Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 21.09.2000, Síða 12

Fréttir - Eyjafréttir - 21.09.2000, Síða 12
12 Fréttir Fimmtudagur 21. september 2000 Firma- og innanfélagsmót Sjóve Árni Karl Ingason hlaut flest verðlaun Fagnaður í Alþýðuhúsinu í mótslok Árni Karl Ingason, sigurvegari mótsins, með verðlaunagripina ásamt Ellu Boggu, sem dró stærsta fiskinn. Firma- og innanfelagsmót Sjóve var haldið síðastliðinn laugardag. Alls tóku tuttugu og þrír kepp- endur þátt í mótinu, sex sveitir og sjö bátar. Mótinu lauk svo með hófi í Alþýðuhúsinu um kvöldið sem stóð langt fram undir morgun með tiheyrandi gleði og fögnuði. Meðal þátttakenda í mótinu var Sigríður Kjartansdóttir sem er Islandsmeistari kvenna í sjóstöng, en hún var í þeirri sveit sem mestan afla fékk. í sveitinni ásamt henni voru Arni Karl Ingason, Olafur Tryggva- son og Elínborg Bemódusdóttir, en heildarafli þeirra var 314,050 kg. Aflahæsti báturinn var Lubba VE með samtals 329,650 kíló en þar um borð voru Einar Birgir Einarsson Sigríður Kjartansdóttir, Páll Pálsson og Jóhann Jónsson, en skipstjóri á Lubbu var Jóhann Guðjónsson. Tcgundarverðlaun hlutu: Elínborg Bemódusdóttir dró stærsta þorskinn, vó hann 11.050 kg og var jafnframt stærsti fiskur mótsins. A eftir henni komu Ríkharður Stefánsson með 8,3 kg. þorsk og Þor- valdur Kristjánsson með 7,7 kg. þorsk. Þorvaldur Kristjánsson dró stærstu ýsuna sem vó 2,4 kg. Páll Pálsson dró stærsta ufsann sem vó 1,3 kg. Jóhannes Sigurðsson dró stærstu keiluna, sem vó 4,9 kg. Erlendur Guðjónsson dró stærsta steinbítinn sem vó 2,2 kg. Guðrún Snæbjömsdóttir dró stærsta karfann sem vó 1,6 kg Jóhannes Sigurðsson dró særstu lýsuna sem vó 1,3 kg. Sigurður Hlöðversson dró stærstu lúðuna sem vó 2,05 kg. Ólafur Hauksson dró makríl sem vó 0,850 gr. Arnór Sigurðsson dró sprettfisk sem vó 0,110 gr. í firmakeppninni veiddi Ámi Karl Ingason flesta fiska. Ámi Karl veiddi fyrir Lundann, sem vann þar af leiðandi firmakeppnina. Heildarafli hans var 103,150 kg. Flestar tegundir veiddi Einar Birgir Einarsson eða samtals 7 tegundir, á eftir honum vom Guðmundur Stefánsson og Ólafur Tryggvason með 6 ftska hvor Flesta fiska veiddi Ami Karl Ingason eða 105, næst komu Sigríður Kjart- ansdóttir og Einar Birgir Einarsson með 82 fiska hvort. Verðlaunabikara gáfu Guðjón Rögnvaldsson, Óskar á Frá og Tóti í Geisla. Em þeim færðar miklar og góðar þakkir frá Sjóve fyrir þá veg- semd og góðan hug. Áhöfnin á Hlýra, fr.v. Erling aðstoðarmaður, Kristbergur Einarsson skipstjóri, Arnþór Yellow Sigurðsson, Ríkharður Engilbertsson elsti þátttákandi í sjóstöng á heimsvísu, Jóhannes Sigurðsson og Þórey Jóhannsdóttir. Skipstjórarnir fr. v. Jóhann Guðjónsson, Kristbergur Einarsson, Jóel Andersen, Kjartan Már ívarsson, Georg Árnarson, Guðmundur Rafn Gunnarsson og Halldór Gunnarsson. Fr.v. Sigríður Kjartansdóttir íslandsmeistari kvenna í sjóstöng, Aflahæsti skipstjórinn, Jóhann Olafur Tryggvason, Elínborg Bernódusdóttir og Árni Karl Ingason. Guðjónsson. Sigríður Kjartansdóttir með sambýlismanni sínum Arnþóri Yellow Sigurðssyni formanni Landssambands sjóstangveiðimanna.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.