhús er ekki lengur í notkun og stendur til að rífa það. Ekki er þess getið í fundargerð stjómar Bæjarveitna til hvers þeir félagar hyggist nýta húsið, líklega tengist það frekar skepnuhaldi en rafmagnsframleiðslu nema það tengist sláturtíð sem nú stendur sem hæst. Stjóm Bæjarveitna ákvað að hafna þessu erindi en einn stjómarmanna, Andrés Sigmundsson, tók fram að hann væri samþykkur erindi bréfritara. rn i TM-ÖRYGGI JgL FYRIR ÖflVOGI FJÖLSKYLDUNA Sameinar öll trygg''ngamálin - é oilum sviðum! á einfaldan og 1“ ■ -a hagkvæman báw Bílaverkstæðið Bragginn s.f. Réttingar og sprautun Flötum 20 - Sími 481 1535 Viðgeróir og smurstöð Flötum 20 - Sími 4813235 Vetraráætlun Mánud. - föstud. Sunnud. Frá Eyjum kl. 08.15 kl. 14.00 Frá Þorlákshölfi kl. 12.00 kl. 18.00 Aukaferð á föstud. kl. 15.30 kl. 19.00

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.