Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 21.09.2000, Page 8

Fréttir - Eyjafréttir - 21.09.2000, Page 8
8 Fréttir Fimmtudagur 21. september 1999 Tíu ára afmæli Sambýlisins \ Markmiðið að þjálfa einstakli Um síðustu helgi hélt sam- býlið, Vestmannabraut 58, upp á 10 ára afmæli sitt. Þann 4. maí árið 1989 var fyrsta skóflustunga tekin að heimilinu, en það var form- lega vígt 5. júní 1990. í september sama ár var sambýlið tekið í notkun og fyrstu íbúarnir fluttu inn um mánaðamótin september október. Frá 1991 hefur sambýlið verið fullnýtt og er svo enn í dag. Sambýlið er í eigu Öryrkjabandalags íslands og er brúttóflatarmál hússins 3762 m2. I húsinu eru fjórar 36,2 m2 íbúðir með eldhúskrók, stofu svefnherbergi og baðher- bergi. í miðju hússins er sameiginlegt rými sem skiptist í þjálfunareldhús, borðstofu, stofu og búr, auk sameiginlegs baðherbergis, þvottahúss og starfsmanna- skrifstofu. í miðjurýminu er einnig fimmta íbúðin, sam- bærileg hinum fjórum. Fjármál sambýlisins eru í höndum heimilismanna. Þeir greiða húsaleigu til Öryrkjabandalagsins og Þær voru hressar í afmælinu á sunnudaginn, Dagmar og Júlíana, sem eru í skammtímavistun á Búhamri, ásamt vinkonum sínum, þeim Hlín og Önnu Ester. Sæfinna Sigurgeirsdóttir forstöðumaður Sambýlisins: Starikemin nýhjr mikils velv „Það hefur mjög mikið að segja fyrir fatlaða að hafa allt í föstum skorðum og að ekki séu rnikil mannaskipti." einnig í hússjóð sem stendur undir heimilisrekstri hússins, eins og rafmagni, hita, síma og svo framvegis. Húsaleiga vegna sameiginlegs rýmis er greidd úr ríkissjóði. í árslok 1994 flutti fyrsti einstaklingurinn af sam- býlinu í sjálfstæða búsetu, eða félgslega eignaríbúð með stoðþjónustu, en alls hafa átta einstaklingar flutt af sambýlinu á þeim tíu árum sem sambýlið hefur starfað. Þrír hafa flutt í eigin íbúð en aðrir eru í leiguhús- næði. Fyrsti forstöðumaður sam- býlisins var Guðmunda Steingrímsdóttir. Hún gegndi því starfi í fimm ár, utan eitt ár sem hún fór í launalaust leyfi. Við af henni tók Hera Einarsdóttir, sem var for- stöðumaður frá 1995 til 1996. í mars árið 1996 tóku Sæfinna Sigurgeirsdóttir og Ámý Jónsdóttir við starfinu og gegndu því í tvö ár eða til 1998 en síðan hefur Sæsa verið forstöðu- maður heimilisins. Sæfinna (Sæsa) Sigurgeirsdóttir, hefur því gegnt forstöðumanns- starfinu undnnfarin fjögur ár. Hún hefur lokið grunnskólanámi, en einnig hefur hún lokið starfsmennt- unarnámi meðferðar- og uppeldis- fulltrúa að ógleymdu námi í skóla lífsins. „Ég var áður að vinna á leikskól- anum Kirkjugerði, en það var eigin- lega Guðmunda Steingrímsdóttir sem bað mig um að starfa héma í hluta- vinnu til að byrja með. Síðan jókst starfshlutfallið jafnt og þétt þar til ég var ráðin sem forstöðumaður sam- býlisins. í upphafi þekkti ég ekkert til starfs með fötluðum, en það er yndis- legt að vinna með þessu fólki og mjög gefandi starf. Auðvitað getur það verið erfitt líka og þá ekki síst andlega, en það er lítið sem þarf til að gleðja þetta fólk og frábært að vinna með því.“ Hún segir að áður en sambýlið tók til starfa hafi engin stafsemi verið með fatlaða fram að því að Búhamar var tekinn í gagnið, en Búhamar hélt upp á 12 ára afmæli sitt í fyrra. „Búhamar er dagvistun fyrir fatlaða og var eina úrlausn fyrir fatlaða áður en sambýlið kom til og engin önnur búsetuúrræði til staðar. I Búhamri er enn þá dag- vistun og skammtímavistun fyrir fatlaða. Efla fæmi og sjálfstæði Sæsa segir að á þessum tíu árum hafi átta einstaklingar flutt úr sambýlinu í sjálfstæða búsetu, þrír farið í eigið húsnæði og aðrir í leiguhúsnæði. , JVlarkmið sambýlisins er að efla fæmi og sjálfstæði þeirra sem þar búa í því skyni að íbúar geti verið eins sjálf- bjarga og ráðandi um eigin hag og kostur er. Til þess að ná þessu mark- miði er íbúum veitt leiðsögn og ráðgjöf eftir þörfum hvers og eins. Hver íbúi hefur tengil, sem er einn af starfsmönnum sambýlisins og getur íbúi leitað til síns tengils sérstaklega með sín mál og rætt við hann í fyllsta trúnaði, enda eru allir starfsmenn sam- býlisins bundnir þagnarskyldu um persónulega hagi íbúanna." Alltaf sömu markmið Finnst þér að á þessu tíu ára tímabili hafi sambýlið skilað þeim mark- miðum sem sett vom í upphafi og hafa þau tekið einhverjum breytingum? „Markmiðin era í sjálfu sér alltaf hin sömu og það er að þjálfa ein- staklingana og gera þá sjálfstæða eins og kostur er. Og ekki síður að þeir beri virðingu fyrir sjálfum sér og öðr- um, læri á þau atriði sem nauðsynleg era í samskiptum manna á milli, eins og verðmætaskyn, halda heimili og svo framvegið. Ibúamir héma reka heimilið sjálfir. Þeir leigja húsnæðið af Öryrkjabandalaginu og reka sam- eiginlegan hússjóð og matarsjóð. Það er keypt sameiginlega inn og alla virka daga skiptast þeir á um að elda með aðstoð úr kennslueldhúsi, nema á laugardögum sjá þeir um sig sjálfir í matargerð. Varðandi áherslubreyt- ingar höfum við reynt að þrýsta á meiri tómstundastarfsemi fyrir íbúana og að þeir hafi meira val í því efni, því það er lítið um það í bæjarfélaginu að völ sé á tómstundum fyrir fatlaða. Þær tómstundir, sem eru í boði, era frá okkur sjálfum komnar. Við reynum að fá einhverja til að vera með okkur og sjá um tómstundir, en það er mikið föndrað héma og þá sérstaklega á haustin. Tvisvar á ári förum við í ferðalög. A haustin er farið til Reykja- víkur, þar sem við geram margt skemmtilegt, eins og að fara í leikhús, bíó, fína veitingastaði og ýmsa menningarstaði. A vorin förum við í sumarbústað og geram okkur margt til skemmtunar. Ahöfnin á Vestmanna- ey VE hefur gelið heimilismönnum allar dósir og gler sem til fellur hjá þeim og hefur þessi dósasjóður kostað bæði ferðalögin okkar og eram við mikið þakklát áhöfninni á Vestmanna- ey fyrir þeirra framlag. Aherslan hefur alltaf verið að gera íbúana sjálfstæða og hún breytist ekkert.“ Þó að flestir þeir sem dvelja í sam- býlinu vinni á vemduðum vinnustað, þá er samt sem áður vilji til þess að íbúamir geti helst farið á almennan vinnumarkað. „Það er stefnan að

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.