Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 21.09.2000, Blaðsíða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 21.09.2000, Blaðsíða 4
4 Fréttir Fimmtudagur 21. september 2000 Bókvitið 'askana Vestmannaeyingar Vil helst hafa bók við hendina “Sumum bókum á maður að bragða á - aðrar að gleypa - nokk- rar getur maður tuggið og melt." Francis Bacon Upphafsorðin lýsa nokkuð vel hvemig mínum bókalestri er háttað. Þau em tekin upp úr Stóm tilvitnunar- bókinn sem er nýlega komin inn á heimilið ásamt fleiri uppflettibókum. Ymisskonar bækur, t.d. fræðibækur og ævisögur hef ég tuggið og melt og vil ég fyrst nefna ævisögu langafa míns Bjöms Eysteinssonar. Hann llutti upp á heiði með fjölskyldu sína og byggði sér þar bú á þeim tíma þegar tjöldi íslendinga fór til Vestur- heims . Ég hef heyrt því fleygt að hann sé ein af fyrirmyndum Kiljan af Bjarti í Sumarhúsum í Sjálfstæðu fólki. Ég gleypti þá sögu í mig og fleiri af sögum Halldórs Laxness, þ.á.m. Gerplu sem mér finnst yndis- lega skemmtileg og háðsk. Þó ég sé ekki bókaormur vil ég helst alltaf hafa bók við hendina, líka á ferðalögum. Ofvitann eftir Þorberg las ég þegar ég var ein á lestarferða- lagi um Evrópu og var oft litin horn- auga þegar ég rak upp skellihlátur þar sem ég sat og las í þétt setnum lestar- klefúnum. Á tímabili bragðaði ég mikið á dulspeki, heimsspeki, ýmsum trúar- bragaðsögum, þjóðsögum, ævintýr- um og bókum um náttúrulækningar. Ég kættist mjög þegar ævintýrabókin um Harrý Potter birtist í pakka til sonar míns um síðustu jól, og fékk ég að vera fyrst til að njóta hennar. Þegar ég bjó í Harstad í Norður- Noregi gekk ég í bókaklúbb og gleypli í mig mikið af skáldsögum eftir norræna rithöfunda m.a. Her- björgu Wassmo. Hún er frá Stok- marknes, bæ nálægt Harstad, notar norður norsku mállýskuna í sumum bókum sínum. Hennar stíll er sérstakur, mjög ljóðrænn. Ég er mjög hrifin af Dinas bók. Svei mér þá ef hún fékk ekki bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðsfyrir hana. Ég komst líka upp á bragðið að lesa Suður-Amerískar bókmenntir þ.á.m. Hundrað ára einsemd eftir Gabriel Garcia Marques og Hús andanna og Eva Luna eftir Isabel Allente. Svo er nú spennandi að blaða í Afroditu. Isabel ber á borð gimilegar uppskriftir í þeirri bók og við elduðum um daginn unaðslegan lambakjötsrétt með spínati (úr garðinum) og fersk- jum. Ég kann svo vel að meta dul- spekina, galdrana og ævintýra- ljómann í bókum þeirra Marques og Állente. Af sögubókum sem hafa haft mikil áhrif á mig vil ég nefna Falið vald e. Jóhannes Bjöm, Tyrkjaránið e. Jón Helgason, íslandsfór Himmlers e. Þór Whitehead og ekki síst Býr Islend- ingur hér, sem er í raun ævisaga Leifs Mullers og lýsir þar á mjög sterkan hátt hvemig honum tókst að lifa af dvöl í fangabúðum nasista í Noregi og Þýskalandi. Ljósmyndabækur eiga sinn sess í bókahillunum. Spessi gaf okkur í fyrra bókina Bensín. Hana prýða ljósmyndir af bensínstöðvum sem hann tók hringinn í kringum landið. Þessar bækur eru geymdar í vinnu- herberginu. Þar liggja á skrifborðinu mínu þessa dagana uppflettibækur um hljóðfærafræði, íslensk þjóðlög e. Bjama Þorsteinsson, og ljóðabækur. Á píanóinu liggja staflar af ýmsum nótnabókum. Sú nýjasta er keypt í síðustu viku í Boston með lögum e. Tom Waits, hann er þekktur fýrir flott lög og safaríka texta. Ég fæ aldrei nóg af því að bragða á þessum bókum, gleypa.tyggja og meltaþær. Ég skora á Huldu Karen Róbertdóttur að vera næsta bókaunnanda. Að lokum vil ég aftur vitna í orð Francis Bacon. “Bækur eru skip sem sigla yfir óendanlegt haf tímans." Bára Grímsdóttir. íóprenthæfum saumaklúbbi Sambýlið við Vestmannabraut fagnar Fallegasti staður sem þú hefur komið á? um þessar mundir tíu ára afmæli sínu. Vestmannaeyjar, svo er rosalega fallegt í Ásbyrgi. Forstöðumaður Sambýlisins er Hve lengi ert þú búin að starfa við Sambýlið? Níu Eyjamaður vikunnar af því tilefni. ár, næstum þvíjafngömulþví. Fullt nafn? Sæfinna Ásta Sigurgeirs- íhverju felstþittstarf? I stjórnun, skipulagningu og dóttir, alltaf kölluð Sæsa Vídó. þjálfun fyrir íbúa og starfsmenn Fæðingardagur og ár? 5. júlí 1952. Hvernig erað starfa á Sambýlinu? Mjög skemmti- Fæðingarstaður? Vestmannaeyjar. legt og gefandi starfen getur verið þreytandi andlega. Fjölskylduhagir? Gift Þorbirni Núma- Hvernig heldurðu að bikarleikurinn á sunnudag syni. Við eigum þrjú börn, Sigurgeir, fari? Mér finnstþað ekki spurning, ÍBV vinnur hann Sæþór og Mörtu Maríu. að sjálfsögðu. Menntun og starf? Menntuð sem Eitthvað að lokum? Ég vona að málefni fatlaðra fái stuðningsfulltrúi. Starfa sem forstöðu- áfram að þróast á jákvæðan hátt. Áfram Sambýlið! maður á Sambýlinu. Og áfram ÍBV! Laun? Ríkistaxti. Bifreið? Volvo '87. Helsti galli? Kann ekki að segja nei. Helsti kostur? Reyni að vera hress. Uppáhaldsmatur? Hamborgarahrygg- ur. Versti matur? Hrossabjúgu. Uppáhaldsdrykkur? Vatn. Uppáhaldstónlist? Gamla, góða rokkið og alltþað. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir? Að vera ígóðra vina hópi. Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir? Að þrátta við yfirmenn. Hvað myndirðu gera ef þú ynnir milljón í happdrætti? Ég hugsa að ég myndi borga skuldir. Kannski skreppa til Portúgals efeitthvað yrði eftir. Uppáhaldsstjórnmálamaður? Árni Johnsen (og þjóðsöngurinn). Uppáhaldsíþróttamaður? ÍBV liðið í heild sinni. Ertu meðlimur í einhverjum félagsskap? Já, íþróttafélaginu Ægi og saumaklúbb en nafnið á honum er ekki prenthæft. Uppáhaldssjónvarpsefni? Neyðarlínan. Uppáhaldsbók? Bankabók sem oftast nær er lítið inni á. Hvað metur þú mest f fari annarra? Traust og hresst viðmót. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Andstæðan við þetta á undan. Sæfinna Astci Siguigeirsdóttir e r E y j ci m ci ð u r v i k u n n ci r Þann 23. ágúst eignuðust Ágústa Berg Sveinsdóttir og Gunnar Ámi Vigfússon son. Hann vó 17 merkur og var 56 cm að lengd. Hann hefur verið skírður Sveinn Gunnþór og með honum á myndinni er stóra systir Agnes Berg. Ljósmóðir var Drífa Bjömsdóttir. Orðspor____________________________ Eins og sagt er frá í blaðinu í dag hefur verið sett upp nýtt hljóðkerfi og svokallaður tónmöskvi fyrir heyrnartæki í Landakirkju. Mun það hafa verið prestum kirkjunnar mikið kappsefni að koma upp tækjum þessum fyrir bikarúrslitaleikinn á sunnudaginn. Sér í lagi vegna þess að fjöldi Eyjamanna mun fara á leikinn og þar af leiðandi ekki mæta til messu. Mun hið nýja hljóðkerfi þess vegna koma í góðar þarfir því það mun vera svo öflugt að heyrast mun í því alla leið í Laugardalinn og víðar ef svo vill. Það verður því ekki amalegt að heyra séra Báru hrópa úr predikunarstól Landakirkju: „Áfram ÍBV, út af með dómarann og inn á með kristilegan kærleika." Á döfmrrí 4* 21. sept. Opin æfing hjó ÍBV strákunum fyrir bikarleikinn Id. 17.30, sérstkalega ælluð ungum aðdáendum. Vífilfell gefur bikardót 22. sept. Skemmtikvöld jeppamanna í Akóges kl. 19.30s 23. sep. Húsbyggingamót Golfklúbbs Vestmannaeyja. 24. sept. Urslitaleikur IBV oglAi kókakólabikamum. Laugardalsvelli. Áfram IBV eins og presturinn segir 25. sept. Töfvuskóli Vestmannaeyja. Námskeiðin hefjast fjölbreyH að vanda. Allir í tölvunám! 30. sept. Héraðsfundur Kjalamessprófastsdæmis í SafnaðarheimiliLandakirkju kl. 09.00- 12:00 30. sept. 30. sept. Lundaballið í umsjá Elliðaeyinga og 1. old. Námskeið í list- og sköpunargáfu á vegum KÍ haldið á Hallveigarstöðum 02.-04. okt. Seinni hluti náms í Ökuskóla Vestmannaeyja 08. okt. Tónlistarmessa með Tónsmíðafélaginu í Safnaðarheimilinu kl. 20.00 14. okt. Eyjar 2010. 12. okt. Bjórhátíð á Mánabar, slendur í þrjá daga! 15. okt. Poppmessa í Landakirkju kl. 20.00

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.